Innlent

Vilja afnema hverfisskiptinguna

Menntamálaráðherra tók við undirskriftum 10. bekkinga í gær. Ungmennin vilja fá að velja hvert þau sækja sína menntun. fréttablaðið Pjetur
Menntamálaráðherra tók við undirskriftum 10. bekkinga í gær. Ungmennin vilja fá að velja hvert þau sækja sína menntun. fréttablaðið Pjetur

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra tók í gær við undirskriftalista frá tíundu bekkingum þar sem skorað er á hana að afnema hverfaskiptingu í framhaldsskólum.
Rakel Ýr Birgisdóttir, nemandi í 10. bekk í Laugalækjarskóla, safnaði ásamt félögum sínum um þúsund undirskriftum meðal jafnaldra þeirra. Það er um fjórðungur árgangsins.

Samkvæmt innritunarreglum sem tóku gildi í fyrravor skulu að minnsta kosti 40 prósent nýnema í hverjum framhaldsskóla koma úr grunnskólum í grenndinni. Rakel Ýr telur það hins vegar réttlætismál að nemendur fái að velja hvar þeir stundi nám. „Mér finnst að við, framtíð þjóðarinnar, eigum að fá að velja hvar við fáum okkar menntun. Það á ekki að bitna á fólki hvar foreldrar þess kaupa hús,“ segir Rakel Ýr.

„Mín hugmynd er sú að skólarnir láti lokaeinkunnir gilda þegar þeir taka inn nemendur í vor en fyrir næsta ár verði búið að finna einhvern samræmdan stuðul sem skólarnir geta miðað við,“ segir Rakel spurð um hvernig best sé að leysa málið.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra bendir á að aðsókn í framhaldskóla hafi aldrei verið meiri. Það hafi verið gott að heyra sjónarmið nemenda nú þegar menntamálayfirvöld reyni að finna lausnir sem sem flestir eru sáttir við. - bg
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.