Erlent

Fundu þriðja líkið í brunarústum sveitaseturs

Lögregla í Bretlandi hefur fundið þriðja líkið í brunarústum sveitaseturs milljónamærings sem hvarf sporlaust fyrir viku ásamt eiginkonu sinni og dóttur.

Búið er að bera kennsl á eitt líkið sem var af eiginkonunni og hafði hún verið skotin í höfuð. Fólkið sást síðast á mánudag fyrir viku en daginn eftir brann heimili þeirra og aðliggjandi hesthús til grunna. Dýrin á bænum höfðu verið skotin til bana áður en eldurinn gleypti þau. Í dag verður haldið áfram krufningu þeirra tveggja líka sem eftir er að bera kennsl á.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×