Erlent

Forsætisráðherra Japans segir af sér

Yasuo Fukuda í Tokyó 15. ágúst. MYND/AFP
Yasuo Fukuda í Tokyó 15. ágúst. MYND/AFP

Yasuo Fukuda tilkynnti fyrir stundu um afsögn sína sem forsætisráðherra Japans. Stuðningur við ríkisstjórnina í skoðanakönnunum hefur dregist verulega saman frá því að Fukuda tók við af Shinzo Abe fyrir rétt tæpu ári.

Fukuda er 72 ára og 91. maðurinn til að gegna embætti forsætisráðherra Japans. Faðir hans Takeo Fukuda var forsætisráðherra á 8. áratug seinustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×