Erlent

Trúarleiðtogi skilur við 86 eiginkonur sínar

Íslamskur trúarleiðtogi í Nígeríu hefur fallist á beiðni yfirboðara sinna um að skilja við 86 af eiginkonum sínum og halda aðeins fjórum þeirra eftir.

Æðsta ráð íslamskrar trúar í Nígeríu hafði dæmt leiðtogann til dauða vegna allra þessara eiginkvenna en sá dómur hefur nú verið dreginn til baka.

Leiðtoginn sem er orðinn 84 ára gamall segir að í Kóraninum sé hvergi að finna nein viðurlög við því að eiga fleiri en fjórar eiginkonur. Með konum sínum hefur leiðtoginn hingað til eignast að minnsta kosti 170 börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×