Erlent

Írakar taka við stjórn Anbar-héraðs

Bandaríski herinn afhenti stjórn Anbar-héraðs í Írak til heimamanna í dag og lauk þannig stormasömum og ofbeldisfullum kafla í hernámi landsins.

Í þau fimm ár sem Bandaríkjamenn hafa hernumið Írak hefur stór hluti mannfalls þeirra orðið í Anbar. Íbúar þar eru flestir súnnímúslimar sem eru í minnihluta í Írak en nutu forréttinda á tíma Saddams Hussein. Upp á síðkastið hafa ættbálkaleiðtogar í Anbar unnið með bandaríska hernámsliðinu að baráttunni gegn hryðjuverkamönnum með þeim árangri að mjög hefur dregið úr ofbeldi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×