Mikil eftirvænting fyrir Food & Fun 21. febrúar 2008 07:38 Fóður og fjör verður Við Pollinn um helgina. Matarhátíðin Food & Fun, sem myndi útleggjast á íslensku sem Fóður og fjör, verður á veitingastaðnum Við Pollinn á Ísafirði um helgina. „Við erum mjög spenntir en þetta er skemmtileg ný hugmynd. Það er búinn að vera mikill undirbúningur fyrir hátíðina, en við erum búnir að vera að vinna að þessu síðan á áramótum“, segir Eiríkur Gísli Johansson, annar eigandi veitingarstaðarins. Ellefu veitingastaðir hafa tekið sig saman og ætla að kynna íslenskt hráefni til matargerðar auk þess sem hvert landsvæði ætlar að kynna sína menningu og hráefni sem er fáanlegt að vetrarlagi. „Hátíðin stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags og hver staður velur sér einn eða fleiri af þessum dögum. Við verðum með hátíðina á föstudag- og laugardagskvöld en sunnudagurinn er frátekinn fyrir konudag sem verður haldinn hátíðlegur hjá okkur í samstarfi við Blómaturninn“, segir Eiríkur. „Hátíðin gengur svolítið út á það að gera sem mest úr staðbundnum hráefnum og við munum bjóða upp fjögurra rétta matseðill sem er skrifaður af gestakokknum Inga Þórarni Friðrikssyni sem við fengum að láni frá Perlunni. Við höfum þegar fengið viðbrögð hjá fólki og sjáum fram á stórskemmtilega helgi og bíðum því bara spenntir við símann til að taka við pöntunum.“ Á undanförnum árum hefur matarhátíðin Food & fun í Reykjavík áunnið sér veglegan sess í borgarlífinu í febrúar og nú vilja veitingastaðir úti á landi bjóða upp á spennandi matseðil í stórbrotinni íslenskri náttúru á þessum tíma árs. „Ég vona að hátíðin verði árlegur viðburður, vonandi heppnast þetta vel svo við getum haldið áfram. Það er mikil vinna að setja svona hátíð á koppinn um allt land, það leiddi af sér mikið samstarf og var mjög gaman“, segir Eiríkur. Borðapantanir fara fram í síma 456 3360. thelma@bb.is Food and Fun Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent
Food and Fun Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent