
Fleiri fréttir

SVÞ vill að seljendur fá debetkortagreiðslur samdægurs
Samtök verslunar og þjónustu hafa sent Seðlabankanum bréf og óskað eftir því að bankinn hlutist til um að andvirði vara og þjónustu, sem greitt er fyrir með debetkortum, færist inn á reikning seljanda á söludegi.

Sakar Framsóknarforystu um að stinga höfðinu í sandinn
Anna Kristinsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir Guðna Ágústsson, formann flokksins, vel vita um hvað deilur Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa flokksins, og Guðjóns Ólafs Jónssonar, fyrrverandi þingmanns, snúast um. Hún sakar forystumenn flokksins um að stinga höfðinu í sandinn.

Tugir ábendinga um mannræningja Madeleine
Tugir ábendinga hafa borist rannsóknarlögreglumönnum á vegum McCann hjónanna eftir að teikningar af meintum mannræningja Madeleine voru birtar í gær. Nú er verið að rannsaka upplýsingarnar sem hafa borist.

Unnusta Fischer komin til landsins
Unnusta Bobby Fischer, Miyoko Watai, kom til landsins í nótt. Einar S. Einarsson, forsvarsmaður stuðningsmannahóps Fischers segir að til standi að funda með henni á næstunni. Þá verði farið yfir það hvernig staðið verði að útför Fischers.

Mubarak varar Ísraela við afleiðingum á Gaza
Hosni Mubarak forseti Egyptalands hringdi í forsætisráðherra Ísraels til að vara hann við afleiðingum þess að setja Gaza strönd í herkví. Samkvæmt heimildum Mena fréttastofunnar lagði Mubarak áherslu á að stöðva yrði yfirgang Ísraela gegn palestínsku þjóðinni.

Starfsmönnum í landvinnslu HB Granda á Akranesi sagt upp
HB Grandi stefnir að því að leggja af landvinnslu botnfisks á Akranesi í núverandi mynd og hefja sérvinnslu á léttsöltuðum, lausfrystum þorsk- og ufsaflökum í byrjun júní næstkomandi. Þetta kallar á að öllum stafsmönnum félagsins á Akranesi verður sagt upp 1. febrúar, alls 59 manns, en tuttugu verða endurráðnir.

Fíkniefnamál á Akureyri
Lögreglan á Akureyri í samvinnu við sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri lagði hald á tæplega 250 grömm af hassi auk lítilræðis af kókaíni og sterum í þremur fíkniefnamálum um síðastliðna helgi.

Búist við stormi í nótt
Búist er við suðaustan stormi á landinu sunnan- og vestanverðu og á miðhálendinu í nótt samfara asahláku. Veðurhæðin verður mest milli klukkan sex og níu í fyrramálið á þessum svæðum. Á morgun gengur svo vindstrengurinn yfir landið og má búast við hvassviðri eða stormi víða um land á morgun með vætu í flestum landshlutum.

Leitað að Tóbakslausa manni ársins 2008
Góður sagnamaður, sem er hættur að reykja eða ætlar að hætta, getur fengið ferð til Amsterdam og hundrað þúsund króna farareyri að launum fyrir góða sögu í verðlaunasamkeppninni Reyklaus 2008.

Guðfríður Lilja kallar eftir ró vegna Fischers
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, kallar eftir meiri ró í kringum umræðuna um útför Bobby Fischers og vill að menn bíði með yfirlýsingar þar til vilji unnustu hans liggur.

Friðrik Sophusson til Suður-Afríku?
Friðrik Sophusson gerir ráð fyrir að láta af störfum sem forstjóri Landsvirkjunar þegar hann verður 65 ára í október, verði eiginkona hans áfram sendiherra á erlendum vetttvangi.

Björn Ingi íhugar stöðu sína í dag
Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni íhugar stöðu sína í flokknum í dag og ræðir við forystumenn og flokksfólk. Einn af þingmönnum flokksins er þess fullviss að Björn Ingi hverfi úr flokknum.

Með hass milli rasskinnanna
Lögreglan á Akureyri í samvinnu lagði hald á nokkurt magn fíkniefna í þremur málum um helgina og naut stuðnings sérsveitarinnar á Akureyri. Fram kemur í tilkynningu að lagt hafi verið hald á tæplega 250 grömm af hassi auk lítilræðis af kókaíni og sterum.

Þjóðernissinni leiðir forsetakosningar í Serbíu
Tomislav Nikolic róttækur þjóðernissinni er sigurvegari fyrstu umferðar forsetakosninga í Serbíu. Samkvæmt könnun mun þó koma til úrslitaumferðar þar sem kosið verður milli þeirra tveggja sem fá flest atkvæði.

Þrír túlkar Dana í Írak voru einnig njósnarar
Þrír írakskir túlkar, sem unnu fyrir dansaka herinn í Írak, unnu jafnframt sem njósnarar fyrir uppreisnarmenn í landinu. Þessu heldur fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu danska hersins fram í Nyhedsavisen

Innbrot í Hveragerði
Þrír unglingspiltar voru handteknir í Hveragerði um helgina vegna gruns um nokkur innbrot í bænum. Tveir þeirra viðurkenndu að hafa farið inn í tvö íbúðarhús í Hveragerði og stela flatskjáum.

Ólafur og Vilhjálmur ræddu myndun nýs borgarstjórnarmeirihluta
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F listans, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, funduðu um helgina um myndun mögulegs nýs borgarstjórnarmeirihluta.

Oprah sökuð um að taka kynþátt fram yfir kyn
Harðar deilur hafa spunnist á heimasíðu bandarísku spjallþáttadrottningarinnar Opruh Winfrey vegna stuðnings hennar við Barack Obama í forvali demókrata fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þykir mörgum sem Oprah hafi svikið kynsystur sína, Hillary Clinton, sem fyrst kvenna eigi raunverulegan möguleika á að verða forseti Bandaríkjanna.

Safnmenn vilja friða húsin við Laugaveg
Fjölmargir safnmenn og áhugamenn um varðveislu menningarminja sendu frá sér sameiginlega tilkynningu í morgun þar sem mælt er eindregið er með því að friðun húsana við Laugaveg númer 4 og 6 verði staðfest og hafin verði vönduð endurgerð þeirra í samræmi við upprunalegan byggingastíl þeirra.

Abbas kallar eftir aðstoð umheimsins
Forseti Palestínu Mahamoud Abbas hefur kallað eftir aðstoð umheimsins vegna þess að Ísraelar hafa sett bann á orkuflutning til Gaza-svæðisins.

Obama sigrar líklegast í Suður-Karólínu
Næstu tvær forkosningar hjá Demókrötum og Repúblikönum verða í Suðurríkjunum, nánar tiltekið í Suður-Karólínu og Flórída, á næstu tíu dögum. Hvað Suður-Karólínu hjá demókrötum varðar er talið að Barack Obama eigi meiri líkur og sigri en Hillary Clinton þar sem stór hluti íbúa í fylkinu er blökkumenn.

Kaffidrykkja eykur hættu á fósturláti
Ný rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum sýnir að barnshafandi konur ættu að varast kaffidrykkju meðan á meðgöngunni sendur. Jafnvel hófleg neysla á kaffi yfir meðgöngutímann eykur hættuna á fósturlátum.

Ljósin á mótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar í lag
Vonir standa til að umferðarljósin á mótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar komist í lag í dag þegar varahlutir berast frá útlöndum.

Enn eitt gagnahneykslið í Bretlandi
Stjórnvöld í Bretlandi þurfa nú að glíma við enn eitt gagnahneykslið. Í ljós hefur komið að fartölva með upplýsingum um 600.000 starfsmenn breska hersins er horfin.

Musharraf í opinberri heimsókn í Evrópu
Musharraf forseti Pakistan er kominn í átta daga opinbera heimsókn til Evrópu en þetta er fyrsta opinbera heimsókn forsetans frá því að Benazir Bhutto var myrt á síðasta ári.

Obama ræðst harkalega á Bill Clinton
Barack Obama hefur ráðist harkalega á Bill Clinton eiginmann Hillary eftir að Obama tapaði fyrir henni í Nevada um helgina.

Skylmingarmiðstöð á Laugardalsvelli
Ný og glæsileg skylmingamiðstöð var opnuð með viðhöfn á laugardaginn í gamla Baldurshaga á Laugardalsvelli. Þar verður aðsetur Skylmingafélags Reykjavíkur og jafnframt þjóðarleikvangur Íslands í skylmingum. Við þetta tækifæri var undirritaður samstarfssamningur Skylmingasambands Íslands og Landsbankans sem verður bakhjarl sambandsins til næstu tveggja ára.

Chavez hótar bændum og bönkum þjóðnýtingu
Hinn litríki forseti Venesúela Hugo Chavez er aftur kominn í sviðsljós fjölmiðla. Að þessu sinni eru það deilur sem hann á í við bændur og banka landsins

Bjarni Harðarson segir Björn Inga á leið úr flokknum
Bjarni Harðarson einn af þingmönnum Framsóknarflokksins telur að Björn Ingi Hrafnsson sé á leið út úr flokknum.

Hver er þessi Ólafur F. Magnússon?
Ólafur Friðrik Magnússon, verðandi borgarstjóri í Reykjavík er fæddur á Akureyri þann 3. ágúst 1952. Ólafur er læknir að mennt og hann á fjögur börn með Guðrúnu Kjartansdóttur. Ólafur varð stúdent frá MH árið 1972 og hann lauk embættisprófi í læknisfræði við HÍ árið 1978.

Össur býður Birni Inga í Samfylkinguna
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra býður Birni Inga Hrafnssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, að ganga til liðs við Samfylkinguna vegna þeirra deilna sem eru innan Framsóknarflokksins.

Þjóðargrafreitur hvíli í friði
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður Þingvallanefndar, segir að þegjandi samkomulag hafi ríkt um það frá því að hann tók við formennsku í nefndinni fyrir 16 árum að þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum fái að hvíla í friði.

Próflaus á óskráðum vélsleða með leyfi pabba
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði unglingspilt í dag þar sem hann ók óskráðum vélsleða innan bæjar við Heiðarból í Reykjanesbæ.

Gaza ströndin myrkvuð - neyðarástand
Óttast er að hörmungarástand muni skapast á Gaza ströndinni innan fárra daga vegna skorts á matvælum og rafmagni.

Greiðslur hrundu þegar barnið fæddist fyrir áramót
Mikill munur getur verið á greiðlsum úr fæðingarorlofssjóði eftir því hvort barn fæðist í byrjun eða lok árs.

Hillary aftur á sigurbraut
Hillary Clinton virðist vera komin aftur á sigurbrautina eftir að hafa lent í þriðja sæti í forkosningum demókrata í Iowa í byrjun mánaðarins. Hún sigraði í New Hampshire í þar síðustu viku og svo aftur í Nevada í gær.

Kárahnjúkar skaffa vel
Kárahnjúkavirkjun mun skila Landsvirkjun umtalsvert meiri arði en áður var áætlað, samkvæmt nýju endurmati.

Lýsa yfir stuðningi við Páfa
Þúsundir manna söfnuðust saman á Péturstorginu í Róm í dag til að lýsa yfir stuðningi við Benedict Páfa.

Blóðið fossar í Framsókn
Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um Björn Inga Hrafnsson, borgarfulltrúa flokksins, í Þættinum Silfur Egils á Ríkissjónvarpinu í dag.

18 metra hár snjóvarnargarður á Ísafirði
Breyting á aðalskipulagi Ísafjarðar hefur verið auglýst en svæðið sem skipulagsbreytingin tekur til er í brattri hlíð undir fjallinu Kubba á Ísafirði. Fyrirhugað er að byggja snjóflóðavarnargarð ofan við byggðina og upptakastoðvirki í Bröttuhlíð.

Tennur dregnar úr Al Kæda -en ekki nógu margar
Bandaríska herstjórnin í Írak hefur gert upp baráttuna við Al Kæda á síðasta ári. Bandaríkjamenn líta á hryðjuverkasamtökin sem mestu ógn við frið í Írak. Hér á eftir eru helstu punktar úr bandarísku skýrslunni.

HR útskrifaði 279 nemendur
Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík fór fram í gær, laugardaginn 19. janúar í Háskólabíói.

Sólin er komin til Bolungarvíkur
Dagurinn lengist nú hægt og örugglega, en það gerist misjafnlega snemma árs í hinum ýmsu byggðum landsins. Baldur Smári Egilsson á vikari.is segir frá sérstakri gleði bolvíkinga í dag:

Norska RÚV gerir þátt um gosið í Eyjum
Norski sjónvarpsmaðurinn Geir Helljesen var á ferðinni í Vestmannayjum í vikunni en hann var að vinna að gerð sjónvarpsþáttar um eldgosið sem sýndur verður á besta tíma í norska ríkissjónvarpinu.

Fidel Castro í framboði til þings á Kúbu
Fidel Castro, hinn aldni leiðtogi Kúbu, er meðal þeirra sem bjóða sig fram til þings í kosningum sem fram fara í landinu í dag.