Fleiri fréttir

Sautjánþúsundasti Akureyringurinn kemur í heiminn

Akureyringar urðu formlega 17 þúsund talsins í byrjun mánaðarins þegar hjónunum Krzysztof Dziubinski og Beatu Mieczyzlawa Dziubinski fæddist sonur á Fjórðungssjúkrahúsinu þar í bæ. Hefur pilturinn fengið nafnið Gabríel Óskar Dziubinski. Bæjarstjóri Akureyrar færði foreldrunum af þessu tilefni blómvönd og bókina Barnið okkar.

Sjálfsmorðshrina skekur franskan kjarnorkuiðnað

Allt að 400 Frakkar fremja sjálfsmorð á ári hverju sökum mikils álags í vinnunni samkvæmt opinberum tölum. Verst er ástandið í kjarnorkuiðnaðinum en þar hafa kröfur og álag á starfsmenn aukist gríðarlega á síðastliðnum áratug. Í einu kjarnorkuveri í Mið-Frakklandi hafa þrír starfsmenn framið sjálfsmorð frá síðustu áramótum.

Tveir látnir í flóðunum í Bretlandi

Tveir létust í flóðunum í Bretlandi þegar þeir reyndu að dæla vatni úr íþróttahúsi í Gloucesterskíri og eins er saknað síðan á laugardag. Enn eru 340 þúsund manns án neysluvatns og óttast er að skítugt flóðvatnið geti stofnað heilsu fólks í hættu.

Mannrán borga sig

Hópur háttsettra Suður-kóreskra embættismanna hélt í dag til Kabul til að reyna að fá 22 Suður-Kóreumenn leysta úr haldi talibana. Mannræningjarnir myrtu einn úr hópnum í gær. Talsmaður talibana segir það reynast afar vel að ræna erlendum ríkisborgurum.

Göngumaðurinn á batavegi

Maðurinn sem féll í Laxárgljúfur er kominn úr öndunarvél og er á batavegi, að sögn sérfræðings á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Hann gekkst undir aðgerð í nótt og þótti hún heppnast vel.

Líknardeild Landspítalans verði á sama stað og áður

Starfandi forstjóri Landspítalans vísar því alfarið á bug að ekki sé gert ráð fyrir öldruðum á nýju háskólasjúkrahúsi. Bráðadeild fyrir aldraða verði í fyrsta áfanga byggingarinnar en langtíma endurhæfiingardeild verði að öllum líkindum byggð seinna. Ákveðið hafi verið að hafa líknardeildina ekki í nýju byggingunnni og því verði hún á sama stað og áður.

Aðild að ESB besta kjarabótin

Viðskiptaráðherra segir að stærsta skrefið sem hægt væri að stíga til lækkunar matvælaverðs á Íslandi, væri að Ísland gengi í Evrópusambandið. Þá segir hann að krónan muni ekki gagnast sem gjaldmiðill til langframa, þegar myntkerfum í heiminum fækki, sem einnig mæli með Evrópusambandsaðild Íslendinga.

Rússar segja að kjarnorkuver hefji starfsemi snemma á næsta ári

Aðstoðarutanríkisráðherra Rússa tilkynnti í morgun að kjarnorkuverið sem þeir séu að byggja í Íran hefji starfsemi sína á fyrri hluta næsta árs. Rússar hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að byggja kjarnorkuverið og höfðu því tafið framkvæmdir við það.

Bloomberg opnar vefsíðun Mike2008.com

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, hefur opnað vefsvæðið Mike2008.com en margir telja það benda til þess að hann ætli sér að bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi í forsetakosningunum á næsta ári. Á nýju heimasíðu sína skrifar Bloomberg að þar fái fólk tækifæri til þess að kynnast honum og stefnumálum hans.

Enn unnið að lausn 22 Suður-Kóreumanna

Stjórnvöld í Suður-Kóreu vinna enn að því að reyna að tryggja lausn 22 Suður-Kóreumanna sem talibanar halda í gíslingu. Talibanar hafa þegar tekið einn gísl af lífi en þeir krefjast þess að Suður-Kórea dragi alla hermenn sína frá Afganistan og láti lausa talibana í haldi bandamanna.

Þjóðverjar hatast við Tom Cruise

Tom Cruise hefur orðið fyrir heiftarlegum árásum opinberra aðila í Þýskalandi. Þar hefur hann verið við tökur á kvikmynd um tilræðið við Adolf Hitler í júlí árið 1944. Cruise hefur meðal annars verið líkt við Jósef Göbbels, áróðursmeistara Hitlers. Óánægja Þjóðverja virðist eiga sér trúarlegar rætur.

Putin ætlar að halda völdum yfir leyniþjónustunni

Aðstoðarmenn Vladimir Putin, forseta Rússlands, hafa ákveðið að auka völd sérstaks öryggisráðs og gera það nærri jafn valdamikið og ríkisstjórnina. Putin hefur ítrekað sagt að hann ætli sér að halda pólitískum áhrifum þegar að hann yfirgefur embætti forseta á næsta ári og talið er að öryggisráðið geti orðið valdastöð hans.

Átta mótmælendur handteknir við Hellisheiðarvirkjun

Lögreglan hefur handtekið átta mótmælendur á vegum samtakanna Saving Iceland við Hellisheiðarvirkjun. Fólkið hafði stöðvað alla umferð að virkjuninni með því að hlekkja sig við bíla á báðum afleggjurum. Mótmælum er að mestu lokið að sögn lögreglu.

Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu

Öflugur neðansjávarjarðskjálfti skók Norð-austur Indónesíu laust fyrir sex í morgun. Skjálftinn, sem var 6.6 stig á Richter varð á 45 kílómetra dýpi um 200 kílómetra norður af Ternate borg. Þar þusti fólk í örvæntingu út úr húsum sínum, en ekki virðast hafa orðið alvarleg slys á fólki eða skemmdir á mannvirkjum.

Offita er smitandi

Svo virðist sem offita sé smitandi. En það að eiga vini, systkyni eða maka sem er feitur stóreykur líkurnar á því að maður verði það sjálfur.

Talibanar taka suður-kóreskan gísl af lífi

Talibanar hafa tekið af lífi einn af þeim 23 suður-kóresku gíslum sem þeir hafa haft í haldi síðustu daga. Þetta hefur fréttastofan Reuters eftir Qari Mohammad Yousuf talsmanni Talibana.

Bandarískir læknar útskrifast frá kúbverskum skóla

Átta bandarískir nemendur útskrifuðust fyrir skömmu sem læknar frá kúbanska læknaskólanum, Latin American School of Medicine in Havana, eftir sex ára gjaldfrjálst nám. Læknarnir hyggjast allir snúa aftur heim til Bandaríkjanna og sækja um starfsréttindi til að geta starfað sem læknar á þarlendum sjúkrahúsum.

Kviknaði í potti í Grafarvogi

Eldur kom upp í potti í íúð í Grafarvogi í kvöld. Kallað var á slökkviliðið sem slökkti eldinn og reykræsti íbúðina. Ekki urðu miklar skemmdir á íbúðinni né slys á fólki að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fimmtán umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í gær

Fimmtán umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og telst það lítið. Þrjú óhappanna má rekja til aksturs undir áhrifum fíkniefna en þar áttu í hlut fertugur karlmaður og tveir piltar um tvítugt.

Fylgst með eftirvögnum bíla

Ökumaður með óskoðaðan eftirvagn án hemlunarbúnaðar var stöðvaður á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þyngd vagnsins var einnig umfram dráttargetu bílsins sem maðurinn var á og var kerran kyrrsett.

Bremsulaus vinnubíll hafnaði á umferðarljósum

Sautján ára piltur slapp með skrekkinn í gær þegar vinnubíll sem hann ók hafnaði á umferðarljósum í Kópavogi. Pilturinn hugðist nema staðar við gatnamót en uppgötvaði þá að bremsurnar virkuðu ekki.

Mestu viðskipti íslandssögunnar

182 milljarðar króna voru millifærðir í Landsbankanum í dag frá Novator til fyrrverandi hluthafa í Actavis. Greiðslurnar til hluthafa Actavis eru einsdæmi í heiminum, því líklega hefur aldrei jafnstórt hlutfall af fjárlögum eins ríkis verið greiddur út í reiðufé á einum og sama deginum.

Fimmtíu fótboltaunnendur látnir í bílsprengjum í Bagdad

Tvær bílsprengjur urðu fimmtíu manns að bana í Bagdad í dag og særðu 135. Sprengjunum var beint að fólki sem var að fagna sigri írakska landsliðsins í knattspyrnu í undanúrslitum Asíukeppninnar, en liðið vann Suður-Kóreu í vítaspyrnukeppni.

Gervigreindarfræðingar HR í fremstu röð

Íslendingar urðu í gær heimsmeistarar í gervigreind þegar hugbúnaður frá Háskólanum í Reykjavík hafði betur í úrslitaviðureign við Háskólann í Kaliforníu. Keppt var í einfaldri útgáfu af skák. Sigurinn er mikil viðurkenning fyrir gervigreindarsetur háskólans, segir annar sigurvegaranna.

Margt í boði um verslunarmannahelgi

Búið er að skipuleggja fjölda skemmtana um Verslunarmannahelgina. Hægt verður að fara á furðubátakeppni á Flúðun, nú eða skella sér á hagyrðingamót á Borgarfirði Eystri. Stærstu hátíðirnar eru þó eins og síðustu ár Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og Ein með öllu á Akureyri.

Fasteignir þjóðarinnar minna virði en eignir Kaupþings

Eignir Kaupþings banka eru nú tæplega þrjátíu prósent meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi. Metafkoma var á nær öllum sviðum hjá Kaupþingi á fyrri hluta ársins, en sex mánaða uppgjör var kynnt í dag.

Klámráðstefnugestir í partýi feminista

Nokkrir einstaklingar sem ætluðu að koma hingað á klámráðstefnuna svokölluðu dvöldu á Íslandi fyrir skemmstu, þótt ráðstefnan hefði verið flautuð af. Meðan á dvöl þeirra stóð, heimsóttu þeir hefðbundna ferðamannastaði og skemmtu sér í höfuðborginni. Þeim var alls staðar vel tekið nema í lokuðu teiti feminista, en þangað rötuðu þeir inn fyrir slysni.

Óumdeildur forystu- og samningamaður

Einar Oddur Kristjánsson var forystumaður í íslensku atvinnulífi um áratugaskeið. Hann leiddi samtök atvinnurekenda í þjóðarsáttarsamningunum svo kölluðu árið 1990 og átti traust samverkamanna sinna jafnt sem mótherja.

Einar Oddur kvaddur

Um þúsund manns voru við minningarathöfn um Einar Odd Kristjánsson alþingismann í Hallgrímskirkju í dag. Þeirra á meðal voru forseti Íslands, forsætisráðherra og ríkisstjórn.

Samskipti Líbýu og Evrópu batna

Samskipti Líbýu og Evrópu snarbatna nú eftir að búlgörsku heilbrigðisstarfsmennirnir sex, sem dæmdir voru til dauða fyrir að smita um 400 börn af HIV veirunni, voru náðaðir. Samningur um bætt samskipti Líbýu og Evrópusambandsins var undirritaður í gær, en þess var krafist af Líbýu fyrir lausn fanganna.

Víða uppskerubrestur vegna hitabylgju

Ekkert lát er á hitabylgjunni í Evrópu sem fór vel yfir fjörtíu gráður víða í dag. 500 manns hafa látist af þeirra völdum í Ungverjalandi og Í Rúmeníu var tilkynnt um 27 dauðsföll af völdum hitanna í þessari viku. Búist er við áframhaldandi hitum í suður- og austurhluta landsins á morgun, en í vesturhluta Rúmeníu varð úrhellisrigning í dag.

Beita gervitunglum gegn skógarþjófum

Rússnesk yfirvöld ætla byrja að nota gervitungl til að koma upp um skógarhöggsmenn við iðju sína í skógum Síberíu. Skógarnir eru friðaðir samkvæmt rússneskum lögum.

Óttast um heilsufar fólks vegna flóðanna í Bretlandi

Óttast er um heilsufar fólks í Bretlandi vegna skólps og eiturefna sem blandast hafa flóðavatninu þar. Eignatjón vegna flóðanna undanfarnar vikur er talið nema tæplega fjögur hundruð milljörðum króna. Þá hafa tugir farist vegna flóða í Kína.

Brostin olíuleiðsla svartmálaði hús og bíla

Vegavinnumenn sem voru að störfum í Burnaby fyrir utan Vancouver í Canada í gær urðu fyrir því óhappi að grafa í sundur olíuleiðslu með þeim afleiðingum að olía sprautaðist yfir 180 metra svæði. Olíugosbrunnurinn sem myndaðist náði 12 metra upp í loft og tók um 20 mínútur að stöðva lekann.

Kjarnafæði innkallar Gamaldags sveitakæfu

Matvælafyrirtækið Kjarnafæði hefur innkallað vöruna Gamaldags sveitakæfa í 250 gramma dósum vegna framleiðslugalla. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að um sé að ræða vörur með pökkunardagsetningu 6. júlí 2007 og síðasta söludag 26. júlí næstkomandi.

Vísindamenn skoða þróun fíla

Vísindamenn segjast hafa reiknað út hvenær leiðir skildust milli Afríkufílsins og Asíufílsins. Samkvæmt rannsóknum þeirra hófu tegundirnar að þróast hvor í sína átt frá sameiginlegum forfeðrum fyrir 7,6 miljónum árum.

Disney bannar reykingar í kvikmyndum sínum

Walt Disney Co. hefur ákveðið að banna allar reykingar í kvikmyndum sem að framleiddar eru undir merki þess. Ennfremur ætlar það að hvetja dótturfyrirtæki sín, Miramax og Touchstone, til þess að draga úr reykingum í kvikmyndum sínum. Þá hefur það einnig ákveðið að setja slagorð gegn reykingum á umbúðir allra DVD-mynda sem að reykt er í.

Varað við erlendum svikafyrirtækjum

Varað er við erlendum svikafyrirtækjum í nýjasta fréttabréfi Samtaka ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru sögð beita blekkingum til að hafa fé af íslenskum fyrirtækjum.

Putin segir nauðsynlegt að styrkja rússneska herinn

Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í dag að nauðsynlegt væri að byggja upp herinn og njósnastarfsemi landsins vegna nýrra ógna, þar á meðal uppbyggingu bandarísks eldflaugakerfis í Austur-Evrópu. Putin sagði þetta á fundi með háttsettum yfirmönnum í hernum og leyniþjónustunni í dag.

Það koma fleiri bækur um Harry Potter

JK Rowling, höfundur Harry Potter bókanna hefur upplýst að hún sé ekki hætt að skrifa um hann. Það koma fleiri bækur um galdrastrákinn. Það er þó ekki ný skáldsaga í burðarliðunum að sinni, heldur uppsláttarbók fyrir aðdáendur Harrys og félaga.

Vestmannaeyjabæ gert að greiða 2 milljónir króna

Vestmannaeyjabæ var í Héraðsdómi Suðurlands í dag gert að greiða fyrrum eiganda matvælaverksmiðjunnar Öndvegisréttir rúmar 2 millljónir króna vegna útlagðs kostnaðar. Um var að ræða kostnað sem varð til vegna fyrirhugaðrar uppsetningar matvælaverksmiðju í Vestmannaeyjum árið 2001. Bærinn var hins vegar sýknaður af skaðabótakröfum.

Tileinka íröksku þjóðinni sigur sinn í undanúrslitum Asíukeppninnar

Írakska landsliðið í fótbolta tileinkaði sigur sinn í undanúrslitum Asíukeppninnar íröksku þjóðinni. Liðið vann sigur á Suður-Kóreu í dag á eins dramatískan hátt og hægt er í fótbolta, eða í vítaspyrnukeppni. Markvörður Íraka, Noor Sabri, var valinn maður leiksins. Hann varði fjórðu vítaspyrnu Suður-Kóreumanna í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir