Fleiri fréttir Þjóðarsorg í Rússlandi á miðvikudag vegna fráfalls Jeltsíns Vladímír Pútín Rússlandsforseti greindi frá því í dag að lýst yrði yfir þjóðarsorg á miðvikudag vegna fráfalls Borísar Jeltíns, forvera hans í embætti, sem lést í dag. 23.4.2007 19:13 Fækka þarf apótekum um þriðjung Fækka þarf apótekum á Íslandi um þriðjung til að lækka lyfjaverð, segir formaður Lyfjagreiðslunefndar. Lyf á Íslandi eru sextíu prósentum dýrari en lyf að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kemur fram í nýútkominni könnun Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. 23.4.2007 18:57 Varnarsamkomulag mögulega í höfn Líklegt má telja að samkomulag um varnarsamstarf Íslands og Noregs á Norður-Atlantshafi takist á fundi Atlantshafsbandalagsþjóða sem haldinn verður í Ósló í Noregi í lok vikunnar. Þá munu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, eiga tvíhliða fund. 23.4.2007 18:56 Enginn útlendingahatursflokkur Við erum enginn útlendingahatursflokkur sagði frambjóðandi Frjálslynda flokksins á vinnustaðafundi í dag. Innflytjenda- og sjávarútvegsmál voru frambjóðendum flokksins ofarlega í huga á fundinum en fundarmenn höfðu meiri áhuga á að ræða hvort svonefnt kaffibandlag stjórnarandstöðuflokkanna haldi. 23.4.2007 18:56 Telur eðlilegt að skoða leyfi eigi staðgöngumærðun Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra telur eðlilegt að skoða hvort að leyfa eigi konum að ganga með barn annarrar konu. Slíkt er óheimilt hér á landi. 23.4.2007 18:39 Á þriðja þúsund manns hafa sótt um vinnu Undirbúningur að umhverfismati fyrir álver Alcoa á Húsavík er að hefjast eftir að fyrirtækið ákvað að hefja þriðja áfanga að undirbúningi að byggingu álvers þar. Hátt á þriðja þúsund manns hafa sótt um starf hjá Alcoa Fjarðaráli á Reyðarfirði. 23.4.2007 18:30 Ný hús tilbúin innan tveggja ára Borgarstjórinn í Reykjavík vonar að ný og endurbyggð hús verði risin á horni Lækjargötu og Austurstrætis innan tveggja ára. Hann hefur falið embættismönnum að hefja viðræður við eigendur húsanna um kaup borgarinnar á þeim og reiknar með niðurstöðu öðru hvoru megin við mánaðamótin. 23.4.2007 18:30 Samið um orkusölu vegna álvers í Helguvík Norðurál og Hitaveita Suðurnesja undirrituðu í dag samning um orkusölu til fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Samkvæmt samningnum mun HS útvega Norðuráli raforku fyrir álverið í Helguvík, þar á meðal allt að 150 megavött fyrir fyrsta áfanga álversins sem miðast við 150.000 tonna ársframleiðslu. 23.4.2007 18:16 Lá við vinslitum Ingibjargar Sólrúnar og Össurar Gróið hefur um heilt eftir að átök urðu um formennsku í Samfylkingunni milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar. Össur segir þó að litlu hafi mátt muna að uppúr vináttu þeirra slitnaði alveg. 23.4.2007 18:03 Geir og Guðni væntanlega verið teknir til bæna Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, gerði karlrembu og viðhorf til kvenna í pólitík að umræðuefni sínu í óvenju beinskeyttri ræðu við Háskólann á Akureyri í dag. Hún nafngreindi meðal annars nokkra karlkyns stjórnmálamenn sem að hennar mati hafa sýnt kollegum sínum af gagnstæða kyninu óvirðingu. 23.4.2007 17:42 Segja kvótasölu ríkisins hækka matarverð Samtök verslunar og þjónustu, SVÞ, mótmæla því að frítollakvótar vegna innflutnings kjöts og osta skuli hafa verið boðnir upp og seldir fyrir rúmar 430 milljónir króna á dögunum. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að kvótauppboðin séu andstæð yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um lækkun matvöruverðs og hugmyndum um frítollakvóta. Samtökin segja að ríkið geti hagnast um 600 milljónir á ári. 23.4.2007 16:32 Koffín-kikk í sturtunni Nú hefur verið sett á markað koffínsápa fyrir þá sem hafa ekki tíma til að fara bæði í sturtu á morgnana og að fá sér kaffi. Framleiðendur sápunnar Shower Shock segja að koffeinið fari inn í líkama notandans þegar hann þvær sér. Einn þvottur samsvarar koffíni úr tveimur bollum af kaffi. 23.4.2007 15:56 Monday Blues 23.4.2007 15:21 Vilja stýrimannanám til Vestmannaeyja Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja vill hefja stýrimannanám í Vestmannaeyjum. Þannig yrði samstarf milli Fjöltækniskólans í Reykjavík og Framhaldsskóla Vestmannaeyja, en námið yrði hluti af stúdentsprófi. Nú er einungis hægt að sækja skipstjórnarnám í Fjöltækniskólanum í Reykjavík. Elliði segir að það hafi orðið til þess að stöðugt hafi dregið úr aðsókn í námið. 23.4.2007 15:20 Silja verðlaunuð fyrir Wuthering Heights Silja Aðalsteinsdóttir hlaut í dag, á degi bókarinnar, Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á verkinu Wuthering Heights eftir Emily Brontë sem Bjartur gaf út á síðasta ári. Silja tók við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við athöfn að Gljúfrasteini fyrr í dag. 23.4.2007 14:56 Sektaður fyrir að valda hættu og hneykslan 17 ára drengur frá Mosfellsbæ var í dag dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands til að greiða 30 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir brot á áfengis- og umferðarlögum. Hann var ákærður fyrir að valda „hættu og hneykslan á almannafæri”, eins og segir í ákæru, með því að sitja uppi í afturrúðu bifreiðar sem ók eftir Austurvegi á Selfossi í desember 2006. 23.4.2007 14:26 Litríkur forseti látinn Boris Jeltsín , fyrrverandi forseti Rússlands, er látinn. Þessi umdeildi leiðtogi Rússlands varð 76 ára gamall. Hann var fyrsti þjóðkjörni forseti landsins og sat tvö kjörtímabil sem einkenndust af miklum átökum, bæði innan lands og utan. 23.4.2007 13:47 Óttast átök gyðinga og kaþólskra 23.4.2007 13:42 12 ára gamall böðull Talibanar í Afganistan notuðu tólf ára gamlan dreng sem böðul, þegar þeir tóku af lífi mann sem var sakaður um að hafa aðstoðað bandaríska hermenn. Drengurinn hjó höfuðið af manninum, og var það tekið upp á myndband. 23.4.2007 13:15 Sarkozy með forskot á Royal Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, berjast um franska forsetaembættið í seinni umferð kosninga þar í landi eftir hálfan mánuð. Kosningabarátta þeirra er þegar hafin. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum hefur Sarkozy allt að sex prósentustiga forskot á Royal. 23.4.2007 12:49 Söguleg bankaviðskipti Samið var um ein stærstu kaup í sögu bankaviðskipta í morgun þegar tilboð breska Barclays bankans í hollenska bankann ABN AMRO var samþykkt. Kaupverðið nemur jafnvirði sex þúsund milljarða íslenskra króna. Royal Bank of Scotland gæti þó boðið betur og bolað Barclays frá samningaborðinu 23.4.2007 12:42 Gróðurhúsalömpum stolið í Hveragerði Fimm gróðurhúsalömpum var stolið úr gróðurhúsi í Gróðurmörk í Hveragerði í gærmorgun. Lamparnir komu þó fljótlega aftur í leitirnar. Líklegt þykir að þjófnaðurinn tengist ræktun kannabisefna. 23.4.2007 12:28 Fer gaumgæfilega yfir húsnæðismál ríkisins Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir skýrslu Viðskiptaráðs Íslands um hagkvæmni af sölu á fasteignum ríkisins afar athyglisverða. Hann segir að farið verið gaumgæfilega yfir niðurstöður skýrslunnar. Breytingar verði þó ekki gerðar á skömmum tíma eða umhugsunarlaust. Auk þess myndu þær kalla á breytingar á fjárlögum. 23.4.2007 12:18 Margir sektaðir fyrir hraðakstur Alls voru 44 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í síðustu viku. Þá voru fjórir sektaðir fyrir að tala í síma í akstri án þess að nota handfrjálsan búnað. 23.4.2007 12:16 Veitingahúsalisti ekki verið birtur Samtök ferðaþjónustunnar hafa ekki ákveðið hvort þau ætli að bregðast við könnun Neytendastofu sem sýndi að meirihluti veitingahúsa hafa ekki lækkað hjá sér verð eftir fyrsta mars. Neytendastofa hefur ekki birt lista yfir þau veitingahús sem lækkuðu. 23.4.2007 12:15 Íslenskt þjóðfélag undir smásjánni Íslensk þjóðfélagsfræði verður viðfangsefni ráðstefnugesta á Akureyri 27. til 28. apríl næstkomandi. Á ráðstefnunni verða kynntar margvíslegar rannsóknir á íslensku þjóðfélagi frá sjónarhóli félagsfræði, mannfræði, stjórnmálafræði og skyldra greina. 23.4.2007 11:50 Danskar löggur skotglaðar Danskir lögregluþjónar skjóta umtalsvert fleira fólk en lögregluþjónar í þeim löndum sem Danir bera sig helst saman við. Síðan árið 2001 hafa danskir lögregluþjónar skotið 11 manns til bana. Í Noregi hafa á sama tíma tveir fallið fyrir byssum lögreglumanna og í Svíþjóð eru þeir sex. 23.4.2007 11:12 Lyfjaverð í Evrópu næst hæst á Íslandi Lyfjaverð á Íslandi er það næst hæsta á evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt nýútkominni könnun Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Af þeim 33 löndum sem könnunin náði til var lyfjaverð aðeins hærra í Sviss. 23.4.2007 11:07 Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson fluttur til Þýskalands Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson, skip Samherja, verður fluttur út til Þýskalands í sumar og mun framvegis gera út frá Cuxhaven. Um 26 menn eru í áhöfn skipsins og hefur flestum þeirra nú þegar verið boðin önnur vinna hjá fyrirtækinu. 23.4.2007 10:40 Sms drttning arsns krynd:-) Þrettán ára gömul stúlka frá Pennsilvaníu hefur hlotið titilinn SMS Meistari ársins í Bandaríkjunum. Morgan Pozgar segist senda um það bil 260 sms á dag. Flest eru til vina hennar, en hún sendir að meðaltali sms með fimm mínútna millibili. Verðlaunaafhendingin fór fram í New York þar sem 250 keppendur víðsvegar að frá Bandaríkjunum kepptu um titilinn. 23.4.2007 10:21 Nýja prinsessan ljósmynduð Danir voru með tárin í augunum, í dag, þegar þeir fengu að sjá nýju prinsessuna sína. Hún fæddist síðastliðinn laugardag og fór heim af fæðingadeildinni í dag, með pabba og mömmu. Heima beið hennar stóri bróðirinn Christian. Meðal ljósmyndara sem mynduðu prinsessuna í dag var Íslendingurinn Teitur Jónasson, sem tók meðfylgjandi mynd fyrir Nyhedsavisen. 23.4.2007 10:16 Fimm lífeyrissjóðir sameinast Stjórnir fimm lífeyrissjóða hafa undirritað viljayfirlýsingu um að sameina sjóðina. Landsbanki Íslands mun sjá um rekstur sjóðanna ef af sameiningu verður en sjóðsfélagar verða um sex þúsund talsins. 23.4.2007 10:12 Rannsókn á afleiðingum tekjutengingar ellilífeyris Afleiðingar þess að afnema tekjutengingu ellilífeyris og bóta til öryrkja eru skoðaðar í nýrri rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem kynnt er í dag. Hún ber heitið "Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja." Í rannsókninni er gerð greining á starfsmannaskorti í atvinnulífinu, með sérstakri áherslu á verslun. Einnig eru hugsanlegar lausnir skoðaðar. 23.4.2007 09:54 Þungir dómar í Noregi Ræningjarnir sem rændu Munch málverkunum í Noregi, fengu þunga dóma. Sá sem skipulagði ránið fékk níu ára fangelsi, og sá sem ók flóttabílnum fékk níu og hálfs árs fangelsi. Þriðji maðurinn fékk fimm og hálfs árs fangelsi. 23.4.2007 09:52 Grísk flugvél lendir í München vegna sprengjuhótunar Flugvél á vegum gríska flugfélagsins Olympic Airways lenti á flugvellinum München nú níunda tímanum vegna hótunar um að sprengja væri um borð í flugvélinni. 23.4.2007 09:42 Englandsdrottning afhjúpuð Elísabet Englandsdrottning kom upp um sig þegar hún tók á móti leikmönnum Arsenal, í febrúar síðastliðnum. Leikmönnunum var boðið í Buckinghamhöll þar sem drottningin hafði ekki getað verið við vígslu Emirates leikvangsins vegna bakverkja. 23.4.2007 09:29 Chiracs-tímanum lokið Mörg ár eru frá því að svo spennandi forsetakosningar hafa verið haldnar í Frakklandi, besta sönnun þess er auðvitað kjörsóknin í dag. En baráttan undanfarna mánuði hefur líka verið bæði löng og ströng. 22.4.2007 19:45 Segir Steingrím J. forhertan Steingrímur J. Sigfússon er forhertur stuðningsmaður landbúnaðarstefnu sem á stóran þátt í uppblæstri og gróðureyðingu. Þetta sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, í harðri gagnrýni á formann Vinstri grænna í Silfri Egils í dag, og sagði Steingrím auk þess slá skjaldborg um okurvexti og okurverð. 22.4.2007 19:15 Íslensku þýðingaverðlaunin afhent á morgun Íslensku þýðingaverðlaunin verða afhent í þriðja sinn á morgun en sex þýðendur eru tilnefndir fyrir verk sín. Afhendingin fer að venju fram á Gljúfrasteini og mun forseti Íslands afhenda verðlaunin sem nema 400 þúsund krónum. 22.4.2007 19:12 Á þriðja tug kólumbískra flóttamanna til landsins Á þriðja tug flóttamanna kemur hingað til lands í sumar frá Kólumbíu. Ákveðið var að taka á móti flóttamönnum þaðan vegna góðrar reynslu á móttöku þeirra hér á landi en svipaður fjöldi kom til Íslands frá Kólumbíu árið 2005. 22.4.2007 19:07 Svikin loforð rót vandans Sviðsstjóri geðdeilda Landspítalans segir rúmlega fimmtíu sjúklinga bíða inn á deildum spítalans eftir viðvarandi búsetuúrræðum. Vegna þeirra komast ekki aðrir sjúklingar að inn á geðdeildir spítalans því þær séu ætíð yfirfullar. Hún segir svikin loforð stjórnvalda við geðsjúka varðandi búsetuúrræði rót vandans. 22.4.2007 19:05 Munaðarleysingjahæli brann Fimm börn brunnu inni og sautján slösuðust þegar eldur kom upp á munaðarleysingjahæli í Sarajevo í Bosníu í morgun. Eldurinn er talinn hafa komið upp á þriðju hæð hússins og breiðst þaðan út til herbergjanna þar sem börnin sváfu. 22.4.2007 18:59 Kaupviðræður hefjast á morgun Samningaviðræður Reykjavíkurborgar um kaup á lóðunum tveimur þar sem húsin í miðborginni brunnu síðastliðinn miðvikudag hefjast á morgun. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður vill að fimmtíu til sextíu hæða glerhýsi verði byggt á lóðinni. 22.4.2007 18:55 Lagði bílnum upp á stein Ökumaður í Öskjuhlíðinni í Reykjavík í dag virðist ekki hafa tekið eftir því að búið var að loka veginum sem liggur um hlíðina með steini og áfastri keðju. Keyrði hann því beint á steininn með þeim afleiðingum að bíllinn fór upp á steininn og sat þar fastur. 22.4.2007 18:52 Andstaða við flugvöll á Hólmsheiði Borgaryfirvöld mega búast við harðri andstöðu gegn flugvelli á Hólmsheiði frá íbúum Grafarholts. Hver einasti íbúi hverfisins, sem Stöð tvö innti álits í dag, lýsti sig andvígan hugmyndinni. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur sömuleiðis miklar efasemdir um flugvöllinn en hann yrði að stórum hluta í umdæmi Mosfellsbæjar. 22.4.2007 18:42 Sjá næstu 50 fréttir
Þjóðarsorg í Rússlandi á miðvikudag vegna fráfalls Jeltsíns Vladímír Pútín Rússlandsforseti greindi frá því í dag að lýst yrði yfir þjóðarsorg á miðvikudag vegna fráfalls Borísar Jeltíns, forvera hans í embætti, sem lést í dag. 23.4.2007 19:13
Fækka þarf apótekum um þriðjung Fækka þarf apótekum á Íslandi um þriðjung til að lækka lyfjaverð, segir formaður Lyfjagreiðslunefndar. Lyf á Íslandi eru sextíu prósentum dýrari en lyf að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kemur fram í nýútkominni könnun Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. 23.4.2007 18:57
Varnarsamkomulag mögulega í höfn Líklegt má telja að samkomulag um varnarsamstarf Íslands og Noregs á Norður-Atlantshafi takist á fundi Atlantshafsbandalagsþjóða sem haldinn verður í Ósló í Noregi í lok vikunnar. Þá munu Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, eiga tvíhliða fund. 23.4.2007 18:56
Enginn útlendingahatursflokkur Við erum enginn útlendingahatursflokkur sagði frambjóðandi Frjálslynda flokksins á vinnustaðafundi í dag. Innflytjenda- og sjávarútvegsmál voru frambjóðendum flokksins ofarlega í huga á fundinum en fundarmenn höfðu meiri áhuga á að ræða hvort svonefnt kaffibandlag stjórnarandstöðuflokkanna haldi. 23.4.2007 18:56
Telur eðlilegt að skoða leyfi eigi staðgöngumærðun Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra telur eðlilegt að skoða hvort að leyfa eigi konum að ganga með barn annarrar konu. Slíkt er óheimilt hér á landi. 23.4.2007 18:39
Á þriðja þúsund manns hafa sótt um vinnu Undirbúningur að umhverfismati fyrir álver Alcoa á Húsavík er að hefjast eftir að fyrirtækið ákvað að hefja þriðja áfanga að undirbúningi að byggingu álvers þar. Hátt á þriðja þúsund manns hafa sótt um starf hjá Alcoa Fjarðaráli á Reyðarfirði. 23.4.2007 18:30
Ný hús tilbúin innan tveggja ára Borgarstjórinn í Reykjavík vonar að ný og endurbyggð hús verði risin á horni Lækjargötu og Austurstrætis innan tveggja ára. Hann hefur falið embættismönnum að hefja viðræður við eigendur húsanna um kaup borgarinnar á þeim og reiknar með niðurstöðu öðru hvoru megin við mánaðamótin. 23.4.2007 18:30
Samið um orkusölu vegna álvers í Helguvík Norðurál og Hitaveita Suðurnesja undirrituðu í dag samning um orkusölu til fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Samkvæmt samningnum mun HS útvega Norðuráli raforku fyrir álverið í Helguvík, þar á meðal allt að 150 megavött fyrir fyrsta áfanga álversins sem miðast við 150.000 tonna ársframleiðslu. 23.4.2007 18:16
Lá við vinslitum Ingibjargar Sólrúnar og Össurar Gróið hefur um heilt eftir að átök urðu um formennsku í Samfylkingunni milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar. Össur segir þó að litlu hafi mátt muna að uppúr vináttu þeirra slitnaði alveg. 23.4.2007 18:03
Geir og Guðni væntanlega verið teknir til bæna Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, gerði karlrembu og viðhorf til kvenna í pólitík að umræðuefni sínu í óvenju beinskeyttri ræðu við Háskólann á Akureyri í dag. Hún nafngreindi meðal annars nokkra karlkyns stjórnmálamenn sem að hennar mati hafa sýnt kollegum sínum af gagnstæða kyninu óvirðingu. 23.4.2007 17:42
Segja kvótasölu ríkisins hækka matarverð Samtök verslunar og þjónustu, SVÞ, mótmæla því að frítollakvótar vegna innflutnings kjöts og osta skuli hafa verið boðnir upp og seldir fyrir rúmar 430 milljónir króna á dögunum. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að kvótauppboðin séu andstæð yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar um lækkun matvöruverðs og hugmyndum um frítollakvóta. Samtökin segja að ríkið geti hagnast um 600 milljónir á ári. 23.4.2007 16:32
Koffín-kikk í sturtunni Nú hefur verið sett á markað koffínsápa fyrir þá sem hafa ekki tíma til að fara bæði í sturtu á morgnana og að fá sér kaffi. Framleiðendur sápunnar Shower Shock segja að koffeinið fari inn í líkama notandans þegar hann þvær sér. Einn þvottur samsvarar koffíni úr tveimur bollum af kaffi. 23.4.2007 15:56
Vilja stýrimannanám til Vestmannaeyja Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja vill hefja stýrimannanám í Vestmannaeyjum. Þannig yrði samstarf milli Fjöltækniskólans í Reykjavík og Framhaldsskóla Vestmannaeyja, en námið yrði hluti af stúdentsprófi. Nú er einungis hægt að sækja skipstjórnarnám í Fjöltækniskólanum í Reykjavík. Elliði segir að það hafi orðið til þess að stöðugt hafi dregið úr aðsókn í námið. 23.4.2007 15:20
Silja verðlaunuð fyrir Wuthering Heights Silja Aðalsteinsdóttir hlaut í dag, á degi bókarinnar, Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á verkinu Wuthering Heights eftir Emily Brontë sem Bjartur gaf út á síðasta ári. Silja tók við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við athöfn að Gljúfrasteini fyrr í dag. 23.4.2007 14:56
Sektaður fyrir að valda hættu og hneykslan 17 ára drengur frá Mosfellsbæ var í dag dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands til að greiða 30 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir brot á áfengis- og umferðarlögum. Hann var ákærður fyrir að valda „hættu og hneykslan á almannafæri”, eins og segir í ákæru, með því að sitja uppi í afturrúðu bifreiðar sem ók eftir Austurvegi á Selfossi í desember 2006. 23.4.2007 14:26
Litríkur forseti látinn Boris Jeltsín , fyrrverandi forseti Rússlands, er látinn. Þessi umdeildi leiðtogi Rússlands varð 76 ára gamall. Hann var fyrsti þjóðkjörni forseti landsins og sat tvö kjörtímabil sem einkenndust af miklum átökum, bæði innan lands og utan. 23.4.2007 13:47
12 ára gamall böðull Talibanar í Afganistan notuðu tólf ára gamlan dreng sem böðul, þegar þeir tóku af lífi mann sem var sakaður um að hafa aðstoðað bandaríska hermenn. Drengurinn hjó höfuðið af manninum, og var það tekið upp á myndband. 23.4.2007 13:15
Sarkozy með forskot á Royal Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, berjast um franska forsetaembættið í seinni umferð kosninga þar í landi eftir hálfan mánuð. Kosningabarátta þeirra er þegar hafin. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum hefur Sarkozy allt að sex prósentustiga forskot á Royal. 23.4.2007 12:49
Söguleg bankaviðskipti Samið var um ein stærstu kaup í sögu bankaviðskipta í morgun þegar tilboð breska Barclays bankans í hollenska bankann ABN AMRO var samþykkt. Kaupverðið nemur jafnvirði sex þúsund milljarða íslenskra króna. Royal Bank of Scotland gæti þó boðið betur og bolað Barclays frá samningaborðinu 23.4.2007 12:42
Gróðurhúsalömpum stolið í Hveragerði Fimm gróðurhúsalömpum var stolið úr gróðurhúsi í Gróðurmörk í Hveragerði í gærmorgun. Lamparnir komu þó fljótlega aftur í leitirnar. Líklegt þykir að þjófnaðurinn tengist ræktun kannabisefna. 23.4.2007 12:28
Fer gaumgæfilega yfir húsnæðismál ríkisins Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir skýrslu Viðskiptaráðs Íslands um hagkvæmni af sölu á fasteignum ríkisins afar athyglisverða. Hann segir að farið verið gaumgæfilega yfir niðurstöður skýrslunnar. Breytingar verði þó ekki gerðar á skömmum tíma eða umhugsunarlaust. Auk þess myndu þær kalla á breytingar á fjárlögum. 23.4.2007 12:18
Margir sektaðir fyrir hraðakstur Alls voru 44 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í síðustu viku. Þá voru fjórir sektaðir fyrir að tala í síma í akstri án þess að nota handfrjálsan búnað. 23.4.2007 12:16
Veitingahúsalisti ekki verið birtur Samtök ferðaþjónustunnar hafa ekki ákveðið hvort þau ætli að bregðast við könnun Neytendastofu sem sýndi að meirihluti veitingahúsa hafa ekki lækkað hjá sér verð eftir fyrsta mars. Neytendastofa hefur ekki birt lista yfir þau veitingahús sem lækkuðu. 23.4.2007 12:15
Íslenskt þjóðfélag undir smásjánni Íslensk þjóðfélagsfræði verður viðfangsefni ráðstefnugesta á Akureyri 27. til 28. apríl næstkomandi. Á ráðstefnunni verða kynntar margvíslegar rannsóknir á íslensku þjóðfélagi frá sjónarhóli félagsfræði, mannfræði, stjórnmálafræði og skyldra greina. 23.4.2007 11:50
Danskar löggur skotglaðar Danskir lögregluþjónar skjóta umtalsvert fleira fólk en lögregluþjónar í þeim löndum sem Danir bera sig helst saman við. Síðan árið 2001 hafa danskir lögregluþjónar skotið 11 manns til bana. Í Noregi hafa á sama tíma tveir fallið fyrir byssum lögreglumanna og í Svíþjóð eru þeir sex. 23.4.2007 11:12
Lyfjaverð í Evrópu næst hæst á Íslandi Lyfjaverð á Íslandi er það næst hæsta á evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt nýútkominni könnun Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Af þeim 33 löndum sem könnunin náði til var lyfjaverð aðeins hærra í Sviss. 23.4.2007 11:07
Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson fluttur til Þýskalands Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson, skip Samherja, verður fluttur út til Þýskalands í sumar og mun framvegis gera út frá Cuxhaven. Um 26 menn eru í áhöfn skipsins og hefur flestum þeirra nú þegar verið boðin önnur vinna hjá fyrirtækinu. 23.4.2007 10:40
Sms drttning arsns krynd:-) Þrettán ára gömul stúlka frá Pennsilvaníu hefur hlotið titilinn SMS Meistari ársins í Bandaríkjunum. Morgan Pozgar segist senda um það bil 260 sms á dag. Flest eru til vina hennar, en hún sendir að meðaltali sms með fimm mínútna millibili. Verðlaunaafhendingin fór fram í New York þar sem 250 keppendur víðsvegar að frá Bandaríkjunum kepptu um titilinn. 23.4.2007 10:21
Nýja prinsessan ljósmynduð Danir voru með tárin í augunum, í dag, þegar þeir fengu að sjá nýju prinsessuna sína. Hún fæddist síðastliðinn laugardag og fór heim af fæðingadeildinni í dag, með pabba og mömmu. Heima beið hennar stóri bróðirinn Christian. Meðal ljósmyndara sem mynduðu prinsessuna í dag var Íslendingurinn Teitur Jónasson, sem tók meðfylgjandi mynd fyrir Nyhedsavisen. 23.4.2007 10:16
Fimm lífeyrissjóðir sameinast Stjórnir fimm lífeyrissjóða hafa undirritað viljayfirlýsingu um að sameina sjóðina. Landsbanki Íslands mun sjá um rekstur sjóðanna ef af sameiningu verður en sjóðsfélagar verða um sex þúsund talsins. 23.4.2007 10:12
Rannsókn á afleiðingum tekjutengingar ellilífeyris Afleiðingar þess að afnema tekjutengingu ellilífeyris og bóta til öryrkja eru skoðaðar í nýrri rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem kynnt er í dag. Hún ber heitið "Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja." Í rannsókninni er gerð greining á starfsmannaskorti í atvinnulífinu, með sérstakri áherslu á verslun. Einnig eru hugsanlegar lausnir skoðaðar. 23.4.2007 09:54
Þungir dómar í Noregi Ræningjarnir sem rændu Munch málverkunum í Noregi, fengu þunga dóma. Sá sem skipulagði ránið fékk níu ára fangelsi, og sá sem ók flóttabílnum fékk níu og hálfs árs fangelsi. Þriðji maðurinn fékk fimm og hálfs árs fangelsi. 23.4.2007 09:52
Grísk flugvél lendir í München vegna sprengjuhótunar Flugvél á vegum gríska flugfélagsins Olympic Airways lenti á flugvellinum München nú níunda tímanum vegna hótunar um að sprengja væri um borð í flugvélinni. 23.4.2007 09:42
Englandsdrottning afhjúpuð Elísabet Englandsdrottning kom upp um sig þegar hún tók á móti leikmönnum Arsenal, í febrúar síðastliðnum. Leikmönnunum var boðið í Buckinghamhöll þar sem drottningin hafði ekki getað verið við vígslu Emirates leikvangsins vegna bakverkja. 23.4.2007 09:29
Chiracs-tímanum lokið Mörg ár eru frá því að svo spennandi forsetakosningar hafa verið haldnar í Frakklandi, besta sönnun þess er auðvitað kjörsóknin í dag. En baráttan undanfarna mánuði hefur líka verið bæði löng og ströng. 22.4.2007 19:45
Segir Steingrím J. forhertan Steingrímur J. Sigfússon er forhertur stuðningsmaður landbúnaðarstefnu sem á stóran þátt í uppblæstri og gróðureyðingu. Þetta sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, í harðri gagnrýni á formann Vinstri grænna í Silfri Egils í dag, og sagði Steingrím auk þess slá skjaldborg um okurvexti og okurverð. 22.4.2007 19:15
Íslensku þýðingaverðlaunin afhent á morgun Íslensku þýðingaverðlaunin verða afhent í þriðja sinn á morgun en sex þýðendur eru tilnefndir fyrir verk sín. Afhendingin fer að venju fram á Gljúfrasteini og mun forseti Íslands afhenda verðlaunin sem nema 400 þúsund krónum. 22.4.2007 19:12
Á þriðja tug kólumbískra flóttamanna til landsins Á þriðja tug flóttamanna kemur hingað til lands í sumar frá Kólumbíu. Ákveðið var að taka á móti flóttamönnum þaðan vegna góðrar reynslu á móttöku þeirra hér á landi en svipaður fjöldi kom til Íslands frá Kólumbíu árið 2005. 22.4.2007 19:07
Svikin loforð rót vandans Sviðsstjóri geðdeilda Landspítalans segir rúmlega fimmtíu sjúklinga bíða inn á deildum spítalans eftir viðvarandi búsetuúrræðum. Vegna þeirra komast ekki aðrir sjúklingar að inn á geðdeildir spítalans því þær séu ætíð yfirfullar. Hún segir svikin loforð stjórnvalda við geðsjúka varðandi búsetuúrræði rót vandans. 22.4.2007 19:05
Munaðarleysingjahæli brann Fimm börn brunnu inni og sautján slösuðust þegar eldur kom upp á munaðarleysingjahæli í Sarajevo í Bosníu í morgun. Eldurinn er talinn hafa komið upp á þriðju hæð hússins og breiðst þaðan út til herbergjanna þar sem börnin sváfu. 22.4.2007 18:59
Kaupviðræður hefjast á morgun Samningaviðræður Reykjavíkurborgar um kaup á lóðunum tveimur þar sem húsin í miðborginni brunnu síðastliðinn miðvikudag hefjast á morgun. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður vill að fimmtíu til sextíu hæða glerhýsi verði byggt á lóðinni. 22.4.2007 18:55
Lagði bílnum upp á stein Ökumaður í Öskjuhlíðinni í Reykjavík í dag virðist ekki hafa tekið eftir því að búið var að loka veginum sem liggur um hlíðina með steini og áfastri keðju. Keyrði hann því beint á steininn með þeim afleiðingum að bíllinn fór upp á steininn og sat þar fastur. 22.4.2007 18:52
Andstaða við flugvöll á Hólmsheiði Borgaryfirvöld mega búast við harðri andstöðu gegn flugvelli á Hólmsheiði frá íbúum Grafarholts. Hver einasti íbúi hverfisins, sem Stöð tvö innti álits í dag, lýsti sig andvígan hugmyndinni. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur sömuleiðis miklar efasemdir um flugvöllinn en hann yrði að stórum hluta í umdæmi Mosfellsbæjar. 22.4.2007 18:42