Fleiri fréttir Spennan vex á milli Súdana og Tsjada Súdanska ríkisstjórnin sakar stjórnarher Tsjad um að hafa ráðist á hermenn sína innan landamæra Súdans í gær og hótar grimmilegum hefndum. Hundruð hafa týnt lífi í ofbeldisverkum á svæðinu undanfarna daga. 10.4.2007 12:37 Áframhaldandi árangur en ekki stopp 12 mánaða fæðingarorlof, hækkun frítekjumarks á tekjur lífeyrisþega og lækkun virðisaukaskatts á lyfjum og barnavörum í sjö prósent er meðal þeirra stefnumála sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á á næsta kjörtímabili. Forystumenn flokksins kynntu stefnuskrána fyrir komandi þingkosningar á blaðamannafundi á Nordica-hótelinu í dag. 10.4.2007 12:34 Fátt bendir til að kynjabundið starfsval sé á undanhaldi Stjórnun höfðar meira til stúlkna en drengja og fátt bendir til þess að kynjabundið starfsval sé á undanhaldi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Námsmatsstofnun gerði fyrir Samtök atvinnulífsins um hugmyndir 15 ára ungmenna um framtíðarstarf. 10.4.2007 12:33 Hjólhýsin tókust á loft Tvö hjólhýsi tókust á loft í miklu hvassviðri sem gekk yfir Seyðisfjörð í morgun. Hjólhýsin voru í geymslu innan tollgirðingarinnar við Strandabakka þegar sterk vindhviða varð til þess að þau fuku á aðra hliðina. Hjólhýsin voru mannlaus og því sakaði engan við óhappið. Þá hefur ferjan Norræna ekki geta lagt að bryggju vegna veðurofsans. 10.4.2007 11:49 Gripin með kíló af kókaíni Hollenskt par var gripið glóðvolgt með rúmlega kíló af meintu kókaíni á Keflavíkurflugvelli á föstudaginn var. Fólkið var að koma með flugi frá Amsterdam. Efnin földu þau bæði innan klæða og innvortis. Talið er að götuvirði efnisins myndi vera á bilinu 10 til 15 milljónir króna. 10.4.2007 11:39 Mannleg mistök talin ástæðan Mannleg mistök virðast vera orsök þess að gríska skemmtiferðaskipið Sea Dimond sökk í síðustu viku. Enn er ekki vitað hvað olli því að tæplega 22,500 tonna skip sigldi á sker rétt við eyjuna Santorini en sex manns eru í haldi vegna atviksins. 10.4.2007 11:16 Gore vonast eftir umhverfisvakningu Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og einn helsti talsmaður umhverfisins, vonast til þess að tónleikaröð hans, Live Earth, eigi eftir að gera jafn mikið fyrir umhverfismál og Live Aid tónleikarnir gerðu fyrir málefni Afríku. 10.4.2007 10:57 Vélarvana bátur á Ísafjarðardjúpi Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er nú á leið til hafnar með smábátinn Ísbjörgu ÍS-69 í togi en báturinn varð vélarvana á Ísafjarðardjúpi skammt norðaustur af Arnarnesi í morgun. 10.4.2007 10:48 Talið að 400 hafi látið lífið í Tsjad Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að allt að 400 manns hafi látið lífið í átökum á landamærum Tsjad fyrir 11 dögum síðan. Þá réðust Janjaweed hersveitir frá Súdan yfir landamærin til þess að eltast við flóttafólk úr Darfúr-héraði. Upphaflega var talið að um 65 hefðu látið lífið í árásunum sem áttu sér stað þann 31. mars síðastliðinn. 10.4.2007 10:32 Rússar segja ekkert sanna staðhæfingar Írana Rússar segjast ekki hafa neina sönnun á því að Íranar hafi náð einhverjum áfanga sem bendi til þess að þeir geti nú auðgað úran í miklu magni. Utanríkisráðuneyti Rússlands skýrði frá þessu í dag. 10.4.2007 10:13 Bílvelta á Kringlumýrarbraut Kringlumýrarbraut var lokað um stund á níunda tímanum í árekstri stórs flutningabíls, fólksbíls og jeppa. Svo harður var áreksturinn að jeppinn valt. 10.4.2007 10:08 Brixtofte dæmdur fyrir umboðssvik og embættismisnotkun Dómstóll í Hilleröd í Danmörku dæmdi í morgun Peter Brixtofte, fyrrverandi bæjarstjóra í sveitarfélaginu Farum í útjaðri Kaupmannahafnar, í tveggja ára fangelsi fyrir gróf umboðssvik og misnotkun á embætti sínu. 10.4.2007 09:49 Gert við CANTAT-3 á næstu dögum Til stendur að gera við CANTAT-3 sæstrenginn á næstu dögum en viðgerðarskipið CS Pacific Guardian lagði af stað frá Bermúda fyrir nokkrum dögum áleiðis á bilunarstað strengsins suðvestur af Íslandi. Strengurinn hefur verið bilaður þar síðan 16. desember. 10.4.2007 09:11 Önnur umferð nauðsynleg í forsetakosningum í Austur-Tímor Svo virðist sem að það muni þurfa aðra umferð í forsetakosningunum í Austur-Tímor. Sem stendur eru tveir menn nærri jafnir og er það forsætisráðherrann, Jose Ramos-Horta, og annar uppreisnarmaður sem umbreyttist í stjórnmálamann. Kosið var í gær og fóru kosningarnar friðsamlega fram. 10.4.2007 08:59 Bestu páskar í fimm ár í Hlíðarfjalli Yfir tvö þúsund manns lögðu leið sína á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri á degi hverjum um páskana. Bestu páskar í fimm ár segir forstöðumaður skíðasvæðisins. 9.4.2007 20:00 Íranir halda kjarnorkuáætlun sinni áfram Íranar eru komnir í hóp þjóða sem geta auðgað úran í miklu magni til kjarnorkuframleiðslu. Þetta fullyrti Mahmoud Ahmedinajad, forseti landsins í dag. Íranar væru komnir á "iðnaðarstig" í framleiðslu kjarnorku, sem þýðir að þeir eru einu skrefi nær því að geta framleitt kjarnorkusprengju. Stjórnvöld í Íran ítreka þó sem fyrr að kjarnorkuframleiðslan sé í friðsamlegum tilgangi. 9.4.2007 19:30 Fjögur ár frá falli Saddams Styttan af Saddam féll í Baghdad fyrir sléttum fjórum árum í dag. 70.000 mannslífum síðar hefur ástandið nákvæmlega ekkert batnað og haldið var upp á afmælið í höfuðborginni með algjöru banni á allri bílaumferð. 9.4.2007 19:15 Synti Amazon-fljótið endilangt Rúmlega fimmtugur Slóveni afrekaði um helgina fyrstur allra að synda niður Amazon fljótið eins og það leggur sig. Leiðin er meira en fimm þúsund kílómetrar. 9.4.2007 19:08 Sprenging í notkun á skíðahjálmum Framkvæmdastjóri Skíðasambandsins segir sprenginu hafa orðið í notkun á skíðahjálmum. En betur má ef duga skal. Börn eiga lögum samkvæmt að nota hjálma á reiðhjóli en hvergi er kveðið á um að þau noti hjálm á skíðum. 9.4.2007 19:04 Níu handteknir eftir hnífabardaga Níu hafa verið handteknir eftir hnífabardaga fyrir utan næturklúbb í Álaborg í Danmörku um helgina. Tuttugu og eins árs karlmaður sem reyndi að skakka leikinn lét lífið eftir að hafa orðið fyrir ítrekuðum hnífsstungum. 9.4.2007 19:02 Björk heldur tónleika í Höllinni í kvöld Stórsöngkonan Björk Guðmundsdóttir heldur tónleika í Laugardalshöllinni í kvöld. Tónleikarnir marka upphaf heimstónleikaferðar til að kynna Volta, nýja breiðskífu Bjarkar. Anthony Hegarthy, söngvari hljómsveitarinnar Anthony and the Johnsons mun meðal annar stíga á svið með Björk. 9.4.2007 19:02 Tókst að rækta hluta úr mannshjarta Breskum vísindamönnum hefur tekist að rækta hluta úr mannshjarta með stofnfrumum. Frumvarp sem hefði heimilað noktun íslenskra fósturvísa til stofnfrumurannsókna var kippt af dagskrá á síðasta degi Alþingis. 9.4.2007 19:01 Mega svipta prest kjól og kalli Stjórn Prestafélags Íslands er heimilt að svipta prest kjól og kalli brjóti hann alvarlega gegn siðareglum félagsins. Mánuðir munu líða áður en siðnefnd félagsins kveður upp úrskurð í kærumáli átta presta Þjóðkirkjunnar á hendur Hirti Magna Jóhannssyni fríkirkjupresti. 9.4.2007 18:58 Þung umferð frá Akureyri í dag Þung umferð myndaðist upp úr hádegi vestur frá Akureyri. Umferðin hefur að mestu gengið vel en tveir voru teknir fyrir hraðaakstur. 9.4.2007 18:56 Íslendingar stórveldi í jarðhitaheiminum Útrás íslenskra orkufyrirtækja getur orðið stór þáttur í efnahagslífi landsmanna á næstu árum. Þetta er mat forstjóra Geysis Green Energy sem segir Íslendinga vera stórveldi í jarðhitaheiminum sem heimsbyggðin horfi til. 9.4.2007 18:50 Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar útilokar ekki að Íslandshreyfingin starfi með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki eða Frjálslyndum í ríkisstjórn. Hann segir að fyrsti kosturinn sé þó að sjálfsögðu þeir flokkar sem vilji skrúfa fyrir stóriðjuvæðinguna en ýmislegt væri unnið með því að koma í veg fyrir hreina stóriðjustjórn. Þetta kemur fram í þætti fréttastofunnar, Nærmynd af formanni sem er á dagskrá strax að loknum fréttum í kvöld. 9.4.2007 18:47 Heimilin fjármagna 20% fræðslumála Um tuttugu prósent útjalda til fræðslumála eru fjármögnuð af heimilunum og hefur sá hlutur farið vaxandi síðustu ár. Þá eru um sautján prósent heilbrigðisútgjalda fjármögnuð beint af heimilum landsins. Þrátt fyrir að þetta sé svipuð útgjaldaskipting á milli hins opinbera og heimilanna og gerist í nágrannaríkjunum, er þetta breyting á því fyrirkomulagi sem verið hefur í íslensku samfélagi í heilbrigðis- og menntamálum. 9.4.2007 18:44 Mega ekki hagnast fjárhagslega á frásögnum sínum Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur bannað fleiri sjóliðum að selja frásagnir sínar af dvöl þeirra í Íran. Áður hafði þeim verið leyft að sekja frádagnir sínar og tókst tveimur þeirra að gera það. Faye Turney, eina konan sem var með í för, fékk víst um 100.000 pund fyrir að hafa selt sögu sína til ITV1 og dagblaðsins the Sun. 9.4.2007 17:50 Bandaríkin kæra Kínverja Bandaríkin hafa lagt fram tvær kærur á hendur Kína hjá Alþjóðaverslunarráðinu (World Trade Organization) vegna þess hversu auðvelt er að fjölfalda og selja amerískar bíómyndir, tónlist, bækur og hugbúnað ólöglega. „Það er allt of mikið um sjóræningjastarfsemi og falsanir í Kína.“ sagði Susan Schwab, verslunarfulltrúi Bandaríkjanna í tilkynningu sem hún sendi frá sér í dag. 9.4.2007 17:34 Hvíta húsið harmar ákvörðun Írana Hvíta húsið hefur lýst yfir áhyggjum vegna yfirlýsinga Írana í dag um að þeir hafi hafið framleiðslu á auðguðu úrani í iðnaðarmagni. „Við höfum miklar áhyggjur af tilkynningu Írana.“ sagði Gordon Johndroe, talsmaður öryggisráðs Hvíta hússins. „Íranar halda áfram að ögra alþjóðasamfélaginu og einangra sig enn frekar með því að auka við kjarnorkuáætlun sína frekar en að draga úr henni.“ 9.4.2007 17:02 Vilja lækka skatta, hægja á virkjunarmálum og stórauka vegaframkvæmdir Samkvæmt drögum að ályktunum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vill flokkurinn lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, athuga með lækkun áfengisgjalds, leggja áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu, gera stórátak í að jafna launamun kynjanna og hægja á ferðinni í virkjunarmálum. Á sama tíma vill flokkurinn stórauka vegaframkvæmdir og koma þjóðvegakerfi landsins í sómasamlegt horf. 9.4.2007 16:27 Vilja ekki að hermenn hagnist persónulega Breska varnarmálaráðuneytið ætlar sér að endurskoða reglur sínar varðandi það að gefa hermönnum og fyrrum starfsfólki leyfi til þess að selja sögur sínar til fjölmiðla. Mikil umræða varð um málið í Bretlandi í kjölfar þess að ákveðið var að leyfa sjóliðunum sem Íranar handtóku að selja fjölmiðlum sögur sínar. 9.4.2007 15:52 Lögregla lýsir eftir ungri konu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 21 árs gamalli konu, Rakel Ómarsdóttur. Rakel sást síðast laust eftir hádegi 06. apríl sl. við Freyjugötu í Reykjavík. Rakel er grannvaxin, um 1.70 sm. á hæð, með sítt dökkthár sem er tekið í tagl og stór brún augu. Hún er íklædd brúnleitum jakka með loðkraga, stuttar ljósbláar gallabuxur og hvíta strigaskó með röndum á. 9.4.2007 15:41 Vegið að málfrelsi í Rússlandi Talsmenn málfrelsis í Rússlandi vöruðu við því í dag að hafin væri herferð gegn stjórnarandstæðingum eftir að stjórnmálamenn hliðhollir stjórnvöldum réðust gegn dagblaði sem birti viðtal við formann flokks sem er í stjórnarandstöðu. 9.4.2007 15:09 Náði öðrum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli Ingvar Þór Jóhannesson náði öðrum áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli eftir stutt jafntefli við Hjörvar Stein Grétarsson í níundu og síðustu umferð Kaupþingsmóts Hellis og TR, sem nú er í gangi. Fyrri áfanganum náði Ingvar Þór á Ístaksmóti Hróksins sem fram fór árið 2004. 9.4.2007 14:41 Íranar stefna ótrauðir á kjarnorku Íranar skýrðu frá því í dag að þeir myndu endurskoða aðild sína að samningnum um að takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna (NPT) ef frekari þrýstingi er beitt gegn þeim vegna kjarnorkuáætlunnar þeirra. Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, skýrði frá þessu í dag. 9.4.2007 14:30 Skortur á hjúkrunarfræðingum alvarlegt vandamál Skortur á hjúkrunarfræðingum er mjög alvarlegt vandamál hér á landi og fer versnandi samkvæmt nýútkominni skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um manneklu í hjúkrun. Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins en þar segir að í skýrslunni komi fram að alls vanti nú 582 hjúkrunarfræðinga til að leysa úr skorti á hjúkrunarfræðingum. 9.4.2007 14:21 Íhuga stofnun samráðshóps Heimsins stærstu gasútflytjendur eru nú að skoða möguleikann á því að stofna með sér samráðshóp til þess að geta stjórnað verðinu á gasi. Á meðal þessara útflytjenda eru Rússland, sem sér stórum hluta Evrópu fyrir gasi, Íran og Qatar. 9.4.2007 14:13 Íranar halda kjarnorkuáætlun sinni áfram Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, tilkynnti á fréttamannafundi í dag að Íranar myndu ekki láta undan þrýstingi vesturveldanna og gefa kjarnorkuáætlun sína upp á bátinn. Ahmadinejad er enn að tala og hefur ekki skýrt nákvæmlega frá því hvað felst í yfirlýsingu hans. 9.4.2007 13:41 Ráðist á Ísland, ekki Íran Bandarískur háskólaprófessor birti í dag grein á vefsíðu Princeton háskóla. Í henni leggur hann til að ráðist verði á Ísland í stað Íran og að slík árás geti hagnast öllum, jafnvel Íslendingum. 9.4.2007 13:28 Íranar sýna ný myndbönd af sjóliðunum Írönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndbandsupptökur af bresku sjóliðunum sem voru í haldi, þar sem þeir sjást tefla, spila borðtennis og horfa á sjónvarpið. Stjórnvöld í Teheran segja myndbandið sýna að fullyrðingar um að sjóliðarnir hafi verið beittir harðræði haldi ekki vatni. 9.4.2007 12:42 Írakar mótmæla í Najaf Allt að milljón Sjíja múslimar mun í dag fylkja liði um götur Najaf í Írak til að mótmæla hersetu Bandaríkjamanna, fjórum árum eftir að Baghdad var hernumin. Öllu rólegra er í höfuðborginni sjálfri á þessum tímamótum, enda öll bílaumferð bönnuð í sólarhring af ótta við hryðjuverk. 9.4.2007 12:40 Níu handteknir eftir hnífabardaga Níu hafa verið handteknir eftir hnífabardaga fyrir utan næturklúbb í Álaborg í Danmörku um helgina. Tuttugu og eins árs karlmaður lét lífið eftir að hafa orðið fyrir ítrekuðum hnífsstungum og sex til viðbótar slösuðust. 9.4.2007 12:22 Allt á suðupunkti í Afganistan Allt er á suðupunkti í Afghanistan, eftir að uppreisnarmenn úr röðum Talibana skáru afganskan túlk á háls í gær. Sex Kanadamenn féllu í bílsprengjuárás í suðurhluta landsins. 9.4.2007 12:20 Páskahelgin sífellt stærri ferðahelgi Páskahelgin verður sífellt stærri ferðahelgi meðal Íslendinga. Mikill straumur fólks lá á Akureyri um helgina og býst lögreglan þar við mikilli umferð út úr bænum í dag. 9.4.2007 12:18 Sjá næstu 50 fréttir
Spennan vex á milli Súdana og Tsjada Súdanska ríkisstjórnin sakar stjórnarher Tsjad um að hafa ráðist á hermenn sína innan landamæra Súdans í gær og hótar grimmilegum hefndum. Hundruð hafa týnt lífi í ofbeldisverkum á svæðinu undanfarna daga. 10.4.2007 12:37
Áframhaldandi árangur en ekki stopp 12 mánaða fæðingarorlof, hækkun frítekjumarks á tekjur lífeyrisþega og lækkun virðisaukaskatts á lyfjum og barnavörum í sjö prósent er meðal þeirra stefnumála sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á á næsta kjörtímabili. Forystumenn flokksins kynntu stefnuskrána fyrir komandi þingkosningar á blaðamannafundi á Nordica-hótelinu í dag. 10.4.2007 12:34
Fátt bendir til að kynjabundið starfsval sé á undanhaldi Stjórnun höfðar meira til stúlkna en drengja og fátt bendir til þess að kynjabundið starfsval sé á undanhaldi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Námsmatsstofnun gerði fyrir Samtök atvinnulífsins um hugmyndir 15 ára ungmenna um framtíðarstarf. 10.4.2007 12:33
Hjólhýsin tókust á loft Tvö hjólhýsi tókust á loft í miklu hvassviðri sem gekk yfir Seyðisfjörð í morgun. Hjólhýsin voru í geymslu innan tollgirðingarinnar við Strandabakka þegar sterk vindhviða varð til þess að þau fuku á aðra hliðina. Hjólhýsin voru mannlaus og því sakaði engan við óhappið. Þá hefur ferjan Norræna ekki geta lagt að bryggju vegna veðurofsans. 10.4.2007 11:49
Gripin með kíló af kókaíni Hollenskt par var gripið glóðvolgt með rúmlega kíló af meintu kókaíni á Keflavíkurflugvelli á föstudaginn var. Fólkið var að koma með flugi frá Amsterdam. Efnin földu þau bæði innan klæða og innvortis. Talið er að götuvirði efnisins myndi vera á bilinu 10 til 15 milljónir króna. 10.4.2007 11:39
Mannleg mistök talin ástæðan Mannleg mistök virðast vera orsök þess að gríska skemmtiferðaskipið Sea Dimond sökk í síðustu viku. Enn er ekki vitað hvað olli því að tæplega 22,500 tonna skip sigldi á sker rétt við eyjuna Santorini en sex manns eru í haldi vegna atviksins. 10.4.2007 11:16
Gore vonast eftir umhverfisvakningu Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og einn helsti talsmaður umhverfisins, vonast til þess að tónleikaröð hans, Live Earth, eigi eftir að gera jafn mikið fyrir umhverfismál og Live Aid tónleikarnir gerðu fyrir málefni Afríku. 10.4.2007 10:57
Vélarvana bátur á Ísafjarðardjúpi Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er nú á leið til hafnar með smábátinn Ísbjörgu ÍS-69 í togi en báturinn varð vélarvana á Ísafjarðardjúpi skammt norðaustur af Arnarnesi í morgun. 10.4.2007 10:48
Talið að 400 hafi látið lífið í Tsjad Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að allt að 400 manns hafi látið lífið í átökum á landamærum Tsjad fyrir 11 dögum síðan. Þá réðust Janjaweed hersveitir frá Súdan yfir landamærin til þess að eltast við flóttafólk úr Darfúr-héraði. Upphaflega var talið að um 65 hefðu látið lífið í árásunum sem áttu sér stað þann 31. mars síðastliðinn. 10.4.2007 10:32
Rússar segja ekkert sanna staðhæfingar Írana Rússar segjast ekki hafa neina sönnun á því að Íranar hafi náð einhverjum áfanga sem bendi til þess að þeir geti nú auðgað úran í miklu magni. Utanríkisráðuneyti Rússlands skýrði frá þessu í dag. 10.4.2007 10:13
Bílvelta á Kringlumýrarbraut Kringlumýrarbraut var lokað um stund á níunda tímanum í árekstri stórs flutningabíls, fólksbíls og jeppa. Svo harður var áreksturinn að jeppinn valt. 10.4.2007 10:08
Brixtofte dæmdur fyrir umboðssvik og embættismisnotkun Dómstóll í Hilleröd í Danmörku dæmdi í morgun Peter Brixtofte, fyrrverandi bæjarstjóra í sveitarfélaginu Farum í útjaðri Kaupmannahafnar, í tveggja ára fangelsi fyrir gróf umboðssvik og misnotkun á embætti sínu. 10.4.2007 09:49
Gert við CANTAT-3 á næstu dögum Til stendur að gera við CANTAT-3 sæstrenginn á næstu dögum en viðgerðarskipið CS Pacific Guardian lagði af stað frá Bermúda fyrir nokkrum dögum áleiðis á bilunarstað strengsins suðvestur af Íslandi. Strengurinn hefur verið bilaður þar síðan 16. desember. 10.4.2007 09:11
Önnur umferð nauðsynleg í forsetakosningum í Austur-Tímor Svo virðist sem að það muni þurfa aðra umferð í forsetakosningunum í Austur-Tímor. Sem stendur eru tveir menn nærri jafnir og er það forsætisráðherrann, Jose Ramos-Horta, og annar uppreisnarmaður sem umbreyttist í stjórnmálamann. Kosið var í gær og fóru kosningarnar friðsamlega fram. 10.4.2007 08:59
Bestu páskar í fimm ár í Hlíðarfjalli Yfir tvö þúsund manns lögðu leið sína á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri á degi hverjum um páskana. Bestu páskar í fimm ár segir forstöðumaður skíðasvæðisins. 9.4.2007 20:00
Íranir halda kjarnorkuáætlun sinni áfram Íranar eru komnir í hóp þjóða sem geta auðgað úran í miklu magni til kjarnorkuframleiðslu. Þetta fullyrti Mahmoud Ahmedinajad, forseti landsins í dag. Íranar væru komnir á "iðnaðarstig" í framleiðslu kjarnorku, sem þýðir að þeir eru einu skrefi nær því að geta framleitt kjarnorkusprengju. Stjórnvöld í Íran ítreka þó sem fyrr að kjarnorkuframleiðslan sé í friðsamlegum tilgangi. 9.4.2007 19:30
Fjögur ár frá falli Saddams Styttan af Saddam féll í Baghdad fyrir sléttum fjórum árum í dag. 70.000 mannslífum síðar hefur ástandið nákvæmlega ekkert batnað og haldið var upp á afmælið í höfuðborginni með algjöru banni á allri bílaumferð. 9.4.2007 19:15
Synti Amazon-fljótið endilangt Rúmlega fimmtugur Slóveni afrekaði um helgina fyrstur allra að synda niður Amazon fljótið eins og það leggur sig. Leiðin er meira en fimm þúsund kílómetrar. 9.4.2007 19:08
Sprenging í notkun á skíðahjálmum Framkvæmdastjóri Skíðasambandsins segir sprenginu hafa orðið í notkun á skíðahjálmum. En betur má ef duga skal. Börn eiga lögum samkvæmt að nota hjálma á reiðhjóli en hvergi er kveðið á um að þau noti hjálm á skíðum. 9.4.2007 19:04
Níu handteknir eftir hnífabardaga Níu hafa verið handteknir eftir hnífabardaga fyrir utan næturklúbb í Álaborg í Danmörku um helgina. Tuttugu og eins árs karlmaður sem reyndi að skakka leikinn lét lífið eftir að hafa orðið fyrir ítrekuðum hnífsstungum. 9.4.2007 19:02
Björk heldur tónleika í Höllinni í kvöld Stórsöngkonan Björk Guðmundsdóttir heldur tónleika í Laugardalshöllinni í kvöld. Tónleikarnir marka upphaf heimstónleikaferðar til að kynna Volta, nýja breiðskífu Bjarkar. Anthony Hegarthy, söngvari hljómsveitarinnar Anthony and the Johnsons mun meðal annar stíga á svið með Björk. 9.4.2007 19:02
Tókst að rækta hluta úr mannshjarta Breskum vísindamönnum hefur tekist að rækta hluta úr mannshjarta með stofnfrumum. Frumvarp sem hefði heimilað noktun íslenskra fósturvísa til stofnfrumurannsókna var kippt af dagskrá á síðasta degi Alþingis. 9.4.2007 19:01
Mega svipta prest kjól og kalli Stjórn Prestafélags Íslands er heimilt að svipta prest kjól og kalli brjóti hann alvarlega gegn siðareglum félagsins. Mánuðir munu líða áður en siðnefnd félagsins kveður upp úrskurð í kærumáli átta presta Þjóðkirkjunnar á hendur Hirti Magna Jóhannssyni fríkirkjupresti. 9.4.2007 18:58
Þung umferð frá Akureyri í dag Þung umferð myndaðist upp úr hádegi vestur frá Akureyri. Umferðin hefur að mestu gengið vel en tveir voru teknir fyrir hraðaakstur. 9.4.2007 18:56
Íslendingar stórveldi í jarðhitaheiminum Útrás íslenskra orkufyrirtækja getur orðið stór þáttur í efnahagslífi landsmanna á næstu árum. Þetta er mat forstjóra Geysis Green Energy sem segir Íslendinga vera stórveldi í jarðhitaheiminum sem heimsbyggðin horfi til. 9.4.2007 18:50
Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar útilokar ekki að Íslandshreyfingin starfi með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki eða Frjálslyndum í ríkisstjórn. Hann segir að fyrsti kosturinn sé þó að sjálfsögðu þeir flokkar sem vilji skrúfa fyrir stóriðjuvæðinguna en ýmislegt væri unnið með því að koma í veg fyrir hreina stóriðjustjórn. Þetta kemur fram í þætti fréttastofunnar, Nærmynd af formanni sem er á dagskrá strax að loknum fréttum í kvöld. 9.4.2007 18:47
Heimilin fjármagna 20% fræðslumála Um tuttugu prósent útjalda til fræðslumála eru fjármögnuð af heimilunum og hefur sá hlutur farið vaxandi síðustu ár. Þá eru um sautján prósent heilbrigðisútgjalda fjármögnuð beint af heimilum landsins. Þrátt fyrir að þetta sé svipuð útgjaldaskipting á milli hins opinbera og heimilanna og gerist í nágrannaríkjunum, er þetta breyting á því fyrirkomulagi sem verið hefur í íslensku samfélagi í heilbrigðis- og menntamálum. 9.4.2007 18:44
Mega ekki hagnast fjárhagslega á frásögnum sínum Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur bannað fleiri sjóliðum að selja frásagnir sínar af dvöl þeirra í Íran. Áður hafði þeim verið leyft að sekja frádagnir sínar og tókst tveimur þeirra að gera það. Faye Turney, eina konan sem var með í för, fékk víst um 100.000 pund fyrir að hafa selt sögu sína til ITV1 og dagblaðsins the Sun. 9.4.2007 17:50
Bandaríkin kæra Kínverja Bandaríkin hafa lagt fram tvær kærur á hendur Kína hjá Alþjóðaverslunarráðinu (World Trade Organization) vegna þess hversu auðvelt er að fjölfalda og selja amerískar bíómyndir, tónlist, bækur og hugbúnað ólöglega. „Það er allt of mikið um sjóræningjastarfsemi og falsanir í Kína.“ sagði Susan Schwab, verslunarfulltrúi Bandaríkjanna í tilkynningu sem hún sendi frá sér í dag. 9.4.2007 17:34
Hvíta húsið harmar ákvörðun Írana Hvíta húsið hefur lýst yfir áhyggjum vegna yfirlýsinga Írana í dag um að þeir hafi hafið framleiðslu á auðguðu úrani í iðnaðarmagni. „Við höfum miklar áhyggjur af tilkynningu Írana.“ sagði Gordon Johndroe, talsmaður öryggisráðs Hvíta hússins. „Íranar halda áfram að ögra alþjóðasamfélaginu og einangra sig enn frekar með því að auka við kjarnorkuáætlun sína frekar en að draga úr henni.“ 9.4.2007 17:02
Vilja lækka skatta, hægja á virkjunarmálum og stórauka vegaframkvæmdir Samkvæmt drögum að ályktunum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vill flokkurinn lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, athuga með lækkun áfengisgjalds, leggja áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu, gera stórátak í að jafna launamun kynjanna og hægja á ferðinni í virkjunarmálum. Á sama tíma vill flokkurinn stórauka vegaframkvæmdir og koma þjóðvegakerfi landsins í sómasamlegt horf. 9.4.2007 16:27
Vilja ekki að hermenn hagnist persónulega Breska varnarmálaráðuneytið ætlar sér að endurskoða reglur sínar varðandi það að gefa hermönnum og fyrrum starfsfólki leyfi til þess að selja sögur sínar til fjölmiðla. Mikil umræða varð um málið í Bretlandi í kjölfar þess að ákveðið var að leyfa sjóliðunum sem Íranar handtóku að selja fjölmiðlum sögur sínar. 9.4.2007 15:52
Lögregla lýsir eftir ungri konu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 21 árs gamalli konu, Rakel Ómarsdóttur. Rakel sást síðast laust eftir hádegi 06. apríl sl. við Freyjugötu í Reykjavík. Rakel er grannvaxin, um 1.70 sm. á hæð, með sítt dökkthár sem er tekið í tagl og stór brún augu. Hún er íklædd brúnleitum jakka með loðkraga, stuttar ljósbláar gallabuxur og hvíta strigaskó með röndum á. 9.4.2007 15:41
Vegið að málfrelsi í Rússlandi Talsmenn málfrelsis í Rússlandi vöruðu við því í dag að hafin væri herferð gegn stjórnarandstæðingum eftir að stjórnmálamenn hliðhollir stjórnvöldum réðust gegn dagblaði sem birti viðtal við formann flokks sem er í stjórnarandstöðu. 9.4.2007 15:09
Náði öðrum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli Ingvar Þór Jóhannesson náði öðrum áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli eftir stutt jafntefli við Hjörvar Stein Grétarsson í níundu og síðustu umferð Kaupþingsmóts Hellis og TR, sem nú er í gangi. Fyrri áfanganum náði Ingvar Þór á Ístaksmóti Hróksins sem fram fór árið 2004. 9.4.2007 14:41
Íranar stefna ótrauðir á kjarnorku Íranar skýrðu frá því í dag að þeir myndu endurskoða aðild sína að samningnum um að takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna (NPT) ef frekari þrýstingi er beitt gegn þeim vegna kjarnorkuáætlunnar þeirra. Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, skýrði frá þessu í dag. 9.4.2007 14:30
Skortur á hjúkrunarfræðingum alvarlegt vandamál Skortur á hjúkrunarfræðingum er mjög alvarlegt vandamál hér á landi og fer versnandi samkvæmt nýútkominni skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um manneklu í hjúkrun. Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins en þar segir að í skýrslunni komi fram að alls vanti nú 582 hjúkrunarfræðinga til að leysa úr skorti á hjúkrunarfræðingum. 9.4.2007 14:21
Íhuga stofnun samráðshóps Heimsins stærstu gasútflytjendur eru nú að skoða möguleikann á því að stofna með sér samráðshóp til þess að geta stjórnað verðinu á gasi. Á meðal þessara útflytjenda eru Rússland, sem sér stórum hluta Evrópu fyrir gasi, Íran og Qatar. 9.4.2007 14:13
Íranar halda kjarnorkuáætlun sinni áfram Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, tilkynnti á fréttamannafundi í dag að Íranar myndu ekki láta undan þrýstingi vesturveldanna og gefa kjarnorkuáætlun sína upp á bátinn. Ahmadinejad er enn að tala og hefur ekki skýrt nákvæmlega frá því hvað felst í yfirlýsingu hans. 9.4.2007 13:41
Ráðist á Ísland, ekki Íran Bandarískur háskólaprófessor birti í dag grein á vefsíðu Princeton háskóla. Í henni leggur hann til að ráðist verði á Ísland í stað Íran og að slík árás geti hagnast öllum, jafnvel Íslendingum. 9.4.2007 13:28
Íranar sýna ný myndbönd af sjóliðunum Írönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndbandsupptökur af bresku sjóliðunum sem voru í haldi, þar sem þeir sjást tefla, spila borðtennis og horfa á sjónvarpið. Stjórnvöld í Teheran segja myndbandið sýna að fullyrðingar um að sjóliðarnir hafi verið beittir harðræði haldi ekki vatni. 9.4.2007 12:42
Írakar mótmæla í Najaf Allt að milljón Sjíja múslimar mun í dag fylkja liði um götur Najaf í Írak til að mótmæla hersetu Bandaríkjamanna, fjórum árum eftir að Baghdad var hernumin. Öllu rólegra er í höfuðborginni sjálfri á þessum tímamótum, enda öll bílaumferð bönnuð í sólarhring af ótta við hryðjuverk. 9.4.2007 12:40
Níu handteknir eftir hnífabardaga Níu hafa verið handteknir eftir hnífabardaga fyrir utan næturklúbb í Álaborg í Danmörku um helgina. Tuttugu og eins árs karlmaður lét lífið eftir að hafa orðið fyrir ítrekuðum hnífsstungum og sex til viðbótar slösuðust. 9.4.2007 12:22
Allt á suðupunkti í Afganistan Allt er á suðupunkti í Afghanistan, eftir að uppreisnarmenn úr röðum Talibana skáru afganskan túlk á háls í gær. Sex Kanadamenn féllu í bílsprengjuárás í suðurhluta landsins. 9.4.2007 12:20
Páskahelgin sífellt stærri ferðahelgi Páskahelgin verður sífellt stærri ferðahelgi meðal Íslendinga. Mikill straumur fólks lá á Akureyri um helgina og býst lögreglan þar við mikilli umferð út úr bænum í dag. 9.4.2007 12:18