Fleiri fréttir

Fjöldamótmæli í Madríd

Tugþúsundir manna flykktust út á götu Madrídar, höfuðborgar Spánar í gær, til að mótmæla því að Jose Ignacio de Juana Chaos, liðsmaður Aðskilnaðarhreyfingar Baska, ETA, hefði verið færður úr öryggisgæslu yfir í stofufangelsi.

Fyrstu frjálsu kosningarnar í Máritaníu í 50 ár

Kosningar eru hafnar í norðvestur-Afríkuríkinu Máritaníu en þetta verða fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu í tæplega fimmtíu ár. Meira en ein milljón manna verða á kjörskrá og kjósa á milli 19 frambjóðenda.

Þrír teknir eftir bikarúrslitaleik

Kalla þurfti lögreglu til eftir að átök brutust út á úrslitaleik í bikarkeppninni í handbolta í dag. Stuðningsmenn liðanna tveggja, Fram og Stjörnunnar, áttu þá í handalögmálum sem bárust út á völl. Öryggisverðir á leiknum komu þá til og héldu mönnunum og hentu þeim út. Lögregla handtók mennina og fór með þá niður á stöð þar sem þeir voru teknir tali. Eftir það var þeim sleppt.

Bjórnum varpað beint úr ísskápnum

Bandarískur hugbúnaðarverkfræðingur kynnti nýja og afar gagnlega uppfinningu í vikunni sem nú er senn á enda. Tækið sem hann fann upp getur skotið bjórdósum beint úr ísskápnum yfir í stofusófann.

Gæti breytt lífi milljóna manna

Íslenska fyrirtækið Icexpress hefur þróað byltingarkennda aðferð sem gerir nánast hverjum sem er kleift að smíða fullkomna gervilimi á aðeins fáeinum klukkustundum. Össur Kristinsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að með uppfinningunni verði hægt að gerbreyta lífi milljóna manna í þróunarlöndunum.

Ást verður hluti af leiknum

Hinn þaulreyndi leikjahönnuður Peter Molyneux hefur tilkynnt að hann vilji að ást sé hluti af næsta leik sem hann hannar, Fable 2. „Þetta er djarfa áætlunin mín - ég ætla þér að upplifa eitthvað í Fable sem þú sem tölvuleikjaspilari hefur aldrei upplifað áður.“ lýsti Molyneux yfir.

Fimm landa heimsókninni senn lokið

George Bush forseti Bandaríkjanna og Hugo Chavez forseti Venesúela ferðast þessa dagana um Suður-Ameríku til að styrkja tengslin við bandamenn sína. Vart þarf að taka fram að þeir ferðast hvor í sínu lagi enda svarnir óvinir.

Gæti haft bein áhrif á niðurstöðu dómstóla

Frumvarp til breytinga á samkeppnislögum sem nú er til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis gæti haft bein áhrif á niðurstöðu dómstóla í málinu gegn forstjórum olíufélaganna. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn eru þó ekki á eitt sáttir en frumvarpið kveður á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga í samkeppnismálum.

Fulltrúar Írans og BNA ræddust við

Forsætisráðherra Íraks biðlaði, á ráðstefnu í Bagdad í dag, til nágrannaríkja sinna um aðstoð við að binda enda á vargöldina sem ríkir í landinu. Fulltrúar Bandaríkjanna og Írans ræddust þar við með beinum hætti en stjórnmálasamband á milli ríkjanna hefur legið niðri í 28 ár.

Formaður Lyfjaverðsnefndar sakaður um gáleysi

Fyrirtækið Portfarma ásakar Pál Pétursson, formann Lyfjaverðsnefndar, um að hafa látið fyrirtækið Actavis misnota sig í janúar þegar hann krafðist þess að Actavis lækkaði verð á samheitalyfjum hér til samræmis við verð sem það byði á öðrum Norðurlöndum. Actavis, sem ræður níutíu og átta prósentum markaðarins, hafi gripið tækifærið og lækkað að stórum hluta verð á lyfjum eina samkeppnisaðilans í landinu.

Tæki sem gefa börnum sjón í kössum í sjö mánuði

Tæki sem Vátryggingafélag Íslands gaf Sjónstöð Íslands fyrir ári hafa legið ónotuð í kössum í að minnsta kosti sjö mánuði. Með tækjunum er hægt að búa til snertilinsur fyrir börn, sem augasteinar hafa verið fjarlægðir úr, þannig að þau geti séð án þess að þurfa á þungum og þykkum gleraugum að halda.

Friðsöm mótmæli í dag

Þúsundir manna gengu fylktu liði um götur Kaupmannahafnar í dag til að mótmæla niðurrifi Ungdómshússins á Norðurbrú í vikunni. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa krafist rannsóknar á framgöngu lögreglunnar í garð mótmælenda um síðustu helgi.

Sluppu með skrekkinn

Þrír íslenskir námsmenn, búsettir í bænum Naples í Flórídaríki í Bandaríkjunum sluppu með skrekkinn í nótt. Þeir voru á leið heim af skemmtistað þegar á þá var ráðist með hafnaboltakylfu. Þeim tókst að komast undan ræningjanum og brátt var svæðið umkringt 18 lögreglubílum.

Írakar vongóðir eftir fyrsta fund

Utanríkisráðherra Íraks, Hoshyar Zebari, var vongóður eftir fyrsta alþjóðlega fundinn um framtíð Íraks og hvernig sé hægt að koma ró á í landinu. „Fundurinn var jákvæður og uppbyggjandi,“ sagði Zebari. „Niðurstöður fundarmanna voru góðar.“

Veður fer versnandi á landinu

"Já það er versnandi veður á sunnan og vestanverðu landinu og síðar í kvöld má búast við stórhríð á heiðum á Vestfjörðum og einnig gæti orðið talsvert blint á Holtavörðuheiði og raunar víðar gangi spár eftir" segir Sigurður Þ. Ragnarsson yfirveðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2.

Slagsmál á milli stuðningsmanna

Upp úr sauð á milli nokkurra stuðningsmanna Stjörnunnar og Fram á bikarúrslitaleik liðanna sem lauk rétt í þesu með sigri Stjörnunnar. Í seinni hálfleik hófust slagsmál í stúkunni og brátt barst leikurinn út á gólfið. Gera þurfti hlé á leiknum í nokkrar mínútur á meðan öryggisverðir komu mönnunum út úr húsi. Reikna má með því að atvikið hafi einhverja eftirmála fyrir félögin.

Sagaði húsið í tvennt

Þjóðverji einn ákvað að binda endi á skilnaðardeilu við konu sína með því að saga timburhús þeirra í tvennt með keðjusög og fara með sinn hluta í burtu með gaffallyftara.

Tveimur þjóðverjum rænt í Írak

Tveimur þýskum ríkisborgunum hefur verið rænt í Írak. Áður óþekktur uppreisnarhópur setti í dag myndband af þeim á netið og gaf þýskum stjórnvöldum tíu daga til þess að draga hermenn sína frá Afganistan. Annars myndu þeir aflífa fólkið. Hópurinn kallar sig „Örvar Réttlætisins.“ Þýsk stjórnvöld ætla sér að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að frelsa fólkið.

Slasaðist á skíðaæfingu

Ein stúlka slasaðist á skíðaæfingu í Bláfjöllum í dag og var farið með hana á slysadeild. Óttast er að hún hafi fótbrotnað. Búið er að loka í Bláfjöllum vegna skyndilega versnandi veðurs. Nú er skollinn á snjóbylur í fjöllunum og skyggni orðið mjög lítið.

Tvö þúsund manna mótmæli í Kaupmannahöfn

Tvö þúsund manns ganga nú fylktu liði frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn að Norðurbrú og krefjast þess að nýtt Ungdómshús verði reist á þeim slóðum í stað hússins umdeilda sem stóð við Jagtvejen og var rifið í vikunni. Mótmælin eru friðsamleg en lögregla hefur uppi mikinn viðbúnað.

Samtök iðnaðarins með athyglisverðasta sýningarsvæðið

Sýningarsvæði Samtaka iðnaðarins var nú síðdegis valið það athyglisverðasta á stórsýningunni Tækni og viti 2007, sem haldin er í Fífunni. Önnur verðlaun hlaut fyrirtækið CAOZ, sem sérhæfir sig í gerð tölvugerðra teiknimynda. Fyrirtækin Rue de Net, sem er hugbúnaðarfyrirtæki, og hönnunarfyrirtækið H2 hönnun skiptu síðan milli sín þriðju verðlaunum.

Fimmfaldur pottur: stefnir í 35 milljónir

Fyrsti vinningur í lottóinu gekk ekki út um helgina og er því fimmfaldur laugardaginn 10. mars og stefnir í 35 milljónir sem er stærsti fimmfaldi fyrsti vinningur frá upphafi.

Bush kominn til Úrugvæ

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt í dag ferðalagi sínu um Suður-Ameríku áfram. Í dag fundaði hann með forseta Úrugvæ en þeir vilja ólmir skrifa undir fríverslunarsamninga við Bandaríkin, jafnvel þó svo þeir þyrftu að yfirgefa fríverslunarbandalag ríkja í Suður-Ameríku

Söngvari Boston látinn

Söngvari hljómsveitarinnar Boston fannst látinn á heimili sínu í gær. Brad Delp, sem var 55 ára, var söngvari sveitarinn þegar hún gerði lögin „More Than a Feeling“ og „Long Time“ vinsæl.

Osama fimmtugur í dag

Osama Bin Laden er fimmtugur í dag. Það er að segja ef hann er enn á lífi. Þrátt fyrir að meira hafi verið leitað að honum en nokkrum öðrum manni getur hann enn frjálst um höfuð strokið. Bandaríkjamenn telja að hann sé einhvers staðar á landamærum Pakistan og Afganistan.

Í ökuferð um verslanamiðstöð

Bílstjóri í bænum Augusta í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum á yfir höfði sér refsingu eftir að hafa farið í ökuferð um óvenjulegar slóðir. Hann ók bifreið sinni í gegnum glerdyr á verslanamiðstöð borgarinnar og keyrði svo í hægðum sínum framhjá upplýstum búðargluggunum.

Ætla að læra í sólarhring

Nemendur Menntaskólans Hraðbraut ætla að læra í 24 tíma til að safna sér fyrir útskriftarferðinni sinni. Kennarar og foreldrar gefa vinnu sína og sitja yfir þeim til að tryggja að allt fari rétt fram. Þau hafa fengið þónokkurn styrk frá stórum fyrirtækjum.

18 létu lífið og 48 slösuðust

Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð í Sadr-hverfi Bagdad í dag og létu að minnsta kosti 18 manns lífið. Árásin átti sér stað á sama tíma og fulltrúar fjölmargra ríkja funduðu til þess að reyna að binda endi á skálmöldina í landinu. Árásin átti sér stað í hverfi sjía múslima. Talið er að allt að 48 manns hafi slasast í árásinni. Aðeins nokkrum klukkutímum áður hafði bandaríski herinn gert áhlaup á búðir uppreisnarmanna í hverfinu og handtekið sex þeirra.

Biðlar til nágrannanna

Á fjölþjóðlegri ráðstefnu um vargöldina í Írak sem hófst í Bagdad í morgun biðlaði Nuri al-Maliki, forsætisráðherra landsins, til nágrannaríkjanna um að aðstoða í baráttunni við hryðjuverkamenn. Hópur íraskra uppreisnarmanna hótar að drepa þýsk mæðgin sem hann hefur í haldi sínu yfirgefi þýskar hersveitir ekki Afganistan innan tíu daga.

Forritunarkeppni framhaldsskóla haldin í sjötta sinn

Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík heldur forritunarkeppni framhaldsskólanna í sjötta sinn í dag. Átján lið frá tíu framhaldsskólum keppa að þessu sinni. Keppt er í þremur þyngdarflokkum en keppnin skiptist í tvo hluta.

Betur má ef duga skal

Konum fjölgaði um 4% í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Annað hvert sveitarfélag hefur nu komið sér upp jafnréttisáætlun en betur má ef duga skal, segir Jafnréttisstofa.

Endatafl í Kosovo-viðræðum hafið

Lokakaflinn í viðræðum um framtíð Kosovo-héraðs hófst í Vínarborg í Austurríki í morgun. Leiðtogar Serba og Kosovo-Albana sækja fundinn en mikill ágreiningur ríkir á milli þeirra um framtíðarskipan héraðsins.

Gengi DeCode hækkar

Hlutabréf í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkuðu um tíu prósent á NASDAQ hlutabréfamarkaðnum fyrir helgi, eftir að greiningaraðili uppfærði bréfin vegna væntinga um jákvæðar fréttir af fyrirtækinu á næstunni. Hlutabréfin hækkuðu um 35 sent á hlut, eða um 10 prósent.

Rafrænum skilríkjum dreift í haust

Meirihluti landsmanna verður kominn með rafræn skilríki í seðlaveskið á næsta ári. Þau ættu að einfalda fólki lífið og auka öryggi barna og unglinga sem vilja spjalla saman á netinu.

Sýningin tækni og vit er um helgina

Sýningin tækni og vit er opin almenningi um helgina en á sýningunni kynna mörg helstu hátæknifyrirtæki landsins það nýjasta í tækni og þekkingu. Sýningin stærsti viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi á þessu sviði.

Rússar rannsaka PwC

Rússneskir rannsóknarmenn réðust í gær inn á skrifstofur PriceWaterhouseCoopers (PwC) í Moskvu. Þeir segjast hafa verið að leita að gögnum sem að styðja við rannsóknina í máli gegn þeim en PwC er sakað um að hafa skrifað upp á falsaða reikninga og uppgjör fyrir Yukos, fyrrum rússneskan olíurisa, sem nú er gjalþrota.

MK nemar styrkja Dvöl

MK-nemar halda fata- og nytjamarkað í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar að Hamraborg 11 nú um helgina, bæði laugardag og sunnudag, kl. 11-16. Markaðurinn er haldinn í samvinnu við Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða í Kópavogi, og rennur allur ágóði óskiptur í ferðasjóð athvarfsins.

FBI misnotaði vald sitt

Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, misnotaði vald sitt til þess að nálgast upplýsingar um fólk sem hún hafði engan rétt á því að fá. Þetta kemur fram í skýrslu sem að eftirlitsstofnun innan dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gaf frá sér í gær. FBI hefur þegar viðurkennt mistök sín.

Fertugum er ekki allt fært

Fertug kona var flutt á lögreglustöðina í Reykjavík eftir umferðaróhapp á Kringlumýrarbraut í gær vegna gruns um að hún væri undir áhrifum lyfja. Sama kona var stöðvuð við akstur í Lönguhlíð síðar um daginn og þá þótti einsýnt að hún væri undir áhrifum lyfja. Aksturslag hennar var stórhættulegt en konan virtist vera við það að sofna þegar að var komið. Hún var færð á lögreglustöð þar sem læknir úrskurðaði að konan væri óhæf til aksturs.

Vinnuslys í Gufunesi

Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild eftir vinnuslys sem hann varð fyrir við Sorpu í Gufunesi um hádegisbil í dag. Sýningarbás sem komið var með til eyðingar í Sorpu féll á fót mannsins af lyftara.

Marorka hlaut Vaxtarsprotann

Fyrirtækið Marorka hlaut Vaxtarsprotann, viðurkenningu fyrir uppbyggingu sprotafyrirtækis. Það var Jón Sigurðsson iðanaðar- og viðskiptaráðherra sem afhenti Jóni Ágústi Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Marorku viðurkenninguna. Fyrirtækið jók veltu sína milli áranna 2005 og 2006 um 87,5% sem var mesti vöxtur sprotafyrirtækis á tímabilinu. Marorka er tæknifyrirtæki sem þróar tölvukerfi sem lágmarka olíunotkun skipa og draga þar með úr mengun og kostnaði. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 með þremur starfsmönnum en í dag eru starfsmenn orðnir 24.

Græna línan rifin

Kýpur-Grikkir byrjuðu seint í gær að rífa niður múrinn sem klýfur höfuðborgina Nikosíu í tvennt, einu höfuðborg Evrópu sem enn er klofin með landamærum.

Eftirlaunaaldur hækkaður í Þýskalandi

Eftirlaunaaldur verður hækkaður í Þýskalandi. Þetta var samþykkt á þinginu þar í landi í dag með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Nú er eftirlaunaaldurinn 65 ár en verður hækkaður upp í 67 ár. Þetta er gert vegna þess að fæðingatíðni er með því lægsta sem gerist í Evrópu í Þýskalandi og fer því fólki á vinnumarkaði fækkandi.

Andstæðingar álversstækkunar eiga við ofurefli að etja

Heldur hefur dregið úr andstöðu Hafnfirðinga við stækkun álversins í Straumsvík, ef marka má nýja könnun sem Blaðið birtir í dag. Talsmaður Sólar í Straumi, sem berst gegn stækkuninni, segir andstæðinga álversins eiga við ofurafl að etja.

Amnesty krefst rannsóknar á aðferðum lögreglu

Amnesty International hefur farið fram á það við danska dómsmálaráðuneytið að rannsakað verði hvort lögregla hafi beitt óhóflegu harðræði í óeirðunum á Norðurbrú um síðustu helgi. Í bréfi frá Amnesty til dómsmálaráðuneytsins segir að samtökunum hafi borist kvartanir vegna fjöldahandtaka, fangelsun unglinga undir aldri með fullorðnum og ofbeldi gegn föngum en segjast ekki hafa gögn sem styðja við ásakanirnar. Hinsvegar segist Amnesty óttast að pottur sé brotinn þar sem margar kvartanir hafi borist, annars hefði ekki verið beðið um rannsókn.

Sjá næstu 50 fréttir