Fleiri fréttir

Umboðsmaður barna aðhefst ekki vegna forsíðu

Umboðsmaður barna telur ekki ástæðu til að bregðast við ábendingum doktors í fjölmiðlafræði um að forsíða auglýsingabæklings Smáralindar feli í sér klámfengnar vísanir. Fjórtán ára fyrirsæta er á forsíðunni.

Vistmenn Byrgis orðnir sakborningar

Fyrrverandi vistmenn í Byrginu hafa verið boðaðir í yfirheyrslu til Skattrannsóknarstjóra með réttarstöðu sakbornings. Svo virðist sem nýverið hafi verið skráðar á þá launagreiðslur og þeir grunaðir um að hafa ekki gefið þær upp. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðisbrot eru meðal þeirra sem boðaðir eru í yfirheyrslu.

Borgaryfirvöld buðu ungmennum annað hús

Það lá fyrir tilboð um að selja notendum Ungdomshuset á Norðurbrú annað húsnæði á Stevnsgade sem er nærri Jagtvej 69 þar sem Ungdomshuset stóð en því tilboði var ekki tekið. Þetta segir Ritt Bjerregaard borgarstjóri Kaupmannahafnar.

Nýr samstarfsvettvangur SF og LÍÚ

Landsamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ og Samtök fiskvinnslustöðva, SF stonuðu saman í dag Samtök atvinnurekenda í sjávarútvegi sem verða samstarfsvettvangur samtakanna tveggja. Í tilkynningu segir að meginhlutverk samstarfsins felist í nánara samstarfi og samþættingu verkefna er varða kynningar- og ímyndarmál sjávarútvegisns, auk umhverfismála og annarra verkefna sem varða sameiginlega hagsmuni. Þá var kjörin stjórn hinna nýju samtaka sem í sitja fimm fulltrúar, þrír frá LÍÍ og tveir frá SF. Stjórn samtakanna skipa Björgólfur Jóhannsson, Eiríkur Tómasson og Friðrik J. Arngrímsson f.h. LÍÚ og Arnar Sigurmundsson og Jóhannes Pálsson f.h. SF.

Vinna að þróun umhverfisvænna orkugjafa

Bandaríkin og Brasilía skrifuðu í dag undir samning um þróun umhverfisvænna orkugjafa. George Bush Bandaríkjaforseti sagði að ef tækist að draga úr því hversu háð ríkin eru olíu mundi það hjálpa efnahag, öryggi og umhverfi landanna. Það voru Bush og Inacio Lula da Silva forseti Brasilíu sem skrifuðu undir samninginn. Silva sagði samninginn tímamót fyrir bílaiðnaðinn, orkuframleiðslugeirann og mannkyn allt.

Hæstiréttur staðfestir DNA-rannsókn vegna kröfu Lúðvíks

Hæsturéttur hefur staðfest dóm héraðsdóms þess efnis að fram megi fara DNA-rannsókn á lífsýnum úr Lúðvík Gizurarsyni, móður hans og Hermanni Jónassyni, fyrrverandi forsætisráðherra, sem Lúðvík heldur fram að sé faðir sinn.

Hvar snjóar mest hér á land?

Á Íslandi snjóar mest í suðurhlíðum Mýrdalsjökuls, á Öræfajökli og sunnan til á Vatnajökli. Snjókomutíðni er mjög háð hæð yfir sjó og hitafari. Snjór er mun meiri og þrálátari á hálendi en láglendi.

Hélt sjálfur framhjá meðan hann barði á Clinton

Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildara bandaríkjaþings, hefur viðurkennt að hafa sjálfur haldið framhjá eiginkonu sinni, meðan hann stýrði sókninni gegn Bill Clinton, fyrir samband hans við Moniku Lewinsky. Hugsanlegt er að Gingrich verði frambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum.

Fundað með Kanadamönnum um öryggismál

Íslenskir og kanadískir embættismenn áttu í dag fund um öryggismál í Ottawa. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu var fundurinn jákvæður og verður samráðsferli haldið áfram.

Vilja snjóbyssur í Bláfjöll og Skálafell

Íþrótta- og tómstundaráð hefur samþykkt að óska eftir viðræðum við Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Orkuveitu Reykjavíkur um könnun á snjóveitu á skíðasvæðum í Bláfjöllum og Skálafelli til framleiðslu á snjó.

15 mánaða fangelsi fyrir árás með hafnaboltakylfu

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa barið annan mann ítrekað með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama og kýlt hann í hausinn þannig að hann hlaut af bæði sár og mar.

Alþjóðlegur jarðfræðigagnagrunnur í smíðum

Jarðfræðingar um víða veröld vinna nú að því að búa til heildstæðan gagnagrunn um berg um allan heim. Þetta er í fyrsta skipti sem upplýsingarnar eru settar í samhengi með þessum hætti. Verkefnið sem ber nafnið OneGeology mun svo birta gagnagrunninn á vefnum þannig að heimsbyggðin geti öll nýtt sér upplýsingarnar.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis fíkniefnabrot

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis fíkniefnabrot, þar á meðal að hafa í vörslu sinni til sölu um 100 grömm af amfetamíni.

Töluvert um umferðaróhöpp í borginni í dag

Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í borginni í dag og hefur umferð tafist á sumum stöðum vegna þessa. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að tilkynnt hefði verið um 14-15 óhöpp frá því klukkan sex í morgun en ekkert þeirra hefði verið alvarlegt.

Einn á klóið

Allir fangar vilja losna úr haldi, ekki síst ef þeir sitja í fangelsi í landi eins og El Salvador. Og menn vilja líka komast í betra samband við umheiminn. Þegar fangaverðir í Gotera fangelsinu, sem er skammt fyrir utan San Salvador, höfuðborg El Salvador, ákváðu að gera öryggisleit bæði í húsinu og á föngunum, komust þeir að því að sextán fangar höfðu gleypt farsíma. Og einn sem líklega ætlaði að flýja var með litla handsprengju innvortis.

Vegfarendur fari varlega á Norður- og Norðausturlandi

Vegagerðin beinir því til vegfarenda á Norður- og Norðausturlandi að fara sérstaklega varlega þar sem krapi sé á vegum og éljagangur um mestallt norðanvert landið. Hins vegar er greiðfært um Suðurland en Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir.

Réttað í Guantanamo-búðunum

Meintur skipuleggjandi og sá sem er talinn heilinn á bak við hriðjuverkaárásirnar á tvíburaturnana í New York verður yfirheyrður í réttarhöldum í Guantanamo-búðunum á Kúbu.

Flutningur í Mjódd kostaði nærri 60 milljónir króna

Flutningur þeirrar starfsemi sem var í Heilsuverndarstöðinni upp í Mjódd kostaði tæplega 60 milljónir króna og ríkið greiðir ríflega 6,7 milljónir króna í leigu á mánuði á húsnæðinu þar. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkvenna Samfylkingarinnar.

Ekki ég, ég er dauð

Glenda Askew var gripin slíkri skelfingu þegar hún var kvödd fyrir dómara vegna hraðaksturs, að hún ákvað að kveðja þetta líf. Breska Sky fréttastofan segir frá því að Glenda hafi sent lögreglunni bréf í nafni dóttur sinnar þar sem sagði; "Móðir mín getur ekki mætt, þar sem hún er látin. Ég er að fara í gegnum persónulega muni hennar og svara bréfum."

Makar þeirra sem hrjóta tapa tveimur árum

Þeir sem eiga maka sem hrjóta missa tvö ár af svefni þegar litið er til meðal líftíma sambanda. Í nýlegri breskri rannsókn kemur fram að meira en þriðji hver Breti er sviptur góðum nætursvefni af hrotum maka. Að meðaltali missa makarnir tveggja klukkustunda svefn á hverri nóttu. Þegar tölfræðin tekur svo mið af meðal líftíma sambanda, sem er 24 ár, safnast tímarnir saman og verða að tveimur árum.

Liðlega 80 prósent íslenskra heimila nettengd

83 prósent íslenskra heimila voru nettengd og 84 prósent heimila með tölvu samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Til samanburðar höfðu 62 prósent heimila í ESB-löndum tölvu og rétt rúmur helmingur heimila var nettengdur.

Oddeyrin fer í sína fyrstu veiðiferð

Oddeyrin EA lagði úr höfn á Akureyri á miðvikudag í sína fyrstu veiðiferð í eigu Samherja en skipið stefnir á grálúðu og karfaveiðar. Fram kemur á vef Samherja að gerðar hafi verið nauðsynlegar breytingar á skipinu frá því að það kom til landsins fyrir tæplega mánuði.

Leggur til að ráðist verði í gerð Bakkafjöruhafnar

Stýrihópur sem samgönguráðherra skipaði til að fjalla um hafnargerð í Bakkafjöru vegna Vestmannaeyjaferju leggur til að ákveðið verði að ráðast í gerð hafnarinnar og smíði nýrrar ferju þannig að höfnin verði til 2010.

Fá sex prósenta launahækkun á fyrstu mánuðum næsta árs

Samkomulag náðist í gær milli Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga í kjaradeilunni sem staðið hefur yfir síðustu mánuði. Samkomulagið þýðir að núgildandi kjarasamningur stendur til maíloka 2008 en kennarar höfðu hótað að segja honum upp um næstu áramót ef ekki semdist.

Tímamótasamningur Evrópusambandsins

Tímamótasamningur um loftslagsmál var samþykktur núna rétt fyrir hádegið af 27 leiðtogum ríkja Evrópusambandsins sem sitja loftslagsráðstefnu í Brussel.

Deilt um ágæti nýrra búfjárlaga

Landbúnaðarráðherra segir að nýr sauðfjársamningur sem hann mælti fyrir á Alþingi í gær, muni bæta hag bænda, en samningurinn felur meðal annars í sér að útflutningsskylda á lambakjöti verður lögð af í áföngum. Þingmenn Samfylkingarinnar telja að samningurinn stuðli að áframhaldandi fátækt bænda.

Óbeinar auglýsingar takmarkaðar

Framkvæmdaráð Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögu að takmörkun á óbeinum auglýsingum í sjónvarpi. Nýju reglurnar myndu banna óbeinar auglýsingar í öllu barnaefni, fréttum, dægurmálaþáttum og heimildarmyndum í sjónvarpi.

Afi gripinn

Sjö ára telpa olli nokkru uppnámi þegar hún hringdi í neyðarlínuna í bænum Burnett í Wisconsin. Sá starfsmaður neyðarlínunnar sem svaraði, skildi ekki alveg strax af hverju sú stutta hafði hringt, svo hún bara sleppti símanum. Neyðarlínan gat rakið símanúmerið og lögreglubílar voru sendar á staðinn með vælandi sírenur.

Fjórir létust í þyrluslysi á Hawaii

Fjórir létust og þrír slösuðust alvarlega þegar þyrla með ferðamönnum innanborðs fórst á flugvelli á eynni Kauai á Hawaii í gær. Flugmaðurinn var einn hinna látnu, en hann hafði yfir tíu þúsund flugtíma á þyrlunni. Slysið átti sér stað á Princeville flugvellinum eftir miðnætti í nótt að íslenskum tíma.

Stjórnarandstaðan hafnar auðlindafrumvarpi ríkisstjórnarinnar

Stjórnarandstaðan leggst gegn því, að frumvarp formanna stjórnarflokkanna um að þjóðareignarákvæði á náttúruauðlindum sé sett í stjórnarskrá, verði tekið til umræðu á Alþingi í dag. Geir H. Haarde forsætisráðherra sakar stjórnarandstöðuna hins vegar um að fíflast með alvarleg mál.

Evrópubúar í gíslingu óhultir

Fimm evrópubúar og átta eþíópíubúar sem rænt var á afskekktu svæði í Norður-Eþíópíu af uppreisnarmönnum aðskilnaðarsinna, eru óhultir og öryggir. Ismael Ali Gardo, stofnandi Afar aðskilnaðarsinnanna sagði í morgun að mönnunum væri haldið vegna landamæranna í Eritreu. Hann sagði fréttir af mönnunum hafa borist með hirðingjum nálægt byggð Eritrea í Weima.

Ísraelsher notaði mannlega skildi

Ísraelskur mannréttindahópur hefur sakað ísraelska herinn um að nota tvo unga palestínumenn sem mannlega skildi þegar þeir réðust inn á Vesturbakkann til þess að hafa hendur í hári öfgamanna. Hópurinn segist hafa vitnisburð frá þremur ungum drengjum.

Konur krefjast jafnréttis á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Fólk um allan heim hefur í dag fagnað baráttudegi kvenna og heitið því að bæta stöðu þeirra til muna. Angela Merkel, þýski kanslarinn og fyrsta konan í meira en 20 ár til þess að stýra leiðtogafundi Evrópusambandsins, krafðist í dag jafnréttis kynjanna.

Kína færist nær markaðshagkerfi

Kínverska þingið samþykkti í dag ný lög sem munu styrkja einkaeignarétt. Þetta er fyrsta lagasetningin í hinu kommúníska Kína sem að verndar rétt einstaklings til þess að eiga eignir. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta sé stórt skref frá fyrri tegund stjórnkerfis þeirra í áttina að markaðshagkerfi. Lögin munu einnig vernda landeigendur fyrir því að stjórnvöld taki lönd þeirra með landnámi.

Flúði Íran og starfar með Bandaríkjunum

Fyrrum aðstoðarvarnarmálaráðherra Írans, sem eitt sinn var yfir Byltingarhernum í Íran, hefur farið frá Íran og vinnur nú með vestrænum stjórnvöldum. Hann er að gefa þeim upplýsingar um starfsemi Hisbollah og tengsl Írans við samtökin samkvæmt því sem háttsettur bandarískur embættismaður skýrði frá í dag.

Kviknaði í út frá eldavél

Eldur kom upp í íbúð á Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur um áttaleytið í kvöld. Kviknað hafði í hlut sem skilinn var eftir á eldavél. Slökkvilið var kallað á staðinn en íbúum hafði tekist að slökkva eldinn áður en það kom á staðinn. Slökkviliðið er núna að reykræsta íbúðina. Eitthvað var um skemmdir vegna reyks en umfang þeirra er óvíst sem stendur.

Markmið um endurnýjanlega orku verða bindandi

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa sæst á að gera markmið um endurnýjanlegar orkulindir bindandi. Þetta kom fram í tilkynningu frá sæsnka forsætisráðherranum, Fredrik Reinfeldt, í kvöld. Hann sagði að þrátt fyrir það yrðu nú umræður um hvað það þýddi fyrir hvert og eitt aðildarríki sambandsins.

Vilja hermennina heim fyrir árið 2008

Leiðtogar demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa lagt til að allar bandarískar bardagasveitir verði kallaðar frá Írak fyrir árið 2008. Þeir segja að Íraksáætlanir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, hafi mistekist og að Bandaríkin verði að einbeita sér að því að ljúka verkefnum sínum í Afganistan.

Sjá næstu 50 fréttir