Fleiri fréttir Eldur á vélaverkstæði í Stapahrauni Eldur kviknaði á vélaverkstæði í Stapahrauni í Hafnarfirði um klukkan hálfsjö í kvöld. Allt tiltækt lið var kallað út vegna atviksins sem reyndist síðan ekki jafn mikið og óttast var. Eldurinn var í lítilli skemmu, í einu rými af þremur í henni. Engin hætta stafar af eldinum og ekki er óttast að hann breiðist út. Slökkviliðsmenn eru nú að fullvissa sig um að enginn eldur sé lengur í skúrnum og eru að rífa þakið af honum til þess. 7.3.2007 19:09 Ísland.is komið á netið Ferðum manna á opinberar stofnanir gæti fækkað, nú þegar íslenska vefgáttin ísland.is hefur verið opnuð. Það var forsætisráðherra sem fór fyrstur manna á slóðina. 7.3.2007 19:04 Snjóflóð á Ísafirði undanfarinn sólarhring Snjóflóð féll á varnargarðinn, við Sorpbrennslustöðina Funa á Ísafirði, á níunda tímanum í morgun. 7.3.2007 19:00 Launaleynd hugsanlega aflétt Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára. 7.3.2007 18:50 Norður-Írar ganga að kjörborðinu Þingkosningar standa nú yfir á Norður-Írlandi og hefur kjörsókn verið jöfn og þétt í allan dag. Fimm ár eru liðin frá því norðurírska þingið kom síðast saman. 7.3.2007 18:45 Aron Pálmi blandast í hneykslismál sem skekur Texas Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning. 7.3.2007 18:45 26 láta lífið í sprengjuárás í Írak Sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp á kaffihúsi í bæ norðaustur af Bagdad í dag. Samkvæmt lögreglu á staðnum létu að minnsta kosti 26 manns lífið. Sprengingin átti sér stað í bænum Balad Ruz en þar búa bæði sjía og súnní múslimar. Talið er að allt að 35 manns hafi særst í árásinni. 7.3.2007 18:30 Evrópusambandið og Rússland ræða kjöt Sérfræðingar Evrópusambandsins í matvælamálum ferðast til Rússlands í næstu viku til þess að eiga viðræður við Rússa til þess að koma í veg fyrir hugsanlegt bann á innflutning á kjöti frá Evrópusambandinu. Rússneska matvælastofnunin sendi Evrópuráðinu beiðni um að það gerði hreint fyrir sínum dyrum varðandi leifar af bönnuðum og hættulegum efnum í dýrakjöti og fæði frá Evrópusambandinu. 7.3.2007 18:15 Lilja Viðarsdóttir sendiherra látin Lilja Viðarsdóttir sendiherra og aðstoðarframkvæmdastjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) andaðist á Landspítala – háskólasjúkrahúsi fyrr í dag, 49 ára að aldri, eftir stutta sjúkrahúslegu. 7.3.2007 17:43 Athugasemdum við Kompásumfjöllun svarað Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi nýverið ritstjórn fréttaskýringaþáttarins Kompás bréf þar sem gerðar voru athugasemdir við umfjöllun Kristins Hrafnssonar fréttamanns, í þættinum um trúarlíf Íslendinga. Ritstórn þáttarins sendi biskupi í dag greinagerð frá Kristni þar sem öllum athugasemdum biskups er svarað. 7.3.2007 17:31 Leeson farinn að fjárfesta á ný Fjárglæframaðurinn Nick Leeson, sem setti breska Barings bankann á hausinn fyrir nokkrum árum, er byrjaður að fjárfesta á ný. Í þetta sinn notar hann þó bara eigin peninga. 7.3.2007 17:29 Byssumenn handteknir í miðborg Reykjavíkur Farið er að bera á því að menn séu með skotvopn á sér í miðborg Reykjavíkur um helgar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýlega handtekið menn með skotvopn á sér í miðborginni. Skotárás hefur enn ekki átt sér stað í næturlífi Reykjavíkur, en með þessu áframhaldi kemur að því fyrr eða síðar að mati lögreglu. Sagt er frá þessari uggvænlegu þróun í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. 7.3.2007 17:15 Auðlindaákvæði skapi ekki óvissu í sjávarútvegi Bæjarráð Vestmannaeyja hefur sent frá sér ályktun vegna umræðna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem það minnir á mikilvægi þess að ekki verði gerðar breytingar á stjórnarskránni sem skapi ósvissu um stöðu sjávarútvegs. 7.3.2007 17:00 Sakfelldur fyrir að nefbrjóta tvo menn Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í hálfs árs fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna, fyrir að nefbrjóta tvo menn í Skíðaskálanum í Hveradölum í apríl í fyrra. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim samtals yfir hálfa milljón króna í miskabætur. 7.3.2007 16:46 Loksins fá Indíánarnir að vinna Navajo Indíánar hafa reynst svo vel við að hafa upp á eiturlyfjasmyglurum sem reyna að komast til Bandaríkjanna frá Mexíkó, að ákveðið hefur verið að stofna fleiri slíkar sveitir. Indíánar voru fyrr á öldum frægir sporrekjendur og þa 7.3.2007 16:38 Sturla lætur rannsaka jarðgangarannsóknir Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra hefur ákveðið að verða við óskum Eyjamanna um að fá óháða aðila til að fara ofan í þær rannsóknir sem liggja fyrir, leggja mat á þær og kostnað við hugsanleg jarðgöng. 7.3.2007 16:31 Eins og hálfs árs dómur fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins og hálfs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn konu með því að hafa haft samræði við hana gegn hennar vilja en konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar ogs svefndrunga. 7.3.2007 16:25 „Mínir einkastaðir“ á alla leikskóla Reykjavíkur Samtökin Blátt áfram hafa gefið öllum leikskólum í Reykjavík bókina “Þetta eru mínir einkastaðir. “ Bókin er ætluð til forvarnar gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og er ætluð til lestrar með börnunum. Sigríður Björnsdóttir fulltrúi samtakanna afhenti Leikskólaráði eintak af bókinni í dag. 7.3.2007 15:54 Skylt verði að stuðla að jafnrétti í nefndum og stjórnum hins opinbera Lagt til að í allar nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga verði skylt að tilnefna karl og konu þannig að hlutfall hvors kyns verði ekki minna en 40 prósent samkvæmt nýju frumvarpi að breytingum á Jafnréttislögum. 7.3.2007 15:49 Kínverjar hjálpa netfíklum Kínversk yfirvöld hafa gripið til aðgerða til þess að venja fólk af því að hanga tímunum saman á netinu. Danska Extra blaðið segir að meðferðin felist meðal annars í að gefa fólkinu raflost, dáleiða það og dæla í það róandi lyfjum. 7.3.2007 15:46 Eiginkona árasarmannsins eigandi Lauffells Maðurinn sem gekk í skrokk á pólskum verkamanni um helgina er ekki eigandi Lauffells ehf. eins og fram hefur komið í fréttum. Það er eiginkona árásarmannsins sem er eigandi fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að árásarmaðurinn hafi starfað sem verkstjóri hjá fyrirtækinu en látið af störfum í síðasta mánuði og sé á engan hátt tengdur því né starfsemi þess. Undir yfirlýsinguna skrifar Rúnar Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri. 7.3.2007 15:26 Alexandra er ófrísk -Se og Hör Alexandra greifynja, fyrrverandi eiginkona Jóakims prins, af Danmörku, á von á barni að sögn danska blaðsins Se og Hör. Vikublaðið segist hafa heimildir fyrir þessu frá meðlimum konungsfjölskyldunnar sem búa í Austurríki. Blaðið bendir einnig á að barmur Alexöndru hafi verið óvenju hvelfdur í brúðkaupi hennar um síðustu helgi. 7.3.2007 15:21 Varnagarður bjargaði sorpbrennslunni Þrjú snjóflóð hafa fallið í Skutulsfirði það sem af er degi, að því er segir á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Flóðin féllu öll á Kirkjubólshlíð; tvö fyrir innan flugvöllinn, fyrir utan bæinn Höfða í Engidal og eitt á varnargarðinn fyrir ofan sorpbrennsluna Funa. Varnargarðurinn bjargaði sorpbrennslunni frá miklum skemmdum, en flóðið féll að mestu á garðinn. 7.3.2007 15:16 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir barnanauðgun Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann á áttræðisaldri í 15 mánaða fangelsi, vegna kynferðisbrota. Maðurinn misnotaði 10 ára sonardóttur sína ítrekað. 12 mánuðir af refisingunni eru skilorðsbundnir. 7.3.2007 15:13 Fæðisgjald lækkar um 300 krónur á leikskólum Fæðisgjald á leikskólum borgarinnar lækkar um þrjú hundruð krónur á mánuði frá og með 1. apríl næstkomandi samkvæmt ákvörðun leikskólaráðs í dag. 7.3.2007 15:07 Áfengisneysla jókst um helming á áratug Áfengisneysla landsmanna hefur vaxið um 50 prósent á síðustu tíu árum. Áfengi veldur töluverðum skaða í samfélaginu og hefur alþjóða heilbrigðismálastofnunin áætlað að yfir níu prósent af snemmbærri fötlun/dauða megi rekja beint til áfengis. 7.3.2007 15:03 Gyðingum sagt að flýja Egyptaland og Jórdaníu Ríkisstjórn Ísraels hefur hvatt alla Gyðinga sem eru í Egyptalandi og Jórdaníu til þess að forða sér þaðan þegar í stað. Þetta eru einu arabaríkin sem Ísrael hefur stjórnmálasamband við. Aðvörunin kom frá öryggismálaskrifstofu Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, en ekki var gefin á henni nein skýring. 7.3.2007 14:41 Búðarferðin leiðinlega Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði síðdegis í gær að fimm ára dreng sem hvarf úr bíl móður sinnar á meðan hún verslaði í kvöldmatinn. Piltinum leiddist búðarrápið, eins og gjarnan er með karlmenn, og átti að bíða í bílnum á meðan. Þegar móðir hans kom aftur var hann horfinn. 7.3.2007 14:34 Þjófar á ferð á höfuðborgarsvæðinu Nokkuð var um þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu í gær. Brotist var inn í bíl í miðborg Reykjavíkur og teknar úr honum tvær ferðatöskur. Tölvuskjám var stolið í Hafnarfirði, einum úr heimahúsi og öðrum úr grunnskóla í bæjarfélaginu. Þá var kerra tekin frá bensínstöð í Grafarvogi og dekkjum stolið úr geymslu í austurborginni. 7.3.2007 14:15 Siðmennt óskar svara vegna Vinaleiðar Þjóðkirkjunnar Menntamálaráðherra hefur ekki svarað bréfi Siðmenntar frá 3. október síðastliðnum þar sem óskað er eftir afstöðu ráðherra til Vinaleiðar Þjóðkirkjunnar. Siðmennt telur víst að um trúboð sé að ræða, en í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að ráðherra telur svo ekki vera. Félagið harmar þessa afstöðu og telur víst að ráðherra hafi ekki skoðað öll rök í málinu. 7.3.2007 14:08 Alparjúpur eru allt of stressaðar Villtu dýralífi í Ölpunum stafar hætta af vetraríþróttum sem þar eru stundaðar í stórum stíl. Vísindamenn hafa komist að þeirri niðustöðu að svartar rjúpur sem eiga heimkynni sín í Ölpunum hafi mælst með óvenju hátt hlutfall streituhormóns í blóði sínu. Þá hefur breytt loftslag einnig áhrif á rjúpurnar. 7.3.2007 14:00 Demókratar fagna dómnum Þingmenn demókrata fagna dómnum yfir Lewis Libby, fyrrverandi starfsmannastjóra Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, sem kveðinn var upp í gær. George Bush forseti hefur samúð með Libby og fjölskyldu hans. 7.3.2007 13:45 Enginn treystir feðrunum Þótt hinir mjúku feður dagsins í dag séu farnir að taka meiri þátt í heimilisstörfunum, virðist sem enginn treysti þeim til þess að stjórna heimili. Ekki þeir sjálfir og hvað þá eiginkonurnar. Þannig er þetta allavega í Danmörku, samkvæmt nýrri könnun sem metroXpress lét gera. 7.3.2007 13:30 Slippurinn flyst á Grundartanga Slippurinn í Reykjavík, eitt elsta fyrirtæki borgarinnar, flyst innan tíðar á Grundartanga, og verður þá enginn slippur eftir í Reykjavík. Stjórn Faxaflóahafna gaf í gær Stálsmiðjunni, sem rekur Slippinn, vilyrði fyrir stórri lóð þar, bæði undir skemmu og dráttarbraut. Lóðin er vestan við Járnblendiverksmiðjuna, en nær þjóðveginum. 7.3.2007 13:15 Handtóku átján manns í Ramallah Ísraelskar hersveitir umkringdu höfuðstöðvar palestínsku leyniþjónustunnar í Ramallah á Vesturbakkanum í morgun og handtóku þar átján manns Mennirnir eru sagðir tilheyra al-Aqsa-herdeildum, sem eru hluti af Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas forseta. 7.3.2007 13:15 Fréttir um bankasameiningu eru orðrómur Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að hvorki hann né stjórn bankans hafi tekið þátt í meintum sameiningaviðræðum Kaupþings og Glitnis. Hann segir slíkar fréttir einungis orðróm og að aðrir verði að svara fyrir það en hann. 7.3.2007 13:00 Ótrúlega margir björguðust 22 fórust þegar farþegaþota fórst skömmu eftir lendingu í borginni Yogyakarta í Indónesíu í morgun. Furðu sætir hins vegar að 112 farþegar hafi sloppið lifandi úr slysinu því flugvélin gjöreyðilagðist. 7.3.2007 13:00 Fjandsamlegt andrúmsloft og sundrung vegna virkjana Áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafa skapað fjandsamlegt andrúmsloft og vakið sundrung meðal íbúa á svæðinu, segir meðal annars í athugasemd sóknarprestsins í Stóra-Núps prestakalli, til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 7.3.2007 12:17 Rændur og barinn í Flórída Íslenskur maður á fertugsaldri var barinn illa í viðskiptaferð á Flórída í fyrrakvöld. Maðurinn var að keyra vin sinn heim í Orlando upp úr miðnætti og villtist af leið þegar fjórir menn réðust á hann, drógu hann út úr bílnum og spörkuðu í hann án afláts. Þeir hurfu á brott eftir að ná af honum peningaveski með kreditkortum og 80 þúsund íslenskum krónum í bandaríkjadölum. 7.3.2007 11:59 Umhyggja fékk milljón fyrir mark Eiðs Allt að fjórar fjölskyldur langveikra barna njóta góðs af markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Barcelona í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær. Forsvarsmenn Umhyggju sátu spenntir yfir leiknum. 7.3.2007 11:56 Hvað orsakar offitu barna? Að minnsta kosti eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum er of feitt og tala þeirra sem berjast við offitu fer stöðugt vaxandi. Á síðustu tveimur áratugum hefur of feitum börnum fjölgað um helming og tala þeirra sem eru mjög feit hefur tvöfaldast. Hlutfall of þungra barna hér á Íslandi er aðeins lægra en hefur þó farið vaxandi undanfarin ár. Nýleg könnun leiddi í ljós að íslensk börn eru meðal þeirra þyngstu í Evrópu. 7.3.2007 11:37 Vildi hætta viðskiptum við Nordica Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis og fyrrverandi yfirmaður matvörusviðs Baugs, sagðist í héraðsdómi í dag hafa viljað hætta viðskiptum við Nordica árið 2002. Hann var ósáttur við að Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hefði þrýst á innkaupaaðila að eiga viðskipti við tiltekna aðila, eins og Nordica, þrátt fyrir að vörur frá fyrirtækinu seldust ekki vel. 7.3.2007 11:19 Ungdomshuset á bak og burt Ungdomshuset er á bak og burt. Við heimilisfangið Jagtvej 69 er nú ekkert annað en steypubrot á húsgrunni en framhlið hússins var það síðasta sem rifið var niður snemma í morgun. Talsmaður Kaupmannahafnarlögreglunnar segir að þó ekkert sé eftir af húsinu muni lögregla enn vakta svæðið næstu sólarhringa. 7.3.2007 10:57 Bandaríkin segja ástandið í Darfur alvarlegasta mannréttinbrot ársins 2006 Bandaríkjastjórn gaf í dag út árlega mannréttindaskýrslu sína. Í henni kom fram að ástandið í Darfur væri mesta brot á mannréttindum á síðasta ári. Bandaríkin skilgreina ástandið þar sem þjóðarmorð. 6.3.2007 23:15 Flugvelli í Venesúela lokað vegna sprengjuhótunar Yfirvöld í Venesúela lokuðu í kvöld flugvelli á ferðamannaeyjunni Margarita vegna hótunnar um að sprengja væri um borð í flugvél sem var á leið þangað. Rúmlega 100 farþegar voru um borð í vélinni sem var að koma frá Hollandi. Vélin lenti heilu og höldnu á flugvellinum og farþegarnir komust allir heilir á húfi frá borði. Lögregla er nú að leita að sprengju um borð. 6.3.2007 22:45 Sjá næstu 50 fréttir
Eldur á vélaverkstæði í Stapahrauni Eldur kviknaði á vélaverkstæði í Stapahrauni í Hafnarfirði um klukkan hálfsjö í kvöld. Allt tiltækt lið var kallað út vegna atviksins sem reyndist síðan ekki jafn mikið og óttast var. Eldurinn var í lítilli skemmu, í einu rými af þremur í henni. Engin hætta stafar af eldinum og ekki er óttast að hann breiðist út. Slökkviliðsmenn eru nú að fullvissa sig um að enginn eldur sé lengur í skúrnum og eru að rífa þakið af honum til þess. 7.3.2007 19:09
Ísland.is komið á netið Ferðum manna á opinberar stofnanir gæti fækkað, nú þegar íslenska vefgáttin ísland.is hefur verið opnuð. Það var forsætisráðherra sem fór fyrstur manna á slóðina. 7.3.2007 19:04
Snjóflóð á Ísafirði undanfarinn sólarhring Snjóflóð féll á varnargarðinn, við Sorpbrennslustöðina Funa á Ísafirði, á níunda tímanum í morgun. 7.3.2007 19:00
Launaleynd hugsanlega aflétt Launaleynd verður aflétt og fyrirtæki verða sektuð fyrir brot á jafnréttislögum ef frumvarp, sem þverpólitísk nefnd hefur samið, nær fram að ganga. Guðrún Erlendsdóttir, formaður nefndarinnar, vonast til að launajafnrétti verði náð innan tíu ára. 7.3.2007 18:50
Norður-Írar ganga að kjörborðinu Þingkosningar standa nú yfir á Norður-Írlandi og hefur kjörsókn verið jöfn og þétt í allan dag. Fimm ár eru liðin frá því norðurírska þingið kom síðast saman. 7.3.2007 18:45
Aron Pálmi blandast í hneykslismál sem skekur Texas Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning. 7.3.2007 18:45
26 láta lífið í sprengjuárás í Írak Sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp á kaffihúsi í bæ norðaustur af Bagdad í dag. Samkvæmt lögreglu á staðnum létu að minnsta kosti 26 manns lífið. Sprengingin átti sér stað í bænum Balad Ruz en þar búa bæði sjía og súnní múslimar. Talið er að allt að 35 manns hafi særst í árásinni. 7.3.2007 18:30
Evrópusambandið og Rússland ræða kjöt Sérfræðingar Evrópusambandsins í matvælamálum ferðast til Rússlands í næstu viku til þess að eiga viðræður við Rússa til þess að koma í veg fyrir hugsanlegt bann á innflutning á kjöti frá Evrópusambandinu. Rússneska matvælastofnunin sendi Evrópuráðinu beiðni um að það gerði hreint fyrir sínum dyrum varðandi leifar af bönnuðum og hættulegum efnum í dýrakjöti og fæði frá Evrópusambandinu. 7.3.2007 18:15
Lilja Viðarsdóttir sendiherra látin Lilja Viðarsdóttir sendiherra og aðstoðarframkvæmdastjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) andaðist á Landspítala – háskólasjúkrahúsi fyrr í dag, 49 ára að aldri, eftir stutta sjúkrahúslegu. 7.3.2007 17:43
Athugasemdum við Kompásumfjöllun svarað Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi nýverið ritstjórn fréttaskýringaþáttarins Kompás bréf þar sem gerðar voru athugasemdir við umfjöllun Kristins Hrafnssonar fréttamanns, í þættinum um trúarlíf Íslendinga. Ritstórn þáttarins sendi biskupi í dag greinagerð frá Kristni þar sem öllum athugasemdum biskups er svarað. 7.3.2007 17:31
Leeson farinn að fjárfesta á ný Fjárglæframaðurinn Nick Leeson, sem setti breska Barings bankann á hausinn fyrir nokkrum árum, er byrjaður að fjárfesta á ný. Í þetta sinn notar hann þó bara eigin peninga. 7.3.2007 17:29
Byssumenn handteknir í miðborg Reykjavíkur Farið er að bera á því að menn séu með skotvopn á sér í miðborg Reykjavíkur um helgar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nýlega handtekið menn með skotvopn á sér í miðborginni. Skotárás hefur enn ekki átt sér stað í næturlífi Reykjavíkur, en með þessu áframhaldi kemur að því fyrr eða síðar að mati lögreglu. Sagt er frá þessari uggvænlegu þróun í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. 7.3.2007 17:15
Auðlindaákvæði skapi ekki óvissu í sjávarútvegi Bæjarráð Vestmannaeyja hefur sent frá sér ályktun vegna umræðna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem það minnir á mikilvægi þess að ekki verði gerðar breytingar á stjórnarskránni sem skapi ósvissu um stöðu sjávarútvegs. 7.3.2007 17:00
Sakfelldur fyrir að nefbrjóta tvo menn Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í hálfs árs fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna, fyrir að nefbrjóta tvo menn í Skíðaskálanum í Hveradölum í apríl í fyrra. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim samtals yfir hálfa milljón króna í miskabætur. 7.3.2007 16:46
Loksins fá Indíánarnir að vinna Navajo Indíánar hafa reynst svo vel við að hafa upp á eiturlyfjasmyglurum sem reyna að komast til Bandaríkjanna frá Mexíkó, að ákveðið hefur verið að stofna fleiri slíkar sveitir. Indíánar voru fyrr á öldum frægir sporrekjendur og þa 7.3.2007 16:38
Sturla lætur rannsaka jarðgangarannsóknir Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra hefur ákveðið að verða við óskum Eyjamanna um að fá óháða aðila til að fara ofan í þær rannsóknir sem liggja fyrir, leggja mat á þær og kostnað við hugsanleg jarðgöng. 7.3.2007 16:31
Eins og hálfs árs dómur fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins og hálfs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn konu með því að hafa haft samræði við hana gegn hennar vilja en konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar ogs svefndrunga. 7.3.2007 16:25
„Mínir einkastaðir“ á alla leikskóla Reykjavíkur Samtökin Blátt áfram hafa gefið öllum leikskólum í Reykjavík bókina “Þetta eru mínir einkastaðir. “ Bókin er ætluð til forvarnar gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og er ætluð til lestrar með börnunum. Sigríður Björnsdóttir fulltrúi samtakanna afhenti Leikskólaráði eintak af bókinni í dag. 7.3.2007 15:54
Skylt verði að stuðla að jafnrétti í nefndum og stjórnum hins opinbera Lagt til að í allar nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga verði skylt að tilnefna karl og konu þannig að hlutfall hvors kyns verði ekki minna en 40 prósent samkvæmt nýju frumvarpi að breytingum á Jafnréttislögum. 7.3.2007 15:49
Kínverjar hjálpa netfíklum Kínversk yfirvöld hafa gripið til aðgerða til þess að venja fólk af því að hanga tímunum saman á netinu. Danska Extra blaðið segir að meðferðin felist meðal annars í að gefa fólkinu raflost, dáleiða það og dæla í það róandi lyfjum. 7.3.2007 15:46
Eiginkona árasarmannsins eigandi Lauffells Maðurinn sem gekk í skrokk á pólskum verkamanni um helgina er ekki eigandi Lauffells ehf. eins og fram hefur komið í fréttum. Það er eiginkona árásarmannsins sem er eigandi fyrirtækisins. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að árásarmaðurinn hafi starfað sem verkstjóri hjá fyrirtækinu en látið af störfum í síðasta mánuði og sé á engan hátt tengdur því né starfsemi þess. Undir yfirlýsinguna skrifar Rúnar Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri. 7.3.2007 15:26
Alexandra er ófrísk -Se og Hör Alexandra greifynja, fyrrverandi eiginkona Jóakims prins, af Danmörku, á von á barni að sögn danska blaðsins Se og Hör. Vikublaðið segist hafa heimildir fyrir þessu frá meðlimum konungsfjölskyldunnar sem búa í Austurríki. Blaðið bendir einnig á að barmur Alexöndru hafi verið óvenju hvelfdur í brúðkaupi hennar um síðustu helgi. 7.3.2007 15:21
Varnagarður bjargaði sorpbrennslunni Þrjú snjóflóð hafa fallið í Skutulsfirði það sem af er degi, að því er segir á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Flóðin féllu öll á Kirkjubólshlíð; tvö fyrir innan flugvöllinn, fyrir utan bæinn Höfða í Engidal og eitt á varnargarðinn fyrir ofan sorpbrennsluna Funa. Varnargarðurinn bjargaði sorpbrennslunni frá miklum skemmdum, en flóðið féll að mestu á garðinn. 7.3.2007 15:16
15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir barnanauðgun Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann á áttræðisaldri í 15 mánaða fangelsi, vegna kynferðisbrota. Maðurinn misnotaði 10 ára sonardóttur sína ítrekað. 12 mánuðir af refisingunni eru skilorðsbundnir. 7.3.2007 15:13
Fæðisgjald lækkar um 300 krónur á leikskólum Fæðisgjald á leikskólum borgarinnar lækkar um þrjú hundruð krónur á mánuði frá og með 1. apríl næstkomandi samkvæmt ákvörðun leikskólaráðs í dag. 7.3.2007 15:07
Áfengisneysla jókst um helming á áratug Áfengisneysla landsmanna hefur vaxið um 50 prósent á síðustu tíu árum. Áfengi veldur töluverðum skaða í samfélaginu og hefur alþjóða heilbrigðismálastofnunin áætlað að yfir níu prósent af snemmbærri fötlun/dauða megi rekja beint til áfengis. 7.3.2007 15:03
Gyðingum sagt að flýja Egyptaland og Jórdaníu Ríkisstjórn Ísraels hefur hvatt alla Gyðinga sem eru í Egyptalandi og Jórdaníu til þess að forða sér þaðan þegar í stað. Þetta eru einu arabaríkin sem Ísrael hefur stjórnmálasamband við. Aðvörunin kom frá öryggismálaskrifstofu Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, en ekki var gefin á henni nein skýring. 7.3.2007 14:41
Búðarferðin leiðinlega Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði síðdegis í gær að fimm ára dreng sem hvarf úr bíl móður sinnar á meðan hún verslaði í kvöldmatinn. Piltinum leiddist búðarrápið, eins og gjarnan er með karlmenn, og átti að bíða í bílnum á meðan. Þegar móðir hans kom aftur var hann horfinn. 7.3.2007 14:34
Þjófar á ferð á höfuðborgarsvæðinu Nokkuð var um þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu í gær. Brotist var inn í bíl í miðborg Reykjavíkur og teknar úr honum tvær ferðatöskur. Tölvuskjám var stolið í Hafnarfirði, einum úr heimahúsi og öðrum úr grunnskóla í bæjarfélaginu. Þá var kerra tekin frá bensínstöð í Grafarvogi og dekkjum stolið úr geymslu í austurborginni. 7.3.2007 14:15
Siðmennt óskar svara vegna Vinaleiðar Þjóðkirkjunnar Menntamálaráðherra hefur ekki svarað bréfi Siðmenntar frá 3. október síðastliðnum þar sem óskað er eftir afstöðu ráðherra til Vinaleiðar Þjóðkirkjunnar. Siðmennt telur víst að um trúboð sé að ræða, en í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að ráðherra telur svo ekki vera. Félagið harmar þessa afstöðu og telur víst að ráðherra hafi ekki skoðað öll rök í málinu. 7.3.2007 14:08
Alparjúpur eru allt of stressaðar Villtu dýralífi í Ölpunum stafar hætta af vetraríþróttum sem þar eru stundaðar í stórum stíl. Vísindamenn hafa komist að þeirri niðustöðu að svartar rjúpur sem eiga heimkynni sín í Ölpunum hafi mælst með óvenju hátt hlutfall streituhormóns í blóði sínu. Þá hefur breytt loftslag einnig áhrif á rjúpurnar. 7.3.2007 14:00
Demókratar fagna dómnum Þingmenn demókrata fagna dómnum yfir Lewis Libby, fyrrverandi starfsmannastjóra Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, sem kveðinn var upp í gær. George Bush forseti hefur samúð með Libby og fjölskyldu hans. 7.3.2007 13:45
Enginn treystir feðrunum Þótt hinir mjúku feður dagsins í dag séu farnir að taka meiri þátt í heimilisstörfunum, virðist sem enginn treysti þeim til þess að stjórna heimili. Ekki þeir sjálfir og hvað þá eiginkonurnar. Þannig er þetta allavega í Danmörku, samkvæmt nýrri könnun sem metroXpress lét gera. 7.3.2007 13:30
Slippurinn flyst á Grundartanga Slippurinn í Reykjavík, eitt elsta fyrirtæki borgarinnar, flyst innan tíðar á Grundartanga, og verður þá enginn slippur eftir í Reykjavík. Stjórn Faxaflóahafna gaf í gær Stálsmiðjunni, sem rekur Slippinn, vilyrði fyrir stórri lóð þar, bæði undir skemmu og dráttarbraut. Lóðin er vestan við Járnblendiverksmiðjuna, en nær þjóðveginum. 7.3.2007 13:15
Handtóku átján manns í Ramallah Ísraelskar hersveitir umkringdu höfuðstöðvar palestínsku leyniþjónustunnar í Ramallah á Vesturbakkanum í morgun og handtóku þar átján manns Mennirnir eru sagðir tilheyra al-Aqsa-herdeildum, sem eru hluti af Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas forseta. 7.3.2007 13:15
Fréttir um bankasameiningu eru orðrómur Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að hvorki hann né stjórn bankans hafi tekið þátt í meintum sameiningaviðræðum Kaupþings og Glitnis. Hann segir slíkar fréttir einungis orðróm og að aðrir verði að svara fyrir það en hann. 7.3.2007 13:00
Ótrúlega margir björguðust 22 fórust þegar farþegaþota fórst skömmu eftir lendingu í borginni Yogyakarta í Indónesíu í morgun. Furðu sætir hins vegar að 112 farþegar hafi sloppið lifandi úr slysinu því flugvélin gjöreyðilagðist. 7.3.2007 13:00
Fjandsamlegt andrúmsloft og sundrung vegna virkjana Áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsár hafa skapað fjandsamlegt andrúmsloft og vakið sundrung meðal íbúa á svæðinu, segir meðal annars í athugasemd sóknarprestsins í Stóra-Núps prestakalli, til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 7.3.2007 12:17
Rændur og barinn í Flórída Íslenskur maður á fertugsaldri var barinn illa í viðskiptaferð á Flórída í fyrrakvöld. Maðurinn var að keyra vin sinn heim í Orlando upp úr miðnætti og villtist af leið þegar fjórir menn réðust á hann, drógu hann út úr bílnum og spörkuðu í hann án afláts. Þeir hurfu á brott eftir að ná af honum peningaveski með kreditkortum og 80 þúsund íslenskum krónum í bandaríkjadölum. 7.3.2007 11:59
Umhyggja fékk milljón fyrir mark Eiðs Allt að fjórar fjölskyldur langveikra barna njóta góðs af markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Barcelona í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær. Forsvarsmenn Umhyggju sátu spenntir yfir leiknum. 7.3.2007 11:56
Hvað orsakar offitu barna? Að minnsta kosti eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum er of feitt og tala þeirra sem berjast við offitu fer stöðugt vaxandi. Á síðustu tveimur áratugum hefur of feitum börnum fjölgað um helming og tala þeirra sem eru mjög feit hefur tvöfaldast. Hlutfall of þungra barna hér á Íslandi er aðeins lægra en hefur þó farið vaxandi undanfarin ár. Nýleg könnun leiddi í ljós að íslensk börn eru meðal þeirra þyngstu í Evrópu. 7.3.2007 11:37
Vildi hætta viðskiptum við Nordica Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis og fyrrverandi yfirmaður matvörusviðs Baugs, sagðist í héraðsdómi í dag hafa viljað hætta viðskiptum við Nordica árið 2002. Hann var ósáttur við að Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hefði þrýst á innkaupaaðila að eiga viðskipti við tiltekna aðila, eins og Nordica, þrátt fyrir að vörur frá fyrirtækinu seldust ekki vel. 7.3.2007 11:19
Ungdomshuset á bak og burt Ungdomshuset er á bak og burt. Við heimilisfangið Jagtvej 69 er nú ekkert annað en steypubrot á húsgrunni en framhlið hússins var það síðasta sem rifið var niður snemma í morgun. Talsmaður Kaupmannahafnarlögreglunnar segir að þó ekkert sé eftir af húsinu muni lögregla enn vakta svæðið næstu sólarhringa. 7.3.2007 10:57
Bandaríkin segja ástandið í Darfur alvarlegasta mannréttinbrot ársins 2006 Bandaríkjastjórn gaf í dag út árlega mannréttindaskýrslu sína. Í henni kom fram að ástandið í Darfur væri mesta brot á mannréttindum á síðasta ári. Bandaríkin skilgreina ástandið þar sem þjóðarmorð. 6.3.2007 23:15
Flugvelli í Venesúela lokað vegna sprengjuhótunar Yfirvöld í Venesúela lokuðu í kvöld flugvelli á ferðamannaeyjunni Margarita vegna hótunnar um að sprengja væri um borð í flugvél sem var á leið þangað. Rúmlega 100 farþegar voru um borð í vélinni sem var að koma frá Hollandi. Vélin lenti heilu og höldnu á flugvellinum og farþegarnir komust allir heilir á húfi frá borði. Lögregla er nú að leita að sprengju um borð. 6.3.2007 22:45