Fleiri fréttir

Kostnaður óljós við tafir á byggingu nýrrar sundlaugar í Mosfellsbæ

Ekki er vitað hvaða tafir og tæknilegir örðugleikar við byggingu nýrrar sundlaugar í Mosfellsbæ munu kosta, segir forseti bæjarstjórnar. Hann segir þó að ekkert muni koma í veg fyrir að sundlaugin verði opnuð á sumardaginn fyrsta, en til stóð að taka hana í notkun í október síðastliðnum.

Seðlabankinn hefur brugðist

Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning, segir Guðmundur Ólafsson lektor við Háskóla Íslands, og telur bankana ekkert muna um að bæta vaxtakjör til almennings.

Tvíburar skýring DNA gátu

Lögreglan í Shuangcheng borg í Kína var ráðþrota þegar DNA sýni leiddi í ljós að einn og sami maðurinn hafði framið glæp á tveimur stöðum á sama tíma. Rannsóknarlögreglumenn fengu tvær tilkynningar um innbrot og nauðgun frá mismunandi stöðum.

Fer fram á barnaklámrannsókn ráðstefnugesta

Borgarstjóri hefur óskað eftir að lögregla rannsaki hvort þátttakendur á klámráðstefnu kunni að vera framleiðendur barnakláms, eða annars ólögmæts klámefnis. Í yfirlýsingu segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að rannsóknin yrði til að upplýsa um ólögmæta starfsemi og gæti orðið til að koma í veg fyrir dvöl meintra kynferðisbrotamanna hér á landi.

Yfirheyrslur yfir Tryggva halda áfram á mánudag

Yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, verður fram haldið á mánudaginn. Tryggvi sat í dómssal í allan dag og svaraði spurningum um meint bókhaldsbrot.

Neytendasamtökin skoða næstu skref

Neytendasamtökin telja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigurðar Hreinssonar í dag afar mikilvæga. Samtökin tóku að sér mál Sigurðar og var það hugsað sem prófmál fyrir fleiri neytendur sem þangað höfðu leitað. Samtökin skoða nú næstu skref.

Tilfærslur hjá lögreglunni

Jónmundur Kjartansson yfirlögregluþjónn flyst frá embætti ríkislögreglustjóra til starfa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hinn 1. mars næstkomandi. Þar mun hann sinna innri endurskoðun embættisins.

Skýjaborgir veita engum atvinnu

Eitt mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnamálamanna á næstu árum er að finna leiðir til að sætta náttúruverndar- og nýtingarsjónarmið. Þetta sagði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra á aðalfundi Félags íslenskra stórkaupmanna í dag. Valgerður sagði slíkt hins vegar ekki mega vera á forsendum höfuðborgarsvæðisins.

Rússar boða friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna

Utanríkisráðherra Rússlands segir líklegt að Ísraelar og Palestínumenn fallist á að hefja friðarviðræður á nýjan leik, þegar leiðtogar landanna hittast hinn nítjánda þessa mánaðar. Sergei Lavrov, sagði á fundi með fréttamönnum að hann búist við því að leiðtogarnir samþykki að hefja viðræður um rammasamkomulag um endanlega lausn á deilum sínum.

Kröfur beinast fyrst og fremst að atvinnulífinu

Ný stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum getur að mati Samtaka atvinnulífsins haft mikil áhrif á efnahag landsins. Samtökin segja kröfur ríkisstjórnarinnar beinast fyrst og fremst að atvinnulífinu.

Fært aftur um Hrafnseyrarheiði

Fært er orðið um Hrafnseyrarheiði en hún var lokuð um tíma vegna snjóflóð sem þar féll. Greiðfært er um allt Suður- og Vesturland en þó er hálka sumstaðar á Snæfellsnesi.

Sumarbústaður fuðraði upp

Slökkviliðið er að ljúka slökkvistarfi við sumarbústað við Úlfarsfell sem brann til kaldra kola. Vegfarandi tilkynnti um eld í bústaðnum um eitt leytið og var bústaðurinn alelda þegar slökkvilið kom á svæðið.

Seldi 10 ára dóttur sína

Pakistanskur maður seldi tíu ára gamla dóttur sína fyrir 350.000 krónur til þess að borga augnaðgerð fyrir sjálfan sig. Talsmaður lögregelunnar í þorpinu þar sem þetta gerðist segir að faðirinn hafi lofað að afhenda öðrum þorpsbúa dóttur sína þegar hún næði kynþroskaaldri.

Ker þarf að greiða bætur vegna olíusamráðs

Ker, sem áður átti Esso, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmt til að greiða Sigurði Hreinssyni, húsasmiði frá Húsavík, 15.000 krónur í bætur með vöxtum. Sigurður krafði félagið um bætur vegna bensíns sem hann keypti á því tímabili sem meint samráð olíufélaganna stóð yfir.

Alelda sumarbústaður við Úlfarsfell

Slökkvilið berst nú við eld í sumarbústað undir Úlfarsfelli við Vesturlandsveg. Bústaðurinn er alelda. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið inni í bústaðnum.

Óttast þjóðarmorð

Að mati Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna er hætta á að ófriður í Afríkuríkinu Tsjad geti orðið að þjóðarmorði af svipaðri stærðargráðu og í Rúanda 1994 verði ekkert að gert.

Miklu fleiri vilja en fá

Ríflega 2700 umsóknir bárust um leyfi til hreindýaveiða áður en umsóknarfrestur rann út á miðnætti. Ljóst er að ekki geta allir veitt sem vilja því hreindýrakvótinn í ár er tæplega 1140 dýr.

Sonur Castros segir föður sinn á batavegi

Fidel Castro Diaz Balart, sonur Castros Kúbuleiðtoga, kveðst fullviss um að faðir sinn nái fullri heilsu innan skamms. Balart, sem er 57 ára, sagði á bókasýningu í Havana í gær að skýr teikn væru um bata hins aldna leiðtoga en hann gekkst undir erfiða skurðaðgerð í júlí síðastliðnum.

Fjölskylda borin röngum sökum í Borgarnesi

Fjölskylda í Borgarnesi hefur leitað ásjár lögreglunnar vegna þess að þar ganga sögur fjöllunum hærra um að lögreglan hafi gert húsleit hjá fjölskyldunni og fundið fíkniefni. Fjölskyldan er sökuð um að stunda fíkniefnasölu og hefur orðið fyrir aðkasti vegna þess.

Reynt að bregðast við hlýnuninni

Á ráðstefnu stjórnmálamanna frá áhrifamestu ríkjum heims náðist samkomulag um aðgerðir gegn hlýnun jarðar. Þótt ráðstefnan hafi engin formleg völd er hún talin eiga eftir að hafa fordæmisgildi fyrir þær áðstafanir sem gripið verður til í þessum efnum í framtíðinni.

Árni Johnsen hefur enga aðkomu að samgöngum milli Eyja og lands

Árni Johnsen hefur enga aðkomu að samgöngumálum milli Vestamannaeyja og lands eins og staðan er nú, segir Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra. Hann segir að sérstaka samþykkt þurfi hjá Alþingi til að ráðast í rannsóknir á hagkvæmni jarðganga milli lands og Eyja.

Kókaín í tonnavís á Spáni

Spænska tollgæslan komst í feitt í vikunni þegar hún fann þrjú og hálft tonn af kókaíni um borð í finnsku kaupskipi. Rökstuddur grunur um að ellefu tonnum til viðbótar hafi verið hent útbyrðis.

Handrukkurum sleppt úr haldi

Karli og konu á þrítugsaldri, sem voru handtekin í SPRON í gær, var í morgun sleppt úr haldi. Fólkið var handtekið eftir að hafa numið á brott ungan mann af heimili sínu, ógnað honum með hnúum og hnefum og farið með hann nauðugan í SPRON í Skeifunni þar sem hann átti að taka út pening til að borga skuld.

Þurfa að sæta réttarhaldi

Dómari í Mílanó hefur skipað 26 Bandaríkjamönnum að mæta fyrir rétt vegna ákæra um mannrán. Talið er að flestir þeirra séu starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa rænt manni sem var grunaður um hryðjuverk og flutt hann til Egyptalands þar sem hann var síðar pyntaður.

Pornographers To Convene In Reykjavík

Uncovering a story that has already enraged Iceland’s feminist collective to an oft-reached boiling point, RÚV reported yesterday that up to 150 veterans of the international pornography industry will convene for a week of networking and fun in Iceland next month. The annual convention is referred to as Snowgathering and is apparently one of the largest aggregations of web-based porn-merchants in the world.

Tsjad gæti orðið nýtt Rúanda

Ofbeldið í Tsjad gæti stigmagnast og orðið sambærilegt þjóðarmorðunum í Rúanda. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði frá þessu í morgun. Hún sagði að ofbeldið í suðausturhluta Tsjad væri farið að líkjast því í Darfur héraði Súdan.

Breskir unglingar skotnir til bana

Bretar eru slegnir yfir því að þrír unglingspiltar hafa verið skotnir til bana í suðurhluta Lundúna á síðustu tólf dögum. Morðingjarnir voru aðrir unglingar. Nýjasta fórnarlambið er Billy Cox, sextán ára gamall piltur sem var skotinn til bana á heimili sínu. Vopnaðar lögreglusveitir hafa verið sendar til löggæslu í þessum borgarhluta.

Óvíst hvenær yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri lýkur

Óvíst er hvenær hægt verður að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni en dómari stöðvaði yfirheyrslur setts saksóknara í gær. Jón Ásgeir er nú farinn af landi brott. Í morgun hefur settur saksóknari yfirheyrt Tryggja Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, vegna fyrstu ákæruatriða í málinu en þau snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs. Í vitnaleiðslunni var einnig komið að viðbrögðum Baugs eftir fund Hreins Loftssonar með Davíði Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra.

Stjórnvöld og aðskilnaðarsinnar í Taílandi ræðast við

Stjórnvöld í Taílandi hafa ákveðið að halda viðræður við uppreisnarmenn múslima í suðurhluta landsins. Síðastliðin þrjú ár hafa uppreisnarmenn barist fyrir eigin ríki og meira en tvö þúsund manns hafa látið lífið í átökunum. Forsætisráðherra Taíland segir þó ekki um formlegar samningaviðræður um að ræða.

Thatcher heiðruð

Mrgrét Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður heiðruð í þinginu í næstu viku, þegar rúmlega sjö feta há stytta af henni verður afhjúpuð í setustofu þingsins. Margrét Thatcher, sem nú er áttatíu og eins árs gömul, var forsætisráðherra Bretlands í ellefu og hálft ár, eða þartil hennar eigin flokksbræður gerðu hallarbyltingu og hröktu hana frá völdum.

Grimmar reykingalöggur

Bæjarfélög í Bretlandi eru að þjálfa þúsundir manna sem eiga að framfylgja reykingabanni á opinberum stöðum, sem tekur gildi fyrsta júlí í sumar. Þessar reykingalöggur mega laumast inn á veitingastaði og taka myndir af fólki til þess að afla sér sönnunargagna. Bæði einstaklingar og veitingamenn mega búast við háum sektum, ef þeir brjóta bannið.

Vilja rétt verð á vefsíður flugfélaga

Neytendasamtökin krefjast þess að Neytendastofa geri flugfélögum að fara eftir settum reglum varðandi verðupplýsingar til neytenda. Þau hafa lengi gagnrýnt framsetningar flugfélaga á verði flugferða á heimasíðum. Á þeim kemur heildarverð ekki fram fyrr en á seinni stigum í bókunarferlinu. Bera þau það saman við að verslanir gæfu upp verð án virðisaukaskatts á verðmerkingum sínum.

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innbrot

Þrír piltar, 15-19 ára, voru á miðvikudag úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Þeir eru grunaðir um allnokkur innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Í fórum piltanna fannst þýfi úr nokkrum innbrotum.

Mæðrahús í Níkaragúa fá styrki frá Þróunarsamvinnustofnun

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur gengið frá samningum við heilbrigðisráðuneyti Níkaragúa um stuðning við fimm Casas Maternaseða Mæðrahús á afskekktum svæðum þar sem mæðra- og ungbarnadauði er algengur. Mæðrahúsin eru ein meginstoðin í áætlun stjórnvalda í Níkaragúa í baráttunni við að fækka dauðsföllum mæðra og ungbarna. Um eitt þúsund konur nýta sér þjónustu þessara fimm húsa á ári hverju.

Bush skortir heimild til að ráðast á Íran

Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sagði George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, ekki hafa heimild til þess að ráðast á Íran. Hún sagði að til þess þyrfti hann samþykki þingsins.

Leiðtogi al-Kaída í Írak slasaður

Leiðtogi al-Kaída í Írak, Abu Ayyub al-Masri, hefur slasast í bardögum í norðurhluta Bagdad. Al Arabiya sjónvarpsfréttastöðin sagði frá þessu í dag og hafði það eftir innanríkisráðuneytinu í Írak. Aðstoðarmaður al-Masri mun hafa látist í árásunum en engar frekari upplýsingar hafa fengist. Talsmaður Bandaríkjahers í Bagdad sagðist ekkert vita um atvikið.

Verða að kunna skil á bandarískum gildum

Nýtt próf verður nú lagt fyrir fólk sem ætlar sér að verða bandarískir ríkisborgarar. Það þarf að svara spurningum um bandarísk gildi og hugtök. Spurt verður um lýðræði, trúfrelsi, réttindi minnihlutahópa og af hverju ríkisvaldið í Bandaríkjunum er þrískipt. Gamla prófið sem innflytjendur áttu að taka snerist meira um dagsetningar og nöfn, einfaldar staðreyndir sem auðvelt var að leggja á minnið.

Bandaríkin hafa sóað 10 milljörðum í Írak

Sjálfstæðir endurskoðendur sem fengnir voru til þess að fylgjast með útgjöldum vegna stríðsins í Írak segja að Bandaríkin hafi sóað meira en 10 milljörðum dollara frá því það hófst. Þeir búast jafnframt við því talan eigi eftir að hækka enn meira.

Fordæmdi árásirnar í Madríd

Einn af þeim sem sakaður er um að skipuleggja sprengjuárásirnar í Madríd fordæmdi þær þegar hann var yfirheyrður í dag. 191 manns létu lífið í árásunum sem voru á meðal mannskæðustu hryðjuverka í sögu Spánar.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda í fyrir utan Bónusvídeó í Mávahlíð í dag. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan þrjú. Maðurinn sem keyrt var á er á áttræðisaldri og þurfti að flytja hann með sjúkrabíl upp á slysavarðstofu. Líðan hans er eftir atvikum góð. Ökumanninum sem keyrði bílinn varð svo mikið um við atvikið að hann þurfti á áfallahjálp að halda.

Chavez ætlar að þjóðnýta matvöruverslanir

Hugo Chavez, forseti Venesúela, sagði við stuðningsmenn sína í dag að hann ætlaði sér að þjóðnýta matvörumarkaði sem seldu kjöt á hærra verði en stjórnvöld samþykkja.

Munu ekki styðja við uppreisnarhópa

Viðræðum á milli stjórnvalda í Súdan, Tsjad og Mið-Afríkulýðveldinu lauk í dag með þeirri niðurstöðu að þau myndu ekki styðja við bakið á uppreisnarhópum sem ráðast inn á landsvæði þeirra. Utanríkisráðherra Súdans, Lam Akol, sagði frá þessu á fréttamannafundi eftir að viðræðunum lauk.

Sjá næstu 50 fréttir