Fleiri fréttir Taka harðar á Írönum George Bush Bandaríkjaforseti hefur gefið hersveitum sínum í Írak heimild til að taka útsendara írönsku klerkastjórnarinnar í landinu fastari tökum en áður. Íranskir flugumenn eru grunaðir um að þjálfa herflokka sjía sem berjast gegn hernámsliðinu en fram til þessa hefur þeim yfirleitt verið sleppt eftir nokkurra daga varðhald. 27.1.2007 13:05 16 fallið á Gaza Að minnsta kosti 16 hafa týnt lífi og fjölmargir særst í átökum milli Hamas og Fatah-liða á Gaza-svæðinu síðasta sólahring. Meðal látinna er tveggja ára drengur. Þetta eru einhver verstu átök sem blossað hafa upp milli fylkinganna í marga mánuði. 27.1.2007 13:04 Fornleifafræðingar hafna stefnu ríkisins Bæði fagfélög fornleifafræðinga hafna alfarið stefnumörkun stjórnvalda í fornleifavernd eins og hún birtist í stefnudrögum. Félögin segja að í stefnunni birtist það sjónarmið að fornleifauppgreftir séu eyðilegging og því eigi að fækka þeim til muna. 27.1.2007 13:00 Baugsmálið kostað sakborninga yfir milljarð Hreinn kostnaður sakborninga í Baugsmálinu er kominn á annan milljarð króna, að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Hann segir engar horfur á sameiningu Skjás eins og 365 en viðræður um það hefðu þó áttu sér stað milli fyrirtækjanna. 27.1.2007 12:05 Kosið um varaformann í dag Kosið verður um varaformann Frjálslynda flokksins í dag á landsþingi flokksins. Tveir bjóða sig fram í embætti varaformanns, þau Margrét Sverrisdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson. 27.1.2007 12:01 Flutningavél Icelandair í erfiðleikum Flutningaflugvél Icelandair varð að lenda á Egilsstaðaflugvelli í morgun vegna gruns um eld í flutningarými vélarinnar. Viðvörunarljós gáfu það til kynna en eftir að vélin lenti kom í ljós að enginn eldur var í henni. Mikill viðbúnaður var á flugvellinum vegna atviksins. 27.1.2007 11:36 Hafís nálgast Bolungarvík Hafís er nú farinn að nálgast Bolungarvík. Ísaröndin er næstum komin þvert yfir Ísafjarðardjúp. Hún liggur samsíða Stigahlíð og nánast að Grænuhlíð. Hafísinn virðist vera rúmar tvær sjómílur fyrir utan Bolungarvík. 27.1.2007 11:07 Laufey með tónleika í dag Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari stendur fyrir tónleikum með tilstyrk Reykjavíkurborgar á Kjarvalsstöðum klukkan sextán í dag, á opinberum fæðingardegi Mozarts. Laufey hefur um árabil staðið fyrir tónleikum á þessum degi. Ranglega var sagt í Fréttablaðinu í dag að tónleikarnir væru á morgun. 27.1.2007 11:00 Google viðurkennir mistök Stofnendur Google viðurkenndu í gær að ákvörðun þeirra um að verða við beiðni kínverskra stjórnvalda að efnisstýra leitarvél sinni í Kína hefði verið röng. Sögðu þeir það vera þar sem ákvörðunin hefði skaða orðspor fyrirtækisins í Evrópu og í Bandaríkjunum. 27.1.2007 11:00 Opið í Hlíðarfjalli í dag Skíðasvæðið við Hlíðarfjall opnar núna klukkan tíu og verður opið til klukkan fimm í dag. Þar er harðpakkaður snjór í brautunum og flestar lyftur í gangi, sem og göngubraut. Tveggja stiga hiti var á svæðinu í morgun og átta til tólf metrar á sekúndu. 27.1.2007 10:45 Ákeyrsla á Ísafirði í nótt Bílhurð var opnuð á gangandi vegafaranda á Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði í nótt. Ökumaður bílsins opnaði hurðina þegar hann ók framhjá sextán ára pilti sem var þar á göngu. Pilturinn gat gefið lýsingu á bílnum og þegar lögregla hafði upp á ökumanninum kom í ljós að það sá á bílnum. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en lögregla rannsakar málið. 27.1.2007 10:37 Friðargæsluliðar í átökum á Haiti Í það minnsta fimm létu lífið og sex særðust þegar friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna réðust inn í róstusamt fátækrahverfi á Haiti. Friðargæsluliðar reyna nú að hreinsa burt glæpagengi úr höfuðborginni Port-au-Prince til þess að fólk geti sinnt daglegum störfum óáreitt, að sögn yfirmanns friðargæslunnar. 26.1.2007 20:14 Hungursneyð yfirvofandi í Simbabve Hungursneyð vofir yfir Simbabve þar sem 850 þúsund tonn af maís vantar upp á að náist að næra þjóðina. Í desember var maísuppskeran aðeins 152.600 tonn, þannig að mikið vantar upp á. Ekki hjálpar til að gjaldeyrir er af skornum skammti í landinu sem er eitt fátækasta land heims. 26.1.2007 20:00 Sturtaði evruseðlum yfir mannfjöldann Vegfarendum í Kaiserslautern í Þýskalandi varð nokkuð hverft við í morgun þegar ský dró fyrir sólu og peningaseðlum tók að rigna. Ekki voru örlátir veðurguðir þarna á ferðinni heldur maður sem unnið hafði 100.000 evrur, jafnvirði níu milljóna króna, í útvarpshappdrætti. 26.1.2007 19:30 Geimhetjan komin heim Stokkhólmur var á öðrum endanum í dag þegar "geimkóngurinn" Christer Fuglesang kom til baka eftir að hafa farið lengra frá heimalandinu en nokkur annar Svíi hefur gert. Borgarstjórinn og hann skiptust síðan á gjöfum á ráðhúströppunum, Christer fékk lykil að borginni í skiptum fyrir fána sem hann ferðaðist með 203 hringi á sporbaug um jörðu. 26.1.2007 19:06 Mettap á rekstri Ford Það er af sem áður var hjá bandaríska bílarisanum Ford því afkoma síðasta árs var sú versta í 103 ára sögu fyrirtækisins . Ársuppgjör þess var kynnt í gær en samkvæmt því nam tapið á árinu tæpum 890 milljörðum króna, sem er litlu minna en verg þjóðarframleiðsla Íslendinga á ári. 26.1.2007 19:00 Ríkisstyrkir til sauðfjárræktar hækka um 300 milljónir króna Ríkisstyrkir til sauðfjárbænda verða um tvær milljónir króna að meðaltali á hvert býli á næsta ári, samkvæmt nýjum búvörusamningi. Árleg framlög ríkisins til búgreinarinnar hækka um þrjúhundruð milljónir króna. 26.1.2007 18:57 Væntingar um matarverðslækkun of miklar Fjármálaráðherra hótar hertum samkeppnisreglum ef matarverð lækkar ekki um allt að sextán prósent eftir fyrsta mars. Hagar hyggjast lækka álagningu í sumum vöruflokkum til að mæta hækkunum frá heildsölum. Framkvæmdastjóri Kaupáss segir stjórnvöld hafa byggt upp of miklar væntingar um lækkun á matarverði. 26.1.2007 18:53 Landsþing Frjálslynda flokksins sett Landsþing Frjálslynda flokksins hófst nú síðdegis. Mikil spenna ríkir vegna varaformannsslags Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Margrétar Sverrisdóttur en kosið verður á milli þeirra síðdegis á morgun. 26.1.2007 18:53 Vill taka Kína og Indland í hóp stærstu iðnríkja Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að G8, hópur stærstu iðnríkja heims, yrði að taka við vaxandi stórveldunum Kína og Indlandi ef félagsskapurinn ætlaði að halda áhrifahlutverki sínu í heiminum. 26.1.2007 18:48 Útilokar sakfellingu í helmingi ákæruliða Baugsmáls hins síðara Settur saksóknari í Baugsmálinu og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eru á öndverðum meiði um túlkun á sýknudómi Hæstaréttar í gær. Gestur segir dóminn útiloka sakfellingu í átta af þeim átján liðum sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi í febrúar. 26.1.2007 18:46 Hyggst herja á Írana George Bush Bandaríkjaforseti hefur gefið hersveitum sínum í Írak heimild til að taka útsendara írönsku klerkastjórnarinnar í landinu fastari tökum en áður. 26.1.2007 18:45 Birta myndir af mönnum bera sig Á netsíðu eru birtar myndir af íslenskum mönnum að bera sig fyrir framan vefmyndavél en áhorfendurna telja þeir vera þrettán og fjórtán ára stúlkur að sögn aðstandenda síðunnar. 26.1.2007 18:45 Vilja að olíumálinu verði vísað frá Tekist var á um það, í Héraðsdómi Reykjavíkur í allan dag, hvort vísa beri ákæru á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum stóru olíufélaganna frá dómi. 26.1.2007 18:45 Stóraukin umsvif í Afganistan Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar að gera Afganistan að þungamiðju friðargæslu- og þróunarverkefna Íslendinga í Asíu og í því skyni á að fjölga friðargæsluliðum þar um helming. Þetta tilkynnti hún á utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í dag. 26.1.2007 18:30 Kynþáttahatur glæpsamlegt á Ítalíu Ítalska ríkisstjórnin samþykkti í dag frumvarp til laga sem gerir mismunun og kynþáttahatur glæpsamlegt. Þetta frumvarp ganga hins vegar ekki svo langt að banna afneitun helfarar nasista gegn gyðingum, eins og lagabókstafur þýskalands, austurríkis og fleiri landa. 26.1.2007 18:14 Nýja hús Actavis tekið í notkun Actavis hefur tekið formlega í notkun nýja rannsóknar- og þróunarbyggingu í Hafnarfirði. Í nýbyggingunni er öll þróunarvinna félagsins á Íslandi nú sameinuð undir einu þaki og jafnframt er þar hluti af starfsemi gæðasviðs félagsins. Nýja húsið er 3.200 fermetrar og starfsmenn verða um 100 talsins. 26.1.2007 17:52 Ekki í lífshættu eftir bílveltu á Mýrum Karlmaður var fluttur með þyrlu á slysadeild Landspítalans eftir bílveltu skammt frá Hítará á Mýrum upp úr hádegi í dag. Maðurinn var einn í bílnum. Hann var lagður inn til frekari rannsókna en er ekki í lífshættu og ekki í öndunarvél að svo stöddu. 26.1.2007 17:33 Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn funda Samninganefndir Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna munu hittast á ný á þriðjudaginn í næstu viku, 30. janúar. Þar verður m.a. rætt um norðurkóreska bankareikninga á Maká-eyju, sem Bandaríkjamenn frystu. Norður-Kóreumenn krefjast þess að fá aftur aðgang að þessum peningum áður en þeir íhugi kjarnorkuafvopnun. 26.1.2007 17:15 Tíu manns teknir í sex fíkniefnamálum Tíu manns komu við sögu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í sex fíkniefnamálum í gær og nótt eftir því sem segir á vef hennar. Síðdegis voru tveir karlmenn, annar á fertugsaldri en hinn rúmlega tvítugur, handteknir í miðborginni en í bíl þeirra fundust ætluð fíkniefni. Um svipað leyti var farið á heimili karlmanns á miðjum aldri í Hafnarfirði en þar fundust sömuleiðis ætluð fíkniefni. 26.1.2007 17:06 Hersveitir hafa heimild til að handtaka og drepa Írana í Írak George Bush Bandaríkjaforseti greindi frá því í dag að bandarískar hersveitir í Írak hefðu heimild til að handtaka og drepa íranska ríkisborgarar sem tækju þátt í árásum á hersveitir bandamanna. 26.1.2007 17:00 Hafís nánast kominn upp að landi Vestfjörðum Hafís er kominn nánast upp að landi við Kóp, Sléttanes og Barða við Arnarfjörð á Vestfjörðum og segir veðurstofan að siglingaleiðir undan Vestfjörðum geti verið varasamar af þeim sökum, sérstaklega í mykri. 26.1.2007 16:38 Kompás afhendir lögreglu umbeðin gögn Fréttastofa Stöðvar tvö afhendir lögreglu í dag gögn, sem lögregla telur sig þurfa, til að bera kennsl á fimm einstaklinga sem myndaðir voru í tengslum við umfjöllun Kompáss um karlmenn sem leita eftir samneyti við börn í gegnum Netið. Fréttastofan afhendir almennt ekki vinnugögn sín en undantekning er gerð vegna alvarleika málsins og ríkra almannahagsmuna. 26.1.2007 16:34 Lögreglan fær bíla og mótorhjól Ríkislögreglustjóri afhenti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins fyrr í dag þrjá nýja og vel útbúna lögreglubíla og eitt mótorhjól. Þetta eru fyrstu bílarnir af þeim tíu sem höfuðborgarlögreglan hefur óskað eftir á þessu ári. 26.1.2007 16:13 Hátt í 300 myndaðir við hraðakstur á viku Nærri þrjú hundruð ökumenn voru myndaðir í myndavélabílum lögreglunnar við Stekkjarbakka í Reykjavík og í Hvalfjarðargöngum í þessari viku þar sem þeir óku of hratt. Frá þessu er greint á vef lögreglunnar. 26.1.2007 15:50 Náhval relur á land í Lónafirði Sjaldgæfa sjón bar fyrir augu í botni Lónafjarðar í Þistilfirði á dögunum þegar náhval rak þar á land. Slíkan hval hefur ekki rekið á land hér frá árinu 1976, eða í rúm þrjátíu ár, eftir því sem segir á vef Hafrannsóknarstofnunarinnar, en þá rak eitt eða tvö dýr rak á land í Geldinganesi í Reykjavík. 26.1.2007 15:33 Fjórir látnir eftir átök á milli Fatah- og Hamas-liða Fjórir eru látnir eftir að það sló í brýnu milli hópa á vegum Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni í dag. Til átaka kom á milli hópanna þegar Hamas-liðar minntust þess að ár er síðan þeir fóru með sigur af hólmi í þingkosningum í landinu. 26.1.2007 15:21 Samþykkja aukinn stuðning við Afganistan Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat í dag utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Brussel. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu var meginumræðuefni fundarins aðgerðir bandalagsins í Afganistan og staða mála í Kósóvó. 26.1.2007 14:57 Heildarsamtök aldraðra og fatlaðra koma ekki að framboði Heildarsamtök aldraðra og fatlaðra koma á engan hátt að undirbúningi framboða til Alþingis sem kynnt hafa verið sem framboð öryrkja og aldraðra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formönnum Landssambands eldri borgara, Sjálfsbjargar - landssambands fatlaðra og Öryrkjabandalags Íslands. 26.1.2007 14:43 Abbe Pierre borinn til grafar Jacques Chiarc Frakklandsforseti og Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, voru hópi fjölmargra franskra leiðtoga sem voru viðstaddir útför Abbe Pierre í París í dag. Abbe Pierre, sem lést á mánudag 94 ára að aldri, var í hópi virtustu og vinsælustu manna í Frakklandi fyrir baráttu sína í þágu heimilislausra. 26.1.2007 14:35 Landsbankinn vex hraðar erlendis en innalands Landsbanki Íslands kynnti uppgjör á besta ári í sögu bankans í London í morgun. Hagnaður eftir skatta var 40,2 milljarðar króna sem er 61 prósent meiri hagnaður en í fyrra. Ríflega helmingur af tekjum bankans, eða fimmtíu og tvö prósent, kemur af erlendri starfsemi. Þetta hlutfall var bara 17 prósent fyrir ári. Halldór J Kristjánsson bankastjóri, segir að velgengni bankans í Bretlandi eigi stóran hlut að máli í velgengninni. 26.1.2007 14:15 Ekki farið ískönnunarflug í dag Landhelgisgæslan mun ekki fara ískönnunarflug til Vestfjarða í dag þar sem það er orðið of áliðið til að fara af stað. Rafall í Fokker-vél Gæslunnar bilaði í gær og var ekki lokið við að gera við hann fyrr en nú. Birta fer nú þverrandi og því telja Gæslumenn að þeir eigi ekkert erindi á Vestfjarðamið. 26.1.2007 14:07 Ítalskir hermenn áfram í Afganistan Mið- og vinstri stjórn Romanos Prodis á Ítalíu samþykkti á maraþonfundi í gærkvöld að halda tæplega tvö þúsund manna herliði sínu í Afganistan áfram í landinu. 26.1.2007 13:45 Eggert ekki endurkjörinn í framkvæmdastjórn UEFA Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var ekki endurkjörinn í framkvæmdastjórn Knattspyrnusambands Evrópu en kosið var í dag. Eftir því sem fram kemur á vef KSÍ hafnaði Eggert áttunda sæti af þrettán frambjóðendum með 23 atkvæði en sex efstu náðu kjöri. 26.1.2007 13:34 Skildi sprengju eftir í dúfnakassa Að minnsta kosti fimmtán létu lífið og tugir særðust í sprengjuárás í miðborg Bagdad í morgun. Hryðjuverkið var framið á fjölförnum dýramarkaði í miðborginni en talið er að árásarmaðurinn hafi falið vítisvél sína í kassa sem var fullur af dúfum. 26.1.2007 13:30 Sjá næstu 50 fréttir
Taka harðar á Írönum George Bush Bandaríkjaforseti hefur gefið hersveitum sínum í Írak heimild til að taka útsendara írönsku klerkastjórnarinnar í landinu fastari tökum en áður. Íranskir flugumenn eru grunaðir um að þjálfa herflokka sjía sem berjast gegn hernámsliðinu en fram til þessa hefur þeim yfirleitt verið sleppt eftir nokkurra daga varðhald. 27.1.2007 13:05
16 fallið á Gaza Að minnsta kosti 16 hafa týnt lífi og fjölmargir særst í átökum milli Hamas og Fatah-liða á Gaza-svæðinu síðasta sólahring. Meðal látinna er tveggja ára drengur. Þetta eru einhver verstu átök sem blossað hafa upp milli fylkinganna í marga mánuði. 27.1.2007 13:04
Fornleifafræðingar hafna stefnu ríkisins Bæði fagfélög fornleifafræðinga hafna alfarið stefnumörkun stjórnvalda í fornleifavernd eins og hún birtist í stefnudrögum. Félögin segja að í stefnunni birtist það sjónarmið að fornleifauppgreftir séu eyðilegging og því eigi að fækka þeim til muna. 27.1.2007 13:00
Baugsmálið kostað sakborninga yfir milljarð Hreinn kostnaður sakborninga í Baugsmálinu er kominn á annan milljarð króna, að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Hann segir engar horfur á sameiningu Skjás eins og 365 en viðræður um það hefðu þó áttu sér stað milli fyrirtækjanna. 27.1.2007 12:05
Kosið um varaformann í dag Kosið verður um varaformann Frjálslynda flokksins í dag á landsþingi flokksins. Tveir bjóða sig fram í embætti varaformanns, þau Margrét Sverrisdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson. 27.1.2007 12:01
Flutningavél Icelandair í erfiðleikum Flutningaflugvél Icelandair varð að lenda á Egilsstaðaflugvelli í morgun vegna gruns um eld í flutningarými vélarinnar. Viðvörunarljós gáfu það til kynna en eftir að vélin lenti kom í ljós að enginn eldur var í henni. Mikill viðbúnaður var á flugvellinum vegna atviksins. 27.1.2007 11:36
Hafís nálgast Bolungarvík Hafís er nú farinn að nálgast Bolungarvík. Ísaröndin er næstum komin þvert yfir Ísafjarðardjúp. Hún liggur samsíða Stigahlíð og nánast að Grænuhlíð. Hafísinn virðist vera rúmar tvær sjómílur fyrir utan Bolungarvík. 27.1.2007 11:07
Laufey með tónleika í dag Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari stendur fyrir tónleikum með tilstyrk Reykjavíkurborgar á Kjarvalsstöðum klukkan sextán í dag, á opinberum fæðingardegi Mozarts. Laufey hefur um árabil staðið fyrir tónleikum á þessum degi. Ranglega var sagt í Fréttablaðinu í dag að tónleikarnir væru á morgun. 27.1.2007 11:00
Google viðurkennir mistök Stofnendur Google viðurkenndu í gær að ákvörðun þeirra um að verða við beiðni kínverskra stjórnvalda að efnisstýra leitarvél sinni í Kína hefði verið röng. Sögðu þeir það vera þar sem ákvörðunin hefði skaða orðspor fyrirtækisins í Evrópu og í Bandaríkjunum. 27.1.2007 11:00
Opið í Hlíðarfjalli í dag Skíðasvæðið við Hlíðarfjall opnar núna klukkan tíu og verður opið til klukkan fimm í dag. Þar er harðpakkaður snjór í brautunum og flestar lyftur í gangi, sem og göngubraut. Tveggja stiga hiti var á svæðinu í morgun og átta til tólf metrar á sekúndu. 27.1.2007 10:45
Ákeyrsla á Ísafirði í nótt Bílhurð var opnuð á gangandi vegafaranda á Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði í nótt. Ökumaður bílsins opnaði hurðina þegar hann ók framhjá sextán ára pilti sem var þar á göngu. Pilturinn gat gefið lýsingu á bílnum og þegar lögregla hafði upp á ökumanninum kom í ljós að það sá á bílnum. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en lögregla rannsakar málið. 27.1.2007 10:37
Friðargæsluliðar í átökum á Haiti Í það minnsta fimm létu lífið og sex særðust þegar friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna réðust inn í róstusamt fátækrahverfi á Haiti. Friðargæsluliðar reyna nú að hreinsa burt glæpagengi úr höfuðborginni Port-au-Prince til þess að fólk geti sinnt daglegum störfum óáreitt, að sögn yfirmanns friðargæslunnar. 26.1.2007 20:14
Hungursneyð yfirvofandi í Simbabve Hungursneyð vofir yfir Simbabve þar sem 850 þúsund tonn af maís vantar upp á að náist að næra þjóðina. Í desember var maísuppskeran aðeins 152.600 tonn, þannig að mikið vantar upp á. Ekki hjálpar til að gjaldeyrir er af skornum skammti í landinu sem er eitt fátækasta land heims. 26.1.2007 20:00
Sturtaði evruseðlum yfir mannfjöldann Vegfarendum í Kaiserslautern í Þýskalandi varð nokkuð hverft við í morgun þegar ský dró fyrir sólu og peningaseðlum tók að rigna. Ekki voru örlátir veðurguðir þarna á ferðinni heldur maður sem unnið hafði 100.000 evrur, jafnvirði níu milljóna króna, í útvarpshappdrætti. 26.1.2007 19:30
Geimhetjan komin heim Stokkhólmur var á öðrum endanum í dag þegar "geimkóngurinn" Christer Fuglesang kom til baka eftir að hafa farið lengra frá heimalandinu en nokkur annar Svíi hefur gert. Borgarstjórinn og hann skiptust síðan á gjöfum á ráðhúströppunum, Christer fékk lykil að borginni í skiptum fyrir fána sem hann ferðaðist með 203 hringi á sporbaug um jörðu. 26.1.2007 19:06
Mettap á rekstri Ford Það er af sem áður var hjá bandaríska bílarisanum Ford því afkoma síðasta árs var sú versta í 103 ára sögu fyrirtækisins . Ársuppgjör þess var kynnt í gær en samkvæmt því nam tapið á árinu tæpum 890 milljörðum króna, sem er litlu minna en verg þjóðarframleiðsla Íslendinga á ári. 26.1.2007 19:00
Ríkisstyrkir til sauðfjárræktar hækka um 300 milljónir króna Ríkisstyrkir til sauðfjárbænda verða um tvær milljónir króna að meðaltali á hvert býli á næsta ári, samkvæmt nýjum búvörusamningi. Árleg framlög ríkisins til búgreinarinnar hækka um þrjúhundruð milljónir króna. 26.1.2007 18:57
Væntingar um matarverðslækkun of miklar Fjármálaráðherra hótar hertum samkeppnisreglum ef matarverð lækkar ekki um allt að sextán prósent eftir fyrsta mars. Hagar hyggjast lækka álagningu í sumum vöruflokkum til að mæta hækkunum frá heildsölum. Framkvæmdastjóri Kaupáss segir stjórnvöld hafa byggt upp of miklar væntingar um lækkun á matarverði. 26.1.2007 18:53
Landsþing Frjálslynda flokksins sett Landsþing Frjálslynda flokksins hófst nú síðdegis. Mikil spenna ríkir vegna varaformannsslags Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Margrétar Sverrisdóttur en kosið verður á milli þeirra síðdegis á morgun. 26.1.2007 18:53
Vill taka Kína og Indland í hóp stærstu iðnríkja Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að G8, hópur stærstu iðnríkja heims, yrði að taka við vaxandi stórveldunum Kína og Indlandi ef félagsskapurinn ætlaði að halda áhrifahlutverki sínu í heiminum. 26.1.2007 18:48
Útilokar sakfellingu í helmingi ákæruliða Baugsmáls hins síðara Settur saksóknari í Baugsmálinu og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eru á öndverðum meiði um túlkun á sýknudómi Hæstaréttar í gær. Gestur segir dóminn útiloka sakfellingu í átta af þeim átján liðum sem teknir verða fyrir í Héraðsdómi í febrúar. 26.1.2007 18:46
Hyggst herja á Írana George Bush Bandaríkjaforseti hefur gefið hersveitum sínum í Írak heimild til að taka útsendara írönsku klerkastjórnarinnar í landinu fastari tökum en áður. 26.1.2007 18:45
Birta myndir af mönnum bera sig Á netsíðu eru birtar myndir af íslenskum mönnum að bera sig fyrir framan vefmyndavél en áhorfendurna telja þeir vera þrettán og fjórtán ára stúlkur að sögn aðstandenda síðunnar. 26.1.2007 18:45
Vilja að olíumálinu verði vísað frá Tekist var á um það, í Héraðsdómi Reykjavíkur í allan dag, hvort vísa beri ákæru á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum stóru olíufélaganna frá dómi. 26.1.2007 18:45
Stóraukin umsvif í Afganistan Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar að gera Afganistan að þungamiðju friðargæslu- og þróunarverkefna Íslendinga í Asíu og í því skyni á að fjölga friðargæsluliðum þar um helming. Þetta tilkynnti hún á utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í dag. 26.1.2007 18:30
Kynþáttahatur glæpsamlegt á Ítalíu Ítalska ríkisstjórnin samþykkti í dag frumvarp til laga sem gerir mismunun og kynþáttahatur glæpsamlegt. Þetta frumvarp ganga hins vegar ekki svo langt að banna afneitun helfarar nasista gegn gyðingum, eins og lagabókstafur þýskalands, austurríkis og fleiri landa. 26.1.2007 18:14
Nýja hús Actavis tekið í notkun Actavis hefur tekið formlega í notkun nýja rannsóknar- og þróunarbyggingu í Hafnarfirði. Í nýbyggingunni er öll þróunarvinna félagsins á Íslandi nú sameinuð undir einu þaki og jafnframt er þar hluti af starfsemi gæðasviðs félagsins. Nýja húsið er 3.200 fermetrar og starfsmenn verða um 100 talsins. 26.1.2007 17:52
Ekki í lífshættu eftir bílveltu á Mýrum Karlmaður var fluttur með þyrlu á slysadeild Landspítalans eftir bílveltu skammt frá Hítará á Mýrum upp úr hádegi í dag. Maðurinn var einn í bílnum. Hann var lagður inn til frekari rannsókna en er ekki í lífshættu og ekki í öndunarvél að svo stöddu. 26.1.2007 17:33
Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn funda Samninganefndir Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna munu hittast á ný á þriðjudaginn í næstu viku, 30. janúar. Þar verður m.a. rætt um norðurkóreska bankareikninga á Maká-eyju, sem Bandaríkjamenn frystu. Norður-Kóreumenn krefjast þess að fá aftur aðgang að þessum peningum áður en þeir íhugi kjarnorkuafvopnun. 26.1.2007 17:15
Tíu manns teknir í sex fíkniefnamálum Tíu manns komu við sögu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í sex fíkniefnamálum í gær og nótt eftir því sem segir á vef hennar. Síðdegis voru tveir karlmenn, annar á fertugsaldri en hinn rúmlega tvítugur, handteknir í miðborginni en í bíl þeirra fundust ætluð fíkniefni. Um svipað leyti var farið á heimili karlmanns á miðjum aldri í Hafnarfirði en þar fundust sömuleiðis ætluð fíkniefni. 26.1.2007 17:06
Hersveitir hafa heimild til að handtaka og drepa Írana í Írak George Bush Bandaríkjaforseti greindi frá því í dag að bandarískar hersveitir í Írak hefðu heimild til að handtaka og drepa íranska ríkisborgarar sem tækju þátt í árásum á hersveitir bandamanna. 26.1.2007 17:00
Hafís nánast kominn upp að landi Vestfjörðum Hafís er kominn nánast upp að landi við Kóp, Sléttanes og Barða við Arnarfjörð á Vestfjörðum og segir veðurstofan að siglingaleiðir undan Vestfjörðum geti verið varasamar af þeim sökum, sérstaklega í mykri. 26.1.2007 16:38
Kompás afhendir lögreglu umbeðin gögn Fréttastofa Stöðvar tvö afhendir lögreglu í dag gögn, sem lögregla telur sig þurfa, til að bera kennsl á fimm einstaklinga sem myndaðir voru í tengslum við umfjöllun Kompáss um karlmenn sem leita eftir samneyti við börn í gegnum Netið. Fréttastofan afhendir almennt ekki vinnugögn sín en undantekning er gerð vegna alvarleika málsins og ríkra almannahagsmuna. 26.1.2007 16:34
Lögreglan fær bíla og mótorhjól Ríkislögreglustjóri afhenti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins fyrr í dag þrjá nýja og vel útbúna lögreglubíla og eitt mótorhjól. Þetta eru fyrstu bílarnir af þeim tíu sem höfuðborgarlögreglan hefur óskað eftir á þessu ári. 26.1.2007 16:13
Hátt í 300 myndaðir við hraðakstur á viku Nærri þrjú hundruð ökumenn voru myndaðir í myndavélabílum lögreglunnar við Stekkjarbakka í Reykjavík og í Hvalfjarðargöngum í þessari viku þar sem þeir óku of hratt. Frá þessu er greint á vef lögreglunnar. 26.1.2007 15:50
Náhval relur á land í Lónafirði Sjaldgæfa sjón bar fyrir augu í botni Lónafjarðar í Þistilfirði á dögunum þegar náhval rak þar á land. Slíkan hval hefur ekki rekið á land hér frá árinu 1976, eða í rúm þrjátíu ár, eftir því sem segir á vef Hafrannsóknarstofnunarinnar, en þá rak eitt eða tvö dýr rak á land í Geldinganesi í Reykjavík. 26.1.2007 15:33
Fjórir látnir eftir átök á milli Fatah- og Hamas-liða Fjórir eru látnir eftir að það sló í brýnu milli hópa á vegum Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni í dag. Til átaka kom á milli hópanna þegar Hamas-liðar minntust þess að ár er síðan þeir fóru með sigur af hólmi í þingkosningum í landinu. 26.1.2007 15:21
Samþykkja aukinn stuðning við Afganistan Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat í dag utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Brussel. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu var meginumræðuefni fundarins aðgerðir bandalagsins í Afganistan og staða mála í Kósóvó. 26.1.2007 14:57
Heildarsamtök aldraðra og fatlaðra koma ekki að framboði Heildarsamtök aldraðra og fatlaðra koma á engan hátt að undirbúningi framboða til Alþingis sem kynnt hafa verið sem framboð öryrkja og aldraðra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formönnum Landssambands eldri borgara, Sjálfsbjargar - landssambands fatlaðra og Öryrkjabandalags Íslands. 26.1.2007 14:43
Abbe Pierre borinn til grafar Jacques Chiarc Frakklandsforseti og Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, voru hópi fjölmargra franskra leiðtoga sem voru viðstaddir útför Abbe Pierre í París í dag. Abbe Pierre, sem lést á mánudag 94 ára að aldri, var í hópi virtustu og vinsælustu manna í Frakklandi fyrir baráttu sína í þágu heimilislausra. 26.1.2007 14:35
Landsbankinn vex hraðar erlendis en innalands Landsbanki Íslands kynnti uppgjör á besta ári í sögu bankans í London í morgun. Hagnaður eftir skatta var 40,2 milljarðar króna sem er 61 prósent meiri hagnaður en í fyrra. Ríflega helmingur af tekjum bankans, eða fimmtíu og tvö prósent, kemur af erlendri starfsemi. Þetta hlutfall var bara 17 prósent fyrir ári. Halldór J Kristjánsson bankastjóri, segir að velgengni bankans í Bretlandi eigi stóran hlut að máli í velgengninni. 26.1.2007 14:15
Ekki farið ískönnunarflug í dag Landhelgisgæslan mun ekki fara ískönnunarflug til Vestfjarða í dag þar sem það er orðið of áliðið til að fara af stað. Rafall í Fokker-vél Gæslunnar bilaði í gær og var ekki lokið við að gera við hann fyrr en nú. Birta fer nú þverrandi og því telja Gæslumenn að þeir eigi ekkert erindi á Vestfjarðamið. 26.1.2007 14:07
Ítalskir hermenn áfram í Afganistan Mið- og vinstri stjórn Romanos Prodis á Ítalíu samþykkti á maraþonfundi í gærkvöld að halda tæplega tvö þúsund manna herliði sínu í Afganistan áfram í landinu. 26.1.2007 13:45
Eggert ekki endurkjörinn í framkvæmdastjórn UEFA Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var ekki endurkjörinn í framkvæmdastjórn Knattspyrnusambands Evrópu en kosið var í dag. Eftir því sem fram kemur á vef KSÍ hafnaði Eggert áttunda sæti af þrettán frambjóðendum með 23 atkvæði en sex efstu náðu kjöri. 26.1.2007 13:34
Skildi sprengju eftir í dúfnakassa Að minnsta kosti fimmtán létu lífið og tugir særðust í sprengjuárás í miðborg Bagdad í morgun. Hryðjuverkið var framið á fjölförnum dýramarkaði í miðborginni en talið er að árásarmaðurinn hafi falið vítisvél sína í kassa sem var fullur af dúfum. 26.1.2007 13:30