Fleiri fréttir Hótar hertum samkeppnislögum ef matarverð lækkar ekki Fjármálaráðherra hótar hertum samkeppnisreglum ef aðgerðir stjórnvalda til að lækka matarverð skila ekki árangri. 26.1.2007 12:24 Óeining um sjálfstæði Kosovo Rússar eru fullir efasemdar um áætlun Martti Ahtisaari erindreka Sameinuðu Þjóðanna sem myndi nánast gefa Kosovo hluta Serbíu sjálfstæði. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir embættismanni í dag. Eftir 90 mínútna fund í Vínarborg með tengiliðum sex valdaþjóða hvöttu Rússar til að ákvörðun um Kosovo yrði frestað þar til Serbía hafi myndað ríkisstjórn, en kosningar fóru fram í landinu 21. janúar. 26.1.2007 12:06 Tæpar 60 milljónir í málvarnarkostnað í Baugsmáli Ríkissjóður greiðir verjendum í hinu upphaflega Baugsmáli tæpar 58 milljónir króna í laun og útlagðan kostnað. Þá er ótalinn kostnaður vegna rannsóknar málsins. 26.1.2007 12:00 Vinstri - grænir stærri en Samfylkingin skv. könnun Frjálsrar verslunar Vinstri - grænir mælast stærri en Samfylkingin samkvæmt skoðanakönnun sem Frjáls verslun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is dagana 17. til 22. janúar. Samkvæmt könnuninni nýtur Sjálfstæðisflokkurinn fylgis tæplega 39 prósenta landsmanna, Vinstri grænir koma næstir með 20,5 prósent og þar á eftir kemur Samfylkingin með tveimur prósentum minna fylgi en Vinstri grænir. 26.1.2007 11:51 Platini kjörinn forseti UEFA Michel Platini, fyrrverandi leikmaður og þjálfari franska landsliðsins, var fyrir stundu kjörinn forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, á ársþingi sambandsins í Düsseldorf í Þýskalandi. 26.1.2007 11:40 Spánverjar taka mál af 8 þúsund konum Fatastærðir fyrir konur eru nú teknar til endurskoðunar á Spáni eftir að ríkisstjórnin ákvað að sporna við ímyndarþrýstingi á ungar stúlkur. Ein af breytingunum verður sú að búðareigendur eiga að stylla út breiðari gínum. Nokkrir mánuðir eru síðan sett var bann við of grönnum fyrirsætum á tískuvikunni í Madrid. Á Spáni er ekki óalgengt að konur fari með margar stærðir af sömu flíkinni inn í búningsherbergi, þar sem ómögulegt er að vita fyrirfram hvaða stærð þær þurfi. 26.1.2007 11:33 Bændur í Eyjafjarðarsveit vilja fá bætur vegna flóða Um tuttugu og fimm aðilar vilja fá bætur vegna tjóns sem hlaust af flóðum í Eyjafjarðarsveit fyrir jólin. Óvíst er hversu mikið fæst bætt. Norðlenski fréttavefurinn Vikudagur hefur eftir Bjarna Kristjánssyni, sveitarstjóra í Eyjafjarðarsveit, að Bjargráðasjóður taki öll málin til skoðunar en sennilega fái ekki allir sem óska eftir bætur. 26.1.2007 11:30 Ekki verði farið í gegnum Teigskóg Helstu náttúrverndarsamtök landsins hafa sent frá sér árskorun til Alþingis þar sem þingið er hvatt til þess að sjá til þess að Vestfjarðarvegi verði valin ný veglína með göngum undir Hjallaháls og Gufudalsháls í stað þess að fara í gegnum Teigskóg eins og umhverfisráðherra hafi heimilað. 26.1.2007 11:16 Landsþing frjálslyndra í dag og á morgun Landsþing Frjálslynda flokksins hefst í dag á Hótel Loftleiðum klukkan fjögur en það stendur fram á morgundag. Klukkan fimm í dag flytur formaður flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, ræðu sína og þá verða drög að stjórnmálaályktun einnig lögð fram í dag. 26.1.2007 10:58 Tveir létust í sjálfsmorðsárás í Pakistan Tveir létust í sjálfsmorðsárás við Mariott hótelið í Islamabad höfuðborg Pakistan í dag. Innanríkisráðherra landsins sagði að auk árásarmannsins hefði öryggisvörður hótelsins látið lífið. Fréttamaður Reuter fréttastofunnar sagði bifreið, sem var rústir einar, hafi verið við hlið hótelsins og blóð og líkamsleifar á víð og dreif. Lögregla lokaði svæðinu fljótlega af og sírenur ómuðu um hverfið, en þar er fjöldi opinberra bygginga. 26.1.2007 10:53 Sena tekur við kvikmyndahúsarekstri í Háskólabíói Sena tekur við kvikmyndahúsarekstri í HáskólabíóI á allra næstu mánuðum af Sambíóunum. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi 365 hf. í morgun en Sena er í eigu 365. Sena leigir húsnæðið af Sáttmálasjóði Háskóla Íslands. 26.1.2007 10:37 Kristallar koma úr stórutá Samkvæmt fjölmiðlum í Malasíu síðastliðna daga er margt furðulegt að gerast þar. Kraftaverkalæknar eru á ferð og dularfullar risa-górillur láta glitta í sig. En það nýjasta er ung kona og tærnar á henni. Hvers vegna? Jú, það koma gimsteinar út úr þeim. Fjölmiðlar skýrðu fyrst frá þessu á þriðjudaginn var en fyrsti steininn leit dagsins ljós í október í fyrra. 25.1.2007 23:36 Hermönnum fjölgað í Afganistan Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, tilkynnir á fundi Norðuratlantshafsbandalagsins (NATO) á morgun að Bandaríkjamenn ætli sér að fjölga hermönnum í Afganistan og auka við fjárhagsaðstoð til þess að gera út af við Talibana. Hún ætlast einnig til þess að bandamenn Bandaríkjanna í NATO geri slíkt hið sama en Evrópulöndin virðast hafa takmarkaðan áhuga á slíkum aðgerðum. 25.1.2007 23:15 Ólöglegir innflytjendur sendir til síns heima Mikill ótti hefur gripið um sig í samfélögum spænskra innflytjenda í Kaliforníu í Bandaríkjunum að undanförnu eftir að lögregla þar hóf að flytja af landi brott ólöglega innflytjendur. Lögreglan hóf átakið á þriðjudaginn var og segist einbeita sér að þeim ólöglegu innflytjendum sem eru glæpamenn. 25.1.2007 22:45 Fox stefnir Google Kvikmyndasamsteypan 20th Century Fox stefndi í gær Google, eigendum YouTube heimasíðunnar eftir að heilu þættirnir úr seríunni frægu „24“ birtust á YouTube. Fox krefst þess að Google láti af hendi upplýsingar um notandann sem setti þættina á heimasíðuna. 25.1.2007 22:30 Yfirborð sjávar mun hækka næstu 1000 árin Yfirborð sjávar mun halda áfram að hækka næstu þúsund árin þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda í heiminum til þess að koma í veg fyrir það. Ástæðan fyrir hækkun yfirborðs sjávar er talin vera aukið magn gróðurhúsaloftteguna. 25.1.2007 22:16 Landssamtök Landeigenda á Íslandi stofnuð Stofnfundur Landssamtaka Landeigenda á Íslandi var haldin í Sunnusal Hótels Sögu í dag. Salurinn var fullur út úr dyrum og aðstandendur fundarins telja að skráðir stofnfélagar séu hátt í 300 talsins. Guðný Sverrisdóttir, sveitastjóri Grýtubakkahrepps, var kjörin formaður samtakanna. 25.1.2007 21:35 Myrtar til að vera giftar Þrír menn í Kínva voru handteknir fyrir að hafa myrt tvær konur og selt líkin sem „Líkbrúðir" Samkvæmt gömlum kínverskum hefðum boðar það ekki gott ef ungir menn deyja án þess að hafa gift sig og þess vegna hefur það verið stundað að grafa látnar konur við hliðina á þeim til þess að þeir fái notið þeirra í framhaldslífinu. 25.1.2007 21:11 Dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir morð í Írak Bandaríski hermaðurinn Corey Clagett var í dag dæmdur í fangelsi til 18 ára fyrir þátttöku sína í morði á þremur íröskum föngum. Hann er þriðji hermaðurinn sem er dæmdur í tenglsum fyrir morðin. Þau áttu sér stað nærri borginni Tíkrít í norðurhluta Írak 9. maí 2006. 25.1.2007 21:02 „Vörnin ekki nógu góð“ segir Alfreð Alfreð Gíslason segir dómgæsluna í leiknum við Pólverja hafa verið mjög sérstaka á köflum en vill þó ekki kenna dómurunum alfarið um tapið. „Við vorum bara ekki að spila vel í vörninni", segir Alfreð sem einnig hefur nokkrar áhyggjur af meiðslum íslensku leikmannana enda sé breiddin ekki mikil. 25.1.2007 20:48 34 létust og 64 slösuðust Að minnsta kosti 26 manns létu lífið og 64 slösuðust þegar bílsprengja sprakk í Karrada verslunarhverfinu í Bagdad í dag. Fyrr um daginn voru gerðar tvær árásir á markaði í Bagdad og létust átta manns í þeim. Heildartala látinna í dag er því komin upp í 34. 25.1.2007 20:45 Drekkum vatn og verndum tennurnar Lýðheilsustöð stendur fyrir árlegri tannverndarviku í næstu viku, 29. janúar til 2. febrúar. Slagorð vikunnar verða „Drekkum vatn“ og á það að minna fólk á að vatn er betri svaladrykkur en gosdrykkur. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tannheilsu íslenskra ungmenna á aldrinum sex, tólf og fimmtán ára er tannheilsa töluvert vandamál hjá þessum hópi. 25.1.2007 20:29 Heimamenn eignast Hraðfrystistöð Þórshafnar Fræ ehf., eignarhaldsfélag í eigu Langanesbyggðar, hefur keypt 30% eignarhlut FSP hf. í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. og fer nú með 60% eignarhlut í félaginu en 30% eru í eigu Þórskaupa og 10% í eigu Þórshafnar fjárfestingar. 25.1.2007 20:14 Bandaríkin styrkja Afganistan um 740 milljarða Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í dag að stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, myndi biðja þingið um að heimila 10,6 milljarða dollara fjárveitingu til Afganistan. Þetta jafngildir 740 milljörðum íslenskra króna. 25.1.2007 20:00 Fer holu í höggi Bandaríski skrautpáfagaukurinn Al hefur að undanförnu leikið listir sínar fyrir sjónvarpsáhorfendur í Flórída. Gauksi er fjölhæfur í meira lagi því á meðal íþróttagreina sem hann hefur lagt fyrir sig eru körfubolti, fimleikar og meira að segja golf. 25.1.2007 19:45 Tap fyrir Pólverjum Íslenska landsliðið tapaði í kvöld 35-33 fyrir Þjóðverjum í milliriðli 1 á HM. Íslenska liðið hafði yfir í hálfleik 14-12, en Pólverjar sigu framúr í lokin og tryggðu sér mikilvægan sigur. Lukkan var einfaldlega ekki á bandi íslenska liðsins í kvöld, spænsku dómararnir áttu ekki góðan dag og þá urðu þeir Logi Geirsson og Guðjón Valur fyrir meiðslum eftir fólskuleg brot Pólverja. 25.1.2007 19:45 Skíðamenn í Evrópu kætast Skíðamenn í Evrópu hafa tekið gleði sína eftir snjókomu og frosthörkur undanfarinna daga. Í Bæjaralandi í Þýskalandi voru skíðasvæðin opnuð í morgun í fyrsta sinn í vetur og voru brekkurnar fljótar að fyllast af fólki á skíðum, snjóbrettum og jafnvel sleðum. 25.1.2007 19:30 Deilt um stækkun Andstæðingar stækkunar álversins í Straumsvík saka bæjarstjórann í Hafnarfirði um blekkingar og telja víst að meirihluti Hafnfirðinga muni hafna stækkuninni í íbúakosningu. Bæjarstjórinn segist hlynntur fyrirliggjandi áformum en setur þó nokkra fyrirvara. 25.1.2007 19:28 Lenti í árekstri við farþegaþotu Franskur vörubílstjóri lét lífið þegar hann lenti í árekstri við farþegaþotu á fleygiferð nærri bænum Pau í Frakklandi í dag . Þotan, sem var af gerðinni Fokker 100 og í eigu Air France, virðist hafa runnið út af flugbrautinni í þann mund sem hún var að hefja sig til flugs. 25.1.2007 19:15 Baugsmenn sýknaðir Það urðu tímamót í Baugsmálinu í dag þegar Hæstiréttur sýknaði sakborningana í Baugsmálinu, þau Jón Ásgeir Jóhannesson - systur hans Kristínu og endurskoðendurna Stefán Hilmarsson og Önnu Þórðardóttur. Hinu upprunalega Baugsmáli er því í raun lokið en málið er búið að fara allt í tvo hringi í íslenska dómskerfinu, en málið hófst með húsleit í ágúst 2002. 25.1.2007 19:14 Egypskur bloggari fyrir dómstólum Lögfræðingar egypsks bloggara, sem hefur verið ákærður fyrir niðrandi skrif um íslam og að móðga forseta Egyptalands, segja að líklegt sé að hann verði dæmdur fyrir annað brota sinna. Abdel Karim Suleiman, sem er 22 ára fyrrum laganemi, er frjálslyndur múslimi. Hann gæti fengið allt að níu ára fangelsisdóm. 25.1.2007 19:10 Samgöngubætur hækka fasteignaverð og lækka vöruverð Samgöngubætur hækka fasteignaverð, fjölga störfum, lækka vöruverð og auka vöruúrval og framboð þjónustu. Þetta sýna rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis og kynntar voru á ráðstefnu um samgöngumál í dag. 25.1.2007 19:07 Málaferli í uppsiglingu um eignarhald á Vatnsenda Samningur Kópavogsbæjar um lóðir í Vatnsendalandi gæti fært eiganda jarðarinnar tólf milljarða króna tekjur, að mati oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn. Málaferli eru hins vegar í uppsiglingu um hver eigi jörðina en þau snúast um ákvæði sjötíu ára gamallar erfðaskrár. 25.1.2007 19:00 Köld eru kvenna ráð Belgíska lögreglan rannsakar um þessar mundir reyfarakennt ástríðumorð sem framið var í þrettán þúsund feta hæð. Svo virðist sem kona hafi komið viðhaldi unnusta síns fyrir kattarnef með því að eyðileggja fallhlíf hennar. 25.1.2007 19:00 Útgöngubanni lýst yfir í Beirút Á ráðstefnu sem haldin var um efnahag Líbanons í Frakklandi í dag tókst að safna rúmlega fimm hundruð milljörðum til endurreisnar landsins. Á meðan á þessu stóð kom til heiftarlegra átaka í Beirút, höfuðborg Líbanons, á milli fylgismanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar. 25.1.2007 18:30 Fá ríflegan skattafslátt en njóta allra réttinda Eitt hundrað og fimm hjón sem höfðu lifibrauð sitt einungis af fjármagnstekjum, samkvæmt skattframtali höfðu tæpar níu milljónir á ári að meðaltali í árstekjur, en mikill munur er á þeim tekjulægstu og tekjuhæstu í hópnum. Fjármagnseigendur greiða minna en þriðjung þeirra skatta sem venjulegir launþegar þurfa að borga. Þeir njóta hins vegar sambærilegra réttinda til að fá barnabætur og vaxtabætur. 25.1.2007 18:30 ElBaradei hvetur til viðræðna Aðalritari Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, Mohamed ElBaradei, sagði í dag að eina leiðin til þess að leysa deiluna við Írani væri að hefja viðræður við þá. Þetta kom fram á hringborðsumræðum um útbreiðslu kjarnavopna hjá Efnahagsstofnun heimsins. 25.1.2007 18:14 Hillary með 19% forskot á Obama Hillary Clinton, eiginkona Bill Clinton fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, varð langefst í skoðanakönnun bandaríska tímaritsins Time um það hver myndi verða forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í forsetakosningunum árið 2006. Hún fékk alls 40% atkvæða en Barack Obama, sem margir telja að verði hennar helsti andstæðingur, hlaut aðeins 19%. 25.1.2007 17:45 Utanríkisráðherra fundar í Lichtenstein Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Ritu Kieber–Beck utanríkisráðherra Liechtenstein. Á fundinum voru sameiginleg hagsmunamál landanna rædd, meðal annars stækkun evrópska efnahagsvæðisins og málefni EFTA og Heimsviðskiptastofnunarinnar. Þá ræddu ráðherrarnir um þróunarmál og möguleika á auknum samskiptum á sviði menningarmála. 25.1.2007 17:30 Mikil stemning í liðinu segir læknirinn 25.1.2007 17:21 „Settur saksóknari situr í forinni“ „Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða og í samræmi við það sem ég vissi í hjarta mínu að myndi gerast,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, í yfirlýsingu eftir að Hæstiréttur sýknaði í dag hann og þrjá aðra tengda Baugi af sex ákæruliðum sem eftir voru af upprunalega Baugsmálinu. 25.1.2007 16:59 Ungur drengur stunginn til bana í Svíþjóð Sjö ára drengur var stunginn til bana við skóla í Norrahammar suður af Jönköping í Suðurhluta landsins. Maður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um morðið, en hann mun hafa stungið drenginn margsinnis með hníf. 25.1.2007 16:53 Einn grunaður um íkveikju í húsi í Þorlákshöfn Bráðabirgðarannsókn lögreglunnar á Selfossi á brunanum í Þorlákshöfn um síðustu helgi hefur leitt í ljós að notaður hafi verið eldfimur vökvi til þess að kveikja í húsinu. Ein maður er grunaður um íkveikjuna og situr hann enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en það rennur út þann 5. febrúar. 25.1.2007 16:46 Breska kirkjan andvíg ættleiðingum samkynhneigðra Tilfinningaþrungin deila hefur sprottið upp í Bretlandi á milli ensku Biskupakirkjunnar og Kaþólsku kirkjunnar annars vegar og ríkisins hins vegar. Ný lög um jafnrétti sem taka gildi í apríl munu enda þá mismunun sem samkynhneigð pör sem vilja ættleiða barn hafa orðið fyrir. Kirkjunnar menn eru alfarið á móti því að nýju login nái yfir ættleiðingaskrifstofur kirkjunnar. 25.1.2007 16:45 Eins og hálfs árs fangelsi fyrir veskisþjófnað Hæstiréttur staðfesti í dag eins og hálfs árs fangelsisdóm hérðasdóms yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að hafa stolið veski úr verslun sem hann vann hjá og tekið út tíu þúsund krónur af debetkorti í veskinu. Með þessu rauf hann skilorð dóms þar sem hann hafði hlotið 18 mánaða fangelsi. 25.1.2007 16:35 Sjá næstu 50 fréttir
Hótar hertum samkeppnislögum ef matarverð lækkar ekki Fjármálaráðherra hótar hertum samkeppnisreglum ef aðgerðir stjórnvalda til að lækka matarverð skila ekki árangri. 26.1.2007 12:24
Óeining um sjálfstæði Kosovo Rússar eru fullir efasemdar um áætlun Martti Ahtisaari erindreka Sameinuðu Þjóðanna sem myndi nánast gefa Kosovo hluta Serbíu sjálfstæði. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir embættismanni í dag. Eftir 90 mínútna fund í Vínarborg með tengiliðum sex valdaþjóða hvöttu Rússar til að ákvörðun um Kosovo yrði frestað þar til Serbía hafi myndað ríkisstjórn, en kosningar fóru fram í landinu 21. janúar. 26.1.2007 12:06
Tæpar 60 milljónir í málvarnarkostnað í Baugsmáli Ríkissjóður greiðir verjendum í hinu upphaflega Baugsmáli tæpar 58 milljónir króna í laun og útlagðan kostnað. Þá er ótalinn kostnaður vegna rannsóknar málsins. 26.1.2007 12:00
Vinstri - grænir stærri en Samfylkingin skv. könnun Frjálsrar verslunar Vinstri - grænir mælast stærri en Samfylkingin samkvæmt skoðanakönnun sem Frjáls verslun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is dagana 17. til 22. janúar. Samkvæmt könnuninni nýtur Sjálfstæðisflokkurinn fylgis tæplega 39 prósenta landsmanna, Vinstri grænir koma næstir með 20,5 prósent og þar á eftir kemur Samfylkingin með tveimur prósentum minna fylgi en Vinstri grænir. 26.1.2007 11:51
Platini kjörinn forseti UEFA Michel Platini, fyrrverandi leikmaður og þjálfari franska landsliðsins, var fyrir stundu kjörinn forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, á ársþingi sambandsins í Düsseldorf í Þýskalandi. 26.1.2007 11:40
Spánverjar taka mál af 8 þúsund konum Fatastærðir fyrir konur eru nú teknar til endurskoðunar á Spáni eftir að ríkisstjórnin ákvað að sporna við ímyndarþrýstingi á ungar stúlkur. Ein af breytingunum verður sú að búðareigendur eiga að stylla út breiðari gínum. Nokkrir mánuðir eru síðan sett var bann við of grönnum fyrirsætum á tískuvikunni í Madrid. Á Spáni er ekki óalgengt að konur fari með margar stærðir af sömu flíkinni inn í búningsherbergi, þar sem ómögulegt er að vita fyrirfram hvaða stærð þær þurfi. 26.1.2007 11:33
Bændur í Eyjafjarðarsveit vilja fá bætur vegna flóða Um tuttugu og fimm aðilar vilja fá bætur vegna tjóns sem hlaust af flóðum í Eyjafjarðarsveit fyrir jólin. Óvíst er hversu mikið fæst bætt. Norðlenski fréttavefurinn Vikudagur hefur eftir Bjarna Kristjánssyni, sveitarstjóra í Eyjafjarðarsveit, að Bjargráðasjóður taki öll málin til skoðunar en sennilega fái ekki allir sem óska eftir bætur. 26.1.2007 11:30
Ekki verði farið í gegnum Teigskóg Helstu náttúrverndarsamtök landsins hafa sent frá sér árskorun til Alþingis þar sem þingið er hvatt til þess að sjá til þess að Vestfjarðarvegi verði valin ný veglína með göngum undir Hjallaháls og Gufudalsháls í stað þess að fara í gegnum Teigskóg eins og umhverfisráðherra hafi heimilað. 26.1.2007 11:16
Landsþing frjálslyndra í dag og á morgun Landsþing Frjálslynda flokksins hefst í dag á Hótel Loftleiðum klukkan fjögur en það stendur fram á morgundag. Klukkan fimm í dag flytur formaður flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, ræðu sína og þá verða drög að stjórnmálaályktun einnig lögð fram í dag. 26.1.2007 10:58
Tveir létust í sjálfsmorðsárás í Pakistan Tveir létust í sjálfsmorðsárás við Mariott hótelið í Islamabad höfuðborg Pakistan í dag. Innanríkisráðherra landsins sagði að auk árásarmannsins hefði öryggisvörður hótelsins látið lífið. Fréttamaður Reuter fréttastofunnar sagði bifreið, sem var rústir einar, hafi verið við hlið hótelsins og blóð og líkamsleifar á víð og dreif. Lögregla lokaði svæðinu fljótlega af og sírenur ómuðu um hverfið, en þar er fjöldi opinberra bygginga. 26.1.2007 10:53
Sena tekur við kvikmyndahúsarekstri í Háskólabíói Sena tekur við kvikmyndahúsarekstri í HáskólabíóI á allra næstu mánuðum af Sambíóunum. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi 365 hf. í morgun en Sena er í eigu 365. Sena leigir húsnæðið af Sáttmálasjóði Háskóla Íslands. 26.1.2007 10:37
Kristallar koma úr stórutá Samkvæmt fjölmiðlum í Malasíu síðastliðna daga er margt furðulegt að gerast þar. Kraftaverkalæknar eru á ferð og dularfullar risa-górillur láta glitta í sig. En það nýjasta er ung kona og tærnar á henni. Hvers vegna? Jú, það koma gimsteinar út úr þeim. Fjölmiðlar skýrðu fyrst frá þessu á þriðjudaginn var en fyrsti steininn leit dagsins ljós í október í fyrra. 25.1.2007 23:36
Hermönnum fjölgað í Afganistan Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, tilkynnir á fundi Norðuratlantshafsbandalagsins (NATO) á morgun að Bandaríkjamenn ætli sér að fjölga hermönnum í Afganistan og auka við fjárhagsaðstoð til þess að gera út af við Talibana. Hún ætlast einnig til þess að bandamenn Bandaríkjanna í NATO geri slíkt hið sama en Evrópulöndin virðast hafa takmarkaðan áhuga á slíkum aðgerðum. 25.1.2007 23:15
Ólöglegir innflytjendur sendir til síns heima Mikill ótti hefur gripið um sig í samfélögum spænskra innflytjenda í Kaliforníu í Bandaríkjunum að undanförnu eftir að lögregla þar hóf að flytja af landi brott ólöglega innflytjendur. Lögreglan hóf átakið á þriðjudaginn var og segist einbeita sér að þeim ólöglegu innflytjendum sem eru glæpamenn. 25.1.2007 22:45
Fox stefnir Google Kvikmyndasamsteypan 20th Century Fox stefndi í gær Google, eigendum YouTube heimasíðunnar eftir að heilu þættirnir úr seríunni frægu „24“ birtust á YouTube. Fox krefst þess að Google láti af hendi upplýsingar um notandann sem setti þættina á heimasíðuna. 25.1.2007 22:30
Yfirborð sjávar mun hækka næstu 1000 árin Yfirborð sjávar mun halda áfram að hækka næstu þúsund árin þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda í heiminum til þess að koma í veg fyrir það. Ástæðan fyrir hækkun yfirborðs sjávar er talin vera aukið magn gróðurhúsaloftteguna. 25.1.2007 22:16
Landssamtök Landeigenda á Íslandi stofnuð Stofnfundur Landssamtaka Landeigenda á Íslandi var haldin í Sunnusal Hótels Sögu í dag. Salurinn var fullur út úr dyrum og aðstandendur fundarins telja að skráðir stofnfélagar séu hátt í 300 talsins. Guðný Sverrisdóttir, sveitastjóri Grýtubakkahrepps, var kjörin formaður samtakanna. 25.1.2007 21:35
Myrtar til að vera giftar Þrír menn í Kínva voru handteknir fyrir að hafa myrt tvær konur og selt líkin sem „Líkbrúðir" Samkvæmt gömlum kínverskum hefðum boðar það ekki gott ef ungir menn deyja án þess að hafa gift sig og þess vegna hefur það verið stundað að grafa látnar konur við hliðina á þeim til þess að þeir fái notið þeirra í framhaldslífinu. 25.1.2007 21:11
Dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir morð í Írak Bandaríski hermaðurinn Corey Clagett var í dag dæmdur í fangelsi til 18 ára fyrir þátttöku sína í morði á þremur íröskum föngum. Hann er þriðji hermaðurinn sem er dæmdur í tenglsum fyrir morðin. Þau áttu sér stað nærri borginni Tíkrít í norðurhluta Írak 9. maí 2006. 25.1.2007 21:02
„Vörnin ekki nógu góð“ segir Alfreð Alfreð Gíslason segir dómgæsluna í leiknum við Pólverja hafa verið mjög sérstaka á köflum en vill þó ekki kenna dómurunum alfarið um tapið. „Við vorum bara ekki að spila vel í vörninni", segir Alfreð sem einnig hefur nokkrar áhyggjur af meiðslum íslensku leikmannana enda sé breiddin ekki mikil. 25.1.2007 20:48
34 létust og 64 slösuðust Að minnsta kosti 26 manns létu lífið og 64 slösuðust þegar bílsprengja sprakk í Karrada verslunarhverfinu í Bagdad í dag. Fyrr um daginn voru gerðar tvær árásir á markaði í Bagdad og létust átta manns í þeim. Heildartala látinna í dag er því komin upp í 34. 25.1.2007 20:45
Drekkum vatn og verndum tennurnar Lýðheilsustöð stendur fyrir árlegri tannverndarviku í næstu viku, 29. janúar til 2. febrúar. Slagorð vikunnar verða „Drekkum vatn“ og á það að minna fólk á að vatn er betri svaladrykkur en gosdrykkur. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tannheilsu íslenskra ungmenna á aldrinum sex, tólf og fimmtán ára er tannheilsa töluvert vandamál hjá þessum hópi. 25.1.2007 20:29
Heimamenn eignast Hraðfrystistöð Þórshafnar Fræ ehf., eignarhaldsfélag í eigu Langanesbyggðar, hefur keypt 30% eignarhlut FSP hf. í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. og fer nú með 60% eignarhlut í félaginu en 30% eru í eigu Þórskaupa og 10% í eigu Þórshafnar fjárfestingar. 25.1.2007 20:14
Bandaríkin styrkja Afganistan um 740 milljarða Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í dag að stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, myndi biðja þingið um að heimila 10,6 milljarða dollara fjárveitingu til Afganistan. Þetta jafngildir 740 milljörðum íslenskra króna. 25.1.2007 20:00
Fer holu í höggi Bandaríski skrautpáfagaukurinn Al hefur að undanförnu leikið listir sínar fyrir sjónvarpsáhorfendur í Flórída. Gauksi er fjölhæfur í meira lagi því á meðal íþróttagreina sem hann hefur lagt fyrir sig eru körfubolti, fimleikar og meira að segja golf. 25.1.2007 19:45
Tap fyrir Pólverjum Íslenska landsliðið tapaði í kvöld 35-33 fyrir Þjóðverjum í milliriðli 1 á HM. Íslenska liðið hafði yfir í hálfleik 14-12, en Pólverjar sigu framúr í lokin og tryggðu sér mikilvægan sigur. Lukkan var einfaldlega ekki á bandi íslenska liðsins í kvöld, spænsku dómararnir áttu ekki góðan dag og þá urðu þeir Logi Geirsson og Guðjón Valur fyrir meiðslum eftir fólskuleg brot Pólverja. 25.1.2007 19:45
Skíðamenn í Evrópu kætast Skíðamenn í Evrópu hafa tekið gleði sína eftir snjókomu og frosthörkur undanfarinna daga. Í Bæjaralandi í Þýskalandi voru skíðasvæðin opnuð í morgun í fyrsta sinn í vetur og voru brekkurnar fljótar að fyllast af fólki á skíðum, snjóbrettum og jafnvel sleðum. 25.1.2007 19:30
Deilt um stækkun Andstæðingar stækkunar álversins í Straumsvík saka bæjarstjórann í Hafnarfirði um blekkingar og telja víst að meirihluti Hafnfirðinga muni hafna stækkuninni í íbúakosningu. Bæjarstjórinn segist hlynntur fyrirliggjandi áformum en setur þó nokkra fyrirvara. 25.1.2007 19:28
Lenti í árekstri við farþegaþotu Franskur vörubílstjóri lét lífið þegar hann lenti í árekstri við farþegaþotu á fleygiferð nærri bænum Pau í Frakklandi í dag . Þotan, sem var af gerðinni Fokker 100 og í eigu Air France, virðist hafa runnið út af flugbrautinni í þann mund sem hún var að hefja sig til flugs. 25.1.2007 19:15
Baugsmenn sýknaðir Það urðu tímamót í Baugsmálinu í dag þegar Hæstiréttur sýknaði sakborningana í Baugsmálinu, þau Jón Ásgeir Jóhannesson - systur hans Kristínu og endurskoðendurna Stefán Hilmarsson og Önnu Þórðardóttur. Hinu upprunalega Baugsmáli er því í raun lokið en málið er búið að fara allt í tvo hringi í íslenska dómskerfinu, en málið hófst með húsleit í ágúst 2002. 25.1.2007 19:14
Egypskur bloggari fyrir dómstólum Lögfræðingar egypsks bloggara, sem hefur verið ákærður fyrir niðrandi skrif um íslam og að móðga forseta Egyptalands, segja að líklegt sé að hann verði dæmdur fyrir annað brota sinna. Abdel Karim Suleiman, sem er 22 ára fyrrum laganemi, er frjálslyndur múslimi. Hann gæti fengið allt að níu ára fangelsisdóm. 25.1.2007 19:10
Samgöngubætur hækka fasteignaverð og lækka vöruverð Samgöngubætur hækka fasteignaverð, fjölga störfum, lækka vöruverð og auka vöruúrval og framboð þjónustu. Þetta sýna rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis og kynntar voru á ráðstefnu um samgöngumál í dag. 25.1.2007 19:07
Málaferli í uppsiglingu um eignarhald á Vatnsenda Samningur Kópavogsbæjar um lóðir í Vatnsendalandi gæti fært eiganda jarðarinnar tólf milljarða króna tekjur, að mati oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn. Málaferli eru hins vegar í uppsiglingu um hver eigi jörðina en þau snúast um ákvæði sjötíu ára gamallar erfðaskrár. 25.1.2007 19:00
Köld eru kvenna ráð Belgíska lögreglan rannsakar um þessar mundir reyfarakennt ástríðumorð sem framið var í þrettán þúsund feta hæð. Svo virðist sem kona hafi komið viðhaldi unnusta síns fyrir kattarnef með því að eyðileggja fallhlíf hennar. 25.1.2007 19:00
Útgöngubanni lýst yfir í Beirút Á ráðstefnu sem haldin var um efnahag Líbanons í Frakklandi í dag tókst að safna rúmlega fimm hundruð milljörðum til endurreisnar landsins. Á meðan á þessu stóð kom til heiftarlegra átaka í Beirút, höfuðborg Líbanons, á milli fylgismanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar. 25.1.2007 18:30
Fá ríflegan skattafslátt en njóta allra réttinda Eitt hundrað og fimm hjón sem höfðu lifibrauð sitt einungis af fjármagnstekjum, samkvæmt skattframtali höfðu tæpar níu milljónir á ári að meðaltali í árstekjur, en mikill munur er á þeim tekjulægstu og tekjuhæstu í hópnum. Fjármagnseigendur greiða minna en þriðjung þeirra skatta sem venjulegir launþegar þurfa að borga. Þeir njóta hins vegar sambærilegra réttinda til að fá barnabætur og vaxtabætur. 25.1.2007 18:30
ElBaradei hvetur til viðræðna Aðalritari Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, Mohamed ElBaradei, sagði í dag að eina leiðin til þess að leysa deiluna við Írani væri að hefja viðræður við þá. Þetta kom fram á hringborðsumræðum um útbreiðslu kjarnavopna hjá Efnahagsstofnun heimsins. 25.1.2007 18:14
Hillary með 19% forskot á Obama Hillary Clinton, eiginkona Bill Clinton fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, varð langefst í skoðanakönnun bandaríska tímaritsins Time um það hver myndi verða forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í forsetakosningunum árið 2006. Hún fékk alls 40% atkvæða en Barack Obama, sem margir telja að verði hennar helsti andstæðingur, hlaut aðeins 19%. 25.1.2007 17:45
Utanríkisráðherra fundar í Lichtenstein Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Ritu Kieber–Beck utanríkisráðherra Liechtenstein. Á fundinum voru sameiginleg hagsmunamál landanna rædd, meðal annars stækkun evrópska efnahagsvæðisins og málefni EFTA og Heimsviðskiptastofnunarinnar. Þá ræddu ráðherrarnir um þróunarmál og möguleika á auknum samskiptum á sviði menningarmála. 25.1.2007 17:30
„Settur saksóknari situr í forinni“ „Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða og í samræmi við það sem ég vissi í hjarta mínu að myndi gerast,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, í yfirlýsingu eftir að Hæstiréttur sýknaði í dag hann og þrjá aðra tengda Baugi af sex ákæruliðum sem eftir voru af upprunalega Baugsmálinu. 25.1.2007 16:59
Ungur drengur stunginn til bana í Svíþjóð Sjö ára drengur var stunginn til bana við skóla í Norrahammar suður af Jönköping í Suðurhluta landsins. Maður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um morðið, en hann mun hafa stungið drenginn margsinnis með hníf. 25.1.2007 16:53
Einn grunaður um íkveikju í húsi í Þorlákshöfn Bráðabirgðarannsókn lögreglunnar á Selfossi á brunanum í Þorlákshöfn um síðustu helgi hefur leitt í ljós að notaður hafi verið eldfimur vökvi til þess að kveikja í húsinu. Ein maður er grunaður um íkveikjuna og situr hann enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en það rennur út þann 5. febrúar. 25.1.2007 16:46
Breska kirkjan andvíg ættleiðingum samkynhneigðra Tilfinningaþrungin deila hefur sprottið upp í Bretlandi á milli ensku Biskupakirkjunnar og Kaþólsku kirkjunnar annars vegar og ríkisins hins vegar. Ný lög um jafnrétti sem taka gildi í apríl munu enda þá mismunun sem samkynhneigð pör sem vilja ættleiða barn hafa orðið fyrir. Kirkjunnar menn eru alfarið á móti því að nýju login nái yfir ættleiðingaskrifstofur kirkjunnar. 25.1.2007 16:45
Eins og hálfs árs fangelsi fyrir veskisþjófnað Hæstiréttur staðfesti í dag eins og hálfs árs fangelsisdóm hérðasdóms yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að hafa stolið veski úr verslun sem hann vann hjá og tekið út tíu þúsund krónur af debetkorti í veskinu. Með þessu rauf hann skilorð dóms þar sem hann hafði hlotið 18 mánaða fangelsi. 25.1.2007 16:35