Fleiri fréttir Litlu munaði að eldsprenging yrði á Laugavegi í gær Aðeins munaði örfáum mínútum að eldur, sem kviknaði í risíbúð við Laugaveg í Reykjavík í gærkvöldi, ylli eldsprengingu og miklu eldhafi, sem hefði ógnað nærliggjandi húsum. Slökkviliðsmenn telja að hitinn í íbúðinni í gærkvöldi hafi verið orðinn 500 til 600 gráður. 14.11.2006 12:45 Protesting Israeli Killings 14.11.2006 12:40 Íslendingar bjóðast til að miðla málum Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði að loknum fundi með Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, í utanríkisráðuneytinu í morgun, að henni þættu skýringar Ísraela á árásum á óbreytta borgara Beit Hanoun á Gaza í síðustu viku ekki trúverðugar. Ísraelar segja að um tæknileg mistök hafi verið að ræða. 14.11.2006 12:33 Rúmlega 100 rænt Vopnaðir uppreisnarmenn rændu í morgun rúmlega hundrað starfsmönnum menntamálaráðuneytisins í Bagdad, höfuðborg Íraks. Aðeins karlmönnum var rænt. 14.11.2006 12:31 Rannsakað sem manndráp af gáleysi Banaslysið á Reykjanesbraut á laugardagskvöld er rannsakað sem manndráp af gáleysi. Mennirnir tveir sem komust lífs af úr slysinu hafa verið úrskurðaðir í farbann til nóvemberloka og hafa réttarstöðu sakborninga. 14.11.2006 12:25 Skipið á leið til Reyðarfjarðar Erlent flutningaskip, sem lenti í háska í roki og stórsjó rúmar hundrað sjómílur suðaustur af landinu þegar aðalvél þess bilaði í nótt, siglir á ný fyrir eigin vélarafli áleiðis til Reyðarfjarðar. Hættan er talin liðin hjá. 14.11.2006 12:16 Jólin kosta 8 milljarða Jólin kosta þjóðina átta milljarða króna - fyrir utan vask - ef spá Rannsóknarseturs verslunarinnar gengur eftir. Og valinn hópur smekkmanna hefur útnefnt jólagjöf ársins í ár. 14.11.2006 12:10 Sendiherrann fór út bakdyramegin, hátt í hundrað mótmælendur við ráðuneytið Tæplega hundrað manns mótmæltu drápi Ísraelsmanna á mörgum óbreyttum borgurum í Palestínu nýverið, þegar ísraelski sendiherrann gekk á fund Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Sendiherrann var mættur í ráðuneytið áður en mótmælendur komu og að loknum fundinum fór sendiherrann út bakdyramegin. 14.11.2006 12:09 Giuliani stígur fyrstu skrefin til forsetaframboðs Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, hefur tekið fyrstu skrefin til framboðs í forsetakosningunum sem fara fram árið 2008. Hann hefur skráð sig fyrir svokallaðri könnunarnefnd sem heimilar honum að safna fé til að ferðast um landið, til þess að kanna stuðning við hugsanlegt framboð. 14.11.2006 12:08 Ban This Book 14.11.2006 11:54 Lögreglumenn segja umfjöllun Blaðsins ærumeiðandi Landssamband lögreglumanna lýsir yfir furðu sinni á "fréttaúttekt" Blaðsins á liðnum dögum þar sem fjallað hefur verið um meint brot fjölda lögreglumanna í tengslum við rannsókn fíkniefnabrota fyrir um 10 árum. Landssambandið bendir á að lögreglumenn á Íslandi búa við mjög mikið eftirlit með störfum sínum af hálfu yfirmanna og annarra yfirvalda. 14.11.2006 11:52 Vörubíll valt á hliðina Lögreglan í Reykjavík vinnur nú að því að rétta af vörubíl sem lenti á hliðinni á lóð við verslun í Lágmúla. Vörubíllinn var með krana á en ekki er vitað um hvort einhverjar skemmdir urðu. 14.11.2006 11:52 Fangar fá fjárbætur fyrir fráhvarfseinkenni Hópur fyrrverandi fanga í Bretlandi fá greitt sem svarar 100 milljónum íslenskra króna vegna þess að þeir voru látnir hætta tafarlaust að neyta eiturlyfja í breskum fangelsum og fengu þeir harkaleg fráhvarfseinkenni. Fangarnir kölluðu þetta mannréttindabrot og ákvað dómarinn því þessa bótafjárhæð sem nemur 500 þúsundum á mann. 14.11.2006 11:37 Öxnadalsheiðin er ófær Ófært er um Öxnadalsheiði en þar er stórhríð. Stórhríð er einnig á Þverárfjalli og á leiðinni í Fljótin. Verið er að opna milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Færð er víðast hvar þung. Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. 14.11.2006 11:36 Fjögurra klukkustunda kynlífsmyndband af Britney Spears Ótti ríkir í herbúðum Britney Spears eftir að upplýst var að eiginmaður hennar Kevin Federline, hefur undir höndum fjögurra klukkustunda myndband af þeim hjónum í villtum ástarleikjum. 14.11.2006 11:30 Stjórnmálasamband við Síerra Leóne Íslendingar stofnuðu í gær til stjórnmálasambands við Vestur-Afríkuríkið Síerra Leóne. Fastafulltrúar Íslands og Síerra Leóne hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Joe Robert Pemagbi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í New York í gær. Landið er nú á uppleið eftir stríðsátök undanfarinna ára. 14.11.2006 11:20 The Sea Baron 14.11.2006 11:19 Kristján XI Danaprins fær að eiga tölvulénin Kærunefnd úthlutunar tölvuléna í Danmörku hefur skorið úr um litli prinsinn Kristján XI á einkarétt á lénum þar sem nafn hans kemur fyrir. Ónafngreindum viðskiptamógúl verður því gert að skila lénunum christianXI.dk og christian-XI.dk til konungsfjölskyldunnar. Lénin voru keypt strax daginn eftir að tilkynnt var um nafn litla prinsins. 14.11.2006 11:16 Skógar að stækka á ný Ný skýrsla heldur því fram að skógar séu aftur að sækja í sig veðrið. Skýrslan komst að því að aukning á skógum sé fyrir hendi í nærri öllum löndum þar sem einstaklingar hafa meira en 4.600 dollara, eða 318.000 krónur, í árstekjur hafi skógar stækkað. 13.11.2006 23:40 Minnismerki reist til heiðurs Martin Luthers King Jr. Mannréttindafrömuðir í Bandaríkjunum tóku í dag fyrstu skóflustungu að minnismerki um Martin Luther King Jr. Alls höfðu um 5.000 manns safnast saman og voru þau hvött af fyrrum aðstoðarmanni Martin Luther Kings Jr. til þess að hafa hugsjónir hans í heiðri um ókomna tíð. 13.11.2006 23:27 Bandarískir ráðamenn segja dómsyfirvöld ekki hafa lögsögu yfir Guantanamo fangelsinu Talsmenn ríkisstjórnar George W. Bush sögðu í dag að vísa yrði frá þeim málum sem fangar í Guantanamo hafa höfðað gegn bandarískum stjórnvöldum. Föngunum hefur flestum verið haldið þar án þess að þeir hafi verið ákærðir fyrir nokkuð. 13.11.2006 23:06 Ítalska ríkisstjórnin slakar á lögum um eiturlyf Ítalska ríkisstjórnin hækkaði í dag það magn af kannabisi sem löglegt er að vera með á sér án þess að vera handtekinn um helming. Samkvæmt nýju lögunum verður löglegt að vera með allt að 40 kannabisvindlinga á sér. 13.11.2006 22:30 Tony Blair hvetur til samvinnu í málefnum Mið-Austurlanda Í mikilvægri ræðu um utanríkismál sagði Tony Blair að mikilvægt væri að vinna með öllum löndum í Mið-Austurlöndum að friði og að það þýddi samstarf með Írönum og Sýrlandi. Talsmaður Blairs sagði hins vegar eftir ræðuna að þetta þýddi ekki að gefið yrði eftir í stefnu Bretlands varðandi þessi tvö ríki. 13.11.2006 22:13 Náttúrulegt verkjalyf sem er sterkara en morfín Vísindamenn hafa komist að því að mannslíkaminn framleiðir verkjalyf sem er talið töluvert sterkara en morfín. Vísindamennirnir fundu efnið, sem heitir opiorphin, í munnvatni. 13.11.2006 22:06 Utanríkisráðherra Georgíu líkir Rússum við nasista Utanríkisráðherra Georgíu, Giorgi Baramidze, bætti í dag olíu á eldinn í samskiptum þeirra við Rússa þegar hann bar meðferð Rússa á Georgíumönnum í Rússlandi við meðferð nasista á gyðingum á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar. 13.11.2006 21:47 Óveður og flughált á Kjalarnesi Tilkynning var að berast frá Vegagerðinni rétt í þessu og segir hún að það sé óveður og flughált á Kjalarnesi. Eru vegfarendur því beðnir um að aka þar með fyllstu gát. 13.11.2006 21:20 Sægreifinn nær alþjóðlegri frægð Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði nýlega um Ísland á vefsíðu sinni. Greinin fjallaði um humarsúpuna sem er á boðstólum á veitingastaðnum Sægreifanum í Reykjavík og var henni lýst sem þeirri bestu sem blaðamaðurinn hafði bragðað. 13.11.2006 21:05 Líkur aukast á þátttöku SÞ í friðargæslu í Darfur Forsetinn í Súdan, Omar Hassan al-Bashir, hefur lagt fram tillögur sem útiloka ekki þáttöku friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í úrlausn mála í Darfur. Þetta fullyrti forseti Senegal, Abdoulaye Wade, í dag. 13.11.2006 20:56 Vitlaust veður á Skagaströnd Vitlaust veður er á Skagaströnd núna og er búist við skemmdum á skemmu þar í bæ. Einnig hafa stillasar fokið og bátar slitnað upp. Björgunarsveitarmenn eru að störfum á svæðinu og segja þeir að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum. 13.11.2006 20:15 Íranir virða hótanir um efnahagsþvinganir að vettugi Íranir ætla sér að halda áfram að auðga úran þrátt fyrir hugsanlegar refsiaðgerðir af hálfu alþjóðasamfélagsins. Þeir hafa heldur ekki enn veitt eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) leyfi til þess að grennslast fyrir í kjarnorkumálum þeirra. 13.11.2006 19:57 Búist við að sátt náist um tilvonandi forsætisráðherra Palestínu bráðlega Maðurinn sem Palestínumenn hafa sæst á að tilnefna sem forsætisráðherra landsins í kjölfar yfirlýsingar núverandi forsætisráðherra, Ismail Haniyeh, hefur sagt að enn hafi ekki verið talað við hann um að taka að sér embættið. 13.11.2006 19:42 Slæmt færi víða um land Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir. Óveður er á Holtavörðuheiði, Kolgrafafirði og í Staðarsveit. Snjóþekja er í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði er þæfingur og stórhríð, hálka er á vegum í Strandasýslu. 13.11.2006 19:21 Slökkviliðsmenn hafa náð yfirhöndinni Slökkvilið Reykjavíkur sendi alla tiltæka slökkvibíla niður á Laugaveg 84 rúmlega hálfsjö í kvöld. Í húsnæðinu er verslun og íbúðarhús. Slökkviliðsmenn eru á þessari stundu komnir fyrir eldinn og byrjaðir að reykræsta húsið. 13.11.2006 19:16 Forseti danska þingsins fer fram á lögreglurannsókn Forseti danska þingsins hefur óskað eftir lögreglurannsókn vegna frétta danskra fjölmiðla um að kókaínleifar hafi fundist á þremur salernum danskra þingmanna í Kristjánsborgarhöll. Hann segir málið allt hið alvarlegasta. 13.11.2006 19:15 Eldsvoði á Laugavegi Slökkvilið Reykjavíkur hefur sent alla tiltæka slökkvibíla niður á Laugaveg 84 en tilkynning barst um eldsvoða þar rétt í þessu. Í húsnæðinu er verslun og íbúðarhús. Sem stendur er ekki vitað meira um ástandið. 13.11.2006 18:46 180 milljónir í verkefni í Malaví Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur ákveðið að leggja 180 milljónir króna til umfangsmikils vatns- og hreinlætisverkefnis í suðurhluta Malaví. Verkefnið er til fjögurra ára og unnið í samvinnu við þrjú ráðuneyti í Malaví og héraðsstjórnina á Monkey Bay-svæðinu - en þar verður verkið unnið. 13.11.2006 18:45 Ekkert ferðaveður fyrir norðan Ekkert ferðaveður er á norður- og norðausturlandi og beinir Vegagerðin þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni þar því ekki sést á milli stika vegna stórhríðar. Þá er ófært um Klettsháls og Eyrarfjall. Fólk er einnig beðið að aka með gát um Svínadal í Dölum vegna foks á bárujárnsplötum. Hálkublettir eru á Hellisheiði og voru þrír fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur, á móts við Skíðaskálann í Hveradölum í dag, en enginn alvarlega slasaður. Þá voru fimm fluttir á slysadeild án alvarlegra meiðsla eftir bílveltu rétt austan við Litlu kaffistofuna á sjötta tímanum. 13.11.2006 18:43 Margsinnis kvartað yfir lélegum merkingum Vegfarandi segist hafa kvartað þrisvar vegna lélegra merkinga við framkvæmdir á Reykjanesbraut, þar sem banaslys varð um helgina. Árangurinn varð enginn. Vegatálmar úr plasti sem Borgarplast hefur hannað eftir erlendri fyrirmynd hafa fengið litlar undirtektir. Þeir eiga að vera mun hættuminni en steinklumpar sem notaðir hafa verið. 13.11.2006 18:38 Kortanúmer birtast á kassastrimlum Kassastrimlar eru ekki mikilvægir pappírar í augum margra en í nokkrum verslunum á Íslandi er þó ráð að gæta þeirra eins og sjáaldurs augna sinna. 13.11.2006 18:32 Áfram vonskuveður víða um land Áfram er búist við stormi víða á landinu í kvöld og fram eftir nóttu. "Já veðurspáin er slæm. Það má búast við mikilli ofankomu á Norður og Austurlandi í kvöld og nótt samfara sterkum vindi eða 15-23 m/s" segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu NFS. 13.11.2006 18:30 Jóhannes í Bónus yfirheyrður vegna skattamála Jóhannes í Bónus var í dag yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Ríkislögreglustjóri og efnahagsbrotadeildin hafa orðið sér til ævarandi skammar, segir Jóhannes Jónsson. 13.11.2006 18:25 Íslenskar ljósmæður láta til sín taka í Afganistan Áttunda nóvember síðastliðinn lauk tveggja vikna ljósmæðurnámskeiði sem íslenskar ljósmæður héldu en námskeiðið var haldið í Afganistan en um 40 konur sóttu námskeiðið. 13.11.2006 18:05 Heilbrigðisráðherra frestar ákvörðun um sólarhringsvaktir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Launakostnaður við bakvaktir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er nú um 15 milljónir króna en talið er að þær verði að lágmarki um 60 milljónir ef bakvaktir verða settar á allan sólarhringinn allan ársins hring. Heilbrigðisráðherra telur því rétt að bíða með ákvörðun um sólarhringsvakt á skurðstofu HSS. 13.11.2006 17:48 Bush vill beita efnahagsþvingunum gegn Írönum George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að alþjóðasamfélagið þyrfti að beita Íran efnahagslegum þvingunum ef þeir héldu áfram að auðga úran gegn vilja þess. 13.11.2006 17:41 Íbúar við Höfðatorg mótmæla skipulagi Sól og skjól eru einkunnarorð fyrir háreista íbúðabyggð sem fyrirhugað er að rísi við Skúlatúnsreit við Höfða gangi nýtt deiliskipulag eftir. Þrír turnar, 14 til 19 hæða háir, munu hins vegar stuðla að skugga og sólarleysi fyrir lágreista nágrannabyggðina og íbúarnir mótmæla harðlega. 13.11.2006 17:20 Sjá næstu 50 fréttir
Litlu munaði að eldsprenging yrði á Laugavegi í gær Aðeins munaði örfáum mínútum að eldur, sem kviknaði í risíbúð við Laugaveg í Reykjavík í gærkvöldi, ylli eldsprengingu og miklu eldhafi, sem hefði ógnað nærliggjandi húsum. Slökkviliðsmenn telja að hitinn í íbúðinni í gærkvöldi hafi verið orðinn 500 til 600 gráður. 14.11.2006 12:45
Íslendingar bjóðast til að miðla málum Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði að loknum fundi með Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, í utanríkisráðuneytinu í morgun, að henni þættu skýringar Ísraela á árásum á óbreytta borgara Beit Hanoun á Gaza í síðustu viku ekki trúverðugar. Ísraelar segja að um tæknileg mistök hafi verið að ræða. 14.11.2006 12:33
Rúmlega 100 rænt Vopnaðir uppreisnarmenn rændu í morgun rúmlega hundrað starfsmönnum menntamálaráðuneytisins í Bagdad, höfuðborg Íraks. Aðeins karlmönnum var rænt. 14.11.2006 12:31
Rannsakað sem manndráp af gáleysi Banaslysið á Reykjanesbraut á laugardagskvöld er rannsakað sem manndráp af gáleysi. Mennirnir tveir sem komust lífs af úr slysinu hafa verið úrskurðaðir í farbann til nóvemberloka og hafa réttarstöðu sakborninga. 14.11.2006 12:25
Skipið á leið til Reyðarfjarðar Erlent flutningaskip, sem lenti í háska í roki og stórsjó rúmar hundrað sjómílur suðaustur af landinu þegar aðalvél þess bilaði í nótt, siglir á ný fyrir eigin vélarafli áleiðis til Reyðarfjarðar. Hættan er talin liðin hjá. 14.11.2006 12:16
Jólin kosta 8 milljarða Jólin kosta þjóðina átta milljarða króna - fyrir utan vask - ef spá Rannsóknarseturs verslunarinnar gengur eftir. Og valinn hópur smekkmanna hefur útnefnt jólagjöf ársins í ár. 14.11.2006 12:10
Sendiherrann fór út bakdyramegin, hátt í hundrað mótmælendur við ráðuneytið Tæplega hundrað manns mótmæltu drápi Ísraelsmanna á mörgum óbreyttum borgurum í Palestínu nýverið, þegar ísraelski sendiherrann gekk á fund Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Sendiherrann var mættur í ráðuneytið áður en mótmælendur komu og að loknum fundinum fór sendiherrann út bakdyramegin. 14.11.2006 12:09
Giuliani stígur fyrstu skrefin til forsetaframboðs Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, hefur tekið fyrstu skrefin til framboðs í forsetakosningunum sem fara fram árið 2008. Hann hefur skráð sig fyrir svokallaðri könnunarnefnd sem heimilar honum að safna fé til að ferðast um landið, til þess að kanna stuðning við hugsanlegt framboð. 14.11.2006 12:08
Lögreglumenn segja umfjöllun Blaðsins ærumeiðandi Landssamband lögreglumanna lýsir yfir furðu sinni á "fréttaúttekt" Blaðsins á liðnum dögum þar sem fjallað hefur verið um meint brot fjölda lögreglumanna í tengslum við rannsókn fíkniefnabrota fyrir um 10 árum. Landssambandið bendir á að lögreglumenn á Íslandi búa við mjög mikið eftirlit með störfum sínum af hálfu yfirmanna og annarra yfirvalda. 14.11.2006 11:52
Vörubíll valt á hliðina Lögreglan í Reykjavík vinnur nú að því að rétta af vörubíl sem lenti á hliðinni á lóð við verslun í Lágmúla. Vörubíllinn var með krana á en ekki er vitað um hvort einhverjar skemmdir urðu. 14.11.2006 11:52
Fangar fá fjárbætur fyrir fráhvarfseinkenni Hópur fyrrverandi fanga í Bretlandi fá greitt sem svarar 100 milljónum íslenskra króna vegna þess að þeir voru látnir hætta tafarlaust að neyta eiturlyfja í breskum fangelsum og fengu þeir harkaleg fráhvarfseinkenni. Fangarnir kölluðu þetta mannréttindabrot og ákvað dómarinn því þessa bótafjárhæð sem nemur 500 þúsundum á mann. 14.11.2006 11:37
Öxnadalsheiðin er ófær Ófært er um Öxnadalsheiði en þar er stórhríð. Stórhríð er einnig á Þverárfjalli og á leiðinni í Fljótin. Verið er að opna milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Færð er víðast hvar þung. Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. 14.11.2006 11:36
Fjögurra klukkustunda kynlífsmyndband af Britney Spears Ótti ríkir í herbúðum Britney Spears eftir að upplýst var að eiginmaður hennar Kevin Federline, hefur undir höndum fjögurra klukkustunda myndband af þeim hjónum í villtum ástarleikjum. 14.11.2006 11:30
Stjórnmálasamband við Síerra Leóne Íslendingar stofnuðu í gær til stjórnmálasambands við Vestur-Afríkuríkið Síerra Leóne. Fastafulltrúar Íslands og Síerra Leóne hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Joe Robert Pemagbi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í New York í gær. Landið er nú á uppleið eftir stríðsátök undanfarinna ára. 14.11.2006 11:20
Kristján XI Danaprins fær að eiga tölvulénin Kærunefnd úthlutunar tölvuléna í Danmörku hefur skorið úr um litli prinsinn Kristján XI á einkarétt á lénum þar sem nafn hans kemur fyrir. Ónafngreindum viðskiptamógúl verður því gert að skila lénunum christianXI.dk og christian-XI.dk til konungsfjölskyldunnar. Lénin voru keypt strax daginn eftir að tilkynnt var um nafn litla prinsins. 14.11.2006 11:16
Skógar að stækka á ný Ný skýrsla heldur því fram að skógar séu aftur að sækja í sig veðrið. Skýrslan komst að því að aukning á skógum sé fyrir hendi í nærri öllum löndum þar sem einstaklingar hafa meira en 4.600 dollara, eða 318.000 krónur, í árstekjur hafi skógar stækkað. 13.11.2006 23:40
Minnismerki reist til heiðurs Martin Luthers King Jr. Mannréttindafrömuðir í Bandaríkjunum tóku í dag fyrstu skóflustungu að minnismerki um Martin Luther King Jr. Alls höfðu um 5.000 manns safnast saman og voru þau hvött af fyrrum aðstoðarmanni Martin Luther Kings Jr. til þess að hafa hugsjónir hans í heiðri um ókomna tíð. 13.11.2006 23:27
Bandarískir ráðamenn segja dómsyfirvöld ekki hafa lögsögu yfir Guantanamo fangelsinu Talsmenn ríkisstjórnar George W. Bush sögðu í dag að vísa yrði frá þeim málum sem fangar í Guantanamo hafa höfðað gegn bandarískum stjórnvöldum. Föngunum hefur flestum verið haldið þar án þess að þeir hafi verið ákærðir fyrir nokkuð. 13.11.2006 23:06
Ítalska ríkisstjórnin slakar á lögum um eiturlyf Ítalska ríkisstjórnin hækkaði í dag það magn af kannabisi sem löglegt er að vera með á sér án þess að vera handtekinn um helming. Samkvæmt nýju lögunum verður löglegt að vera með allt að 40 kannabisvindlinga á sér. 13.11.2006 22:30
Tony Blair hvetur til samvinnu í málefnum Mið-Austurlanda Í mikilvægri ræðu um utanríkismál sagði Tony Blair að mikilvægt væri að vinna með öllum löndum í Mið-Austurlöndum að friði og að það þýddi samstarf með Írönum og Sýrlandi. Talsmaður Blairs sagði hins vegar eftir ræðuna að þetta þýddi ekki að gefið yrði eftir í stefnu Bretlands varðandi þessi tvö ríki. 13.11.2006 22:13
Náttúrulegt verkjalyf sem er sterkara en morfín Vísindamenn hafa komist að því að mannslíkaminn framleiðir verkjalyf sem er talið töluvert sterkara en morfín. Vísindamennirnir fundu efnið, sem heitir opiorphin, í munnvatni. 13.11.2006 22:06
Utanríkisráðherra Georgíu líkir Rússum við nasista Utanríkisráðherra Georgíu, Giorgi Baramidze, bætti í dag olíu á eldinn í samskiptum þeirra við Rússa þegar hann bar meðferð Rússa á Georgíumönnum í Rússlandi við meðferð nasista á gyðingum á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar. 13.11.2006 21:47
Óveður og flughált á Kjalarnesi Tilkynning var að berast frá Vegagerðinni rétt í þessu og segir hún að það sé óveður og flughált á Kjalarnesi. Eru vegfarendur því beðnir um að aka þar með fyllstu gát. 13.11.2006 21:20
Sægreifinn nær alþjóðlegri frægð Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði nýlega um Ísland á vefsíðu sinni. Greinin fjallaði um humarsúpuna sem er á boðstólum á veitingastaðnum Sægreifanum í Reykjavík og var henni lýst sem þeirri bestu sem blaðamaðurinn hafði bragðað. 13.11.2006 21:05
Líkur aukast á þátttöku SÞ í friðargæslu í Darfur Forsetinn í Súdan, Omar Hassan al-Bashir, hefur lagt fram tillögur sem útiloka ekki þáttöku friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í úrlausn mála í Darfur. Þetta fullyrti forseti Senegal, Abdoulaye Wade, í dag. 13.11.2006 20:56
Vitlaust veður á Skagaströnd Vitlaust veður er á Skagaströnd núna og er búist við skemmdum á skemmu þar í bæ. Einnig hafa stillasar fokið og bátar slitnað upp. Björgunarsveitarmenn eru að störfum á svæðinu og segja þeir að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum. 13.11.2006 20:15
Íranir virða hótanir um efnahagsþvinganir að vettugi Íranir ætla sér að halda áfram að auðga úran þrátt fyrir hugsanlegar refsiaðgerðir af hálfu alþjóðasamfélagsins. Þeir hafa heldur ekki enn veitt eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) leyfi til þess að grennslast fyrir í kjarnorkumálum þeirra. 13.11.2006 19:57
Búist við að sátt náist um tilvonandi forsætisráðherra Palestínu bráðlega Maðurinn sem Palestínumenn hafa sæst á að tilnefna sem forsætisráðherra landsins í kjölfar yfirlýsingar núverandi forsætisráðherra, Ismail Haniyeh, hefur sagt að enn hafi ekki verið talað við hann um að taka að sér embættið. 13.11.2006 19:42
Slæmt færi víða um land Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir. Óveður er á Holtavörðuheiði, Kolgrafafirði og í Staðarsveit. Snjóþekja er í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði er þæfingur og stórhríð, hálka er á vegum í Strandasýslu. 13.11.2006 19:21
Slökkviliðsmenn hafa náð yfirhöndinni Slökkvilið Reykjavíkur sendi alla tiltæka slökkvibíla niður á Laugaveg 84 rúmlega hálfsjö í kvöld. Í húsnæðinu er verslun og íbúðarhús. Slökkviliðsmenn eru á þessari stundu komnir fyrir eldinn og byrjaðir að reykræsta húsið. 13.11.2006 19:16
Forseti danska þingsins fer fram á lögreglurannsókn Forseti danska þingsins hefur óskað eftir lögreglurannsókn vegna frétta danskra fjölmiðla um að kókaínleifar hafi fundist á þremur salernum danskra þingmanna í Kristjánsborgarhöll. Hann segir málið allt hið alvarlegasta. 13.11.2006 19:15
Eldsvoði á Laugavegi Slökkvilið Reykjavíkur hefur sent alla tiltæka slökkvibíla niður á Laugaveg 84 en tilkynning barst um eldsvoða þar rétt í þessu. Í húsnæðinu er verslun og íbúðarhús. Sem stendur er ekki vitað meira um ástandið. 13.11.2006 18:46
180 milljónir í verkefni í Malaví Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur ákveðið að leggja 180 milljónir króna til umfangsmikils vatns- og hreinlætisverkefnis í suðurhluta Malaví. Verkefnið er til fjögurra ára og unnið í samvinnu við þrjú ráðuneyti í Malaví og héraðsstjórnina á Monkey Bay-svæðinu - en þar verður verkið unnið. 13.11.2006 18:45
Ekkert ferðaveður fyrir norðan Ekkert ferðaveður er á norður- og norðausturlandi og beinir Vegagerðin þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni þar því ekki sést á milli stika vegna stórhríðar. Þá er ófært um Klettsháls og Eyrarfjall. Fólk er einnig beðið að aka með gát um Svínadal í Dölum vegna foks á bárujárnsplötum. Hálkublettir eru á Hellisheiði og voru þrír fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur, á móts við Skíðaskálann í Hveradölum í dag, en enginn alvarlega slasaður. Þá voru fimm fluttir á slysadeild án alvarlegra meiðsla eftir bílveltu rétt austan við Litlu kaffistofuna á sjötta tímanum. 13.11.2006 18:43
Margsinnis kvartað yfir lélegum merkingum Vegfarandi segist hafa kvartað þrisvar vegna lélegra merkinga við framkvæmdir á Reykjanesbraut, þar sem banaslys varð um helgina. Árangurinn varð enginn. Vegatálmar úr plasti sem Borgarplast hefur hannað eftir erlendri fyrirmynd hafa fengið litlar undirtektir. Þeir eiga að vera mun hættuminni en steinklumpar sem notaðir hafa verið. 13.11.2006 18:38
Kortanúmer birtast á kassastrimlum Kassastrimlar eru ekki mikilvægir pappírar í augum margra en í nokkrum verslunum á Íslandi er þó ráð að gæta þeirra eins og sjáaldurs augna sinna. 13.11.2006 18:32
Áfram vonskuveður víða um land Áfram er búist við stormi víða á landinu í kvöld og fram eftir nóttu. "Já veðurspáin er slæm. Það má búast við mikilli ofankomu á Norður og Austurlandi í kvöld og nótt samfara sterkum vindi eða 15-23 m/s" segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu NFS. 13.11.2006 18:30
Jóhannes í Bónus yfirheyrður vegna skattamála Jóhannes í Bónus var í dag yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Ríkislögreglustjóri og efnahagsbrotadeildin hafa orðið sér til ævarandi skammar, segir Jóhannes Jónsson. 13.11.2006 18:25
Íslenskar ljósmæður láta til sín taka í Afganistan Áttunda nóvember síðastliðinn lauk tveggja vikna ljósmæðurnámskeiði sem íslenskar ljósmæður héldu en námskeiðið var haldið í Afganistan en um 40 konur sóttu námskeiðið. 13.11.2006 18:05
Heilbrigðisráðherra frestar ákvörðun um sólarhringsvaktir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Launakostnaður við bakvaktir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er nú um 15 milljónir króna en talið er að þær verði að lágmarki um 60 milljónir ef bakvaktir verða settar á allan sólarhringinn allan ársins hring. Heilbrigðisráðherra telur því rétt að bíða með ákvörðun um sólarhringsvakt á skurðstofu HSS. 13.11.2006 17:48
Bush vill beita efnahagsþvingunum gegn Írönum George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að alþjóðasamfélagið þyrfti að beita Íran efnahagslegum þvingunum ef þeir héldu áfram að auðga úran gegn vilja þess. 13.11.2006 17:41
Íbúar við Höfðatorg mótmæla skipulagi Sól og skjól eru einkunnarorð fyrir háreista íbúðabyggð sem fyrirhugað er að rísi við Skúlatúnsreit við Höfða gangi nýtt deiliskipulag eftir. Þrír turnar, 14 til 19 hæða háir, munu hins vegar stuðla að skugga og sólarleysi fyrir lágreista nágrannabyggðina og íbúarnir mótmæla harðlega. 13.11.2006 17:20