Fleiri fréttir

Stuldur ef frambjóðendur hafi aðra flokksskrá

Fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir að ef einhver frambjóðenda í prófkjörinu um síðustu helgi hafi komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur, sé það hreinn stuldur. Gísli Freyr Valdórsson sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar segir að að framboð Guðlaugs Þórs Þórðarssonar hafi gengið í gildru.

Bandaríkjamenn óttast að ríkisstjórn Líbanons verði steypt

Yfirvöld í Bandaríkjunum trúa því að Sýrland, Íran og Hisbollah séu að reyna að kollvarpa líbönsku ríkisstjórninni sem Fouad Siniora, forsætisráðherra, fer fyrir. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, sagði Sýrlendinga beita sér að þessu marki til að koma í veg fyrir rannsókn sérstaks dómstóls á máli þeirra sem sakaðir eru um að hafa myrt Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons.

De Beers vill útrýma blóðdemöntum

Demantarisinn De Beers óttast að frumsýning kvikmyndarinnar "Blóðdemanturinn" með Leonardo DiCaprio hafi neikvæð áhrif á gimsteinasölu og hvetur því til áhrifaríkari herferðar gegn svokölluðum átakademöntum eða blóðdemöntum sem uppreisnarmenn og vígahópar í mörgum Afríkuríkjum selja á svörtum markaði til að fjármagna áframhaldandi átök.

VG mótmælir fyrirhugaðri sölu Landsvirkjunar

Borgarstjórnarflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs mótmælir harðlega fyrirhugaðri sölu á hlut borgarbúa í Landsvirkjun. Í yfirlýsingu frá flokkinum segir að salan sé skref í áttina að einkavæðingu Landsvirkjunar en mikilvægt sé að þessi starfsemi sé í höndum samfélagsins með sameiginlegu eignarhaldi ríkis og sveitarfélaga.

Víðtækur fríverslunarsamningur við Færeyjar

Fríverslunarsamningur milli Íslands og Færeyja tók gildi í dag. Hann felur í sér að Ísland og Færeyjar verða sameiginlegt efnahagssvæði og tekur til viðskipta með vöru, þjónustu og landbúnaðarafurðir, sem og til fjárfestinga. Þetta er víðtækasti samningur af þessu tagi sem Íslendingar hafa gert.

Verð á frumlyfjum orðið lægra hér en í Danmörku

Með nýrri lyfjaverðskrá sem tekur gildi í dag er heildsöluverð á frumlyfjum orðin 6,4% lægra hér en í Danmörku. Nýja lyfjaverðskráin er unnin og birt af Lyfjagreiðslunefnd. Þessi niðurstaða er ekki síst athyglisverð í ljósi þess að Danmörk er það land sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa helst valið sem samanburðarland í opinberri umræðu.

Reynt að draga úr hraða í höfninni

Það er ekki aðeins á vegum landsins sem reynt er að draga úr hraða. Fréttavefurinn Víkurfréttir greinir frá því að í höfninni í Grindavík hafi verið komi upp skilti sem sýni að hámarkshraði innan hafnarinnar sé fjórar sjómílur. Ástæðan er sögð sú að sjófarendur hafi oft á tíðum verið að flýta sér of mikið í höfninni.

Hugað verði að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, leggur áherslu á að hugað sé að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi og telur að norrænt samstarf sé líklega mikilvægara nú á dögum alþjóðavæðingar en nokkru sinni fyrr. Þetta kom fram í ræðu Jónínu á Norðurlandaráðsþingi í dag sem greint er frá í fréttum frá þinginu.

LSH setji Stefán aftur í sitt fyrra starf

Læknafélag Reykjavíkur hefur sent frá sér ályktun þar sem það beinir þeim tilmælum eindregið til yfirstjórnenda Landspítalans að setja Stefán E. Matthíasson aftur í sitt fyrra starf sem yfirlæknir.

Tvö prófkjör hjá Samfylkingunni um helgina

Efnt verður til tveggja prófkjöra hjá Samfylkingunni um helgina og úrslitin í því þriðja verða einnig gerð ljós um helgina. Á laugardaginn kemur fara fram prófkjör flokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi.

Samstaða um að almennir lögreglumenn verði áfram óvopnaðir

Samstaða var um það í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að almennir lögreglumenn hér á landi skyldu áfram vera óvopnaðir. Það var Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og vakti athygli á því að starfshópur á vegum Ríkislögreglustjóra hefði lagt til í skýrslu aukna vopnvæðingu hjá lögreglunni.

Steingrímur J. styður sjálfstæði Færeyja

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna lýsti yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Færeyinga, á þingi Norðurlandaráðs, í Kaupmannahöfn, í dag. Hann studdi einnig að sjálfstjórnarsvæðin fengju fulla aðild að Norðurlandaráði.

Sprengingar að hefjast Ólafsfjarðarmegin vegna ganga

Sprengingar hefjast á morgun Ólafsfjarðarmegin vegna Héðinsfjarðarganga. Fram kemur á norðlenska fréttavefnum Dagur.net að til að byrja með verði aðeins um nokkrar litlar sprengingar að ræða því fara þurfi varlega í bergið við gangnamunnann.

Sýknaður af ákæru um utanvegaakstur

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um utanvegaakstur. Maðurinn var gripinn á torfæruhjóli þegar Landhelgisgæslan og lögreglan á Selfossi voru í eftirlitsflugi með utanvegaakstri í umdæmi Selfosslögreglunnar í júní síðastliðnum, en þá ók hann ásamt tveimur öðrum eftir slóða í vestanverðum Hengli.

Norðurlöndin reiðubúin að aðstoða Ísland í öryggismálum

Ástand öryggismála á Íslandi var eitt þeirra mála sem norrænu utanríkisráðherrarnir ræddu á fundi sínum í Kaupmannahöfn á miðvikudag. Brotthvarf Bandaríkjahers frá Keflavík hefur ekki einungis áhrif á Ísland heldur Norðurlöndin öll.

Harma skert fjáframlög til Alþjóðahússins

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma þá ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að skerða fjárframlög til Alþjóðahússins um þriðjung. Fjölgun innflytjenda hafi aldrei hafa verið meiri hér á landi en nú. Álag á Alþjóðahúsið og starfsmenn þess sé því gífurlegt.

Um fjörtíu eftirskjálftar við Flatey

Um fjörtíu eftirskjálftar hafa mælst við Flatey á Skjálfanda eftir að snarpur skjálfti upp á 4,5 á Richter mældist þar fimm mínútur í tvö í dag. Fyrstu mælingar bentu til þess að skjálftinn hefði verið 5 á Richter en mælingar Veðurstofunnar sýna að hann var 4,5.

Sextán vilja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi

Sextán gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en þar verður stillt upp á lista. Þar á meðal eru allir núverandi þingmenn flokksins í kjördæminu, þeir Stula Böðvarsson samgönguráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Einar Oddur Kristjánsson.

Óttast glæpaöldu frá Búlgaríu og Rúmeníu

Breska ríkisstjórnin hefur varað við mikilli glæpaöldu þegar Búlgaría og Rúmenía fá aðgang að Evrópusambandinu fyrsta janúar næstkomandi. Lögregluyfirvöld eru í sambandi við ríkisstjórnir landanna tveggja til þess að byggja upp forvarnir. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að grannt sé fylgst með málinu hér á landi.

Brúin yfir Skeiðará opnuð aftur

Búið er að opna aftur brúna yfir Skeiðará fyrir umferð en henni var lokað fyrr í dag vegna umferðarslyss. Þar rákust tveir bílar saman en lögregla á Kirkjubæjarklaustri sagði slysið ekki alvarlegt.

Nokkrir eftirskjálftar

Að minnsta kosti átta litlir eftirskjálftar hafa mælst út af Flatey á Skjálfanda frá því skjálfti upp á fimm á Richter mældist þar rétt fyrir klukkan tvö. Skjálftarnir hafa verið á bilinu 0,6 til 1,7 á Richter. Skjálftans varð víða vart í kring og fannst vel á Akureyri.

Lögregla leitar ræningja

Lögreglan í Reykjavík leitar nú 5-6 manna í tengslum við tvö rán í borginni í gærmorgun. Þá var veist að tveimur blaðberum, öðrum í Hjallalandi en hinum á Brúnavegi við Kleifarveg. Í báðum tilvikum var komið aftan að blaðberunum og þeir krafðir um peninga en hvorugur þeirra var með fjármuni á sér. Hins vegar var farsímum þeirra stolið.

Fá bæði ummönnunar- og fæðingarorlofs-greiðslur

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði á þingi í dag að hann hygðist beita sér fyrir lagabreytingu sem tryggði það að foreldrar fatlaðra barna gætu fengið umönnunargreiðslur samtímis greiðslum í fæðingarorlofi. Þetta tilkynnti hann í svari sínu við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, um málið.

Hús nötruðu í Þingeyjarsveit

Skjálftinn sem varð úti fyrir Flatey á Skjálfanda, upp á fimm á Richter, rétt fyrir klukkan tvö er óvenjulega stór að mati Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Skjálftans varð víða vart en í Þingeyjarsveit nötruðu hús.

Semja um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, rituðu í dag undir samkomulag um stofnun samstarfsvettvangs um opinber innkaup.

Hjúkrunarfræðinemum fjölgað bæði í HÍ og HA

Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að leggja það til við aðra umræðu um fjárlög næsta árs á Alþingi að nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði verði fjölgað um 15 í Háskóla Íslands og 10 í Háskólanum á Akureyri. Er það breyting frá fyrri áætlunum því upphaflega var gert ráð fyrir að fjölgunin yrði öll í Háskóla Íslands.

Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss á Skeiðarábrú

Suðurlandsvegur er lokaður vegna slys á Skeiðarárbrú. Tveir bílar lentu saman á brúnni og er hún því lokuð. Lögreglan á Kirkjubæjarklaustri telur að slysið sé ekki alvarlegt en búast má við því að ekki verði opnað fyrir umferð um brúna aftur fyrr en klukkan hálf þrjú.

Gera ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum

Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám.

Verður æðsti embættismaður norræns samstarfs

Sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar verður Halldór Ásgrímsson æðsti embættismaður norræns samstarfs. Um þrjátíu samnorrænar stofnanir víðs vegar á Norðurlöndunum munu heyra undir hann auk tuga samstarfsverkefna af ýmsu tagi.

Ríkið greiðir 30,25 milljarða fyrir Landsvirkjunarhlut

Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu . Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins.

Demókratar leiða í skoðanakönnunum

Skoðanakannanir sem Reuters skýrði frá í dag sýna að demókratar í Bandaríkjunum eru með meiri stuðning en Repúblikanar í 12 af 15 lykilsætum í komandi þingkosningum.

Tengja fjármálaveldi við blóðug mafíuátök í Rússlandi

Ekstr Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar.

F-listinn andvígur sölu á hlut borgar í Landsvirkjun

F-listinn í borginni lýsir eindreginni andstöðu við fyrirhugaða sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun, sem hann telur aðeins fyrsta skrefið í einkavæðingu fyrirtækisins. Í tilkynningu frá listanum segir að við einkavæðingu fyrirtækisins sé líklegt að vildarvinum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði afhent fyrirtækið á vildarkjörum.

Ólíklegt að það reyni á ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs

Ólíklegt er að eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs stefni niður fyrir áskilin hlutföll í fyrritsjáandlegri framtíð og því ólíkegt að það reyni á ríkisábyrgð af skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem hefur lokið úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins.

Dagur Group og Árdegi sameinast undir Árdegi

Dagur Group og Árdegi sameinast undir nafni Árdegis eftir að síðarnefnda félagið keypti í vor alla hluti í Degi Group. Fram kemur í tilkynningu frá Árdegi að unnið hafi verið að sameiningu félaganna og er hún nú gengin í gegn.

Sjá næstu 50 fréttir