Fleiri fréttir

Breytingar framundan í stjórnarfari Kyrgistans

Þjóðhöfðingi Kyrgistans, Kurmanbek Bakiyev, komst í dag að samkomulagi við stjórnarandstöðuna í landinu um drög að stjórnarskrá sem takmarkar völd þjóðhöfðingans og veitir meiri völdum til þjóðþingsins. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja drögin verða lögð fyrir þingið til samþykkis á fimmtudag.

Öfgafullir gyðingar mótmæla Gay Pride í Jerúsalem

Hópur öfgarétttrúaðra gyðinga kveiktu í ruslatunnum og hentu grjóti í lögreglumenn í Jerúsalem í kvöld til að mótmæla áætlun um að halda kröfugöngu samkynhneigðra í borginni helgu. Þrír lögreglumenn slösuðust og fimm mótmælendur voru handteknir í óeirðum sem ísraelskir fjölmiðlar kalla ein öfgafyllstu mótmæli í borginni í langan tíma.

Fílar eru gáfaðri en við héldum

Fílar stóðust nýlega mikilvægt gáfnapróf í Bronx-dýragarðinum í New York í Bandaríkjunum: þeir þekktu sjálfan sig í spegli. Það virðist smáatriði fyrir mannfólkið en fyrir utan okkur mennina eru það einungis simpansar, höfrungar - og núna fílar, sem átta sig á því að þeirra eigin spegilmynd er ekki annað dýr.

Leiðtogi Hisbollah segir viðræður um fangaskipti hafnar

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah, segir viðræður við Ísraelsmenn um skipti á föngum vera hafnar. Skæruliðar Hisbollah rændu í júlí tveimur ísraelskum hermönnum í því augnamiði að semja um lausn Líbana sem hafa verið í haldi Ísraela árum saman.

Öryggisráðið neitar að taka harða afstöðu í málefnum Vestur-Sahara

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að framlengja umboð friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Vestur-Sahara í hálft ár í viðbót en neitaði að samþykkja beiðni um að Marokkóbúar yrðu þvingaðir til að gæta betur að mannréttindum eftir að Frakkar mótmæltu henni.

Eiður Smári borinn slasaður af velli

Eiður Smári Guðjohnsen var borinn slasaður af velli í leik liðs hans Barcelona við fyrrverandi félaga Eiðs í Chelsea. Ekki hafa borist neinar fréttir af því hversu illa Eiður er meiddur en eins og meiðslin litu út í sjónvarpi má gera ráð fyrir því að hann verði frá keppni í einhvern tíma. Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli eftir að Didier Drogba jafnaði fyrir Chelsea á 93.mínútu.

Rafmagnslaust í Kjósinni, unnið að viðgerðum

Um kl. 19 fór rafmagn af sunnan Skarðsheiðar og í Kjós, vegna bilunar í aðveitustöðinni Brennimel,  vinnuflokkur fór strax að leita að bilun og gera við,  rafmagn komst á aftur sunnan Skarðsheiðar um kl 21 en hluti af Kjósinni er enn án rafmagns, unnið er að viðgerð og vonast er til að rafmagn komist fljótlega á aftur.

Al-Jazeera sjónvarpar á ensku frá og með 15. nóvember

Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera mun hefja útsendingar á ensku þann 15. nóvember, til viðbótar við fréttir og fréttatengt efni á arabísku. Al-Jazeera verður þá fyrsta alþjóðlega sjónvarpsstöðin á ensku sem hefur höfuðstöðvar í Miðausturlöndum, nánar tiltekið í Doha í Katar. Auk þess á sjónvarpsstöðin myndver í London, Washington og Kuala Lumpur.

Stór lögregluaðgerð gegn mansali og vændi í Noregi

140 norskir lögreglumenn réðust í dag gegn skipulagðri vændisstarfsemi í Osló og Björgvin. 51s árs gamall Norðmaður er grunaður um að hafa stjórnað vændishringnum. Portkonurnar komu flestar frá Taílandi og frá Nígeríu.

Herinn hugsanlega sendur til Napólí

Stjórnvöld á Ítalíu ræða nú þann mögleika að senda herlið til Napólí til þess stilla til friðar í borginni. Ofbeldisglæpum hefur fjölgað þar á síðastliðnum dögum og vilja ráðamenn grípa í taumana fyrr en síðar.

Botha, fyrrum forseti Suður-Afríku, látinn

P.W. Botha sem var forsætisráðherra Suður-Afríku 1978-1984 og forseti landsins 1984-1989 lést á heimili sínu í dag. Botha var harður stuðningsmaður aðskilnaðarstefnunnar þó svo að undir lok forsetatíðar sinnar hafi hann slakað lítillega á henni. Botha var 90 ára.

Bjargað með gervifrjóvgun

Kóalabirnir, sem urðu til með gervifrjóvgun, voru kynntir í dýragarði í Queensland í Ástralíu í gær. Birnirnir eru átta en þrír þeirra voru sýndir almenningi. Þeir eru á bilinu 10 til 12 mánaða. Vísindamenn vilja fara þessa leið til að tryggja viðhald stofnsins.

Halldór ætlar að auka norræna samvinnu og styrkja Norðurlöndin

Halldór Ásgrímsson segir það mikilvægt að auka norræna samvinnu til að gera Norðurlöndin sterkari á tímum alþjóðavæðingar. Á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í morgun var Halldór valinn næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

628 ár tekur að jafna launamun kynjanna með þessu áframhaldi

Með sama áframhaldi mun taka meira en 600 ár að jafna launamun íslenskra karla og kvenna. Í sameiginlegu frumvarpi leggur stórnarandstaðan til að réttindi Jafnréttisstofu verði stórefld, með það í huga að jafna stöðu kynjanna.

Blair slapp við rannsókn á Íraksstríðinu

Breska ríkisstjórnin hafði betur þegar atkvæði voru greidd um kröfu stjórnarandstöðunnar um nýja rannsókn á Íraksstríðinu. 298 þingmenn greiddu atkvæði á móti tillögunni en 273 greiddu tillögunni atkvæði sitt. Stjórnarandstaðan krafðist þess að þáttur Breta í aðdraganda Íraksstríðsins og eftirmála þess yrði rannsakaður.

Aftur að samningaborðinu

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ákveðið að setjast aftur að samningaborðinu og reyna að finna lausn á kjarnorkudeilu sinni við nágrannaríki sín og Vesturveldin. Þetta var ákveðið á óformlegum fundi embættismanna frá Bandaríkjunum, Kína og Norður-Kóreu í dag. Viðræðurnar sigldu í strand fyrir um ári.

Ræktuðu lifrarfrumur úr stofnfrumum

Breskir vísindamenn við háskólann í Newcastle segjast hafa ræktað agnarsmáa búta af mennskum lifrarvef. Lifrarfrumurnar ræktuðu þeir úr stofnfrumum sem fengnar voru úr naflastrengjum. "Smálifrarnar" verða notaðar til lyfjatilrauna, þannig má koma í veg fyrir tilraunaslys eins og þegar sex sjúklingar urðu alvarlega veikir við lyfjatilraunir í Northwich Park.

Opinber gjöld Alcan hærri en fram kemur í álagningarskrá

Opinber gjöld Alcan í Straumsvík námu á síðasta ári rúmum 14,2 milljónum Bandaríkjadala og eru því mun hærri en fram kemur í gögnum skattayfirvalda. Þar er Alcan í 8. sæti en samkvæmt sérstökum samningi milli fyrirtækisins og íslenska ríkisisins greiðir Alcan meginþorra sinna skatta beint til fjármálaráðuneytisins og í erlendum gjaldmiðli.

Sjö þegar yfirheyrðir vegna hlerana

Rannsókn sýslumannsins á Akranesi í hlerunarmálinu er langt komin en skýrslur hafa verið teknar af sjö mönnum vegna málsins. Rannsóknin snýr að meintum hlerunum á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og starfsmanns hans í utanríkisráðuneytinu. Maðurinn sem á að hafa hlerað Jón Baldvin hefur verið nafngreindur og upplýsingar um hann eru í höndum sýslumanns.

Pólverjar vinna mál gegn starfsmannaleigu

Tólf Pólverjar sem störfuðu við Kárahnjúka unnu í dag dómsmál gegn starfsmannaleigu og fengu viðurkennt að þeir voru hlunnfarnir um á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. Þetta er afar mikilvægur dómur, að mati verkalýðshreyfingarinnar.

Bretar vilja samkomulag til framtíðar

Bresk stjórnvöld leggja áherslu á að nýr samningur um losun gróðurhúsalofttegunda verði tilbúinn eigi síðar en árið 2008. Kyoto-bókunin um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda gildi aðeins til ársins 2012.

25 ríki mótmæla hvalveiðum Íslendinga

25 ríki mótmæla á morgun hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni með formlegum hætti. Alp Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, mun afhenda mótmælaskjal fyrir hönd ríkjanna í utanríkisráðuneytinu klukkan 10 í fyrramálið.

Eldri borgarar í Reykjavík ósáttir við hækkun gjalda

Félag eldri borgara í Reykjavík lýsir miklum vonbrigðum yfir 9% gjaldskrárhækkun á heimaþjónustu, félagsstarfi, fæði og þjónustugjöldum í þjónustuíbúðum eldri borgara í Reykjavík. Segir í tilkynningu frá félaginu að hækkunin muni éta upp leiðréttingu á kjörum eldri borgara vegna verðbólgu sem samþykkt var þann 1. júlí síðastliðinn.

Veik tengsl milli pólskra innflytjenda

Ný íslensk rannsókn sýnir að dæmi eru um að Pólverjum sé boðin vinna á lægra kaupi eingöngu á grundvelli þjóðernis. Sömuleiðis bendir hún til þess að pólskir innflytjendur hafi lítil samskipti sín á milli.

KB banki borgar 7 milljarða í skatta

Kaupþing banki greiðir nú í fyrsta skipti meira í opinber gjöld en Fjársýsla ríkisins. Bankinn greiðir langhæstu opinberu gjöldin á þessu ári - nærri sjö milljarða króna, rúmum fimm milljörðum meira en í fyrra. Tekjuskattur lögaðila hefur hækkað um 46% frá síðasta ári.

Bush ætlar að beita sér í málefnum Darfur

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag myndu vinna að áætlun til að takast á við neyðarástand og mannréttindabrot í Darfur í Súdan, þar sem 200 þúsund manns hafa fallið og áætlað er að tvær og hálf milljón manna hafi flúið heimili sín. Hann tilkynnti þetta eftir fund með nýskipuðum Darfur-fulltrúa sínum um skýrslu þess síðarnefnda.

Þór Jónsson lætur af störfum sem varafréttastjóri NFS

Þór Jónsson varafréttastjóri NFS hefur látið af störfum. Hann sagði í bréfi til starfsmanna að hann hefði ákveðið að halda á önnur mið eftir áralangt starf við fréttamennsku, enda hefði honum boðist starf sem veiti honum tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn.

Hart sótt að Færeyingum í Norðurlandaráði

Hart verður sótt að Færeyingum í Norðurlandaráði, á morgun, vegna þess að þar í landi eru engin lög sem banna að níðst sé á samkynhneigðum, og þeir niðurlægðir. Það verður Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem tekur Færeyinga til bæna, í fyrirspurnartíma.

Bush tekur lokasprettinn

Íraksstríðið hefur verið helsta vopn demókrata í kosningabaráttunni og það er að virka vel ef marka má skoðanakannanir. George W. Bush forseti veit hins vegar sem er að vika er langur tími í pólitík og reynir nú að snúa vopninu í höndum þeirra.

Leigubílar geta ekið á sérakreinum Strætó

Leigubílum verður innan skamms heimilt að aka á sérakreinum Strætó. Framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á síðasta fundi sínum að heimila leigubílstjórum akstur á þessum akreinum. Sett er sem skilyrði að leigubílar nýti eingöngu akreinarnar þegar um farþegaflutninga gegn gjaldi er að ræða.

Djúpstraumur sem "hikstaði"

Hafrannsóknarstofnun segir að það hafi ekki verið Golfstraumurinn sem slíkur, sem stoppaði í tíu daga í nóvember árið 2004, heldur djúpstraumur sem hefur engin svipuð áhrif og Golfstraumurinn.

Aðeins á eftir að veiða tvær langreyðar

Hvalur 9 er nú á leið í land með tvær sextíu feta langreyðar. Búið er að skjóta sjö langreyðar af þeim níu sem heimild fékkst til að veiða. Af dýrunum sem hafa verið veidd eru fjórar kýr og þrír tarfar. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals, segir að ef veðrið haldist áfram eins og það er nú þá klári þeir kvótann.

Sniglarnir vilja losna við ný vegrið

Bifhjólasamtökin Sniglarnir hafa hafið undirskriftasöfnun til að mótmæla uppsetningu nýrrar tegundar vegriða. Um er að ræða svokölluð víravegrið og segja Sniglarnir þau stórhættuleg bifhjólafólki. Samtökin skora á Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra að taka nýju vegriðin strax niður.

Danskt herlið eins lengi og Írakar vilja

Danskt herlið verður eins lengi í Írak og ríkisstjórn Íraka fer fram á og Sameinuðu þjóðirnar samþykkja. Andres Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkru sagði þetta á blaðamannafundi í gær í Kaupmannahöfn. Írakar hafa óskað eftir því að vera herliðsbandamanna í landinu verði framlengd um ár.

Stór hluti fiskafla á Sri Lanka spillist

Talið er að 30 til 40% af fiskafla sem veiðist á Sri Lanka spillist frá því fiskurinn er veiddur þar til hann er kominn á borð neytenda. Rýrnun gæða fisks er vandamál í fiskiðnaði á Sri Lanka og er það eitt af þeim verkefnum sem fiskiðnaðurinn tekst nú á við.

Bænastund við Óshyrnu á Óshlíðarvegi

Haldin verður bænastund við Óshyrnu á Óshlíðarvegi annað kvöld klukkan átta. Biðja á fyrir vegfarendum sem keyra um Óshlíð og þeim sem taka ákvarðanir um endurbætur á vegasamgöngum milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar.

Hafa kært árásir til lögreglu

Hjónin sem lentu í árás á veitingastað í miðborginni um helgina, þar sem fyrrverandi lögreglumaður réðst að hópi manna sem gerðu tilraun til að nauðga konu hans, hafa kært málið til lögreglu.

40 Írökum rænt

Meira en 40 Írökum hefur verið rænt í árás á strætisvagna sem voru á leið til Bagdad um hádegisbil í dag samkvæmt fregnum frá lögreglunni í Tíkrít.

Fyrsta hrefnan veidd eftir að veiðar í atvinnuskyni voru heimilaðar

Skipverjar á bátnum Halldóri Sigurðurssyni veiddu í dag fyrstu hrefnuna frá því að veiðar í atvinnuskyni voru heimilaðar fyrir tveimur vikum. Að sögn Konráðs Eggertssonar skipstjóra veidist hrefnan á Ísafjarðardjúpi um klukkan hálftólf og verður komið með kjötið af henni til Ísafjarðar síðar í dag, en fyrst þarf að taka sýni úr hrefnunni og sinna ýmsum rannsóknarstörfum eins og Konráð orðar það.

KB banki greiðir langhæstu opinberu gjöldin

Kaupþing banki greiðir langhæstu opinberu gjöld allra lögaðila, samkvæmt álagningaskrá Skattstjórans í Reykjavík fyrir þetta ár. Reykjavíkurborg er komin niður í sjötta sæti, en Kópavogsbær er hins vegar hæsti greiðandi í Reykjanesumdæmi.

Sjá næstu 50 fréttir