Fleiri fréttir Enn kveikt í strætisvagni í Frakklandi Tveir vopnaðir menn kveiktu í strætisvagni rétt norður af París, höfuðborg Frakklands, í dag. Franska lögreglan greindi frá þessu. Í dag er eitt ár frá því til alvarlega óeirða kom í Frakklandi. Minningarganga var farin í einu úthverfa Parísar í dag þar sem óeirðirnar í fyrra blossuðu fyrst upp. 27.10.2006 17:50 Salerni fyrir kynskiptinga? Hvaða salerni á kynskiptingur að nota í ítalska þinghúsinu í Róm? Þessari spurningu reyna nú þingmenn að svara á neðri deild þingsins þangað sem kynskiptingur hefur fyrst náð kjöri í Evrópu. Vladimir Luxuria er fæddur karlmaður en gengur um í kvennfötum. Hann á eftir að gangast undir kynskiptiaðger. Kona sem situr á þingi fyrir hægriflokk hefur gert athugasemd við það að Vladimir noti salerni kvenna. 27.10.2006 17:49 Argentínumenn vilja kaupa hergögn frá Rússum Stjórnvöld í Argentínu hafa afhent Rússum eins konar innkaupalista yfir þau hergögn sem Argentínumenn ásælist og vilji kaupa af þeim. Sergei Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, greindi frá þessu eftir viðræður við starfsbróður sinn frá Argentínu í dag. Itar-Tass fréttastofan rússneska greinir frá þessu. 27.10.2006 17:30 Gefur út handtökuskipun á hendur Pinochet Dómari í Chile hefur gefið út handtökuskipun á hendur Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í landinu vegna glæpa sem framdir voru í leynilegu fangelsi sem starfrækt var í valdatíð hans í Chile. 27.10.2006 16:53 Notkun endurskinsmerkja ábótavant Lögreglan í Reykjavík hefur tekið eftir því að notkun endurskinsmerkja á höfuðborgarsvæðinu er ábótavant. Rannsóknir hafa sýnt fram á að vegfarendur, sem bera endurskinsmerki, sjást mun betur í umferðinni. 27.10.2006 16:45 Yfir 1600 hafa greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Alls höfðu 936 kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar nú klukkan fjögur en prókjörið hófst á hádegi. Þegar við er bætt utankjörfundaratkvæðum hafa samtals ríflega 1600 manns greitt atkvæði í prófkjörinu en kosið er í Valhöll í dag og er opið til níu í kvöld. 27.10.2006 16:34 Björgunarsveitir kallaðar út vegna meintrar brotlendingar Björgunarsveitir á Héraði, Seyðisfirði og í Fjarðbyggð voru kallaðar út um þrjúleytið í dag vegna ótta um að flugvél hefði brotlent á Kárahnjúkasvæðinu. 27.10.2006 16:14 Sæbraut lokuð við Seðlabanka um helgina vegna framkvæmda Syðri akrein Sæbrautar verður lokuð til austurs frá Lækjargötu að Faxagötu frá kl. 8 á laugardagsmorgni til kl. 6 á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að lokunin sé vegna tengingar frárennslisröra sem færa þurfi vegna lóðaframkvæmda fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhús við höfnina. 27.10.2006 15:49 Kostnaður við prófkjör sagður 2,7 milljónir króna Kostnaður við framboð Péturs H. Blöndal í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna þingkosninga er 2,7 milljónir króna. Þetta upplýsir Pétur í tilkynningu til fjölmiðla og segir greint frá tölunum í kjölfar getgátna í fjölmiðlum um kostnað prófkjöra. 27.10.2006 15:45 Tveim múslimum sleppt úr haldi í Danmörku Dönsk yfirvöld hafa látið lausa tvo af sjö ungum múslimum sem voru handteknir í Óðinsvéum í september síðasliðnum. Þeir eru grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverk í Danmörku. 27.10.2006 15:35 Óeirðanna í Frakklandi minnst Að minnsta kosti 500 manns tóku þátt í göngu í Clichy-sous-Bois, úthverfi Parísar, í dag til að minnast tveggja táningspilta sem léstust úr raflosti fyrir ári. Talið var að drengirnir hefðu verið að flýja lögreglu en dauði þeirra leiddi til óeirða meðal fátækra innflytjenda víða um Frakkland þar sem kveikt var í bæði bílum og húsum. 27.10.2006 15:33 Allar fóstureyðingar bannaðar Lög sem banna allar fóstureyðingar hafa verið sett í Níkvaraga. Engu skiptir þótt kona hafi verið fórnarlamb nauðgunar, eða hvort líf hennar sjálfrar er í hættu af barnsburði. 27.10.2006 15:20 Framhaldskóladeild á Patreksfirði í bígerð Menntamálaráðuneytið hyggst hleypa af stokkunum tilraunaverkefni á sunnaverðum Vestfjörðum þar sem gert er ráð fyrir framhaldsskóladeild á Patreksfirði. 27.10.2006 15:17 SHÍ fagnar tillögum um lækkun skatta á bækur Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar þeirri tillögu ríkisstjórnarinnar að lækka virðsaukaskatt á bókum bókum, blöðum og tímaritum enda breytingarnar á efa nokkur kjarabót fyrir námsmenn sem greiði mikið fyrir námsbækur. 27.10.2006 15:00 Lyktarmengun standi vexti bæjarins fyrir þrifum Bæjarstjórn Sveitafélagsins Ölfuss hefur bókað mótmæli við fyrirhuguðu starfsleyfi, sem gefið yrði út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, fyrir hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis hf. í Þorlákshöfn. Ástæða þess er "langvarandi óánægja íbúa sveitafélagsins með gífurlega lyktarmengun samfara rekstri þurrkunarverksmiðjunnar." 27.10.2006 15:00 Hyggjast koma á fót Tyrkjaránssetri Ætlunin er að koma á fót Tyrkjaránssetri í Vestmannaeyjum og hefur þegar verið stofnað félag sem ætlað er að reka það. Í tilkynningu frá aðstandendum setursins segir að því sé ætlað að verða miðstöð rannsókna og fræðslu um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum árið 1627 og er liður í menningartengdri ferðaþjónustu í Eyjum. 27.10.2006 14:14 Icelandair markaðsfyrirtæki ársins 2006 Icelandair var valið markaðsfyrirtæki ársins 2006 á athöfn á vegum ÍMARk sem er félag íslensks markaðsfólks. Verðlaunin voru nú veitt í sextánda sinn og það var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem veitti þau við athöfn á veitingastaðnum Apóteki. 27.10.2006 14:01 Herskip send til að verja olíubirgðastöð í Saudi-Arabíu Herskipum bandamanna á Persaflóa hefur verið stefnt að olíubirgðastöð undan strönd Sádi Arabíu vegna einhverrar ótilgreindrar ógnar. 27.10.2006 13:39 Þjóðhátíðarsjóður lagður niður Til stendur að leggja niður Þjóðhátíðarsjóð innan fjögurra til fimm ára og greiða út höfuðstól hans á næstu árum. Sjóðurinn var settur á fót árið 1977 og var stofnfé hans þrjú hundruð milljónir króna sem var ágóði af sölu svokallaðrar þjóðhátíðarmyntar sem slegin var í tilefni af 1100 ára búsetu á Íslandi árið 1974. 27.10.2006 13:37 Dómsmálaráðherra Danmerkur vill láta leita á fólki á götum úti 27.10.2006 13:20 "Björgum Óðni" - vilja vernda varðskipið ,,Björgum Óðni, sögunnar vegna" eru einkunnarorð Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins, sem voru stofnuð í gær. Markmið samtakanna er að varðveita skipið og gera að umgjörð um sögu þorskastríðsáranna og björgunarsögu íslenskra varðskipa. Óðinn tók þátt í þorskastríðunum þegar landhelgin var færð út í 50 mílur og síðar þegar hún var færð út í 200 mílur. 27.10.2006 13:15 Danska fjármálaeftirlitið vill vísa fleiri málum til lögreglu Dönsk stjórnvöld íhuga að fjölga úrræðum danska fjármálaeftirlitsins þannig að það geti vísað öllum vafamálum til lögreglu. Hingað til hefur eftirlitið aðeins vísað stórum og augljósum brotamálum til framhaldsrannsóknar hjá lögreglu, en nú er í athugun að taka harðar á villandi upplýsingagjöf af öllu tagi. Íslenska fjármálaeftirlitið hefur aðeins tvívegis talið sig hafa svigrúm til að vísa málum til lögreglurannsóknar. 27.10.2006 13:00 Leita í rússnesku frystiskipi Hópur tollvarða úr Reykjavík kom til Raufarhafnar í nótt til að leita í rússnesku frystiskipi, sem liggur þar við bryggju, eftir að upp komst um tilraun skipverja til að smygla verulegu magni af tóbaki á land í Húsavík fyrr í vikunni. Grunur leikur að að talsverðu hafi verið smyglað hingað með sama skipi í fyrri ferðum þess. 27.10.2006 12:45 Áhættumeðgönguvernd í óvissu Ljósmæðrafélag Íslands og Félag hjúkrunarfræðinga hafa þungar áhyggjur af því að ekki sé ljóst hvernig áhættumeðgönguvernd verði háttað, nú þegar þrjár vikur eru í að Miðstöð mæðraverndar verði lögð niður í núverandi mynd. 27.10.2006 12:30 Deilt um hvort öll hlerunargögn séu birt Þjóðskjalasafnið hefur opinberað á Netinu gögn í vörslu safnsins um hleranir á kaldastríðsárunum. Menn eru þó ekki á einu máli um hvort þær 70 blaðsíður sem hafa verið birtar séu allt það sem safninu hefur borist um hleranir á vegum hins opinbera. 27.10.2006 12:30 Tvö prófkjör um helgina Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. 27.10.2006 12:12 Héraðsdómur vísar frá kröfu ÖBÍ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 27.10.2006 12:05 Formannsskipti hjá Landssambandi hestamannafélaga Í dag hefst þing Landssambands hestamannafélaga í Borgarnesi. Það er í boði Hestamannafélagsins Skugga og stendur fram á seinnipart laugardags. 27.10.2006 11:30 Boðin lögregluvernd í Ástralíu vegna hvalveiða Ingu Árnadóttur, ræðismanni Íslands í Ástralíu. var var boðin lögregluvernd vegna viðbragða þar í landi við hvalveiðum Íslendinga. Í þættinum Ísland í bítið á Stöð 2 í morgun sagði Inga frá því að henni hefðu borist þúsundir skeyta, vegna hvalveiðanna. 27.10.2006 11:07 Minnast eins árs ártíðar í Frakklandi Yfir þúsund manns gengu fylktu liði í þögn í úthverfi Parísar í morgun til að minnast tveggja unglingsdrengja sem létust fyrir réttu ári síðan þegar þeir földu sig í rafmagnsskúr á flótta undan lögreglunni. Dauði þeirra varð kveikjan að ofbeldinu í úthverfum Parísar fyrir réttu ári síðan, sem entist í þrjár vikur. 27.10.2006 11:00 Milljón indverskra bankastarfsmanna í verkfalli í dag Nærri milljón indverskra ríkisbankastarfsmanna eru í verkfalli í dag vegna þrýstings frá stjórnvöldum um endurbætur í bankakerfinu. Fréttavefur BBC skýrði frá þessu í morgun. 27.10.2006 10:57 Stórreykingamenn líklegri til að skilja Stórreykingamenn eru líklegri til að eiga að baki misheppnað hjónaband en þeir sem ekki reykja, samkvæmt niðurstöðum danskrar könnunar á reykvenjum þjóðarinnar. 30% af þeim Dönum sem reykja 15 sígarettur eða meira eru fráskildir en aðeins 13,6% þeirra eru giftir. 27.10.2006 10:45 Vill vernda hjónabandið fyrir samkynhneigðum George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ætlar sér að nota úrskurð dómara í New Jersey í Bandaríkjunum um að leyfa hjónabönd samkynhneigðra til þess að koma íhaldssömum kjósendum til þess að kjósa í kosningum til öldungadeildar þingsins, sem fara fram 7. nóvember næstkomandi. 27.10.2006 10:27 Erkibiskup styður múslimakonur Erkibiskupinn af Kantaraborg hefur blandað sér í deilurnar um trúartákn, í Bretlandi, og tekur málstað múslimakvenna sem vilja bera slæður. 27.10.2006 10:21 Brotist inn um hábjartan dag Brotist var inn í íbúð í Njarðvík um hábjartan dag í gær. Heimilisfólkið var í vinnu á meðan þjófarnir létu greipar sópa um íbúðina sem er á fyrstu hæð í fjölbýli. Farið var inn með því að spenna upp svalahurð og var fartölvu, vídeótæki, stafrænni myndavél og fleiri tækjum stolið. Lögreglan rannsakar málið en ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki. 27.10.2006 10:20 Alnæmissamtökin fræða unglinga í vetur Alnæmissamtökin hefja nú um mánaðamótin fræðslu- og forvarnarátak sem beinist að 9. og 10. bekkingum í öllum grunnskólum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá samtökinum að þetta sé í þriðja sinn sem þau skipuleggi fræðslu um HIV-smit, alnæmi og kynsjúkdóma. 27.10.2006 10:16 Vill hækka skatt á áfengi til að berjast gegn unglingadrykkju Patricia Hewitt, heilbrigðisráðherra Bretlands vill hækka skatt á áfengi sem selt er í Bretlandi, sér í lagi á áfengum gosdrykkjum, til að draga úr unglingadrykkju. Hann segist ætla að biðja Gordon Brown, fjármálaráðherra um að setja skattahækkunina inn í næsta fjárlagafrumvarp. 27.10.2006 10:07 NATO staðfestir að 12 óbreyttir borgarar hafi fallið Atlantshafsbandalagið hefur viðurkennt að að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar hafi fallið í loftárásum bandalagsins í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan á þriðjudag. 27.10.2006 10:05 Serbar að innlima Kosovo-hérað í nýrri stjórnarskrá Um næstu helgi munu Serbar kjósa um nýja stjórnarskrá sem er ætlað að innlima Kosovo-hérað, þrátt fyrir viðræður við Sameinuðu þjóðirnar varðandi hugsanlega framtíð héraðsins. 27.10.2006 10:01 Whaling detrimental to Icelandair 27.10.2006 09:58 Þýsku hermennirnir reknir úr hernum Þýski herinn hefur rekið tvo hermenn úr hernum vegna mynda sem þýska dagblaðið der Bild birti af þeim þar sem þeir stilltu sér upp með hauskúpu í Afganistan. Myndir af þýskum hermönnum með hauskúpur hafa birtust í ýmsum þýskum fjölmiðlum í gær og fyrradag og hafa verið fordæmdar af þýskum stjórnmálamönnum og heryfirvöldum. Myndirnar eru sagðar vera frá 2003 og 2004. 27.10.2006 09:55 Gögn Þjóðskjalasafns um hleranir birt á vefnum Þjóðskjalasafnið hefur birt á vef sínum þau gögn sem eru þar í vörslu og varða dómsmál um hleranir á kaldastríðsárunum. 26.10.2006 23:45 4 slökkviliðsmenn týndu lífi í Palm Springs Fjórir slökkviliðsmenn týndu lífi og einn brenndist illa þar sem þeir börðust við kjarrelda nærri Palm Springs í Bandaríkjunum í dag. Talið er að eldarnir logi nú á 4.000 hektara svæði og grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða. 700 íbúum í nærliggjandi þorpum hefur verið fyrirskipað að flytja frá heimilum sínum. Sumir hafa þurft að fara að heiman án nokkurs fyrirvara og þurft að skilja eftir eigur og gæludýr. 26.10.2006 23:36 Um 200 líkamshlutar hafa fundist Um það bill 200 hundruð líkamshlutar hafa fundist þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður í New York síðan líkamsleifar fundust í holræsi undir staðnum fyrir viku. Turnarnir hrundu í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september 2001. Lík 1.150 fórnarlamba í turnunum hafa ekki fundist. 26.10.2006 23:15 Tupperware-listaverk til sýnis Tupperware er hægt að nota á margan hátt, til að geyma spagettí, til að geyma hafragraut í og hita hann, auk þess sem tupperware er notað til að halda mat ferskum. Það kann því að hljóma sérkennilega að Tupperware sé einnig notað í töskugerð eða listsköpun hvers konar. 26.10.2006 23:00 Sjá næstu 50 fréttir
Enn kveikt í strætisvagni í Frakklandi Tveir vopnaðir menn kveiktu í strætisvagni rétt norður af París, höfuðborg Frakklands, í dag. Franska lögreglan greindi frá þessu. Í dag er eitt ár frá því til alvarlega óeirða kom í Frakklandi. Minningarganga var farin í einu úthverfa Parísar í dag þar sem óeirðirnar í fyrra blossuðu fyrst upp. 27.10.2006 17:50
Salerni fyrir kynskiptinga? Hvaða salerni á kynskiptingur að nota í ítalska þinghúsinu í Róm? Þessari spurningu reyna nú þingmenn að svara á neðri deild þingsins þangað sem kynskiptingur hefur fyrst náð kjöri í Evrópu. Vladimir Luxuria er fæddur karlmaður en gengur um í kvennfötum. Hann á eftir að gangast undir kynskiptiaðger. Kona sem situr á þingi fyrir hægriflokk hefur gert athugasemd við það að Vladimir noti salerni kvenna. 27.10.2006 17:49
Argentínumenn vilja kaupa hergögn frá Rússum Stjórnvöld í Argentínu hafa afhent Rússum eins konar innkaupalista yfir þau hergögn sem Argentínumenn ásælist og vilji kaupa af þeim. Sergei Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, greindi frá þessu eftir viðræður við starfsbróður sinn frá Argentínu í dag. Itar-Tass fréttastofan rússneska greinir frá þessu. 27.10.2006 17:30
Gefur út handtökuskipun á hendur Pinochet Dómari í Chile hefur gefið út handtökuskipun á hendur Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í landinu vegna glæpa sem framdir voru í leynilegu fangelsi sem starfrækt var í valdatíð hans í Chile. 27.10.2006 16:53
Notkun endurskinsmerkja ábótavant Lögreglan í Reykjavík hefur tekið eftir því að notkun endurskinsmerkja á höfuðborgarsvæðinu er ábótavant. Rannsóknir hafa sýnt fram á að vegfarendur, sem bera endurskinsmerki, sjást mun betur í umferðinni. 27.10.2006 16:45
Yfir 1600 hafa greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Alls höfðu 936 kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar nú klukkan fjögur en prókjörið hófst á hádegi. Þegar við er bætt utankjörfundaratkvæðum hafa samtals ríflega 1600 manns greitt atkvæði í prófkjörinu en kosið er í Valhöll í dag og er opið til níu í kvöld. 27.10.2006 16:34
Björgunarsveitir kallaðar út vegna meintrar brotlendingar Björgunarsveitir á Héraði, Seyðisfirði og í Fjarðbyggð voru kallaðar út um þrjúleytið í dag vegna ótta um að flugvél hefði brotlent á Kárahnjúkasvæðinu. 27.10.2006 16:14
Sæbraut lokuð við Seðlabanka um helgina vegna framkvæmda Syðri akrein Sæbrautar verður lokuð til austurs frá Lækjargötu að Faxagötu frá kl. 8 á laugardagsmorgni til kl. 6 á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að lokunin sé vegna tengingar frárennslisröra sem færa þurfi vegna lóðaframkvæmda fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhús við höfnina. 27.10.2006 15:49
Kostnaður við prófkjör sagður 2,7 milljónir króna Kostnaður við framboð Péturs H. Blöndal í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna þingkosninga er 2,7 milljónir króna. Þetta upplýsir Pétur í tilkynningu til fjölmiðla og segir greint frá tölunum í kjölfar getgátna í fjölmiðlum um kostnað prófkjöra. 27.10.2006 15:45
Tveim múslimum sleppt úr haldi í Danmörku Dönsk yfirvöld hafa látið lausa tvo af sjö ungum múslimum sem voru handteknir í Óðinsvéum í september síðasliðnum. Þeir eru grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverk í Danmörku. 27.10.2006 15:35
Óeirðanna í Frakklandi minnst Að minnsta kosti 500 manns tóku þátt í göngu í Clichy-sous-Bois, úthverfi Parísar, í dag til að minnast tveggja táningspilta sem léstust úr raflosti fyrir ári. Talið var að drengirnir hefðu verið að flýja lögreglu en dauði þeirra leiddi til óeirða meðal fátækra innflytjenda víða um Frakkland þar sem kveikt var í bæði bílum og húsum. 27.10.2006 15:33
Allar fóstureyðingar bannaðar Lög sem banna allar fóstureyðingar hafa verið sett í Níkvaraga. Engu skiptir þótt kona hafi verið fórnarlamb nauðgunar, eða hvort líf hennar sjálfrar er í hættu af barnsburði. 27.10.2006 15:20
Framhaldskóladeild á Patreksfirði í bígerð Menntamálaráðuneytið hyggst hleypa af stokkunum tilraunaverkefni á sunnaverðum Vestfjörðum þar sem gert er ráð fyrir framhaldsskóladeild á Patreksfirði. 27.10.2006 15:17
SHÍ fagnar tillögum um lækkun skatta á bækur Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar þeirri tillögu ríkisstjórnarinnar að lækka virðsaukaskatt á bókum bókum, blöðum og tímaritum enda breytingarnar á efa nokkur kjarabót fyrir námsmenn sem greiði mikið fyrir námsbækur. 27.10.2006 15:00
Lyktarmengun standi vexti bæjarins fyrir þrifum Bæjarstjórn Sveitafélagsins Ölfuss hefur bókað mótmæli við fyrirhuguðu starfsleyfi, sem gefið yrði út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, fyrir hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis hf. í Þorlákshöfn. Ástæða þess er "langvarandi óánægja íbúa sveitafélagsins með gífurlega lyktarmengun samfara rekstri þurrkunarverksmiðjunnar." 27.10.2006 15:00
Hyggjast koma á fót Tyrkjaránssetri Ætlunin er að koma á fót Tyrkjaránssetri í Vestmannaeyjum og hefur þegar verið stofnað félag sem ætlað er að reka það. Í tilkynningu frá aðstandendum setursins segir að því sé ætlað að verða miðstöð rannsókna og fræðslu um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum árið 1627 og er liður í menningartengdri ferðaþjónustu í Eyjum. 27.10.2006 14:14
Icelandair markaðsfyrirtæki ársins 2006 Icelandair var valið markaðsfyrirtæki ársins 2006 á athöfn á vegum ÍMARk sem er félag íslensks markaðsfólks. Verðlaunin voru nú veitt í sextánda sinn og það var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem veitti þau við athöfn á veitingastaðnum Apóteki. 27.10.2006 14:01
Herskip send til að verja olíubirgðastöð í Saudi-Arabíu Herskipum bandamanna á Persaflóa hefur verið stefnt að olíubirgðastöð undan strönd Sádi Arabíu vegna einhverrar ótilgreindrar ógnar. 27.10.2006 13:39
Þjóðhátíðarsjóður lagður niður Til stendur að leggja niður Þjóðhátíðarsjóð innan fjögurra til fimm ára og greiða út höfuðstól hans á næstu árum. Sjóðurinn var settur á fót árið 1977 og var stofnfé hans þrjú hundruð milljónir króna sem var ágóði af sölu svokallaðrar þjóðhátíðarmyntar sem slegin var í tilefni af 1100 ára búsetu á Íslandi árið 1974. 27.10.2006 13:37
"Björgum Óðni" - vilja vernda varðskipið ,,Björgum Óðni, sögunnar vegna" eru einkunnarorð Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins, sem voru stofnuð í gær. Markmið samtakanna er að varðveita skipið og gera að umgjörð um sögu þorskastríðsáranna og björgunarsögu íslenskra varðskipa. Óðinn tók þátt í þorskastríðunum þegar landhelgin var færð út í 50 mílur og síðar þegar hún var færð út í 200 mílur. 27.10.2006 13:15
Danska fjármálaeftirlitið vill vísa fleiri málum til lögreglu Dönsk stjórnvöld íhuga að fjölga úrræðum danska fjármálaeftirlitsins þannig að það geti vísað öllum vafamálum til lögreglu. Hingað til hefur eftirlitið aðeins vísað stórum og augljósum brotamálum til framhaldsrannsóknar hjá lögreglu, en nú er í athugun að taka harðar á villandi upplýsingagjöf af öllu tagi. Íslenska fjármálaeftirlitið hefur aðeins tvívegis talið sig hafa svigrúm til að vísa málum til lögreglurannsóknar. 27.10.2006 13:00
Leita í rússnesku frystiskipi Hópur tollvarða úr Reykjavík kom til Raufarhafnar í nótt til að leita í rússnesku frystiskipi, sem liggur þar við bryggju, eftir að upp komst um tilraun skipverja til að smygla verulegu magni af tóbaki á land í Húsavík fyrr í vikunni. Grunur leikur að að talsverðu hafi verið smyglað hingað með sama skipi í fyrri ferðum þess. 27.10.2006 12:45
Áhættumeðgönguvernd í óvissu Ljósmæðrafélag Íslands og Félag hjúkrunarfræðinga hafa þungar áhyggjur af því að ekki sé ljóst hvernig áhættumeðgönguvernd verði háttað, nú þegar þrjár vikur eru í að Miðstöð mæðraverndar verði lögð niður í núverandi mynd. 27.10.2006 12:30
Deilt um hvort öll hlerunargögn séu birt Þjóðskjalasafnið hefur opinberað á Netinu gögn í vörslu safnsins um hleranir á kaldastríðsárunum. Menn eru þó ekki á einu máli um hvort þær 70 blaðsíður sem hafa verið birtar séu allt það sem safninu hefur borist um hleranir á vegum hins opinbera. 27.10.2006 12:30
Tvö prófkjör um helgina Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. 27.10.2006 12:12
Héraðsdómur vísar frá kröfu ÖBÍ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 27.10.2006 12:05
Formannsskipti hjá Landssambandi hestamannafélaga Í dag hefst þing Landssambands hestamannafélaga í Borgarnesi. Það er í boði Hestamannafélagsins Skugga og stendur fram á seinnipart laugardags. 27.10.2006 11:30
Boðin lögregluvernd í Ástralíu vegna hvalveiða Ingu Árnadóttur, ræðismanni Íslands í Ástralíu. var var boðin lögregluvernd vegna viðbragða þar í landi við hvalveiðum Íslendinga. Í þættinum Ísland í bítið á Stöð 2 í morgun sagði Inga frá því að henni hefðu borist þúsundir skeyta, vegna hvalveiðanna. 27.10.2006 11:07
Minnast eins árs ártíðar í Frakklandi Yfir þúsund manns gengu fylktu liði í þögn í úthverfi Parísar í morgun til að minnast tveggja unglingsdrengja sem létust fyrir réttu ári síðan þegar þeir földu sig í rafmagnsskúr á flótta undan lögreglunni. Dauði þeirra varð kveikjan að ofbeldinu í úthverfum Parísar fyrir réttu ári síðan, sem entist í þrjár vikur. 27.10.2006 11:00
Milljón indverskra bankastarfsmanna í verkfalli í dag Nærri milljón indverskra ríkisbankastarfsmanna eru í verkfalli í dag vegna þrýstings frá stjórnvöldum um endurbætur í bankakerfinu. Fréttavefur BBC skýrði frá þessu í morgun. 27.10.2006 10:57
Stórreykingamenn líklegri til að skilja Stórreykingamenn eru líklegri til að eiga að baki misheppnað hjónaband en þeir sem ekki reykja, samkvæmt niðurstöðum danskrar könnunar á reykvenjum þjóðarinnar. 30% af þeim Dönum sem reykja 15 sígarettur eða meira eru fráskildir en aðeins 13,6% þeirra eru giftir. 27.10.2006 10:45
Vill vernda hjónabandið fyrir samkynhneigðum George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ætlar sér að nota úrskurð dómara í New Jersey í Bandaríkjunum um að leyfa hjónabönd samkynhneigðra til þess að koma íhaldssömum kjósendum til þess að kjósa í kosningum til öldungadeildar þingsins, sem fara fram 7. nóvember næstkomandi. 27.10.2006 10:27
Erkibiskup styður múslimakonur Erkibiskupinn af Kantaraborg hefur blandað sér í deilurnar um trúartákn, í Bretlandi, og tekur málstað múslimakvenna sem vilja bera slæður. 27.10.2006 10:21
Brotist inn um hábjartan dag Brotist var inn í íbúð í Njarðvík um hábjartan dag í gær. Heimilisfólkið var í vinnu á meðan þjófarnir létu greipar sópa um íbúðina sem er á fyrstu hæð í fjölbýli. Farið var inn með því að spenna upp svalahurð og var fartölvu, vídeótæki, stafrænni myndavél og fleiri tækjum stolið. Lögreglan rannsakar málið en ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki. 27.10.2006 10:20
Alnæmissamtökin fræða unglinga í vetur Alnæmissamtökin hefja nú um mánaðamótin fræðslu- og forvarnarátak sem beinist að 9. og 10. bekkingum í öllum grunnskólum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá samtökinum að þetta sé í þriðja sinn sem þau skipuleggi fræðslu um HIV-smit, alnæmi og kynsjúkdóma. 27.10.2006 10:16
Vill hækka skatt á áfengi til að berjast gegn unglingadrykkju Patricia Hewitt, heilbrigðisráðherra Bretlands vill hækka skatt á áfengi sem selt er í Bretlandi, sér í lagi á áfengum gosdrykkjum, til að draga úr unglingadrykkju. Hann segist ætla að biðja Gordon Brown, fjármálaráðherra um að setja skattahækkunina inn í næsta fjárlagafrumvarp. 27.10.2006 10:07
NATO staðfestir að 12 óbreyttir borgarar hafi fallið Atlantshafsbandalagið hefur viðurkennt að að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar hafi fallið í loftárásum bandalagsins í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan á þriðjudag. 27.10.2006 10:05
Serbar að innlima Kosovo-hérað í nýrri stjórnarskrá Um næstu helgi munu Serbar kjósa um nýja stjórnarskrá sem er ætlað að innlima Kosovo-hérað, þrátt fyrir viðræður við Sameinuðu þjóðirnar varðandi hugsanlega framtíð héraðsins. 27.10.2006 10:01
Þýsku hermennirnir reknir úr hernum Þýski herinn hefur rekið tvo hermenn úr hernum vegna mynda sem þýska dagblaðið der Bild birti af þeim þar sem þeir stilltu sér upp með hauskúpu í Afganistan. Myndir af þýskum hermönnum með hauskúpur hafa birtust í ýmsum þýskum fjölmiðlum í gær og fyrradag og hafa verið fordæmdar af þýskum stjórnmálamönnum og heryfirvöldum. Myndirnar eru sagðar vera frá 2003 og 2004. 27.10.2006 09:55
Gögn Þjóðskjalasafns um hleranir birt á vefnum Þjóðskjalasafnið hefur birt á vef sínum þau gögn sem eru þar í vörslu og varða dómsmál um hleranir á kaldastríðsárunum. 26.10.2006 23:45
4 slökkviliðsmenn týndu lífi í Palm Springs Fjórir slökkviliðsmenn týndu lífi og einn brenndist illa þar sem þeir börðust við kjarrelda nærri Palm Springs í Bandaríkjunum í dag. Talið er að eldarnir logi nú á 4.000 hektara svæði og grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða. 700 íbúum í nærliggjandi þorpum hefur verið fyrirskipað að flytja frá heimilum sínum. Sumir hafa þurft að fara að heiman án nokkurs fyrirvara og þurft að skilja eftir eigur og gæludýr. 26.10.2006 23:36
Um 200 líkamshlutar hafa fundist Um það bill 200 hundruð líkamshlutar hafa fundist þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður í New York síðan líkamsleifar fundust í holræsi undir staðnum fyrir viku. Turnarnir hrundu í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september 2001. Lík 1.150 fórnarlamba í turnunum hafa ekki fundist. 26.10.2006 23:15
Tupperware-listaverk til sýnis Tupperware er hægt að nota á margan hátt, til að geyma spagettí, til að geyma hafragraut í og hita hann, auk þess sem tupperware er notað til að halda mat ferskum. Það kann því að hljóma sérkennilega að Tupperware sé einnig notað í töskugerð eða listsköpun hvers konar. 26.10.2006 23:00