Fleiri fréttir

Þjóðaratkvæði um vafamál

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir að svo geti farið að hann boði til þjóðaratkvæðagreiðslna um ákvarðanir sem hann taki í tengslum við framtíð heimastjórnar Palestínumanna sem skipuð er Hamas-liðum. Ef stjórnarskrá taki ekki á tilteknum máli ætli hann að leita álits almennings.

Heimsbyggðin skilji ekki nauðsyn hvalveiða

Sendiherra Bretlands segir heimsbyggðina ekki skilja nauðsyn þess að hefja hvalveiðar við Ísland. Sendiherrann varar við afleiðingunum og biður ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðun sína.

Þjóðarflokkurinn kærir Nyhedsavisen

Ungliðahreyfing Danska þjóðarflokksins hefur kært dagblaðið Nyhedsavisen til fjölmiðlasiðanefndar vegna myndbirtingar þess af lokaðri samkomu hreyfingarinnar.

Óttast frekari tilraunasprengingar

Norður-Kóreumenn líta á refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna, vegna kjarnorkutilrauna þeirra, sem stríðsyfirlýsingu. Óttast er að þeir hyggi á frekari tilraunasprengingar.

Samfylkingin vill fá nýtt fangelsi nær höfuðborgarsvæðinu

Stjórnarandstaðan segir skort á fjármagni til byggingar á nýju fangelsi stóra vandann er lýtur að föngum. Varaformaður Samfylkingarinnar vill fá nýtt fangelsi nær höfuðborgarsvæðinu og nefnir í því samhengi yfirgefið svæði Varnarliðsins.

Hafna rannsóknarnefnd að norskri fyrirmynd

Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra tóku ekki undir kröfu um rannsóknarnefnd að norskri fyrirmynd í snörpum umræðum um hlerunarmál á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði það hins vegar ófyrirgefanlega aðdróttun að bera á samstarfsráðherra úr öðrum flokkum að þeir hefðu staðið fyrir hlerunum.

Hvalur 9 siglir inn Hvalfjörð til að undirbúa fyrstu veiðiferðina

Hvalur níundi, flaggskip hvalveiðiflotans, sigldi nú síðdegis inn Hvalfjörð, eftir að íslensk stjórnvöld tilkynntu að hvalveiðar í atvinnuskyni og veiðar á stórhvölum væru hafnar á ný. Sjávarútvegsráðherra skýrði Alþingi frá því að hann hefði heimilað veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum, til viðbótar þeim 39 hrefnum sem áður var ákveðið að yrðu veiddar í vísindaskyni.

Gylfi Arnbjörnsson dregur framboð sitt til baka

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gylfi sóttist eftir 3. til 4. sæti.

Gvatemala hefur áfram forskot á Venesúela

Gvatemala hefur áfram forskot á Venesúela í atkvæðagreiðslu um sæti til 2 ára í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Atkvæði voru greidd milli ríkjanna 10 sinnum á Allsherjarþingi SÞ í gær en þá var atkvæðagreiðslu frestað til morguns. Aftur var tekið til óspilltra málanna í dag og heldur Gvatemala áfram forskoti sínu en nær þó ekki 2/3 atkvæða sem þarf til að hreppa hnossið.

Samið um kaup á netaveiðiréttindum í Hvítá og Ölfusá

Stangaveiðifélaga Reykjavíkur hefur gert samninga við stóran hluta þeirra bænda sem eiga netaveiðirétt í Hvítá og Ölfusá með það að markmiði að efla stanga veiði á svæðinu. Félagið hefur um árabil reynt að fá netaveiði aflagða í ánum en gengið hefur verið frá samningum við sem tryggir upptöku á netum sem nemur um tveimur þriðju af meðalnetaveiði.

Bandaríkjaforseti staðfestir frumvarp um yfirheyrsluaðferðir

George Bush, Bandaríkjaforseti, staðfesti í dag lagafrumvarp þar sem skilgreint er hvað leyfist við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Frumvarpið skilgreinir einnig hvernig rétta skal yfir þeim. Markmiðið með lagasetningunni er að tryggja það að mannréttindi fanganna séu virt en samt er að finna ákvæði í þeim sem takmarka rétt þeirra til að kæra varðhald þeirra og jafnvel fá því hnekkt.

Litlar breytingar á ástandi nytjastofna

Litlar breytingar hafa orðið á ástandi nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi samkvæmt árlegri úttekt Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem unnin er af ráðgjafarnefnd um nýtingu fiskistofna.

Skipalyfta gaf sig í Vestmannaeyjum

Óttast er að milljónatjón hafi orðið þegar skipalyfta við höfnina í Vestamannaeyjum gaf sig þegar hún var að lyfta netabátnum Gandí VE í slipp. Lyftan er í eigu Skipalyftunnar ehf. en ekki er vitað hvers vegna hún gaf sig. Lítils háttar slys urðu á fólki að sögn verkstjóra hjá fyrirtækinu.

Samruni Lyfjavers og Lyfja og heilsu ógiltur

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að ógilda skuli samruna lyfsölukeðjanna DAC og Lyfjavers þar sem talið var að hann myndi raska samkeppni og skaða hagsmuni almennings.

Vinstri - grænir styðja ekki hvalveiðar

Þingflokkur Vinstri - grænna styður ekki að teknar verði upp hvalveiðar nú meðal annars vegna þess að hugsanlega sé að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna, á þingi í dag þegar tilkynnt var að veiðar hæfust á ný.

Slapp út úr bíl eftir að hafa ekið út í sjó

Einn maður komst af sjálfsdáðum út úr bíl sínum eftir að honum var ekið út í sjó við Geirsnef við Elliðaárnar um kl. 15 í dag. Tildrög slyssins eru ókunn en mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði og lögreglu og voru bæði kafarar og bátur sendir á vettvang. Ökumaður ók ekki á miklum hraða og var ekki ölvaður. Vegfarandi kastaði sér út í árnar til að bjarga manninum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samskonar slys verður á þessum stað.

Hvalur 9 heldur til veiða í kvöld

Hvalur 9 heldur til hvalveiða í kvöld að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf, í kjölfar ákvörðuna íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson tilkynnti í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að hann hefði tekið þá ákvörðun að leyfa veiðar á níu langreyðum og 30 hrefnum á fiskveiðiárinu 2006/2007 til viðbótar þeim tæpu 40 hrefnum sem veiða á í vísindaskyni.

Sendiráð Íslands taka þátt í kynningu á ákvörðun um hvalveiðar

Kynningarefni á ensku hefur verið útbúið vegna þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti um hana á þingi í dag. Fram kemur í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu að sendiráð Íslands erlendis muni taka fullan þátt í að kynna sjónarmið Íslands erlendis og svara fyrirspurnum sem kunna að koma í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra.

Notkun nagladekkja dregst saman um 20% á fjórum árum

Notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman um 20 prósent á síðustu fjórum árum samkvæmt könnun sem gerð var fyrir framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar í lok síðasta vetrar. Þetta kemur fram á vef framkvæmdasviðs. Þar segir að hlutfallið hafi verið um 65 prósent í febrúar árið 2002 en það er nú komið niður í 52 prósent.

Hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast á ný

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland.

Vona að ekki verði af hvalveiðum

Breska sendiráðið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fregna af hugsanlegum hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni þar sem bent er á að margir Bretar muni eiga í vandræðum með að skilja nauðsyn þess að hefja slíkar veiðar. Í tilkynningunni segir að á þettta vilji bresk yfirvöld benda í mestu vinsemd og vona að af veiðunum verði ekki.

Vilja skóla og æfingaaðstöðu á varnarliðssvæði

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna telur að byggja eigi upp skóla og þjálfunaraðstöðu fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og æfingasvæði fyrir þessar stéttir og lögreglu, björgunarsveitir og Landhelgisgæslu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli nú þegar herinn er farinn.

Yfir hundrað sagðir slasaðir eftir lestarslys í Róm

Einn er nú sagður látinn og 110 slasaðir, þar af fimm mjög alvarlega, eftir árekstur tveggja neðanjarðarlesta í jarðlestakerfi Rómar í morgun. Áreksturinn varð við lestarstöð í miðborg Rómar og var torg fyrir ofan stöðina girt af í kjölfar þess.

Aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland samþykkt

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland fyrir árin 2006-2009. Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að markmiðið með áætluninni sé að einfalda og bæta opinbert regluverk í þágu atvinnulífs og almennings.

Sökuðu ríkisstjórnina um hernað fólkinu í landinu

Þingmenn Samfylkingarinnar saka ríkisstjórnina um hernað gegn fólkinu í landinu með sérhagsmunagæslu í þágu mjólkuriðnaðar. Landbúnaðarráðherra segir hins vegar að stjórnvöld væru að koma aftan að bændum og mjólkuriðnaði ef samkeppnisumhverfi hans yrði breytt.

Segja refsiaðgerðir jafngilda stríðsyfirlýsingu

Norður-Kóreumenn segja að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkutilrauna þeirra jafngildi stríðsyfirlýsingu. Vísbendingar eru um að önnur tilraunasprenging sé í bígerð.

Lést í umferðarslysi á Kjósarskarðsvegi

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Kjósarskarðsvegi í gærmorgun hét Gunnlaugur Jón Ólafur Axelsson. Hann var fæddur þann 31. maí árið 1940 og var til heimilis að Kirkjuvegi 62 í Vestmannaeyjum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn.

Kvarta til siðanefndar vegna myndbirtingar Nyhedsavisen

Ungliðahreyfing Danska þjóðarflokksins hefur ákveðið að kvarta til siðanefndar danska blaðamannafélagsins vegna þess að Nyhedsavisen birti á dögunum myndir af fundi hreyfingarinnar þar sem félagar teiknuðu skopmyndir af Múhameð spámanni.

Nauðlenti á leið til Íslands

Þota frá norska flugfélaginu Braathens, sem var á leið frá Osló til Keflavíkur, nauðlenti í gær í Stafangri eftir að sprunga kom í framrúðu vélarinnar. 108 farþegar voru um borð í vélinni sem var af gerðinni Boeing 737.

Vilja leyfa innflutning mjólkurvara án tolla

Neytendasamtökin krefjast þess að leyft verði að flytja inn mjólkurvörur með mjög lágum tollum eða án tolla. Þessa kröfu gera samtökin eftir fréttir síðustu daga þar sem fram hefur komið að ákvæði í búvörulögum, sem veita mjólkuriðnaðinum heimild til samráðs, gangi gegn samkeppnislögum og að til standi að sameina flestöll mjólkursamlög í eitt.

Umræður um RÚV og fundarstjórn til miðnættis í gær

Umræður um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins stóðu nánast til miðnættis í gærkvöld og einkenndust af athugasemdum um fundarstjórn forseta. Umræðurnar hófust klukkan fjögur í gær og eftir að deilt hafði verið um fundarstjórn í um klukkustund gat menntamálaráðherra mælt fyrir frumvarpinu.

Ófært yfir Tröllatunguheiði

Ófært er yfir Tröllatunguheiði á Vestfjörðum og þungfært á Þorskafjarðarheiði og Steinadalsheiði samkvæmt Vegagerðinni. Á Klettshálsi er hálka, á Steingrímsfjarðarheiði og Eyrarfjalli eru hálkublettir.

Kári Þorleifsson fundinn.

Lögreglan í Reykjavík lýsti í kvöld eftir Kára Þorleifssyni. Kári er með Downs heilkenni og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu talar hann lítið sem ekkert og ratar lítið. Síðast var vitað um ferðir hans í Austurstræti í Reykjavík. Það var svo á tólfta tímanum í kvöld sem Kári fannst, heill á húfi, á gangi í Kópavoginum.

Hátæknifyrirtæki skoða Ísland

Fulltrúar frá stórfyrirtækinu Dow Corning og dótturfélagi þess, Hemlock Semiconductor Corporation, heimsóttu Ísland í síðustu viku til að kanna kosti þess að reisa stóra verksmiðju í hátækniiðnaði hér á landi. Þykir Grundartangi ákjósanlegasti staðurinn, en um tíma var einnig rætt um Eyjafjörð og Þorlákshöfn. Virðast þeir staðsetningarkostir út úr myndinni að því er fram kemur á vefsíðunni Hvalfjörður.is.

Sjá næstu 50 fréttir