Fleiri fréttir Ekið á kengúru í Danmörku Sá undarlegi atburður átti sér stað í aðfaranótt sunnudags að ekið var á kengúru við Holbæk í Danmörku en kengúran lést af sárum sínum. Á fréttavef danska ríkissjónvarpsins er greint frá því að kengúrunnar hafi verið leitað síðan á miðvikudag. Hennar verið sárt saknað af eiganda sínum og fjölluðu danskir fjölmiðlar um kengúruleitina, enda ekki á hverjum degi sem kengúrur hoppa um þjóðvegi og graslendi Danmerkur. 18.9.2006 08:45 Sækist eftir 1. sæti Jón Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Í tilkynningu, sem hann sendi frá sér í gærkvöldi segist hann sækjast eftir sætinu í kjölfar þess að Margrét Frímannsdóttir tilkynnti í gær að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér í kosningunum í vor. 18.9.2006 08:30 Sögulegur sigur hægrimanna í Svíþjóð Hægra bandalagið í Svíþjóð vann sögulegan sigur í sænsku þingkosningunum í nótt. Göran Persson, formaður Jafnaðarmanna, biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í dag og segir af sér formennsku frá og með vorinu. 18.9.2006 08:16 Slökkvilið kallað út vegna reyks í Ölgerðinni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Ölgerð Egils Skallagrímssonar við Grjótháls í Reykjavík um sex leitið í morgun þar sem torkennilegan reyk lagði frá verksmiðjunni og viðvörunarkerfi fór í gang. Við nánari athugun, kom í ljós að einn ketill verksmiðjunnar hafði ósað, eins og það er orðað, en engin eldur kviknað. Tjón mun vera óverulegt. 18.9.2006 08:15 Vill að Hutu öfgasinnar verði dæmdir Forseti Rúanda, Paul Kagame, segir að Hutu öfgasinnar sem skipulögðu þjóðarmorðin á Tutsi þjóðarbrotinu árið 1994 geti ekki vænst fyrirgefningar gjörða sinna. Talið er að hópur Hutu öfgasinna hafi flúið til Kongó þegar þjóðarmorðunum lauk og eru þeir sagðir ábyrgir fyrir þeim óstöðugleika sem hefur ríkt í austur Kongó á síðustu árum. 18.9.2006 08:00 Jón Gunnarsson sækist eftir 1. sæti Jón Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að sækjast eftir því að leiða framboðslista í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi vegna kosninga til Alþingis í vor. 17.9.2006 23:06 Reykur í stjórnklefa flugvélar Icelandair Lenda þurfti Boeing 767 þotu Icelandair á eyju í Karabíska hafinu í kvöld vegna alvarlegs flugatviks. Flugvélin var í leiguflugi á leið frá Madríd til Caraccas þegar þegar mikill reykur gaus upp í stjórnklefa flugvélarinnar. 17.9.2006 22:10 Persson hyggst biðjast lausnar á morgun "Við höfum tapað í kosningunum en flokkurinn hefur ekki tapað. Hans málefni standa óhögguð og við komum til baka," saði Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar þegar ljóst var að hægrabandalagið hafði sigrað í þingkosningunum í Svíþjóð. 17.9.2006 21:05 Hægri flokkurinn er sigurvegari kosninganna "Sænska þjóðin hefur kosið hægrabandalagið til að stjórna. Hægri flokkurinn er stóri sigurvegari kosninganna," sagði Fredrik Reinfeldt, leiðtogi Hægriflokksins í Svíþjóð á kosningavöku fyrir stundu. Reinfeldt lýsti yfir sigri þegar fyrir lá að hægrabandalagið hafði hlotið 178 þingmenn en vinstri flokkarnir aðeins 171. Þá var búið að telja úr 5.578 kjördeild af 5.783 eða rúmlega 96%. 17.9.2006 20:53 Hægri sigur Hægri sigur blasir við í þingkosningunum í Svíþjóð. Eftir því sem liðið hefur á talninguna í kvöld hefur heldur dregið í sundur með fylkingum hægri og vinstri. Talning kjörfundaratkvæða er nú langt komin. Vinstri flokkarnir hafa samkvæmt nýjustu tölum 171 þingsæti en hægrabandalagið hefur 178 þingsæti. Kjörsókn var 79,9% en búið er að telja atkvæði frá 5.578 kjörstöðum af 5.783. Allsendis óvíst er að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en eftir helgi en þá ætti talningu utankjörfundaratkvæða að vera lokið. 17.9.2006 20:14 Átta þúsund manns tóku á móti Magna Átta þúsund manns tóku á móti söngvaranum Magna Ásgeirssyni í Smáralindinni í dag og ætlaði allt um koll að keyra þegar hann steig á svið. Kappinn vann hugi og hjörtu Íslendinga þegar hann sló í gegn í keppninni Rock Star: Supernova 17.9.2006 18:59 Misvísandi viðbrögð við afsökunarbeiðni páfa Benedikt páfi sextándi sagði í dag að sér þætti miður að ræða sín í Þýskalandi fyrir helgi hefði verið túlkuð sem móðgun við múslima. Páfi vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar. Múslimar segja þörf á skýrari afsökunarbeiðni. Morð á ítalskri nunnu í Sómalíu er talið framið vegna orða páfa. 17.9.2006 18:45 Atlantis farin frá Alþjóðlegu geimstöðinni Traffík er til og frá Alþjóðlegu geimstöðinni um þessar mundir. Atlantis hóf í dag flug til jarðar á meðan rússneskt geimfar undirbýr flugtak með fyrsta kvenferðalanginn innanborðs. 17.9.2006 17:28 Margrét Frímannsdóttir hættir í stjórnmálum Margrét Frímannsdóttir, þingmaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum á næsta ári. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldinn var í Þorlákshöfn í dag. 17.9.2006 16:31 Skreytir sig með stolnum fjöðrum Gudrun Schyman forystukona sænska kvennaframboðsins fer með fleipur þegar hún fullyrðir að framboð þeirra sé fyrsta feminíska kvennaframboðið í heiminum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ein af frumkvöðlum íslenska kvennaframboðsins, segir að Gudrun viti betur, enda hafi hún komið hingað til lands fyrir tveimur árum og kynnst frumkvöðlastarfi íslenskra kvennalistakvenna. 17.9.2006 13:30 Afsökunarbeiðni páfa sögð fullnægjandi Benedikt páfi XVI. segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga nokkurn með ræðu sinni í síðustu viku þar sem hann fjallaði um Múhameð spámann. Öryggisgæsla um páfa hefur verið hert til muna vegna hótana herskárra múslimaklerka sem segja jafnvel að hann eigi að myrða. Bandalag múslima í Egyptalandi sendi frá sér yfirlýsingu skömmu fyrir hádegi þar sem segir að afsökunarbeiðni páfa í morgun sé fullnægjandi. En þrátt fyrir það telja heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar afar líklegt að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í morgun vegna ummæla páfa fyrir helgi. 17.9.2006 12:45 Margrét að hætta í pólítík? Talið er að Margrét Frímannsdóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar tilkynni á kjördæmaráðsfundi Samfylkingarinnar í dag að hún hætti í pólitík. 17.9.2006 12:39 Lést í umferðaslysi í gær Enn eitt banaslysið varð í gær þegar maður á sextugsaldri varð fyrir bíl rétt utan við Selfoss. Því hafa um tuttugu manns látist í umferðarslysum það sem af er ári. 17.9.2006 12:29 Rannsóknarnefnd vegna átakanna í Líbanon Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að nefnd yrði falið að rannsaka framferði stjórnvalda og hers þegar barist var í Líbanon í sumar. Almenningur hefur gert kröfu um óháða rannsókn en ekki hefur verið orðið við því. 17.9.2006 11:30 Vilja ekki Calderon sem forseta Mörg hundruð þúsund stuðningsmenn vinstrimannsins Andres Manuels Lopez Obrador komu saman í miðborg Mexíkó-borgar í gærkvöldi til að mótmæla úrslitum forsetakosninganna í Mexíkó fyrr á þessu ári. Lopez Obrador laut í lægra haldi fyrir hægrimanninum Felipe Calderon og var afar mjótt á mununum. 17.9.2006 11:00 Grænlenski togarinn kominn til hafnar Varðskipið Ægir kom með grænlenska togarann Kingigtok til Reykjavíkur á sjötta tímanum í morgun. Togarinn varð vélavana um fjögurhundruð sjómílur suðvestur af Reykjanesi í fyrrinótt. 17.9.2006 10:30 Skotið á fólk eftir sjálfsvígssprengjuárás Að minnsta kosti 18 týndu lífi og 55 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Kirkuk í Írak í morgun. Maður ók bíl, hlöðnum sprengiefni á dómshús í borginni þar sem fjölmargir voru staddir. Áður en það gerðist kastaði farþegi sér úr bílnum og hóf að skjóta á fólk eftir að bíllinn sprakk. 17.9.2006 10:15 Mikil stemming á Nick Cave Mikil stemning var á tónleikum Nick Cave í Laugardalshöll í gærkvöldi. Nick Cave hefur verið vinsæll meðal Íslendinga í langan tíma enda var uppselt á tónleikana fyrir löngu síðan. 17.9.2006 10:00 Magnús gerir upp við Björgólf Thor Magnús Kristinsson, sem stóð í hörðum átökum við Björgólf Thor Björgólfsson í stjórn Straums-Burðaráss sendir Björgólfi tóninn í blaðagrein í dag. Segir Magnús að rót átakanna sé andstaða hans gegn því að Björgólfur notaði Straum-Burðarás til að leggja tugi milljarða í eigin fjárfestingarverkefni. 17.9.2006 09:51 Útlit fyrir sigur hægrimanna í Svíþjóð Kjördagur er runninn upp í Svíþjóð og af síðustu skoðanakönnun að dæma hafa sænskir kjósendur ákveðið að binda enda á tólf ára samfelldan valdatíma Jafnaðarmanna. 17.9.2006 09:40 Sjö teknir fyrir ölvunarakstur Rólegra var hjá Lögreglunni í Reykjavík í nótt miðað við þá síðustu. Svo virðist sem gestir borgarinnar hafi hagað sér betur en sama er þó ekki hægt að segja um ökumenn en alls voru sjö kærðir fyrir meinta ölvun við akstur í höfuðborginni. 17.9.2006 09:32 Banaslys á Suðurlandsvegi Banaslys varð um klukkan níu í gærkvöldi á Suðurlandsvegi til móts við afleggjarann að Bollastöðum. Þar varð karlmaður á hesti fyrir bifreið sem ekið var austur veginn og er talið að hann hafi látist samstundis. 17.9.2006 09:07 Sjötíu ár frá því Pourqoui-Pas fórst Sjötíu ár eru í dag liðin frá einu átakanlegasta sjóslysi Íslandssögunnar aðeins einn maður af fjörtíu manna áhöfn komst lífs af þegar rannsóknarskipið Pourqoui-Pas fórst. 16.9.2006 19:15 Íslendingar aðlagist veðurfarsbreytingum Íslendingar þurfa að aðlagast miklum breytingum á veðurfari og lífríki fari svo að hlýnun á Norðurhveli verði hraðari en áður var talið. Fjórtán prósent af íshellu norðurskauts bráðnaði á liðnu ári sem er þrítugföld bráðnun miðað við fyrri ár. Hlýnun á Íslandi kann að verða skammgóður vermir því óttast er að eftir skammt hlýindaskeið skelli hér á fimbulkuldi. 16.9.2006 18:33 Líf og fjör í Biskupstungum Ekki vantaði lífið og fjörið í Biskupstungum í dag þar sem óvenjulegar réttir fóru fram, svo ekki sé meira sagt. Sindri Sindrason skellti sér í réttirnar þar sem hundruð manna voru saman komnir. 16.9.2006 18:29 Krefst aðgangs að hlerunargögnum Kjartan Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður og ritstjóri, hótar málsókn gegn Þjóðskjalasafni og menntamálaráðherra verði honum neitað um að sjá gögn um hleranir stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra vísar í þingskipaða sérfræðinefnd sem falið var að meta þessi gögn en Kjartan telur þetta ófullnægjandi svar. 16.9.2006 18:28 Jóhann Ársælsson hættir á þingi í vor Jóhann Ársælsson, fyrsti þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu. 16.9.2006 17:06 Bjórþystir flykkjast til München Mörg þúsund bjórþyrstir Þjóðverjar streyma nú til München þar sem hið árlega október fest hófst í dag. Þetta er í hundrað sjötugasta og þriðja sinn sem hátíðin er haldin þar í borg og er búist við að allt að sex milljónir manna sæki hátíðina, Þjóðverjar jafnt sem erlendir ferðamenn. 16.9.2006 16:45 Abbas og Bush funda í næstu viku Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, mun eiga fund með George Bush, Bandaríkjaforseta, á miðvikudag í næstu viku þegar leiðtogarnir sækja báðir fund Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Abbas mun leita stuðnings Bandaríkjaforseta við þjóðstjórn Hamas-liða og Fatah-hreyfingarinnar. 16.9.2006 16:15 Varðskipið Ægir sótti vélavana togara Varðskipið Ægir er nú á leið til Reykjavíkur með grænlenska togarann Kingigtok í togi. Togarinn varð vélavana um fjögurhundruð sjómílur suðvestur af Reykjanesi í nótt. 16.9.2006 16:08 Sex fluttir á slysadeild eftir árekstur Sex voru fluttir á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum á Breiðholtsbraut við Skógarsel. Meiðsl þeirra eru þó talin minniháttar. 16.9.2006 15:49 Hófu sókn gegn Talíbönum á ný Mörg þúsund hermenn bandaríska herliðs í Afganistan hófu í dag, ásamt innfæddum hermönnum, nýja sókn gegn Talíbönum þar í landi. 16.9.2006 15:38 Reykvíkingar hvattir til að hjóla og hvíla bílinn Í dag eru Reykvíkinginar hvattir til þess að hjóla saman og hvíla bílinn. Dagurinn er liður í Samgönguvikunni en Reykjavíkurborg tekur nú fjórða árið í röð þátt í Evrópsku Samgönguvikunni. 16.9.2006 14:38 Hraðleið strætó hefst á ný í Árbænum Ákveðið var á fundi hverfaráðs Árbæjar í dag að koma til móts við kröfur hverfisins og hraðleið strætó í Árbæjarhverfi verði aftur hafin á álagstímum. 16.9.2006 14:22 Týndi lífi í BASE-stökki Yfirvöld í Mexíkó hafa fundið lík þekkst ástralsks ævintýramanns sem týndi lífi í svokölluðu BASE-stökki í suðurhluta landsins fyrr í vikunni. Keppni var þar haldin í þessari glæfralegu íþrótt og verður nú rannsakað hvað fór úrskeiðis. 16.9.2006 14:00 Þök rifnuðu af 100 húsum Að minnsta kosti 30 slösuðust í Kólumbíu í gær þegar öflugur hvirfilbylur reif meira en 100 þök af byggingum í borginni Barranquilla. 16.9.2006 13:45 Óttast um öryggi páfa Óttast eru um öryggi Benedikts páfa XVI. vegna ummæla sem hann lét falla fyrr í vikunni sem hafa vakið mikla reiði meðal múslima. Eldsprengjum var kastað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og í nótt. Páfagarður sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að páfa þyki miður að orð sín hafi sært múslima. 16.9.2006 13:17 Bilun hafði áhrif víða um land Bilun á ljósleiðarakerfi Símans hafði haft áhrif víða um land á fjarskipti og ljósvakaútsendingar. Bilunin varð til þess að öryggiskerfi sjómanna við Norðurland var óvirkt frá því síðdegis í gær. 16.9.2006 13:17 Réttir án kinda Tungnaréttir í Biskupstungum hófust kl. 11 í morgun, þrátt fyrir að þar verði ekki ein einasta kind. Sveitin er fjárlaus eftir að allt fé var skorið niður vegna riðuveiki. Heimamenn vilja þó ekki sleppa réttunum, frekar en aðrir Sunnlendingar. 16.9.2006 11:15 Lane orðinn 2. gráðu fellibylur Hitabeltisstormurinn Lane varð að annarar gráðu fellibyl þar sem hann færðist í átt að Baja á Kaliforníu skaga í gærkvöldi og nótt. Lane skall á Kyrrahafsströnd Mexíkó og flæddi yfir hafnarborgir. Sjö ára drengur týndi lífi þegar aurskriða féll á heimili hans. Yfirvöld í Mexíkó hafa sent frá sér viðvörun og hvatt fólk á syðri hluta Kaliforníu skaga til að hafa sig á brott. Margir íbúar og ferðamenn hafa þegar komið sér í öruggt skjól. Vindhraði í bilnum hefur mest farið í rúma fjörutíu metra á sekúndu og talið að Lane eigi enn eftir að sækja í sig veðrið. 16.9.2006 11:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ekið á kengúru í Danmörku Sá undarlegi atburður átti sér stað í aðfaranótt sunnudags að ekið var á kengúru við Holbæk í Danmörku en kengúran lést af sárum sínum. Á fréttavef danska ríkissjónvarpsins er greint frá því að kengúrunnar hafi verið leitað síðan á miðvikudag. Hennar verið sárt saknað af eiganda sínum og fjölluðu danskir fjölmiðlar um kengúruleitina, enda ekki á hverjum degi sem kengúrur hoppa um þjóðvegi og graslendi Danmerkur. 18.9.2006 08:45
Sækist eftir 1. sæti Jón Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Í tilkynningu, sem hann sendi frá sér í gærkvöldi segist hann sækjast eftir sætinu í kjölfar þess að Margrét Frímannsdóttir tilkynnti í gær að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér í kosningunum í vor. 18.9.2006 08:30
Sögulegur sigur hægrimanna í Svíþjóð Hægra bandalagið í Svíþjóð vann sögulegan sigur í sænsku þingkosningunum í nótt. Göran Persson, formaður Jafnaðarmanna, biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í dag og segir af sér formennsku frá og með vorinu. 18.9.2006 08:16
Slökkvilið kallað út vegna reyks í Ölgerðinni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Ölgerð Egils Skallagrímssonar við Grjótháls í Reykjavík um sex leitið í morgun þar sem torkennilegan reyk lagði frá verksmiðjunni og viðvörunarkerfi fór í gang. Við nánari athugun, kom í ljós að einn ketill verksmiðjunnar hafði ósað, eins og það er orðað, en engin eldur kviknað. Tjón mun vera óverulegt. 18.9.2006 08:15
Vill að Hutu öfgasinnar verði dæmdir Forseti Rúanda, Paul Kagame, segir að Hutu öfgasinnar sem skipulögðu þjóðarmorðin á Tutsi þjóðarbrotinu árið 1994 geti ekki vænst fyrirgefningar gjörða sinna. Talið er að hópur Hutu öfgasinna hafi flúið til Kongó þegar þjóðarmorðunum lauk og eru þeir sagðir ábyrgir fyrir þeim óstöðugleika sem hefur ríkt í austur Kongó á síðustu árum. 18.9.2006 08:00
Jón Gunnarsson sækist eftir 1. sæti Jón Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að sækjast eftir því að leiða framboðslista í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi vegna kosninga til Alþingis í vor. 17.9.2006 23:06
Reykur í stjórnklefa flugvélar Icelandair Lenda þurfti Boeing 767 þotu Icelandair á eyju í Karabíska hafinu í kvöld vegna alvarlegs flugatviks. Flugvélin var í leiguflugi á leið frá Madríd til Caraccas þegar þegar mikill reykur gaus upp í stjórnklefa flugvélarinnar. 17.9.2006 22:10
Persson hyggst biðjast lausnar á morgun "Við höfum tapað í kosningunum en flokkurinn hefur ekki tapað. Hans málefni standa óhögguð og við komum til baka," saði Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar þegar ljóst var að hægrabandalagið hafði sigrað í þingkosningunum í Svíþjóð. 17.9.2006 21:05
Hægri flokkurinn er sigurvegari kosninganna "Sænska þjóðin hefur kosið hægrabandalagið til að stjórna. Hægri flokkurinn er stóri sigurvegari kosninganna," sagði Fredrik Reinfeldt, leiðtogi Hægriflokksins í Svíþjóð á kosningavöku fyrir stundu. Reinfeldt lýsti yfir sigri þegar fyrir lá að hægrabandalagið hafði hlotið 178 þingmenn en vinstri flokkarnir aðeins 171. Þá var búið að telja úr 5.578 kjördeild af 5.783 eða rúmlega 96%. 17.9.2006 20:53
Hægri sigur Hægri sigur blasir við í þingkosningunum í Svíþjóð. Eftir því sem liðið hefur á talninguna í kvöld hefur heldur dregið í sundur með fylkingum hægri og vinstri. Talning kjörfundaratkvæða er nú langt komin. Vinstri flokkarnir hafa samkvæmt nýjustu tölum 171 þingsæti en hægrabandalagið hefur 178 þingsæti. Kjörsókn var 79,9% en búið er að telja atkvæði frá 5.578 kjörstöðum af 5.783. Allsendis óvíst er að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en eftir helgi en þá ætti talningu utankjörfundaratkvæða að vera lokið. 17.9.2006 20:14
Átta þúsund manns tóku á móti Magna Átta þúsund manns tóku á móti söngvaranum Magna Ásgeirssyni í Smáralindinni í dag og ætlaði allt um koll að keyra þegar hann steig á svið. Kappinn vann hugi og hjörtu Íslendinga þegar hann sló í gegn í keppninni Rock Star: Supernova 17.9.2006 18:59
Misvísandi viðbrögð við afsökunarbeiðni páfa Benedikt páfi sextándi sagði í dag að sér þætti miður að ræða sín í Þýskalandi fyrir helgi hefði verið túlkuð sem móðgun við múslima. Páfi vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar. Múslimar segja þörf á skýrari afsökunarbeiðni. Morð á ítalskri nunnu í Sómalíu er talið framið vegna orða páfa. 17.9.2006 18:45
Atlantis farin frá Alþjóðlegu geimstöðinni Traffík er til og frá Alþjóðlegu geimstöðinni um þessar mundir. Atlantis hóf í dag flug til jarðar á meðan rússneskt geimfar undirbýr flugtak með fyrsta kvenferðalanginn innanborðs. 17.9.2006 17:28
Margrét Frímannsdóttir hættir í stjórnmálum Margrét Frímannsdóttir, þingmaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum á næsta ári. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldinn var í Þorlákshöfn í dag. 17.9.2006 16:31
Skreytir sig með stolnum fjöðrum Gudrun Schyman forystukona sænska kvennaframboðsins fer með fleipur þegar hún fullyrðir að framboð þeirra sé fyrsta feminíska kvennaframboðið í heiminum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ein af frumkvöðlum íslenska kvennaframboðsins, segir að Gudrun viti betur, enda hafi hún komið hingað til lands fyrir tveimur árum og kynnst frumkvöðlastarfi íslenskra kvennalistakvenna. 17.9.2006 13:30
Afsökunarbeiðni páfa sögð fullnægjandi Benedikt páfi XVI. segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga nokkurn með ræðu sinni í síðustu viku þar sem hann fjallaði um Múhameð spámann. Öryggisgæsla um páfa hefur verið hert til muna vegna hótana herskárra múslimaklerka sem segja jafnvel að hann eigi að myrða. Bandalag múslima í Egyptalandi sendi frá sér yfirlýsingu skömmu fyrir hádegi þar sem segir að afsökunarbeiðni páfa í morgun sé fullnægjandi. En þrátt fyrir það telja heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar afar líklegt að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í morgun vegna ummæla páfa fyrir helgi. 17.9.2006 12:45
Margrét að hætta í pólítík? Talið er að Margrét Frímannsdóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar tilkynni á kjördæmaráðsfundi Samfylkingarinnar í dag að hún hætti í pólitík. 17.9.2006 12:39
Lést í umferðaslysi í gær Enn eitt banaslysið varð í gær þegar maður á sextugsaldri varð fyrir bíl rétt utan við Selfoss. Því hafa um tuttugu manns látist í umferðarslysum það sem af er ári. 17.9.2006 12:29
Rannsóknarnefnd vegna átakanna í Líbanon Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að nefnd yrði falið að rannsaka framferði stjórnvalda og hers þegar barist var í Líbanon í sumar. Almenningur hefur gert kröfu um óháða rannsókn en ekki hefur verið orðið við því. 17.9.2006 11:30
Vilja ekki Calderon sem forseta Mörg hundruð þúsund stuðningsmenn vinstrimannsins Andres Manuels Lopez Obrador komu saman í miðborg Mexíkó-borgar í gærkvöldi til að mótmæla úrslitum forsetakosninganna í Mexíkó fyrr á þessu ári. Lopez Obrador laut í lægra haldi fyrir hægrimanninum Felipe Calderon og var afar mjótt á mununum. 17.9.2006 11:00
Grænlenski togarinn kominn til hafnar Varðskipið Ægir kom með grænlenska togarann Kingigtok til Reykjavíkur á sjötta tímanum í morgun. Togarinn varð vélavana um fjögurhundruð sjómílur suðvestur af Reykjanesi í fyrrinótt. 17.9.2006 10:30
Skotið á fólk eftir sjálfsvígssprengjuárás Að minnsta kosti 18 týndu lífi og 55 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Kirkuk í Írak í morgun. Maður ók bíl, hlöðnum sprengiefni á dómshús í borginni þar sem fjölmargir voru staddir. Áður en það gerðist kastaði farþegi sér úr bílnum og hóf að skjóta á fólk eftir að bíllinn sprakk. 17.9.2006 10:15
Mikil stemming á Nick Cave Mikil stemning var á tónleikum Nick Cave í Laugardalshöll í gærkvöldi. Nick Cave hefur verið vinsæll meðal Íslendinga í langan tíma enda var uppselt á tónleikana fyrir löngu síðan. 17.9.2006 10:00
Magnús gerir upp við Björgólf Thor Magnús Kristinsson, sem stóð í hörðum átökum við Björgólf Thor Björgólfsson í stjórn Straums-Burðaráss sendir Björgólfi tóninn í blaðagrein í dag. Segir Magnús að rót átakanna sé andstaða hans gegn því að Björgólfur notaði Straum-Burðarás til að leggja tugi milljarða í eigin fjárfestingarverkefni. 17.9.2006 09:51
Útlit fyrir sigur hægrimanna í Svíþjóð Kjördagur er runninn upp í Svíþjóð og af síðustu skoðanakönnun að dæma hafa sænskir kjósendur ákveðið að binda enda á tólf ára samfelldan valdatíma Jafnaðarmanna. 17.9.2006 09:40
Sjö teknir fyrir ölvunarakstur Rólegra var hjá Lögreglunni í Reykjavík í nótt miðað við þá síðustu. Svo virðist sem gestir borgarinnar hafi hagað sér betur en sama er þó ekki hægt að segja um ökumenn en alls voru sjö kærðir fyrir meinta ölvun við akstur í höfuðborginni. 17.9.2006 09:32
Banaslys á Suðurlandsvegi Banaslys varð um klukkan níu í gærkvöldi á Suðurlandsvegi til móts við afleggjarann að Bollastöðum. Þar varð karlmaður á hesti fyrir bifreið sem ekið var austur veginn og er talið að hann hafi látist samstundis. 17.9.2006 09:07
Sjötíu ár frá því Pourqoui-Pas fórst Sjötíu ár eru í dag liðin frá einu átakanlegasta sjóslysi Íslandssögunnar aðeins einn maður af fjörtíu manna áhöfn komst lífs af þegar rannsóknarskipið Pourqoui-Pas fórst. 16.9.2006 19:15
Íslendingar aðlagist veðurfarsbreytingum Íslendingar þurfa að aðlagast miklum breytingum á veðurfari og lífríki fari svo að hlýnun á Norðurhveli verði hraðari en áður var talið. Fjórtán prósent af íshellu norðurskauts bráðnaði á liðnu ári sem er þrítugföld bráðnun miðað við fyrri ár. Hlýnun á Íslandi kann að verða skammgóður vermir því óttast er að eftir skammt hlýindaskeið skelli hér á fimbulkuldi. 16.9.2006 18:33
Líf og fjör í Biskupstungum Ekki vantaði lífið og fjörið í Biskupstungum í dag þar sem óvenjulegar réttir fóru fram, svo ekki sé meira sagt. Sindri Sindrason skellti sér í réttirnar þar sem hundruð manna voru saman komnir. 16.9.2006 18:29
Krefst aðgangs að hlerunargögnum Kjartan Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður og ritstjóri, hótar málsókn gegn Þjóðskjalasafni og menntamálaráðherra verði honum neitað um að sjá gögn um hleranir stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra vísar í þingskipaða sérfræðinefnd sem falið var að meta þessi gögn en Kjartan telur þetta ófullnægjandi svar. 16.9.2006 18:28
Jóhann Ársælsson hættir á þingi í vor Jóhann Ársælsson, fyrsti þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu. 16.9.2006 17:06
Bjórþystir flykkjast til München Mörg þúsund bjórþyrstir Þjóðverjar streyma nú til München þar sem hið árlega október fest hófst í dag. Þetta er í hundrað sjötugasta og þriðja sinn sem hátíðin er haldin þar í borg og er búist við að allt að sex milljónir manna sæki hátíðina, Þjóðverjar jafnt sem erlendir ferðamenn. 16.9.2006 16:45
Abbas og Bush funda í næstu viku Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, mun eiga fund með George Bush, Bandaríkjaforseta, á miðvikudag í næstu viku þegar leiðtogarnir sækja báðir fund Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Abbas mun leita stuðnings Bandaríkjaforseta við þjóðstjórn Hamas-liða og Fatah-hreyfingarinnar. 16.9.2006 16:15
Varðskipið Ægir sótti vélavana togara Varðskipið Ægir er nú á leið til Reykjavíkur með grænlenska togarann Kingigtok í togi. Togarinn varð vélavana um fjögurhundruð sjómílur suðvestur af Reykjanesi í nótt. 16.9.2006 16:08
Sex fluttir á slysadeild eftir árekstur Sex voru fluttir á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum á Breiðholtsbraut við Skógarsel. Meiðsl þeirra eru þó talin minniháttar. 16.9.2006 15:49
Hófu sókn gegn Talíbönum á ný Mörg þúsund hermenn bandaríska herliðs í Afganistan hófu í dag, ásamt innfæddum hermönnum, nýja sókn gegn Talíbönum þar í landi. 16.9.2006 15:38
Reykvíkingar hvattir til að hjóla og hvíla bílinn Í dag eru Reykvíkinginar hvattir til þess að hjóla saman og hvíla bílinn. Dagurinn er liður í Samgönguvikunni en Reykjavíkurborg tekur nú fjórða árið í röð þátt í Evrópsku Samgönguvikunni. 16.9.2006 14:38
Hraðleið strætó hefst á ný í Árbænum Ákveðið var á fundi hverfaráðs Árbæjar í dag að koma til móts við kröfur hverfisins og hraðleið strætó í Árbæjarhverfi verði aftur hafin á álagstímum. 16.9.2006 14:22
Týndi lífi í BASE-stökki Yfirvöld í Mexíkó hafa fundið lík þekkst ástralsks ævintýramanns sem týndi lífi í svokölluðu BASE-stökki í suðurhluta landsins fyrr í vikunni. Keppni var þar haldin í þessari glæfralegu íþrótt og verður nú rannsakað hvað fór úrskeiðis. 16.9.2006 14:00
Þök rifnuðu af 100 húsum Að minnsta kosti 30 slösuðust í Kólumbíu í gær þegar öflugur hvirfilbylur reif meira en 100 þök af byggingum í borginni Barranquilla. 16.9.2006 13:45
Óttast um öryggi páfa Óttast eru um öryggi Benedikts páfa XVI. vegna ummæla sem hann lét falla fyrr í vikunni sem hafa vakið mikla reiði meðal múslima. Eldsprengjum var kastað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og í nótt. Páfagarður sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að páfa þyki miður að orð sín hafi sært múslima. 16.9.2006 13:17
Bilun hafði áhrif víða um land Bilun á ljósleiðarakerfi Símans hafði haft áhrif víða um land á fjarskipti og ljósvakaútsendingar. Bilunin varð til þess að öryggiskerfi sjómanna við Norðurland var óvirkt frá því síðdegis í gær. 16.9.2006 13:17
Réttir án kinda Tungnaréttir í Biskupstungum hófust kl. 11 í morgun, þrátt fyrir að þar verði ekki ein einasta kind. Sveitin er fjárlaus eftir að allt fé var skorið niður vegna riðuveiki. Heimamenn vilja þó ekki sleppa réttunum, frekar en aðrir Sunnlendingar. 16.9.2006 11:15
Lane orðinn 2. gráðu fellibylur Hitabeltisstormurinn Lane varð að annarar gráðu fellibyl þar sem hann færðist í átt að Baja á Kaliforníu skaga í gærkvöldi og nótt. Lane skall á Kyrrahafsströnd Mexíkó og flæddi yfir hafnarborgir. Sjö ára drengur týndi lífi þegar aurskriða féll á heimili hans. Yfirvöld í Mexíkó hafa sent frá sér viðvörun og hvatt fólk á syðri hluta Kaliforníu skaga til að hafa sig á brott. Margir íbúar og ferðamenn hafa þegar komið sér í öruggt skjól. Vindhraði í bilnum hefur mest farið í rúma fjörutíu metra á sekúndu og talið að Lane eigi enn eftir að sækja í sig veðrið. 16.9.2006 11:00