Fleiri fréttir

Tveir vopnaðir menn handteknir í efra Breiðholti

Sérsveit lögreglunnar var kölluð til á þriðja tímanum í nótt eftir að tilkynning barst um að tveir menn vopnaðir haglabyssu gengu um í efra Breiðholti. Vitni sögðu manninn hafa hleypt skoti af í götuna og síðan gengið í átt að Elliðaárdalnum. Þar hafði lögreglan uppi á þeim.

Bilun hjá Símanum

Bilun á ljósleiðarakerfi Símans hefur haft áhrif víða um land á fjarskipta og ljósvakaútsendingar en búist er við því að viðgerð ljúki fyrir hádegi.

Aukið umferðareftirlit lögreglunnar á Akureyri

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur rétt norðan við Akureyri á níunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Akureyri hefur undanfarið haft skipulagt eftirlit með ástandi ökumanna, bílbeltanotkun og aksturslagi. Ökumaðurinn er þó sá eini sem lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af það sem af er kvöldi.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á mann á sjötugsaldri við gatnamót Nóatúns og Brautarholts á sjötta tímanum í dag. Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans en meiðsl hans reyndust minniháttar.

Múslimar æfir yfir ræðu páfa

Múslimar víða um heim eru æfir Benedikt páfa sextánda vegna ummæla sem hann lét falla í ræðu í háskóla í Þýskalandi í vikunni. Páfi ræddi þá hugtakið "heilagt stríð" og vitnaði í fjórtándu aldar keisara sem sagði Múhameð spámann aðeins hafa fært heiminum illsku og miskunnarleysi.

Grafarþögn um gang viðræðnanna

Varnarliðið hætti í dag rekstri björgunarþyrlna - þær verða teknar í sundur um helgina og fluttar af landi brott. Grafarþögn ríkir af gangi viðræðnanna við Bandaríkjamenn og þykir forsætisráðuneytinu duga að upplýsa þjóðina um það eitt, að viðræðunum ljúki bráðlega.

Verðmæti Exista jókst um fimmtán milljarða

Verðmæti hlutafélaga sem skráð eru í Kauphöllinni jókst um tíu prósent í dag þegar Exista var tekið á skrá. Heildarvirði félagsins var um 230 milljarðar við upphaf dags en hafði aukist um fimmtán milljarða fyrir dagslok.

Eldur kviknaði í bakarofni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðising var kallað út um klukkan hálf níu í kvöld vegna elds í bakarofni í heimahúsi í Fossvogi. Húsráðanda hafði tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn. Slökkviliðsmenn reykræstu húsið. Ekki urðu slys á fólki en húsráðandi var fluttur á slysadeildina í Fossvogi með snert af reykeitrun.

Segist ekki hafa farið fjóra milljarða fram úr áætlunum

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur kostuðu fimm komma átta milljarða, samkvæmt upplýsingum stjórnarinnar nú. Áætlanir gerðu ráð fyrir að kostnaðurinn yrði átjánhundruð milljónir eða það sama og fékkst við sölu fyrirtækjanna sem fóru undir hatt Orkuveitunnar. Fyrrverandi stjórnarformaður vísar því á bug að hann hafi farið fjóra milljarða fram úr áætlunum.

Segir auglýsingu Samfylkingarinnar hræðsluviðbrögð

Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir krampakennd hræðsluviðbrögð einkenna auglýsingu Samfylkingarinnar um algera stöðvun allra orku- og stóriðjuframkvæmda í fimm ár. Þessi hræðsluviðbrögð séu ótrúverðug og fráleitt sé að hrökkva frá öllum erfiðum málum með endalausum frestum.

Margrét hugsanlega á leið úr stjórnmálum

Talið er að Margrét Frímannsdóttir ,formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hætti í pólitík. Hún hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún tilkynni um pólitíska framtíð sína á kjördæmisráðsfundi Suðurkjördæmis á sunnudag.

Mikil bráðnun jökla

Hvítabirnir eru að drukkna og nýjar eyjar að koma í ljós undan ísnum á Norður-Heimskautinu, eftir mikla bráðnun jökla í sumar.

Óttast að njósnirnar verði flokknum af falli

Frambjóðendur hægra bandalagsins í þingkosningunum í Svíþjóð geta ekki leynt gremju sinni yfir því að Göran Persson formaður Jafnaðarflokksins skyldi leyfa sér að nefna njósnahneyksli Þjóðarflokksins í sjónvarpsumræðum í gærkvöld. Engin leið er að spá fyrir um úrslitin á sunnudag, en Persson óttast að njósnirnar geti fært andstæðingum hans sigurinn.

Stærsta réttarhelgin

Réttirnar eru þjóðhátíð Árnesinga, segir landbúnaðarráðherra. Eftir tíu daga úthald á hálendinu eru gangnamenn þeirra nú komnir til byggða með vænt fé af fjalli og þessa dagana er verið að rétta í sveitum Suðurlands.

Norvik kaupir stærstu sögunarmyllu Lettlands

Norvik hf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu sem gjarnan er kennd við BYKO, keypti í dag stærstu sögunarmyllu Lettlands, VIKA Wood. Félagið framleiðir um 270 þúsund rúmmetra af söguðu timbri á ári og selur að mestum hluta til Japans og á heimamarkað.

Slökkvistarfi lokið í Varmárskóla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lauk störfum í Varmárskóla í Mosfellsbæ nú á fimmta tímanum en þangað var það hvatt um klukkan tvö í dag vegna elds í húsinu. Fyrstu fréttir bentu til þess að eldurinn hefði kviknað í rafmagnstöflu en það hefur ekki fengist staðfest.

13.500 heita betri hegðun í umferðinni

Um 13.500 manns hafa skráð nafn sitt á heimasíðuna stopp.is sem Umferðstofa hefur sett á fót í tengslum við átak gegn umferðarslyum undir kjörorðingu "Nú segjum við stopp!".

Magna fagnað í Smáralind á sunnudag

Magni Ásgeirsson mun spila á ný með hljómsveit sinni Á móti sól á viðburði sem Skjárinn hefur skipulagt til heiðurs honum í Smáralind á sunnudag. Söngvarinn knái, sem vakið hefur þjóðarathygli fyrir frammistöðu sína í raunveruleikaþættinum Rockstar:Supernova, kemur heim á sunnudaginn og mun þjóðin þá taka á móti honum í Vetrargarði Smáralindar klukkan 16.

Býst við að funda með Írönum á næstu dögum

Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, býst við að funda með aðalsamningamanni Írana í kjarnorkumálum, Ari Larijani, á næstu dögum um það að Íranar láti af auðgun úrans.

Líðan drengsins óbreytt

Líðan drengsins, sem slasaðist alvarlega þegar hann velti bíl sínum við bæinn Skipholt nálægt Flúðum aðfaranótt fimmtudags, er óbreytt. Honum er í öndunarvél og er honum haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi virðist sem ofsaakstur hafi ollið slysinu en ummerki á vettvangi bentu til þess. Drengurinn var ekki í bílbelti en stúlkurnar tvær sem voru farþegar í bíl hans voru í bílbelti. Þær hlutu minniháttar áverka.

Eldur í þaki Varmárskóla

Slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgasvæðisins eru nú staddir í Varmárskóla í Mosfellsdbæ þar sem eldur logar í þak skólans. Tveir dælubílar og einn körfubíll eru að störfum á svæðinu. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá bilun í rafmagnstöflu og var skólinn rýmdur um leið og ljóst var að eldur hafði komið upp.

Breytingar á akstri um Vesturgötu

Gerð hefur verið breyting á akstri um Vesturgötu í Reykjavík. Hún felur í sér að nú er einstefna til austurs frá gatnamótum Vesturgötu/Ægisgötu og að gatnamótum Vesturgötu/Garðastrætis. Á fyrrtöldu gatnamótunum er jafnframt stöðvunarskylda. Samkvæmt því skulu ökumenn sem fara um Vesturgötu nema staðar fyrir þá sem aka Ægisgötu.

SPRON hækkar óverðtryggða vexti

SPRON tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi hækka vexti óverðtryggðra innlána og útlána um 02,5 - 0,5 prósentustig. í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í gær. SPRON hækkar hins vegar ekki frekar en Glitnir og Landsbankinn vexti verðtryggðra íbúðalána, en bankarnir tveir hækkuðu óverðtryggða vexti sína í gær.

Herdís stefnir á annað sæti í Norðvesturkjödæmi

Herdís Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, gefur kost á sér í annað sæti á lista Framsóknaflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herdísi.

Verkefni í vegagerð færð frá ríki til sveitarfélaga

Vinna er hafin við það í samgönguráðuneytinu að færa ákveðin verkefni í samgöngumálum frá ríki til sveitarfélaga. Þetta kom fram í ávarpi Sturlu Böðvarssonar á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í Grundarfirði í dag.

Dauðadómur yfir Asahara staðfestur

Hæstiréttur í Japan hefur staðfest dauðadóm yfir Shoko Asahara, leiðtoga sértrúarsöfnuðar þar í landi. Asahara var fyrir tveimur árum sakfelldur fyrir að hafa skipulagt taugagassárás á neðanjarðarlestakerfið í Tókýó fyrir ellefu árum og aðra árás ári áður. Nítján týndu lífi í árásunum.

Milljarðar bætast við markaðsvirði Exista

Fyrirtækið Exista var tekið til skráningar í Kauphöllinni í morgun. Þetta er stærsta nýskráning í Kauphöllinni en markaðsvirði félagsins var um 230 milljarðar. Milljarðar hafa bæst við markaðsvirðið fram að hádegi vegna gengishækkunar í fyrstu viðskiptum.

Múslimar æfir út í páfa

Múslimar um allan heim eru æfareiðir Benedikti páfa sextánda fyrir ummæli sem hann lét falla í ræðu í Þýskalandi fyrr í vikunni. Þar ræddi páfi hugtakið "heilagt stríð".

Samið um menningarsamskipti við Kína

Íslendingar og Kínverjar hafa samið um menningarsamkipti á árunum 2007-2010 sem meðal annars felast í skiptiheimsóknum listamanna og stjórnenda á listasviðinu. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og menningarmálaráðherra Kína sem það gerðu fyrir hönd þjóða sinna en Þorgerður er nú stödd í opinberri heimsókn í Kína.

Samgönguvikan fyrir Hrein Loft

Eflaust hafa margir rekið augun í auglýsingar fyrir samgönguvikuna sem hefst í dag en á þeim sést maður með mikið eldrautt hár og slagorðið fyrir ofan er "framtíð hreins lofts er í þínum höndum". Það sem færri vita er að maðurinn á myndinni heitir Hreinn Loftur.

Íranar ýja að viðræðum í kjarnorkudeilu

Yfirrvöld í Frakklandi hafa staðfest að Íranar hafi gefið til kynna að þeir vilji hefja viðræður um það við Evrópusambandið að þeir hætti auðgun úrans. Frá þessu var greint skömmu fyrir hádegi.

Fimm menn skotnir nærri heimili Haniyehs

Byssumenn skutu fimm Palestínumenn til bana nærri heimili forsætisráðherrans Ismails Haniyeh á Gasaströndinni í morgun. Óljósar fregnir hafa borist af atburðinum en talið er að einhverjir hinna látnu hafi verið í öryggissveitum palestínsku heimastjórnarinnar.

Danska þjófélagið tapi stórfé vegna umferðartafa

Helstu sérfræðingar Danmerkur í skipulagsfræði áætla að árið 2030 muni danska þjóðfélagið tapa tæpum 360 milljörðum vegna þess að umferðarmannvirki beri ekki alla þá bílaumferð sem þá verður á vegunum.

Nýr stjórnarfomaður Hjálparstofnunar kirkjunnar

Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, hefur verið kosinn stjórnarformaður Hjálparstarfs kirkjunnar. Það var gert á aðalfundi stofnunarinnar þann 11. september. Auk hans voru Sigríður Lister hjúkrunarfræðingur og Gunnar Sigurðsson kerfisfræðingur kosin í stjórn stofnunarinnar.

Bjóða sig fram í stjórn Heimdallar

Hópur ungs fólks hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, frambjóðanda til formennsku í Heimdalli. Í tilkynningu frá hópnum segir að hann sé skipaður öflugu hugsjónafólki, sem vilji auka veg Heimdallar og virkja ungt fólk til starfa innan félagsins.

330 milljónir til byggingar reiðhalla

Landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað 330 milljónum króna í styrki til að byggja reiðhallir, reiðskemmur og reiðskála víða um land. Nefnd á vegum landbúnaðarráðherra sá um að úthluta styrkjunum en alls barst fjörutíu og ein umsókn en úthlutað var styrkjum til byggingar 28 reiðhúsa víðs vegar um landið.

Japansprins farinn af sjúkrahúsi

Kiko Japansprinsessa og nýfæddur sonur hennar, Hisahito, fengu að fara heim af sjúkrahúsinu í Tokyo í morgun. Sonurinn kom í heiminn fyrir viku og er fyrsta sveinbarnið sem fæðist inn í keisarafjölskylduna í rúm 40 ár. Sló það á allar áhyggjur um erfingjaskort því samkvæmt japönskum lögum mega aðeins karlmenn erfa keisaratignina.

Kastró hressist

Fídel Kastró, forseti Kúbu, virðist óðum vera að ná fyrri styrk en hann átti í gær fund með Hugo Chavez, forseta Venesúela, á sjúkrastofu Kastrós á Havana. Fjölmargir þjóðarleiðtogar, þar á meðal Chavez, sækja nú árlega leiðtogafund samtkaa ríkja utan bandalaga sem haldinn er á Havana.

Landsframleiðsla vex um 2,75 prósent

Landsframleiðsla á öðrum árfjórðungi þessa árs óx um 2,75 prósent að raungildi frá sama tíma í fyrra en hins vegar jukust þjóðarútgjöld um sjö prósent. Þetta leiða nýjar tölu Hagstofunnar í ljós.

Sjá næstu 50 fréttir