Fleiri fréttir Hægt að kjósa Magna á MSN Í nótt verður í fyrsta sinn hægt að kjósa Magna Ásgeirsson í gegnum skilaboðaforritið MSN Messenger. Það er Microsoft á Íslandi stendur fyrir þessari nýjung. Þeir sem hyggjast greiða Magna atkvæði sitt með þessum hætti þurfa að endurræsa forritið og þá kemur í ljós flipi á vinstri hönd með mynd af stjörnu á. Þegar ýtt er á stjörnuna kemur kosningavalmynd í ljós. Þessi nýja leið til að greiða keppendum atkvæði í Rockstar:Supernova stendur einungis Íslendingum og Bandaríkjamönnum til boða en auk þess er hægt að kjósa á Netinu og senda sms líkt og áður. 29.8.2006 20:40 Stúdentar fagna nýjum stúdentagörðum Félagsstofnun stúdenta og stúdentar við Háskóla Íslands fögnuðum í dag þegar lyklar voru afhendir að nýjum stúdentagörðum við Lindagötuna. 29.8.2006 19:51 Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29.8.2006 18:49 Tvær létust í umferðarslysum Nítján hafa látist í umferðinni á Íslandi á þessu ári. Stúlka lést eftir umferðarslys á Eiðavegi í gærkvöldi. Önnur íslensk stúlka lést í umferðarslysi í Danmörku í gær. 29.8.2006 18:45 Hafa játað hlutdeild í smygli fangavarðar Nokkrir hafa játað að eiga þátt í fíkniefnasmygli fangavarðar á Litla-Hrauni. Þeir eru utan veggja fangelsisins og ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. 29.8.2006 18:45 Sjálfsvígsárás í Afganistan Óbreyttur borgari lét lífið þegar ráðist var á herbíla Atlantshafsbandalagsins nálægt Kandahar í Afganistan í dag. Ofbeldi færist stöðugt í aukana í Afganistan, tæpum fimm árum eftir að stjórn talibana var hrakin frá völdum. 29.8.2006 18:29 Árásarmaður handtekinn í Kaupmannahöfn Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í dag mann sem talinn er hafa hrint íslenskum manni, Haraldi Sigurðssyni, út á lestarteina á Nörreport stöðinni á laugardag. Maðurinn gaf sig fram nú síðdegis. 29.8.2006 18:25 Tefla á skákborði meistaranna Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson hófu að tefla um Íslandsmeistaratitilinn í skák í húsakynnum Orkuveitunnar klukkan fimm í dag. Þeir tefla á skákborðinu sem Fischer og Spasský tefldu við árið 1972, en afar sjaldgæft að mönnum sé leyft að tefla á því. 29.8.2006 18:15 Háskóli Íslands og íslensk erfðagreining í samstarf Háskóli Íslands og íslensk erfðagreining hafa gert samstarfssamning sem gefur nemendum Háskólans kost á að sækja framhaldsnámskeið í mannerfðafræði í umsjón vísindamanna og sérfræðinga Íslenskrar erfðagreiningar. 29.8.2006 18:15 17 ára piltur handtekinn með 100 grömm af kókaíni Sautján ára piltur var handtekinn á Leifsstöð með 100 grömm af kókaíni falið innvortis. Þetta er í þriðja sinn á rúmri viku sem reynt er að smygla fíkniefnum til landsins með því að fela þau innvortis. 29.8.2006 18:08 Valgerður á fund iðnaðarnefndar Minnihluti iðnaðarnefndar hefur óskað eftir því við formann nefndarinnar að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðaráðherra, verði kölluð á fund nefndarinnar á morgun. 29.8.2006 18:04 Bæta þarf viðbúnarð og viðbragðsáætlanir Skerpa þarf á viðbúnaði og gera viðbragðsáætlanir vegna sinu- og skógarelda sem upp kunna að blossa í framtíðinni. Sinubruninn á Mýrum í vor sýndi fram á að áhættan væri meiri en áður var talið. 29.8.2006 18:04 Íslensk stúlka lést í bílslysi á Jótlandi Íslensk stúlka lést á Jótlandi í Danmörku á mánudaginn síðastliðinn þegar strætisvagn og flutningabíll keyrðu saman. Stúlkan hét Hulda Hauksdóttir og var 22. ára gömul. 29.8.2006 17:08 Krabbameinssjúk börn fá fartölvur til eignar Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og EJS, umboðsaðili Dell tölva á Íslandi skrifuðu undir samstarfssamning á Barnaspítala hringsins í dag. Að því tilefni fengu fjögur börn fengu afhendar tölvur frá EJS. 29.8.2006 15:43 Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins felld úr gildi Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um bann við samruna Dagsbrúnar og Senu. 29.8.2006 15:37 Starfshópur um norðurslóðamál Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í dag ákvörðun sína um að setja á laggirnar starfshóp um norðurslóðamál. Viðfangsefni starfshópsins verða að undirbúa alþjóðlega ráðstefnu um norðurslóðamál í Reykjavík í mars 2007 og leggja fram greinargerð í kjölfar hennar um stefnumið Íslands og forgangsröðun verkefna í norðurslóðastarfi. 29.8.2006 15:30 Engin flóðbylgjuhætta Engin flóðbylgja myndaðist í kjölfar jarðskjálfta sem varð neðansjávar austur af Indónesíu, nánar tiltekið við Molucca-eyjar, skömmu eftir hádegi í dag. Jarðskjálftinn mældist 5,4 á Richter. 29.8.2006 15:14 Kaupmáttur mun lækka tímabundið Búast má við tímabundinni lækkun kaupmáttar, eignaverðs og fjölgun gjaldþrota þegar um hægist í efnahagslífinu, að mati Greiningar Glitnis. 29.8.2006 14:11 Vilja dómsmálaráðherra fyrir nefndina Að ósk þriggja fulltrúa Samfylkingarinnar í alsherjanefnd mun nefndin koma saman, þriðjudaginn þann 5. september, til að funda um það ófremdarástand sem er í fangelsismálum landsins. Þar munu fulltrúarnir fara fram á að dómsmálaráðherra verði kallaður á fund nefndarinnar enda telji þeir hann ábyrgan fyrir ástandinu. 29.8.2006 13:30 Reykvíkingum frjálst að eiga hunda á ný Hundahald verður að öllum líkindum leyfilegt á ný í Reykjavík innan skamms eftir að þessum besta vini mannsins hefur verið úthýst í 82 ár. Umhverfisráð boðar í staðinn hert viðurlög gegn þeim sem brjóta gegn reglum um hundahald. 29.8.2006 13:16 Dauðarefsingar krafist Saksóknari í Líbíu hefur ákveðið að krefjast dauðadóms yfir fimm búlgörskum hjúkrunarkonum og palestínskum lækni sem eru ákærð fyrir að hafa sýkt rúmlega fjögur hundruð börn í Líbíu með HIV vírusnum sem veldur alnæmi. 29.8.2006 13:15 Bæklunarlæknar krefjast úrbóta Bæklunarlæknar íhuga að segja sig úr samningi við Tryggingastofnun ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra. Þeir vilja aukið fjárhagslegt svigrúm frá Tryggingastofnun til að sinna sjúklingum sínum eins og þörf krefur. Formaður samninganefndar bæklunarlækna segir Tryggingastofnun ekki rækja hlutverk sitt sem skyldi ef hún geti ekki tryggt Íslendingum læknisþjónustu. 29.8.2006 13:10 Annan kominn til Suður-Líbanon Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsótti friðargæsluliða í Suður-Líbanon í morgun. Ítalir og Tyrkir fluttu þangað liðsmenn sína í gær en þeir verða hluti aðlþjóðlegs gæsluliðs á vegum Sameinuðu þjóðanna. 29.8.2006 13:00 Neyðarástand vegna Ernesto Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. 29.8.2006 12:45 Herskár hópur Kúrda segist bera ábyrgð á árásum Herskár hópur Kúrda sem kallar sig frelsishauka Kúrdistans hefur lýst sprengjuárásinni í ferðamannaborginni Antalya í Tyrklandi á hendur sér. Þrír létust og fjölmargir særðust. Hópurinn hafði áður lýst fjórum sprengjuárásum í Istanbúl og Marmaris á hendur sér. Enginn féll í þeim árásum en hátt í þrjátíu manns særðust. 29.8.2006 12:30 Forstjóraskipti hjá Dagsbrún Gunnar Smári Egilsson hefur látið af störfum sem forstjóri Dagsbrúnar og mun veita nýjum sjóði forstöðu, Dagsbrún Mediafund, sem tekur við uppbyggingu og útgáfu Nyhedsavisen í Danmörku og undirbýr frekari útgáfu fríblaða í öðrum löndum. Árni Pétur Jónsson tekur við starfi forstjóra Dagsbrúnar og gengir því starfi samhliða starfi sínu sem forstjóri Og Vodafone. 29.8.2006 12:19 Sprenging í olíuleiðslu Þrjátíu og fjórir týndu lífi þegar sprenging var í olíuleiðslu í Suður-Írak í morgun. Grunur leikur á að fórnarlömbin hafi verið að soga eldsneyti úr leiðslunni á iðnaðarsvæði í Diwaniyah 29.8.2006 11:16 Tillaga um flýtingu útboða felld Meirihluti samgöngunefndar Alþingis felldi í morgun tillögu fulltrúa minnihluta þess efnis að ríkisstjórnin dragi nú þegar til baka ákvörðun um að skera niður framkvæmdir á tilgreindum vegaköflum úti á landi og að útboðum verði flýtt til að vinna upp glataðan tíma. Fulltrúar minnihlutans bentu á að vegaáætlun er samþykkt af Alþingi og studd samþykktum fjárlögum og enginn nema Alþingi sjálft geti fellt slíkt úr gildi. Eins og áður segir var tillagan felld með 5 atkvæðum stjórnarþingmanna gegn 4 atkvæðum minnihlutans í samgöngunefnd. 29.8.2006 11:03 Borð Fischers og Spasskys á leið í ferðalag Skákborðið sem Fischer og Spasský tefldu við árið 1972 verður sent til Þýskalands innan skamms þar sem það fer á viðamikla sýningu sem helguð er skák og stjórnmálum. En áður en borðið leggur í langferð þjónar það í öðru einvígi þar sem Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson kljást um Íslandsmeistaratitilinn. Það einvígi byrjar klukkan fimm í dag í húsi Orkuveitu Reykjavíkur og er öllum opið. 29.8.2006 10:34 Samfylkingin vill fjölga stúdentaíbúðum Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg gangi til viðræðna við byggingafélög námsmanna um uppbyggingu allt að 800 stúdentaíbúða. 29.8.2006 10:29 Einn í haldi vegna sprengju í Fredriksberg Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið mann um þrítugt vegna gruns um að hann hafi valdið sprengingu á sólbaðsstofu við Finsenvej í Fredriksberg í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. 29.8.2006 10:12 Vopnahlé komið á í Úganda Vopnahlé milli stjórnvalda í Úganda og uppreisnarmanna þar í landi tók gildi í morgun. Skrifað var undir vopnahléssamkomulag á laugardaginn. 29.8.2006 10:08 Alcan í Straumsvík býður þjóðinni í heimsókn Í tilefni af 40 ára afmæli Alcan í Straumsvík verða dyrnar að álverinu opnaðar almenningi sunnudaginn 3. september. 29.8.2006 09:58 Neyðarhjálp úr norðri styrkir elliheimili og grunnskóla í Tékklandi Góðgerðarfélagið "Neyðarhjálp úr norðri" hefur gefið eina milljón króna til elliheimils í bænum Valasske Mexirici og grunnskóla í borginni Vsetin í Tékklandi. Félagið efndi til söfnunar í vor í kjölfar flóða sem urðu í Tékklandi 29.8.2006 09:43 Ár frá fellibylnum Katrínu Bush Bandríkjaforseti telur ólíklegt að meiru verði varið en þegar hafi verið heitið til endurbyggingar þeirra svæða sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu í fyrra. Ár er frá því að bylurinn reið yfir Mexíkóflóa og olli mikilli eyðileggingu. 29.8.2006 09:30 Neyðarástand vegna Ernesto Yfirvöld á Flórída hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Íbúar hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. 29.8.2006 09:15 Lazy Town Movie and Restaurant 29.8.2006 09:14 Tafir á umferð Búast má við töfum á umferð í dag og næstu daga frá kl. 7:30-20:00 á Suðurlandsvegi frá Norðlingaholti upp að Litlu Kaffistofu. Tvístefna verður á annari akrein á köflum en umferð handstýrt annarsstaðar. 29.8.2006 09:13 Aurflóð féll inn í kjallara Lítið aurflóð féll inn í kjallara húss á Siglufirði um miðnættið í nótt. Ekki er ljóst hversu miklar skemmdirnar eru. 29.8.2006 09:00 Banaslys á Eiðavegi Ung kona sem lenti í umferðarslysi á Eiðavegi hjá Fossgerði lést í gærkvöldi. Hún var nítján ára. 29.8.2006 08:45 Óvænt hætt við ákæru Saksóknari í Colorado í Bandaríkjunum hefur óvænt hætt við að ákæra John Mark Karr fyrir morðið á hinni sex ára gömlu barnafegurðardrottningu JonBenet Ramsey fyrir tíu árum. Erfðaefni úr Karr passaði ekki við það sem fannst á morðstaðnum. 29.8.2006 08:30 Tap á rekstri Landsvirkjunar Sex komma fimm milljarða króna tap varð af rekstri Landsvirkjunar á fyrri helmingi þessa árs og skýrist það aðallega af veikingu krónunnar og lánum í erlendri mynt. 29.8.2006 08:21 Hætta á frekara grjóthruni og aurskriðum í og við Siglufjörð Laust eftir miðnætti kom vatnsflaumur og drulla úr skurði sem fór inn í kjallara húss á Siglufirði. Mikil úrkoma hefur verið s.l. 2 daga og búast má við að hún verði til hádegis á morgun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. 29.8.2006 01:54 Flóðbylgjuviðvörun vegna jarðskjálfta Jarðskjálfti sem mældist sex komma fjórir á Richter varð fyrir stundu neðasjávar við austur af Indónesíu. Yfirvöld segja hættu á flóðbylgju. 29.8.2006 14:20 Icelandic Secret Service? 28.8.2006 10:18 Sjá næstu 50 fréttir
Hægt að kjósa Magna á MSN Í nótt verður í fyrsta sinn hægt að kjósa Magna Ásgeirsson í gegnum skilaboðaforritið MSN Messenger. Það er Microsoft á Íslandi stendur fyrir þessari nýjung. Þeir sem hyggjast greiða Magna atkvæði sitt með þessum hætti þurfa að endurræsa forritið og þá kemur í ljós flipi á vinstri hönd með mynd af stjörnu á. Þegar ýtt er á stjörnuna kemur kosningavalmynd í ljós. Þessi nýja leið til að greiða keppendum atkvæði í Rockstar:Supernova stendur einungis Íslendingum og Bandaríkjamönnum til boða en auk þess er hægt að kjósa á Netinu og senda sms líkt og áður. 29.8.2006 20:40
Stúdentar fagna nýjum stúdentagörðum Félagsstofnun stúdenta og stúdentar við Háskóla Íslands fögnuðum í dag þegar lyklar voru afhendir að nýjum stúdentagörðum við Lindagötuna. 29.8.2006 19:51
Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29.8.2006 18:49
Tvær létust í umferðarslysum Nítján hafa látist í umferðinni á Íslandi á þessu ári. Stúlka lést eftir umferðarslys á Eiðavegi í gærkvöldi. Önnur íslensk stúlka lést í umferðarslysi í Danmörku í gær. 29.8.2006 18:45
Hafa játað hlutdeild í smygli fangavarðar Nokkrir hafa játað að eiga þátt í fíkniefnasmygli fangavarðar á Litla-Hrauni. Þeir eru utan veggja fangelsisins og ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. 29.8.2006 18:45
Sjálfsvígsárás í Afganistan Óbreyttur borgari lét lífið þegar ráðist var á herbíla Atlantshafsbandalagsins nálægt Kandahar í Afganistan í dag. Ofbeldi færist stöðugt í aukana í Afganistan, tæpum fimm árum eftir að stjórn talibana var hrakin frá völdum. 29.8.2006 18:29
Árásarmaður handtekinn í Kaupmannahöfn Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í dag mann sem talinn er hafa hrint íslenskum manni, Haraldi Sigurðssyni, út á lestarteina á Nörreport stöðinni á laugardag. Maðurinn gaf sig fram nú síðdegis. 29.8.2006 18:25
Tefla á skákborði meistaranna Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson hófu að tefla um Íslandsmeistaratitilinn í skák í húsakynnum Orkuveitunnar klukkan fimm í dag. Þeir tefla á skákborðinu sem Fischer og Spasský tefldu við árið 1972, en afar sjaldgæft að mönnum sé leyft að tefla á því. 29.8.2006 18:15
Háskóli Íslands og íslensk erfðagreining í samstarf Háskóli Íslands og íslensk erfðagreining hafa gert samstarfssamning sem gefur nemendum Háskólans kost á að sækja framhaldsnámskeið í mannerfðafræði í umsjón vísindamanna og sérfræðinga Íslenskrar erfðagreiningar. 29.8.2006 18:15
17 ára piltur handtekinn með 100 grömm af kókaíni Sautján ára piltur var handtekinn á Leifsstöð með 100 grömm af kókaíni falið innvortis. Þetta er í þriðja sinn á rúmri viku sem reynt er að smygla fíkniefnum til landsins með því að fela þau innvortis. 29.8.2006 18:08
Valgerður á fund iðnaðarnefndar Minnihluti iðnaðarnefndar hefur óskað eftir því við formann nefndarinnar að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðaráðherra, verði kölluð á fund nefndarinnar á morgun. 29.8.2006 18:04
Bæta þarf viðbúnarð og viðbragðsáætlanir Skerpa þarf á viðbúnaði og gera viðbragðsáætlanir vegna sinu- og skógarelda sem upp kunna að blossa í framtíðinni. Sinubruninn á Mýrum í vor sýndi fram á að áhættan væri meiri en áður var talið. 29.8.2006 18:04
Íslensk stúlka lést í bílslysi á Jótlandi Íslensk stúlka lést á Jótlandi í Danmörku á mánudaginn síðastliðinn þegar strætisvagn og flutningabíll keyrðu saman. Stúlkan hét Hulda Hauksdóttir og var 22. ára gömul. 29.8.2006 17:08
Krabbameinssjúk börn fá fartölvur til eignar Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og EJS, umboðsaðili Dell tölva á Íslandi skrifuðu undir samstarfssamning á Barnaspítala hringsins í dag. Að því tilefni fengu fjögur börn fengu afhendar tölvur frá EJS. 29.8.2006 15:43
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins felld úr gildi Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um bann við samruna Dagsbrúnar og Senu. 29.8.2006 15:37
Starfshópur um norðurslóðamál Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í dag ákvörðun sína um að setja á laggirnar starfshóp um norðurslóðamál. Viðfangsefni starfshópsins verða að undirbúa alþjóðlega ráðstefnu um norðurslóðamál í Reykjavík í mars 2007 og leggja fram greinargerð í kjölfar hennar um stefnumið Íslands og forgangsröðun verkefna í norðurslóðastarfi. 29.8.2006 15:30
Engin flóðbylgjuhætta Engin flóðbylgja myndaðist í kjölfar jarðskjálfta sem varð neðansjávar austur af Indónesíu, nánar tiltekið við Molucca-eyjar, skömmu eftir hádegi í dag. Jarðskjálftinn mældist 5,4 á Richter. 29.8.2006 15:14
Kaupmáttur mun lækka tímabundið Búast má við tímabundinni lækkun kaupmáttar, eignaverðs og fjölgun gjaldþrota þegar um hægist í efnahagslífinu, að mati Greiningar Glitnis. 29.8.2006 14:11
Vilja dómsmálaráðherra fyrir nefndina Að ósk þriggja fulltrúa Samfylkingarinnar í alsherjanefnd mun nefndin koma saman, þriðjudaginn þann 5. september, til að funda um það ófremdarástand sem er í fangelsismálum landsins. Þar munu fulltrúarnir fara fram á að dómsmálaráðherra verði kallaður á fund nefndarinnar enda telji þeir hann ábyrgan fyrir ástandinu. 29.8.2006 13:30
Reykvíkingum frjálst að eiga hunda á ný Hundahald verður að öllum líkindum leyfilegt á ný í Reykjavík innan skamms eftir að þessum besta vini mannsins hefur verið úthýst í 82 ár. Umhverfisráð boðar í staðinn hert viðurlög gegn þeim sem brjóta gegn reglum um hundahald. 29.8.2006 13:16
Dauðarefsingar krafist Saksóknari í Líbíu hefur ákveðið að krefjast dauðadóms yfir fimm búlgörskum hjúkrunarkonum og palestínskum lækni sem eru ákærð fyrir að hafa sýkt rúmlega fjögur hundruð börn í Líbíu með HIV vírusnum sem veldur alnæmi. 29.8.2006 13:15
Bæklunarlæknar krefjast úrbóta Bæklunarlæknar íhuga að segja sig úr samningi við Tryggingastofnun ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra. Þeir vilja aukið fjárhagslegt svigrúm frá Tryggingastofnun til að sinna sjúklingum sínum eins og þörf krefur. Formaður samninganefndar bæklunarlækna segir Tryggingastofnun ekki rækja hlutverk sitt sem skyldi ef hún geti ekki tryggt Íslendingum læknisþjónustu. 29.8.2006 13:10
Annan kominn til Suður-Líbanon Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsótti friðargæsluliða í Suður-Líbanon í morgun. Ítalir og Tyrkir fluttu þangað liðsmenn sína í gær en þeir verða hluti aðlþjóðlegs gæsluliðs á vegum Sameinuðu þjóðanna. 29.8.2006 13:00
Neyðarástand vegna Ernesto Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. 29.8.2006 12:45
Herskár hópur Kúrda segist bera ábyrgð á árásum Herskár hópur Kúrda sem kallar sig frelsishauka Kúrdistans hefur lýst sprengjuárásinni í ferðamannaborginni Antalya í Tyrklandi á hendur sér. Þrír létust og fjölmargir særðust. Hópurinn hafði áður lýst fjórum sprengjuárásum í Istanbúl og Marmaris á hendur sér. Enginn féll í þeim árásum en hátt í þrjátíu manns særðust. 29.8.2006 12:30
Forstjóraskipti hjá Dagsbrún Gunnar Smári Egilsson hefur látið af störfum sem forstjóri Dagsbrúnar og mun veita nýjum sjóði forstöðu, Dagsbrún Mediafund, sem tekur við uppbyggingu og útgáfu Nyhedsavisen í Danmörku og undirbýr frekari útgáfu fríblaða í öðrum löndum. Árni Pétur Jónsson tekur við starfi forstjóra Dagsbrúnar og gengir því starfi samhliða starfi sínu sem forstjóri Og Vodafone. 29.8.2006 12:19
Sprenging í olíuleiðslu Þrjátíu og fjórir týndu lífi þegar sprenging var í olíuleiðslu í Suður-Írak í morgun. Grunur leikur á að fórnarlömbin hafi verið að soga eldsneyti úr leiðslunni á iðnaðarsvæði í Diwaniyah 29.8.2006 11:16
Tillaga um flýtingu útboða felld Meirihluti samgöngunefndar Alþingis felldi í morgun tillögu fulltrúa minnihluta þess efnis að ríkisstjórnin dragi nú þegar til baka ákvörðun um að skera niður framkvæmdir á tilgreindum vegaköflum úti á landi og að útboðum verði flýtt til að vinna upp glataðan tíma. Fulltrúar minnihlutans bentu á að vegaáætlun er samþykkt af Alþingi og studd samþykktum fjárlögum og enginn nema Alþingi sjálft geti fellt slíkt úr gildi. Eins og áður segir var tillagan felld með 5 atkvæðum stjórnarþingmanna gegn 4 atkvæðum minnihlutans í samgöngunefnd. 29.8.2006 11:03
Borð Fischers og Spasskys á leið í ferðalag Skákborðið sem Fischer og Spasský tefldu við árið 1972 verður sent til Þýskalands innan skamms þar sem það fer á viðamikla sýningu sem helguð er skák og stjórnmálum. En áður en borðið leggur í langferð þjónar það í öðru einvígi þar sem Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson kljást um Íslandsmeistaratitilinn. Það einvígi byrjar klukkan fimm í dag í húsi Orkuveitu Reykjavíkur og er öllum opið. 29.8.2006 10:34
Samfylkingin vill fjölga stúdentaíbúðum Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg gangi til viðræðna við byggingafélög námsmanna um uppbyggingu allt að 800 stúdentaíbúða. 29.8.2006 10:29
Einn í haldi vegna sprengju í Fredriksberg Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið mann um þrítugt vegna gruns um að hann hafi valdið sprengingu á sólbaðsstofu við Finsenvej í Fredriksberg í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. 29.8.2006 10:12
Vopnahlé komið á í Úganda Vopnahlé milli stjórnvalda í Úganda og uppreisnarmanna þar í landi tók gildi í morgun. Skrifað var undir vopnahléssamkomulag á laugardaginn. 29.8.2006 10:08
Alcan í Straumsvík býður þjóðinni í heimsókn Í tilefni af 40 ára afmæli Alcan í Straumsvík verða dyrnar að álverinu opnaðar almenningi sunnudaginn 3. september. 29.8.2006 09:58
Neyðarhjálp úr norðri styrkir elliheimili og grunnskóla í Tékklandi Góðgerðarfélagið "Neyðarhjálp úr norðri" hefur gefið eina milljón króna til elliheimils í bænum Valasske Mexirici og grunnskóla í borginni Vsetin í Tékklandi. Félagið efndi til söfnunar í vor í kjölfar flóða sem urðu í Tékklandi 29.8.2006 09:43
Ár frá fellibylnum Katrínu Bush Bandríkjaforseti telur ólíklegt að meiru verði varið en þegar hafi verið heitið til endurbyggingar þeirra svæða sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu í fyrra. Ár er frá því að bylurinn reið yfir Mexíkóflóa og olli mikilli eyðileggingu. 29.8.2006 09:30
Neyðarástand vegna Ernesto Yfirvöld á Flórída hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Íbúar hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. 29.8.2006 09:15
Tafir á umferð Búast má við töfum á umferð í dag og næstu daga frá kl. 7:30-20:00 á Suðurlandsvegi frá Norðlingaholti upp að Litlu Kaffistofu. Tvístefna verður á annari akrein á köflum en umferð handstýrt annarsstaðar. 29.8.2006 09:13
Aurflóð féll inn í kjallara Lítið aurflóð féll inn í kjallara húss á Siglufirði um miðnættið í nótt. Ekki er ljóst hversu miklar skemmdirnar eru. 29.8.2006 09:00
Banaslys á Eiðavegi Ung kona sem lenti í umferðarslysi á Eiðavegi hjá Fossgerði lést í gærkvöldi. Hún var nítján ára. 29.8.2006 08:45
Óvænt hætt við ákæru Saksóknari í Colorado í Bandaríkjunum hefur óvænt hætt við að ákæra John Mark Karr fyrir morðið á hinni sex ára gömlu barnafegurðardrottningu JonBenet Ramsey fyrir tíu árum. Erfðaefni úr Karr passaði ekki við það sem fannst á morðstaðnum. 29.8.2006 08:30
Tap á rekstri Landsvirkjunar Sex komma fimm milljarða króna tap varð af rekstri Landsvirkjunar á fyrri helmingi þessa árs og skýrist það aðallega af veikingu krónunnar og lánum í erlendri mynt. 29.8.2006 08:21
Hætta á frekara grjóthruni og aurskriðum í og við Siglufjörð Laust eftir miðnætti kom vatnsflaumur og drulla úr skurði sem fór inn í kjallara húss á Siglufirði. Mikil úrkoma hefur verið s.l. 2 daga og búast má við að hún verði til hádegis á morgun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. 29.8.2006 01:54
Flóðbylgjuviðvörun vegna jarðskjálfta Jarðskjálfti sem mældist sex komma fjórir á Richter varð fyrir stundu neðasjávar við austur af Indónesíu. Yfirvöld segja hættu á flóðbylgju. 29.8.2006 14:20