Fleiri fréttir VG vill að Valgerður segi af sér Formaður Vinstri grænna hvetur Valgerði Sverrisdóttur til að segja af sér ráðherradómi í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á þátt hennar í að greinargerð Gríms Björnssonar jarðfræðings var stimpluð sem trúnaðarmál árið 2002. 28.8.2006 20:55 Hættan innan viðmiðunarmarka Mannvirki Kárahnjúkavirkjunar standast allar kröfur sem til þeirra eru gerðar og hættan sem af þeim stafar er innan viðmiðunarmarka. Þetta kemur fram í endurskoðuðu áhættumati Landsvirkjunar sem kynnt var á stjórnarfundi í dag. Stjórnarmenn eru þó ekki allir sannfærðir um niðurstöðuna. 28.8.2006 20:54 Syrgir mannræningja sinn Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum. 28.8.2006 19:30 Glerbrotunum rigndi yfir Íslendinga Glerbrotum rigndi yfir hóp Íslendinga þegar sprengja sprakk við hliðina á þeim í ferðamannabænum Marmaris í Tyrklandi í gærkvöldi. Um þrjú hundruð Íslendingar eru í Marmaris á vegum Úrvals Útsýnar og Plús ferða. 28.8.2006 19:00 Smyglaði 300 grömmum af hassi Þrír sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við fíkniefnasmygl fangavarðar á Litla-Hrauni sem handtekinn var á laugardag. Orðrómur er meðal refsifanga á Litla-Hrauni um að fangavörðurinn hafi einnig smyglað farsímum inn í fangelsið. 28.8.2006 18:39 Alvarlegt umferðarslys á Eiðavegi Alvarlegt umferðarslys varð á Eiðavegi við Fossgerði í nágrenni Egilsstaða skömmu fyrir fimm í dag. Tveir bílar skullu saman og er annar ökumaðurinn alvarlega slasaður. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. 28.8.2006 17:47 Nýr samningur milli Íslensku óperunnar og ríkisins undirritaður Nýr samningur var undirritaður í dag milli Íslensku óperunnar og ríkisins um óperustarfsemi. Samningurinn er til fjögurra ára og í honum er miðað við óbreytt framlag úr ríkissjóði og tilkekinn fjölda á uppfærslum óperusýninga. Gert er ráð fyrir auknu samstarfi við aðila á sviði óperulistarinnar. Ráðgert er að setja upp átta meðalstórar óperur í vetur auk einnar barnaóperu. Þá mun Íslenska óperan taka þátt í átta samstarfsverkefnum á gildistíma samningsins sem rennur út í árslok árið 2009. 28.8.2006 16:56 Lagabreytingin gjörbreytti fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi Þorbjörn Broddasson, prófessor í fjölmiðlafræði, segir að tilkoma einkarekinna sjónvarps- og útvarpsstöðva hafi gjörbreytt fjölmiðlamarkaðinum á Íslandi. Hann talar um Siðaskiptin síðari í sögu Íslendinga. 28.8.2006 16:42 Vilja afrit af bréfi orkumálastjóra til ráðherra Formaður þingflokks VG hefur óskað eftir því við iðnaðarráðherra að fá í hendur afrit af bréfi eða greinargerð orkumálastjóra til ráðherra í kjölfar skýrslu Gríms Björnssonar um Kárahnjúka árið 2002. 28.8.2006 15:55 3 látnir í sprengjuárás í Tyrklandi Þrír létu lífið og 20 særðust þegar sprengja sprakk í miðri ferðamannaborginni Antalya í Suður-Tyrklandi í dag. Enginn Íslendingur er það. Þetta er fimmta sprengjan sem vitað er að hafi sprungið í Tyrklandi á tæpum sólahring. 28.8.2006 15:50 Staðfestir fyrra mat Stjórn Landsvirkjunar lýsir yfir fyllsta trausti á þá starfsmenn Landsvirkjunar og aðra sem hafa unnið að hönnun og byggingu Kárahnjúkavirkjunar og vill fullvissa landsmenn að alls öryggis hafi verið gætt við hönnun og byggingu mannvirkjanna og að engin hætta steðji að íbúum svæðisins. Stjórnin samþykkti á fundi í dag endurskoðað áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Það staðfestir fyrra mat og verður því haldið áfram með framkvæmdina eins og ráðgert var. 28.8.2006 15:28 Búið að tryggja samninga um fangaskipti í Suður-Líbanon Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hann sæi eftir að hafa fyrirskipað mannrán tveggja ísraelskra hermanna í júlí síðastliðnum sem varð kveikjan að átökunum í Suður-Líbanon. Hann segir búið að koma því svo fyrir að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. 28.8.2006 15:18 Fleiri vilja vinstristjórn 68 prósent þeirra sem þátt taka í nýrri könnun Fréttablaðsins vilja skipta út flokkum í ríkisstjórninni eftir næstu þingkosningar. Fleiri vilja fá vinstristjórn heldur en áframhaldandi hægri stjórn. 28.8.2006 15:06 Stefna borgarinnar og Strætó tekin fyrir Reykjavíkurborg og Strætó bs. hafa stefnt olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krefjast skaðabóta upp á samtals 157 milljóna króna. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, þar sem stefnandi og verjandur kröfðust frestunar á málunum tveimur í þrjár vikur sem þeir hyggjast nota til frekari gagnaöflunar. 28.8.2006 15:03 Öldruð kona lést eftir að hafa orðið fyrir bíl Kona á áttræðisaldri lést í gær eftir að hafa orðið fyrir bíl í Keflavík í gærdag. Eftir slysið var hún flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en vegna þess hve alvarleg meiðsl hennar voru var hún flutt á slysadeild Landspítalans þar sem hún var síðan úrskurðuð látin. Þetta er sjöunda banaslysið í umferðinni í ágústmánuði og það átjánda á þessu ári. 28.8.2006 15:01 Snæfellsbæ stefnt BSRB stefndi Snæfellsbæ síðastliðinn föstudag vegna ólögmætra uppsagna sex starfsmanna úr starfi við íþróttahús og sundlaugar bæjarins. 28.8.2006 14:47 Útvarpsstjóri RÚV las fréttir á Bylgjunni í dag Gamlir fréttamenn og útvarpsmenn af Bylgjunni snúa aftur að hljóðnemanum í tilefni af tvítugsafmæli Bylgjunnar, meðal annarra mætti Páll Magnússon útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins í hljóðver og las fréttir klukkan ellefu. Auk Páls Magnússonar munu Elín Hirst, Sigursteinn Másson og fleiri lesa okkur fréttirnar á Bylgjunni í dag. 28.8.2006 12:43 Tveir fangar taldir tengjast fíkniefnasmyglinu Tveir fangar sem afplána dóm á Litla-hrauni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðahald í tengslum við fíkniefnasmygl fangavarðar á Litla-Hrauni á laugardaginn. Forstöðumaður Litla-Hrauns segir fíkniefnasmygl fangavarðarins mikið áfall. 28.8.2006 12:09 Ræðir nýtt áhættumat Stjórnarfundur Landsvirkjunar hófst klukkan níu í morgun. Á fundinum verður meðal annars lagt fram nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þar sem nýjar upplýsingar um jarðhita og jarðsprungur hafa komið fram þá var óskað eftir því við Landsvirkjun að lagt yrði fram nýtt áhættumat. 28.8.2006 11:00 Criticism of Police Force 28.8.2006 10:52 Segir árásina morðtilraun Heimilislaus Íslendingur, Haraldur Sigurðsson, sem var kastað fyrir lest í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld, segist lítið muna eftir sekúndunum þegar hann lá undir lestinni. Hann segir árásina ekkert annað en morðtilraun því að á upptökum úr öryggismyndavélum sjáist að árásarmaðurinn bíði á brautarpallinum til að sjá þegar lestin keyri yfir Harald en labbi svo í burtu. 28.8.2006 10:10 Búið að úrskurða fangavörðinn í gæsluvarðahald Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað fangavörðinn, sem handtekinn var á laugardaginn fyrir að reyna að smygla inn fíkniefnum á Litla-Hraun, í vikulangt gæsluvarðhald. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að mikið hafi verið um fíkniefni í umferð innan veggja fangelsins í sumar. 28.8.2006 09:37 Finni vann með 89 metra kasti Sjöunda óformlega heimsmeistaramótið í farsímakasti fór fram í Savonlinna í Finnlandi um helgina. Með 89 metra löngu kasti tryggði Finninn Lassi Eteläaho sér heimsmeistaratitilinn í ár. Nýtt heimsmet var sett í kvennaflokki. 28.8.2006 08:30 Vill ræða um leyniþjónustu Björn Bjarnason, vill hefja umræður um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Þetta sagði ráðherra í ræðu á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar þar sem hann flutti ræðu um varnarmálin. Ræðuna birtir hann í heild á heimasíðu sinni, www.bjorn.is. 28.8.2006 08:30 Stýrivextir eru háir á Íslandi Stýrivextir á Íslandi skera sig frá stýrivöxtum annarra þjóða. Stýrivextirnir eina tækið sem Seðlabankinn hefur til þess að ná tökum á verðbólgunni. 28.8.2006 08:30 Seldi hass með pylsum og gosi Lögreglan í Frederiksværk á Norður-Sjálandi lét til skarar skríða gegn pylsusala á föstudag. Samkvæmt frétt Politiken hafði lögreglan fylgst með pylsuvagni mannsins í nokkurn tíma enda lék grunur á að fleira en pylsur, remúlaði og gos væri á boðstólum. 28.8.2006 08:15 Skiptar skoðanir um nekt barna í sjónvarpi Fjölmiðlar eiga að móta sér stefnu í því hvernig þeir koma fram við börn. Ósmekklegt var að sýna nakið barn í sjónvarpsþættinum Kóngur um stund segir Ingibjörg Þ. Rafnar umboðsmaður barna. 28.8.2006 08:15 Engan Íslending sakaði í sprengjuárásum í Tyrklandi Á þriðja tug manna særðust í fjórum sprengjutilræðum í Tyrklandi í gær. Ein sprengjan sprakk í Istanbúl en hinar þrjár á Marmaris, þar af ein um tvö hundruð metra frá einu helsta Íslendingahóteli þar. Um þrjú hundruð Íslendingar eru þar á um fimmtán hótelum. Enginn týndi lífi en nokkrir særðust. 28.8.2006 08:12 68 prósent vilja aðra stjórn Flestir, eða tæplega 36 prósent, vilja vinstri stjórn eftir næstu kosningar, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Rúm 32 prósent vilja hægri stjórn en rúmlega 22 prósent vilja samstarf hægri og vinstri afla. 28.8.2006 08:00 Meirihluti vill Sjálfstæðisflokk í stjórn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja tæp 54 prósent að Sjálfstæðisflokkur verði í ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Rúm 48 prósent vilja Samfylkingu og 45 prósent vilja að Vinstri græn verði í ríkisstjórn. 28.8.2006 08:00 Ernesto - fellibylur eða stormur? Hitabeltisstormurinn Ernesto sem náði fellibylsstyrk um hríð í gær var aftur lækkaður niður í storm í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður er samt enn á eyjum í Karíbahafinu, Kúbu, Haítí og Cayman-eyjum, auk þess sem ferðamenn voru í gær fluttir frá Keys-eyjunum undan strönd Flórída. Mikil óvissa er enn í spálíkönum fyrir fellibylinn en enn er ekki útilokað að hann nái vindstyrk fellibyls á ný. Ekki er heldur víst hvert leið hans liggur eftir að hann fer yfir Kúbu fyrripartinn í dag. 28.8.2006 08:00 Vill ekki sjá foreldrana Austurríska stúlkan sem fannst í síðustu viku eftir að hafa verið í haldi mannræningja í átta og hálft ár, hefur rétt á að vera látin í friði. Þetta sögðu talsmenn austurrísku lögreglunnar í gær, eftir að foreldrar stúlkunnar kvörtuðu yfir því í fjölmiðlaviðtölum að vera meinað að hitta dótturina endurfundnu. 28.8.2006 07:45 Gleypti hálft kíló af hassi Par á fertugsaldri með þriggja ára gamalt barn var stöðvað við reglubundið eftirlit tollgæslunnar í Leifsstöð um hádegisbil á fimmtudaginn. Parið var að koma frá Kaupmannahöfn og vöknuðu grunsemdir tollgæslunnar um að maðurinn væri með fíkniefni innvortis. 28.8.2006 07:45 Fáir útlendingar á bótum Lítið er um að erlendir starfsmenn á Íslandi taki sér atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir að réttur þeirra til bóta sé sá sami og réttur Íslendinga, telji þeir fram á landinu. Sama gildir um fæðingarorlofsgreiðslur. 28.8.2006 07:45 Gíslar lausir á Gaza Tveir fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar voru í gær látnir lausir úr hálfs mánaðar langri gíslingu herskárra Palestínumanna. Enginn hefur verið handtekinn. 28.8.2006 07:30 Beitir blekkingum Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að Valgerður Sverrisdóttir hafi beitt blekkingum í fjölmiðlum þegar hún hafi verið spurð um það hví hún hafi ekki greint þingmönnum frá innihaldi skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings. 28.8.2006 07:30 Hópur sem vill á önnur mið Greinilegt er að hópur kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill ekki halda áfram með ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta les Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur úr skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist í blaðinu í dag. 28.8.2006 07:30 Samningar eru vandamálið ekki kennitala Vinnumarkaður Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri Þjóðskrár, segir að kennitala sé ekki vandamálið hvað erlenda starfsmenn varðar, vandinn sé sá að vinnuveitendur skili ekki inn ráðningarsamningum. Kennitalan fáist og biðtíminn styttist þegar starfsmenn Þjóðskrár verði allir komnir úr sumarleyfi. 28.8.2006 07:15 Fleiri börn í heilsdagsvistun en áður Vel hefur gengið að manna heilsdagsskóla í Hafnarfirði og í Setbergsskóla bíða engin börn eftir plássi. 28.8.2006 07:15 Hundruð erlendra manna óskráð Þjóðskráin hefur ekki undan að afgreiða umsóknir um kennitölur fyrir erlenda starfsmenn. Fyrirtæki geta ekki staðið skil á skatti meðan kennitölu vantar. Vinnuveitendur skila ekki inn ráðningarsamningi til Vinnumálastofnunar. 28.8.2006 07:15 Einn komst af en 49 fórust í flugslysi Þota sem var nýlögð af stað til Atlanta frá Blue Grass-flugvelli í Lexington í Kentucky, hrapaði rétt utan við flugbrautina í gær. Einn úr áhöfn vélarinnar komst af, mikið slasaður, en allir aðrir sem í vélinni voru, 49 manns, fórust. 28.8.2006 07:00 Fékk laun í uppsagnarfresti VR vann nýlega mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd félagsmanns sem var vikið fyrirvaralaust úr starfi í fyrravetur. Í dómnum var verslanakeðju í Reykjavík gert að greiða félagsmanninum rúmlega eina og hálfa milljón króna vegna launa í uppsagnarfresti auk málskostnaðar. 28.8.2006 07:00 Rannsókn heldur áfram í dag „Ég er bara að bíða eftir svörum frá lögreglunni en hún hefur rannsókn á málinu eftir helgi,“ segir Einar B. Gunnlaugsson, verkstjóri Efnamóttökunnar, en mikill eldur braust út í eiturefnamóttökunni í Gufunesi á föstudagskvöldið. 28.8.2006 07:00 Hrint fyrir lest en slapp með skrámur Tuttugu og sex ára gömlum Íslendingi var hrint fyrir lest á Nørreport-lestarstöðinni í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld. 28.8.2006 06:45 Ófaglærðir ráðnir til starfa "Ég fullyrði að slíkt tíðkast hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi og er til háborinnar skammar," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Mikill skortur er á fagmenntuðum lögreglumönnum, sérstaklega í Reykjavík, og getur nánast hver sem er sótt um starf og fengið án þess að hljóta til þess nokkra menntun. 28.8.2006 06:45 Sjá næstu 50 fréttir
VG vill að Valgerður segi af sér Formaður Vinstri grænna hvetur Valgerði Sverrisdóttur til að segja af sér ráðherradómi í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á þátt hennar í að greinargerð Gríms Björnssonar jarðfræðings var stimpluð sem trúnaðarmál árið 2002. 28.8.2006 20:55
Hættan innan viðmiðunarmarka Mannvirki Kárahnjúkavirkjunar standast allar kröfur sem til þeirra eru gerðar og hættan sem af þeim stafar er innan viðmiðunarmarka. Þetta kemur fram í endurskoðuðu áhættumati Landsvirkjunar sem kynnt var á stjórnarfundi í dag. Stjórnarmenn eru þó ekki allir sannfærðir um niðurstöðuna. 28.8.2006 20:54
Syrgir mannræningja sinn Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum. 28.8.2006 19:30
Glerbrotunum rigndi yfir Íslendinga Glerbrotum rigndi yfir hóp Íslendinga þegar sprengja sprakk við hliðina á þeim í ferðamannabænum Marmaris í Tyrklandi í gærkvöldi. Um þrjú hundruð Íslendingar eru í Marmaris á vegum Úrvals Útsýnar og Plús ferða. 28.8.2006 19:00
Smyglaði 300 grömmum af hassi Þrír sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við fíkniefnasmygl fangavarðar á Litla-Hrauni sem handtekinn var á laugardag. Orðrómur er meðal refsifanga á Litla-Hrauni um að fangavörðurinn hafi einnig smyglað farsímum inn í fangelsið. 28.8.2006 18:39
Alvarlegt umferðarslys á Eiðavegi Alvarlegt umferðarslys varð á Eiðavegi við Fossgerði í nágrenni Egilsstaða skömmu fyrir fimm í dag. Tveir bílar skullu saman og er annar ökumaðurinn alvarlega slasaður. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. 28.8.2006 17:47
Nýr samningur milli Íslensku óperunnar og ríkisins undirritaður Nýr samningur var undirritaður í dag milli Íslensku óperunnar og ríkisins um óperustarfsemi. Samningurinn er til fjögurra ára og í honum er miðað við óbreytt framlag úr ríkissjóði og tilkekinn fjölda á uppfærslum óperusýninga. Gert er ráð fyrir auknu samstarfi við aðila á sviði óperulistarinnar. Ráðgert er að setja upp átta meðalstórar óperur í vetur auk einnar barnaóperu. Þá mun Íslenska óperan taka þátt í átta samstarfsverkefnum á gildistíma samningsins sem rennur út í árslok árið 2009. 28.8.2006 16:56
Lagabreytingin gjörbreytti fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi Þorbjörn Broddasson, prófessor í fjölmiðlafræði, segir að tilkoma einkarekinna sjónvarps- og útvarpsstöðva hafi gjörbreytt fjölmiðlamarkaðinum á Íslandi. Hann talar um Siðaskiptin síðari í sögu Íslendinga. 28.8.2006 16:42
Vilja afrit af bréfi orkumálastjóra til ráðherra Formaður þingflokks VG hefur óskað eftir því við iðnaðarráðherra að fá í hendur afrit af bréfi eða greinargerð orkumálastjóra til ráðherra í kjölfar skýrslu Gríms Björnssonar um Kárahnjúka árið 2002. 28.8.2006 15:55
3 látnir í sprengjuárás í Tyrklandi Þrír létu lífið og 20 særðust þegar sprengja sprakk í miðri ferðamannaborginni Antalya í Suður-Tyrklandi í dag. Enginn Íslendingur er það. Þetta er fimmta sprengjan sem vitað er að hafi sprungið í Tyrklandi á tæpum sólahring. 28.8.2006 15:50
Staðfestir fyrra mat Stjórn Landsvirkjunar lýsir yfir fyllsta trausti á þá starfsmenn Landsvirkjunar og aðra sem hafa unnið að hönnun og byggingu Kárahnjúkavirkjunar og vill fullvissa landsmenn að alls öryggis hafi verið gætt við hönnun og byggingu mannvirkjanna og að engin hætta steðji að íbúum svæðisins. Stjórnin samþykkti á fundi í dag endurskoðað áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Það staðfestir fyrra mat og verður því haldið áfram með framkvæmdina eins og ráðgert var. 28.8.2006 15:28
Búið að tryggja samninga um fangaskipti í Suður-Líbanon Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hann sæi eftir að hafa fyrirskipað mannrán tveggja ísraelskra hermanna í júlí síðastliðnum sem varð kveikjan að átökunum í Suður-Líbanon. Hann segir búið að koma því svo fyrir að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. 28.8.2006 15:18
Fleiri vilja vinstristjórn 68 prósent þeirra sem þátt taka í nýrri könnun Fréttablaðsins vilja skipta út flokkum í ríkisstjórninni eftir næstu þingkosningar. Fleiri vilja fá vinstristjórn heldur en áframhaldandi hægri stjórn. 28.8.2006 15:06
Stefna borgarinnar og Strætó tekin fyrir Reykjavíkurborg og Strætó bs. hafa stefnt olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krefjast skaðabóta upp á samtals 157 milljóna króna. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, þar sem stefnandi og verjandur kröfðust frestunar á málunum tveimur í þrjár vikur sem þeir hyggjast nota til frekari gagnaöflunar. 28.8.2006 15:03
Öldruð kona lést eftir að hafa orðið fyrir bíl Kona á áttræðisaldri lést í gær eftir að hafa orðið fyrir bíl í Keflavík í gærdag. Eftir slysið var hún flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en vegna þess hve alvarleg meiðsl hennar voru var hún flutt á slysadeild Landspítalans þar sem hún var síðan úrskurðuð látin. Þetta er sjöunda banaslysið í umferðinni í ágústmánuði og það átjánda á þessu ári. 28.8.2006 15:01
Snæfellsbæ stefnt BSRB stefndi Snæfellsbæ síðastliðinn föstudag vegna ólögmætra uppsagna sex starfsmanna úr starfi við íþróttahús og sundlaugar bæjarins. 28.8.2006 14:47
Útvarpsstjóri RÚV las fréttir á Bylgjunni í dag Gamlir fréttamenn og útvarpsmenn af Bylgjunni snúa aftur að hljóðnemanum í tilefni af tvítugsafmæli Bylgjunnar, meðal annarra mætti Páll Magnússon útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins í hljóðver og las fréttir klukkan ellefu. Auk Páls Magnússonar munu Elín Hirst, Sigursteinn Másson og fleiri lesa okkur fréttirnar á Bylgjunni í dag. 28.8.2006 12:43
Tveir fangar taldir tengjast fíkniefnasmyglinu Tveir fangar sem afplána dóm á Litla-hrauni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðahald í tengslum við fíkniefnasmygl fangavarðar á Litla-Hrauni á laugardaginn. Forstöðumaður Litla-Hrauns segir fíkniefnasmygl fangavarðarins mikið áfall. 28.8.2006 12:09
Ræðir nýtt áhættumat Stjórnarfundur Landsvirkjunar hófst klukkan níu í morgun. Á fundinum verður meðal annars lagt fram nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þar sem nýjar upplýsingar um jarðhita og jarðsprungur hafa komið fram þá var óskað eftir því við Landsvirkjun að lagt yrði fram nýtt áhættumat. 28.8.2006 11:00
Segir árásina morðtilraun Heimilislaus Íslendingur, Haraldur Sigurðsson, sem var kastað fyrir lest í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld, segist lítið muna eftir sekúndunum þegar hann lá undir lestinni. Hann segir árásina ekkert annað en morðtilraun því að á upptökum úr öryggismyndavélum sjáist að árásarmaðurinn bíði á brautarpallinum til að sjá þegar lestin keyri yfir Harald en labbi svo í burtu. 28.8.2006 10:10
Búið að úrskurða fangavörðinn í gæsluvarðahald Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað fangavörðinn, sem handtekinn var á laugardaginn fyrir að reyna að smygla inn fíkniefnum á Litla-Hraun, í vikulangt gæsluvarðhald. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að mikið hafi verið um fíkniefni í umferð innan veggja fangelsins í sumar. 28.8.2006 09:37
Finni vann með 89 metra kasti Sjöunda óformlega heimsmeistaramótið í farsímakasti fór fram í Savonlinna í Finnlandi um helgina. Með 89 metra löngu kasti tryggði Finninn Lassi Eteläaho sér heimsmeistaratitilinn í ár. Nýtt heimsmet var sett í kvennaflokki. 28.8.2006 08:30
Vill ræða um leyniþjónustu Björn Bjarnason, vill hefja umræður um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Þetta sagði ráðherra í ræðu á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar þar sem hann flutti ræðu um varnarmálin. Ræðuna birtir hann í heild á heimasíðu sinni, www.bjorn.is. 28.8.2006 08:30
Stýrivextir eru háir á Íslandi Stýrivextir á Íslandi skera sig frá stýrivöxtum annarra þjóða. Stýrivextirnir eina tækið sem Seðlabankinn hefur til þess að ná tökum á verðbólgunni. 28.8.2006 08:30
Seldi hass með pylsum og gosi Lögreglan í Frederiksværk á Norður-Sjálandi lét til skarar skríða gegn pylsusala á föstudag. Samkvæmt frétt Politiken hafði lögreglan fylgst með pylsuvagni mannsins í nokkurn tíma enda lék grunur á að fleira en pylsur, remúlaði og gos væri á boðstólum. 28.8.2006 08:15
Skiptar skoðanir um nekt barna í sjónvarpi Fjölmiðlar eiga að móta sér stefnu í því hvernig þeir koma fram við börn. Ósmekklegt var að sýna nakið barn í sjónvarpsþættinum Kóngur um stund segir Ingibjörg Þ. Rafnar umboðsmaður barna. 28.8.2006 08:15
Engan Íslending sakaði í sprengjuárásum í Tyrklandi Á þriðja tug manna særðust í fjórum sprengjutilræðum í Tyrklandi í gær. Ein sprengjan sprakk í Istanbúl en hinar þrjár á Marmaris, þar af ein um tvö hundruð metra frá einu helsta Íslendingahóteli þar. Um þrjú hundruð Íslendingar eru þar á um fimmtán hótelum. Enginn týndi lífi en nokkrir særðust. 28.8.2006 08:12
68 prósent vilja aðra stjórn Flestir, eða tæplega 36 prósent, vilja vinstri stjórn eftir næstu kosningar, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Rúm 32 prósent vilja hægri stjórn en rúmlega 22 prósent vilja samstarf hægri og vinstri afla. 28.8.2006 08:00
Meirihluti vill Sjálfstæðisflokk í stjórn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja tæp 54 prósent að Sjálfstæðisflokkur verði í ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Rúm 48 prósent vilja Samfylkingu og 45 prósent vilja að Vinstri græn verði í ríkisstjórn. 28.8.2006 08:00
Ernesto - fellibylur eða stormur? Hitabeltisstormurinn Ernesto sem náði fellibylsstyrk um hríð í gær var aftur lækkaður niður í storm í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður er samt enn á eyjum í Karíbahafinu, Kúbu, Haítí og Cayman-eyjum, auk þess sem ferðamenn voru í gær fluttir frá Keys-eyjunum undan strönd Flórída. Mikil óvissa er enn í spálíkönum fyrir fellibylinn en enn er ekki útilokað að hann nái vindstyrk fellibyls á ný. Ekki er heldur víst hvert leið hans liggur eftir að hann fer yfir Kúbu fyrripartinn í dag. 28.8.2006 08:00
Vill ekki sjá foreldrana Austurríska stúlkan sem fannst í síðustu viku eftir að hafa verið í haldi mannræningja í átta og hálft ár, hefur rétt á að vera látin í friði. Þetta sögðu talsmenn austurrísku lögreglunnar í gær, eftir að foreldrar stúlkunnar kvörtuðu yfir því í fjölmiðlaviðtölum að vera meinað að hitta dótturina endurfundnu. 28.8.2006 07:45
Gleypti hálft kíló af hassi Par á fertugsaldri með þriggja ára gamalt barn var stöðvað við reglubundið eftirlit tollgæslunnar í Leifsstöð um hádegisbil á fimmtudaginn. Parið var að koma frá Kaupmannahöfn og vöknuðu grunsemdir tollgæslunnar um að maðurinn væri með fíkniefni innvortis. 28.8.2006 07:45
Fáir útlendingar á bótum Lítið er um að erlendir starfsmenn á Íslandi taki sér atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir að réttur þeirra til bóta sé sá sami og réttur Íslendinga, telji þeir fram á landinu. Sama gildir um fæðingarorlofsgreiðslur. 28.8.2006 07:45
Gíslar lausir á Gaza Tveir fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar voru í gær látnir lausir úr hálfs mánaðar langri gíslingu herskárra Palestínumanna. Enginn hefur verið handtekinn. 28.8.2006 07:30
Beitir blekkingum Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að Valgerður Sverrisdóttir hafi beitt blekkingum í fjölmiðlum þegar hún hafi verið spurð um það hví hún hafi ekki greint þingmönnum frá innihaldi skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings. 28.8.2006 07:30
Hópur sem vill á önnur mið Greinilegt er að hópur kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill ekki halda áfram með ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta les Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur úr skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist í blaðinu í dag. 28.8.2006 07:30
Samningar eru vandamálið ekki kennitala Vinnumarkaður Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri Þjóðskrár, segir að kennitala sé ekki vandamálið hvað erlenda starfsmenn varðar, vandinn sé sá að vinnuveitendur skili ekki inn ráðningarsamningum. Kennitalan fáist og biðtíminn styttist þegar starfsmenn Þjóðskrár verði allir komnir úr sumarleyfi. 28.8.2006 07:15
Fleiri börn í heilsdagsvistun en áður Vel hefur gengið að manna heilsdagsskóla í Hafnarfirði og í Setbergsskóla bíða engin börn eftir plássi. 28.8.2006 07:15
Hundruð erlendra manna óskráð Þjóðskráin hefur ekki undan að afgreiða umsóknir um kennitölur fyrir erlenda starfsmenn. Fyrirtæki geta ekki staðið skil á skatti meðan kennitölu vantar. Vinnuveitendur skila ekki inn ráðningarsamningi til Vinnumálastofnunar. 28.8.2006 07:15
Einn komst af en 49 fórust í flugslysi Þota sem var nýlögð af stað til Atlanta frá Blue Grass-flugvelli í Lexington í Kentucky, hrapaði rétt utan við flugbrautina í gær. Einn úr áhöfn vélarinnar komst af, mikið slasaður, en allir aðrir sem í vélinni voru, 49 manns, fórust. 28.8.2006 07:00
Fékk laun í uppsagnarfresti VR vann nýlega mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hönd félagsmanns sem var vikið fyrirvaralaust úr starfi í fyrravetur. Í dómnum var verslanakeðju í Reykjavík gert að greiða félagsmanninum rúmlega eina og hálfa milljón króna vegna launa í uppsagnarfresti auk málskostnaðar. 28.8.2006 07:00
Rannsókn heldur áfram í dag „Ég er bara að bíða eftir svörum frá lögreglunni en hún hefur rannsókn á málinu eftir helgi,“ segir Einar B. Gunnlaugsson, verkstjóri Efnamóttökunnar, en mikill eldur braust út í eiturefnamóttökunni í Gufunesi á föstudagskvöldið. 28.8.2006 07:00
Hrint fyrir lest en slapp með skrámur Tuttugu og sex ára gömlum Íslendingi var hrint fyrir lest á Nørreport-lestarstöðinni í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld. 28.8.2006 06:45
Ófaglærðir ráðnir til starfa "Ég fullyrði að slíkt tíðkast hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi og er til háborinnar skammar," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Mikill skortur er á fagmenntuðum lögreglumönnum, sérstaklega í Reykjavík, og getur nánast hver sem er sótt um starf og fengið án þess að hljóta til þess nokkra menntun. 28.8.2006 06:45