Fleiri fréttir Golfvöllur og vatnsverksmiðja stóriðjan í Þorlákshöfn Hafist verður handa við nýjan strandgolfvöll við Þorlákshöfn á næstu mánuðum þar sem hönnun hans er lokið. Bæjarstjóri Ölfuss segir völlinn og fyrirhugaða vatnsverksmiðju stóriðju Þorlákshafnarbúa sem geti skapað hátt í hundrað störf. 27.6.2006 08:30 Gamall sumarbústaður brann til kaldra kola Gamall sumarbústaður við Silugnatjörn í Miðdal, austur af Grafarholtinu í Reykjavík, brann til kaldra kola í nótt. 27.6.2006 08:30 Ferðamenn fundust heilir á húfi Íslensku ferðamennirnir þrír, sem björgunarsveitir fóru að leita að síðdegis í gær, fundust heilir á húfi um sjö leitið í gærkvöldi. Þeir höfðu ætlað í Þórsmörk og í Landmannalaugar. 27.6.2006 08:15 Fjörtíu féllu í sprengjuárás Að minnsta kosti fjörutíu féllu og hátt í níutíu særðust þegar spregjur sprungu á fjölförnum mörkuðum í tveimur borgum Íraks í gærkvöldi. Mannskæðari árásin var gerð í borginni Bakúba, norð-austur af Bagdad, þar sem sprengja hafði verið fest við reiðhjól. Borgin er eitt helsta vígi súnní-múslima. 27.6.2006 08:15 Kostnaður Vinstri grænna um 12 milljónir króna Útlagður kostnaður Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs á landsvísu, vegna sveitarstjórnarkosninganna nýverið, nemur tólf til tólf og hálfri milljón króna, samkvæmt tilkynningu frá flokknum. Inni í þessari tölu eru styrkir til ýmissa blandaðra framboða, sem flokkurinn tók þátt í. Hinsvegar eru ótalin einhver framlög frá einstökum svæðisfélögum, sem birt verða á heimasíðu flokksins síðar.Vinstri grænir styrktu stöðu sína verulega, víða um land í kosningunum. 27.6.2006 08:11 Launin hækkuð um 22 þúsund krónur Starfsmennirnir sem lögðu niður vinnu í Flugstöðinni á sunnudagsmorguninn fá um 22 þúsund króna hækkun samkvæmt samkomulagi ASÍ og SA. Formaður Starfsgreinasambandsins segir þá telja þessa hækkun ekki nægja. 27.6.2006 08:00 Olmert fer ekki að kröfum mannræningja Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, neitaði í morgun að láta palestínska fanga lausa í skiptum fyrir ísraelska hermanninn sem herskáir Palestínumenn rændu í fyrradag. 27.6.2006 08:00 Sérstakur bílaþjófnaður Lögreglan í Reykjavík er engu nær um hvar Mercedes Benz CLK 500 sportbíll, sem stolið var úr miðborginni aðfaranótt 17. júní, er niðurkominn. 27.6.2006 07:45 Raunverulegt sprengiefni Sænska lögreglan hefur staðfest að efnið sem bundið var um mitti grátandi Norðmanns í Stokkhólmi á sunnudaginn var virkt sprengiefni. Málið þykir allt hið kynlegasta og var Norðmaðurinn, sem er á þrítugsaldri, settur í geðrannsókn eftir að sprengjubeltið var leyst af honum. 27.6.2006 07:30 Grunur um tugmilljóna svik Tryggingastofnun ríkisins hefur kært fyrrverandi þjónustufulltrúa sinn fyrir tugmilljóna króna fjársvik og hugsanlega bótasvik á þessu ári og krafist opinberrar rannsóknar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sterkur grunur leiki á að svikin hafi staðið yfir í fimm til sex ár. 27.6.2006 07:30 Væri stefnubreyting Stjórn Landsvirkjunar felldi tillögu Helga Hjörvar og Álfheiðar Ingadóttur í gær um að fara þess á leit við Alcoa Fjarðaál að aflétta trúnaði varðandi verð í orkusölusamningi fyrirtækjanna vegna Kárahnjúkavirkjunar. 27.6.2006 07:30 Nýbúar á Íslandi betri í námi Innflytjendur á Íslandi og í Svíþjóð standa sig mun betur í námi en innflytjendur á hinum Norðurlöndunum, samkvæmt niðurstöðu PISA-kannana. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráðstefnunni PISA í nýju ljósi sem haldin var nýverið í Osló. 27.6.2006 07:30 Bið margra barna styttist Nýr samstarfssamningur Barna- og unglingageðdeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss og Miðstöð heilsuverndar barna mun stytta biðtíma margra barna eftir þjónustu á BUGL. 27.6.2006 07:15 Fólk treystir veðurspám Samkvæmt könnun sem ParX - viðskiptaráðgjöf IBM gerði dagana 9.-17. maí bera landsmenn mikið traust til Veðurstofu Íslands. Þar kemur fram að 86 prósent aðspurðra treysta veðurspám Veðurstofunnar vel, en einungis 1,6 prósent treysta þeim illa. 27.6.2006 07:15 Óvopnaður Íraki myrtur Tveir hermenn hafa verið ákærðir vegna morðs á óvopnuðum Íraka nálægt borginni Ramadi í febrúar. Þetta upplýsti bandaríski herinn um helgina. 27.6.2006 07:00 G-8 gagnrýni skort á lýðræði Mikhaíl Kasjanov, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, hvetur leiðtoga G-8 ríkjanna til að gagnrýna rússnesk stjórnvöld fyrir þá þróun í átt frá lýðræði sem hann segir hafa átt sér stað. 27.6.2006 07:00 Atvinnuleysi í lágmarki Atvinnuleysi í maí mældist 1,3 prósent samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og spá fyrir júní er 1,2 til 1,5 prósent. Þetta er um sextíu prósenta lækkun miðað við meðaltal atvinnuleysis á mánuði í fyrra. 27.6.2006 07:00 Karlar leita frekar að tilbreytingu Í sjálfu sér koma niðurstöðurnar mér ekki á óvart. Það er ljóst að fjölskylduábyrgðin er ennþá að mestu á herðum kvenna, sagði Fanný Gunnarsdóttir, formaður Jafnréttisráðs, í samtali við Fréttablaðið, um nýja könnun Gallup á tíðni og ástæðum vinnuskipta karla og kvenna. 27.6.2006 07:00 Ósamið við ríkisstarfsmenn Ósamið er við ríkisstarfsmenn eftir að samkomulag náðist á hinum almenna vinnumarkaði um að framlengja kjarasamninga. Starfsmannafélag ríkisstarfsmanna hefur óskað eftir launaviðræðum við fjármálaráðuneytið. Önnur aðildarfélög munu að líkindum gera það sama. Opinberir starfsmenn gerðu ekki ráð fyrir neinum viðræðum við hið opinbera fyrr en seint í haust en vilja nú fá þeim flýtt þar sem ASÍ hefur náð samkomulagi um að framlengja kjarasamninga. 27.6.2006 07:00 Gróðurhúsaáhrifin af mannavöldum Bandaríska vísindaakademían kynnti fyrir skemmstu niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem Bandaríkjaþing hafði óskað eftir, sem sýna að hitinn á jörðinni hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tvö þúsund ár. Hlýnunin undanfarna áratugi á sér engin söguleg fordæmi seinasta árþúsund, að því er fram kemur í niðurstöðunum. 27.6.2006 06:45 Freyja Amble efst á Krumma "Þrátt fyrir að skýjað sé í kring, skín sólin beint á keppnisvöllinn eins og geislabaugur," sagði Hulda Geirsdóttir þar sem hún sat í áhorfendabrekkunni á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði í gær. Þá voru þegar mætt norður um þrjú þúsund manns sem er nokkuð meira en búist var við á fyrsta degi. 27.6.2006 06:45 Tuttugu prósenta hækkun Í nýlegri verðlagskönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands kemur fram að verð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur hækkað um allt að tuttugu prósent hjá markaðsráðandi lyfsölukeðjum frá því í apríl í fyrra. 27.6.2006 06:45 Flytjum helst út lyf til Suður-Afríku Fríverslunarsamningur við Tollabandalag Suður-Afríkuríkja var undirritaður í gær. Valgerður Sverrisdóttir segir samninginn mikilvægan fyrir Íslendinga. 27.6.2006 06:30 Pyntingar niðurlægja alla sem láta þær viðgangast Evrópusambandið hvatti í gær öll ríki til þess að undirrita alþjóðasamning gegn pyntingum. Í yfirlýsingu Evrópusambandsins segir að pyntingar séu ekki aðeins "grimmilegar, ómannúðlegar og niðurlægjandi" fyrir hvern þann sem fyrir þeim verður, heldur einnig fyrir alla sem fremja slíkan verknað og líka fyrir þau samfélög sem "láta sér lynda slíka óhæfu." 27.6.2006 06:15 Áherslan á slysavarnir Forvarnahús Sjóvá var opnað á föstudag en markmið þess er að efla og samræma forvarnir í landinu. 27.6.2006 06:15 Samkomulag um hert eftirlit Akureyrarbær, sýslumannsembættið og fulltrúar veitinga- og skemmtistaða á Akureyri hafa ritað undir samkomulag um hert eftirlit með ungmennum á skemmtistöðum bæjarins. 27.6.2006 06:15 Krefst rannsóknar á morði Jan Eliasson, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hvetur stjórnvöld í Sómalíu til að rannsaka með hraði morðið á sænska myndatökumanninum Martin Adler. Utanríkisráðherrann fordæmdi morðið og sagði að erlent fjölmiðlafólk væri augu alþjóðasamfélagsins í landinu. 27.6.2006 05:45 Hafnar frestun skattalækkana Félag launþega í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, Óðinn, hafnar öllum hugmyndum þess efnis að dregið verði úr eða frestað fyrirhuguðum skattalækkunum ríkisstjórnarinnar. 27.6.2006 05:45 Hittir forsetann í dag Varaforseti kínverska ráðgjafarþingsins, Zhang Meiying, ásamt sjö manna sendinefnd, kom í heimsókn til Íslands á sunnudag en hún verður hér fram til miðvikudags. Ekki er um opinbera heimsókn að ræða heldur er varaforsetinn að endurgjalda heimsókn íslensku sendinefndarinnar sem fór til Kína í fyrra að heimsækja ráðgjafarþingið. 27.6.2006 05:45 Forsvar hlýtur verðlaunin Stjórn samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra afhenti Forsvari ehf. hvatningarverðlaun samtakanna fyrir helgi. Verðlaunin eru nú afhend í áttunda sinn, en markmið þeirra er að hvetja til nýsköpunar og vekja athygli á því sem vel er gert í landshlutanum. Forsvar fékk verðlaunin fyrir dugnað og áræðni sem starfsmenn og eigendur fyrirtækisins hafa sýnt við uppbyggingu þess. 27.6.2006 05:45 Syngur ekki góða spænsku George W. Bush Bandaríkjaforseti kann ekki nóg í spænsku, að sögn talsmanns hans í Hvíta húsinu. Fyrir vikið getur hann ekki sungið spænsku útgáfuna af bandaríska þjóðsöngnum, sem er kölluð "Nuestro himno." "Forsetinn talar spænsku, en ekki nógu vel," sagði Scott McClellan, talsmaður forsetans. 27.6.2006 05:30 Fimm hundruð kílóa þýfi Heitum potti var stolið frá Brúnavegi 13 í sumarhúsabyggðinni í Grímsnesi um helgina. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá er potturinn fjögur til fimm hundruð kíló og metinn á sex hundruð þúsund krónur. 27.6.2006 05:30 Hafna nýrri stjórnarskrá Tillögu fyrrverandi ríkisstjórnar Ítalíu að víðtækum stjórnarskrárbreytingum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í gær og fyrradag. 27.6.2006 05:15 Frítt í strætó fyrir austan Ókeypis almenningssamgöngur eru tilraunaverkefni sem unnið er að á Fljótsdalshéraði. Að sögn Óðins Gunnars Óðinsonar þróunarstjóra verður keyrt á Egilsstaði, Fellabæ, Hallormsstaði, Eiða og Brúarás og reynt að tengja það saman við skólaakstur sem fyrir er. 27.6.2006 05:15 Ferðafólk kom í leitirnar í gær Þrír íslenskir ferðamenn komu fram í gærkvöldi eftir að björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar. Ekkert hafði spurst til fólksins síðan í fyrradag, en fólkið fannst í bíl sínum, sem er breytt jeppabifreið, á svokallaðri Heklubraut, rétt austan við Heklu. Fólkið festi bílinn en gat ekki látið vita af ferðum sínum. Þegar fólkið fannst var það þreytt en leið annars vel. 27.6.2006 05:15 Dönsuðu af fögnuði Forsætisráðherrann Alkatiri lét undan þrýstingi og sagði af sér. Nóbelsverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta segir stutt í nýja ríkisstjórn. 27.6.2006 05:00 Bush eldri til Íslands í júlí George H. W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og faðir núverandi forseta, hefur þegið boð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands um að heimsækja landið 4.-7. júlí næstkomandi. 27.6.2006 05:00 Útilokar með öllu að semja Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, útilokar allar samningaviðræður við herskáa Palestínumenn sem hafa ungan ísraelskan hermann í haldi sínu. 27.6.2006 04:45 Mesta aukning frá árinu 1999 Umferð á þjóðvegum jókst um sex prósent milli áranna 2004 og 2005. Heildarakstur á þjóðvegum árið 2005 var rúmlega tveir milljarðar ekinna kílómetra. 27.6.2006 04:45 Ók á 166 kílómetra hraða Mikið var um að vera hjá lögreglunni í Árnessýslu um helgina, en þó engin stóráföll. Af 64 ökumönnum sem kærðir voru fyrir hraðakstur í vikunni var einn sviptur ökuleyfi til bráðabirgða, en hann ók á 166 kílómetra hraða á Hellisheiði aðfaranótt sunnudags. Meðal annarra tíðinda voru fáein slys á fólki og væg líkamsárás á skemmtistaðnum Pakkhúsinu. 27.6.2006 04:45 Mikil aukning í Nordjob Aldrei hafa jafn margir tekið þátt í Nordjob verkefninu og í ár. Von er á um 150 ungmennum frá Norðurlöndunum til að starfa á Íslandi í sumar. 26.6.2006 23:45 Fátæk börn í boltagerð Alþjóðleg barnaverndarsamtök reyna nú að beina athygli heimsbyggðarinnar frá heimsmeistarakeppninni í fótbolta og að fátækum börnum í Indlandi sem strita við að handsauma boltana við hörmuleg vinnuskilyrði. 26.6.2006 22:13 Ný lög um réttarstöðu samkynhneigðra Ný lög um réttarstöðu samkynhneigðra sem samþykkt voru í byrjun mánaðarins munu taka gildi á morgun. Af því tilefni munu samtökin ' 78 efna til hátíðarsamkomu í Listasafni Reykjavíkur á morgun. 26.6.2006 22:11 Kennsla á skyndihjálp bjargar Átta ára drengur bjargaði móður sinni með snarræði þegar hann sprautaði hana meðvitundarlausa með adrenalíni á örlagastundu. Fræðsla í skyndihjálp skipti sköpum um líf eða dauða. 26.6.2006 22:08 Reynt að smygla hreisturdýrum frá Taílandi 245 hreisturdýr fundust í dag í flugfarmi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Taílandi. Dýrin eru í útrýmingarhættu en eru álitin hollt og gott sælgæti í Kína og í Víetnam og afurðir úr þeim þykja hafa lækningamátt. 26.6.2006 22:00 Sjá næstu 50 fréttir
Golfvöllur og vatnsverksmiðja stóriðjan í Þorlákshöfn Hafist verður handa við nýjan strandgolfvöll við Þorlákshöfn á næstu mánuðum þar sem hönnun hans er lokið. Bæjarstjóri Ölfuss segir völlinn og fyrirhugaða vatnsverksmiðju stóriðju Þorlákshafnarbúa sem geti skapað hátt í hundrað störf. 27.6.2006 08:30
Gamall sumarbústaður brann til kaldra kola Gamall sumarbústaður við Silugnatjörn í Miðdal, austur af Grafarholtinu í Reykjavík, brann til kaldra kola í nótt. 27.6.2006 08:30
Ferðamenn fundust heilir á húfi Íslensku ferðamennirnir þrír, sem björgunarsveitir fóru að leita að síðdegis í gær, fundust heilir á húfi um sjö leitið í gærkvöldi. Þeir höfðu ætlað í Þórsmörk og í Landmannalaugar. 27.6.2006 08:15
Fjörtíu féllu í sprengjuárás Að minnsta kosti fjörutíu féllu og hátt í níutíu særðust þegar spregjur sprungu á fjölförnum mörkuðum í tveimur borgum Íraks í gærkvöldi. Mannskæðari árásin var gerð í borginni Bakúba, norð-austur af Bagdad, þar sem sprengja hafði verið fest við reiðhjól. Borgin er eitt helsta vígi súnní-múslima. 27.6.2006 08:15
Kostnaður Vinstri grænna um 12 milljónir króna Útlagður kostnaður Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs á landsvísu, vegna sveitarstjórnarkosninganna nýverið, nemur tólf til tólf og hálfri milljón króna, samkvæmt tilkynningu frá flokknum. Inni í þessari tölu eru styrkir til ýmissa blandaðra framboða, sem flokkurinn tók þátt í. Hinsvegar eru ótalin einhver framlög frá einstökum svæðisfélögum, sem birt verða á heimasíðu flokksins síðar.Vinstri grænir styrktu stöðu sína verulega, víða um land í kosningunum. 27.6.2006 08:11
Launin hækkuð um 22 þúsund krónur Starfsmennirnir sem lögðu niður vinnu í Flugstöðinni á sunnudagsmorguninn fá um 22 þúsund króna hækkun samkvæmt samkomulagi ASÍ og SA. Formaður Starfsgreinasambandsins segir þá telja þessa hækkun ekki nægja. 27.6.2006 08:00
Olmert fer ekki að kröfum mannræningja Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, neitaði í morgun að láta palestínska fanga lausa í skiptum fyrir ísraelska hermanninn sem herskáir Palestínumenn rændu í fyrradag. 27.6.2006 08:00
Sérstakur bílaþjófnaður Lögreglan í Reykjavík er engu nær um hvar Mercedes Benz CLK 500 sportbíll, sem stolið var úr miðborginni aðfaranótt 17. júní, er niðurkominn. 27.6.2006 07:45
Raunverulegt sprengiefni Sænska lögreglan hefur staðfest að efnið sem bundið var um mitti grátandi Norðmanns í Stokkhólmi á sunnudaginn var virkt sprengiefni. Málið þykir allt hið kynlegasta og var Norðmaðurinn, sem er á þrítugsaldri, settur í geðrannsókn eftir að sprengjubeltið var leyst af honum. 27.6.2006 07:30
Grunur um tugmilljóna svik Tryggingastofnun ríkisins hefur kært fyrrverandi þjónustufulltrúa sinn fyrir tugmilljóna króna fjársvik og hugsanlega bótasvik á þessu ári og krafist opinberrar rannsóknar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sterkur grunur leiki á að svikin hafi staðið yfir í fimm til sex ár. 27.6.2006 07:30
Væri stefnubreyting Stjórn Landsvirkjunar felldi tillögu Helga Hjörvar og Álfheiðar Ingadóttur í gær um að fara þess á leit við Alcoa Fjarðaál að aflétta trúnaði varðandi verð í orkusölusamningi fyrirtækjanna vegna Kárahnjúkavirkjunar. 27.6.2006 07:30
Nýbúar á Íslandi betri í námi Innflytjendur á Íslandi og í Svíþjóð standa sig mun betur í námi en innflytjendur á hinum Norðurlöndunum, samkvæmt niðurstöðu PISA-kannana. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráðstefnunni PISA í nýju ljósi sem haldin var nýverið í Osló. 27.6.2006 07:30
Bið margra barna styttist Nýr samstarfssamningur Barna- og unglingageðdeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss og Miðstöð heilsuverndar barna mun stytta biðtíma margra barna eftir þjónustu á BUGL. 27.6.2006 07:15
Fólk treystir veðurspám Samkvæmt könnun sem ParX - viðskiptaráðgjöf IBM gerði dagana 9.-17. maí bera landsmenn mikið traust til Veðurstofu Íslands. Þar kemur fram að 86 prósent aðspurðra treysta veðurspám Veðurstofunnar vel, en einungis 1,6 prósent treysta þeim illa. 27.6.2006 07:15
Óvopnaður Íraki myrtur Tveir hermenn hafa verið ákærðir vegna morðs á óvopnuðum Íraka nálægt borginni Ramadi í febrúar. Þetta upplýsti bandaríski herinn um helgina. 27.6.2006 07:00
G-8 gagnrýni skort á lýðræði Mikhaíl Kasjanov, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, hvetur leiðtoga G-8 ríkjanna til að gagnrýna rússnesk stjórnvöld fyrir þá þróun í átt frá lýðræði sem hann segir hafa átt sér stað. 27.6.2006 07:00
Atvinnuleysi í lágmarki Atvinnuleysi í maí mældist 1,3 prósent samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og spá fyrir júní er 1,2 til 1,5 prósent. Þetta er um sextíu prósenta lækkun miðað við meðaltal atvinnuleysis á mánuði í fyrra. 27.6.2006 07:00
Karlar leita frekar að tilbreytingu Í sjálfu sér koma niðurstöðurnar mér ekki á óvart. Það er ljóst að fjölskylduábyrgðin er ennþá að mestu á herðum kvenna, sagði Fanný Gunnarsdóttir, formaður Jafnréttisráðs, í samtali við Fréttablaðið, um nýja könnun Gallup á tíðni og ástæðum vinnuskipta karla og kvenna. 27.6.2006 07:00
Ósamið við ríkisstarfsmenn Ósamið er við ríkisstarfsmenn eftir að samkomulag náðist á hinum almenna vinnumarkaði um að framlengja kjarasamninga. Starfsmannafélag ríkisstarfsmanna hefur óskað eftir launaviðræðum við fjármálaráðuneytið. Önnur aðildarfélög munu að líkindum gera það sama. Opinberir starfsmenn gerðu ekki ráð fyrir neinum viðræðum við hið opinbera fyrr en seint í haust en vilja nú fá þeim flýtt þar sem ASÍ hefur náð samkomulagi um að framlengja kjarasamninga. 27.6.2006 07:00
Gróðurhúsaáhrifin af mannavöldum Bandaríska vísindaakademían kynnti fyrir skemmstu niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem Bandaríkjaþing hafði óskað eftir, sem sýna að hitinn á jörðinni hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tvö þúsund ár. Hlýnunin undanfarna áratugi á sér engin söguleg fordæmi seinasta árþúsund, að því er fram kemur í niðurstöðunum. 27.6.2006 06:45
Freyja Amble efst á Krumma "Þrátt fyrir að skýjað sé í kring, skín sólin beint á keppnisvöllinn eins og geislabaugur," sagði Hulda Geirsdóttir þar sem hún sat í áhorfendabrekkunni á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði í gær. Þá voru þegar mætt norður um þrjú þúsund manns sem er nokkuð meira en búist var við á fyrsta degi. 27.6.2006 06:45
Tuttugu prósenta hækkun Í nýlegri verðlagskönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands kemur fram að verð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur hækkað um allt að tuttugu prósent hjá markaðsráðandi lyfsölukeðjum frá því í apríl í fyrra. 27.6.2006 06:45
Flytjum helst út lyf til Suður-Afríku Fríverslunarsamningur við Tollabandalag Suður-Afríkuríkja var undirritaður í gær. Valgerður Sverrisdóttir segir samninginn mikilvægan fyrir Íslendinga. 27.6.2006 06:30
Pyntingar niðurlægja alla sem láta þær viðgangast Evrópusambandið hvatti í gær öll ríki til þess að undirrita alþjóðasamning gegn pyntingum. Í yfirlýsingu Evrópusambandsins segir að pyntingar séu ekki aðeins "grimmilegar, ómannúðlegar og niðurlægjandi" fyrir hvern þann sem fyrir þeim verður, heldur einnig fyrir alla sem fremja slíkan verknað og líka fyrir þau samfélög sem "láta sér lynda slíka óhæfu." 27.6.2006 06:15
Áherslan á slysavarnir Forvarnahús Sjóvá var opnað á föstudag en markmið þess er að efla og samræma forvarnir í landinu. 27.6.2006 06:15
Samkomulag um hert eftirlit Akureyrarbær, sýslumannsembættið og fulltrúar veitinga- og skemmtistaða á Akureyri hafa ritað undir samkomulag um hert eftirlit með ungmennum á skemmtistöðum bæjarins. 27.6.2006 06:15
Krefst rannsóknar á morði Jan Eliasson, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hvetur stjórnvöld í Sómalíu til að rannsaka með hraði morðið á sænska myndatökumanninum Martin Adler. Utanríkisráðherrann fordæmdi morðið og sagði að erlent fjölmiðlafólk væri augu alþjóðasamfélagsins í landinu. 27.6.2006 05:45
Hafnar frestun skattalækkana Félag launþega í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, Óðinn, hafnar öllum hugmyndum þess efnis að dregið verði úr eða frestað fyrirhuguðum skattalækkunum ríkisstjórnarinnar. 27.6.2006 05:45
Hittir forsetann í dag Varaforseti kínverska ráðgjafarþingsins, Zhang Meiying, ásamt sjö manna sendinefnd, kom í heimsókn til Íslands á sunnudag en hún verður hér fram til miðvikudags. Ekki er um opinbera heimsókn að ræða heldur er varaforsetinn að endurgjalda heimsókn íslensku sendinefndarinnar sem fór til Kína í fyrra að heimsækja ráðgjafarþingið. 27.6.2006 05:45
Forsvar hlýtur verðlaunin Stjórn samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra afhenti Forsvari ehf. hvatningarverðlaun samtakanna fyrir helgi. Verðlaunin eru nú afhend í áttunda sinn, en markmið þeirra er að hvetja til nýsköpunar og vekja athygli á því sem vel er gert í landshlutanum. Forsvar fékk verðlaunin fyrir dugnað og áræðni sem starfsmenn og eigendur fyrirtækisins hafa sýnt við uppbyggingu þess. 27.6.2006 05:45
Syngur ekki góða spænsku George W. Bush Bandaríkjaforseti kann ekki nóg í spænsku, að sögn talsmanns hans í Hvíta húsinu. Fyrir vikið getur hann ekki sungið spænsku útgáfuna af bandaríska þjóðsöngnum, sem er kölluð "Nuestro himno." "Forsetinn talar spænsku, en ekki nógu vel," sagði Scott McClellan, talsmaður forsetans. 27.6.2006 05:30
Fimm hundruð kílóa þýfi Heitum potti var stolið frá Brúnavegi 13 í sumarhúsabyggðinni í Grímsnesi um helgina. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá er potturinn fjögur til fimm hundruð kíló og metinn á sex hundruð þúsund krónur. 27.6.2006 05:30
Hafna nýrri stjórnarskrá Tillögu fyrrverandi ríkisstjórnar Ítalíu að víðtækum stjórnarskrárbreytingum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í gær og fyrradag. 27.6.2006 05:15
Frítt í strætó fyrir austan Ókeypis almenningssamgöngur eru tilraunaverkefni sem unnið er að á Fljótsdalshéraði. Að sögn Óðins Gunnars Óðinsonar þróunarstjóra verður keyrt á Egilsstaði, Fellabæ, Hallormsstaði, Eiða og Brúarás og reynt að tengja það saman við skólaakstur sem fyrir er. 27.6.2006 05:15
Ferðafólk kom í leitirnar í gær Þrír íslenskir ferðamenn komu fram í gærkvöldi eftir að björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar. Ekkert hafði spurst til fólksins síðan í fyrradag, en fólkið fannst í bíl sínum, sem er breytt jeppabifreið, á svokallaðri Heklubraut, rétt austan við Heklu. Fólkið festi bílinn en gat ekki látið vita af ferðum sínum. Þegar fólkið fannst var það þreytt en leið annars vel. 27.6.2006 05:15
Dönsuðu af fögnuði Forsætisráðherrann Alkatiri lét undan þrýstingi og sagði af sér. Nóbelsverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta segir stutt í nýja ríkisstjórn. 27.6.2006 05:00
Bush eldri til Íslands í júlí George H. W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og faðir núverandi forseta, hefur þegið boð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands um að heimsækja landið 4.-7. júlí næstkomandi. 27.6.2006 05:00
Útilokar með öllu að semja Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, útilokar allar samningaviðræður við herskáa Palestínumenn sem hafa ungan ísraelskan hermann í haldi sínu. 27.6.2006 04:45
Mesta aukning frá árinu 1999 Umferð á þjóðvegum jókst um sex prósent milli áranna 2004 og 2005. Heildarakstur á þjóðvegum árið 2005 var rúmlega tveir milljarðar ekinna kílómetra. 27.6.2006 04:45
Ók á 166 kílómetra hraða Mikið var um að vera hjá lögreglunni í Árnessýslu um helgina, en þó engin stóráföll. Af 64 ökumönnum sem kærðir voru fyrir hraðakstur í vikunni var einn sviptur ökuleyfi til bráðabirgða, en hann ók á 166 kílómetra hraða á Hellisheiði aðfaranótt sunnudags. Meðal annarra tíðinda voru fáein slys á fólki og væg líkamsárás á skemmtistaðnum Pakkhúsinu. 27.6.2006 04:45
Mikil aukning í Nordjob Aldrei hafa jafn margir tekið þátt í Nordjob verkefninu og í ár. Von er á um 150 ungmennum frá Norðurlöndunum til að starfa á Íslandi í sumar. 26.6.2006 23:45
Fátæk börn í boltagerð Alþjóðleg barnaverndarsamtök reyna nú að beina athygli heimsbyggðarinnar frá heimsmeistarakeppninni í fótbolta og að fátækum börnum í Indlandi sem strita við að handsauma boltana við hörmuleg vinnuskilyrði. 26.6.2006 22:13
Ný lög um réttarstöðu samkynhneigðra Ný lög um réttarstöðu samkynhneigðra sem samþykkt voru í byrjun mánaðarins munu taka gildi á morgun. Af því tilefni munu samtökin ' 78 efna til hátíðarsamkomu í Listasafni Reykjavíkur á morgun. 26.6.2006 22:11
Kennsla á skyndihjálp bjargar Átta ára drengur bjargaði móður sinni með snarræði þegar hann sprautaði hana meðvitundarlausa með adrenalíni á örlagastundu. Fræðsla í skyndihjálp skipti sköpum um líf eða dauða. 26.6.2006 22:08
Reynt að smygla hreisturdýrum frá Taílandi 245 hreisturdýr fundust í dag í flugfarmi á alþjóðaflugvellinum í Bangkok í Taílandi. Dýrin eru í útrýmingarhættu en eru álitin hollt og gott sælgæti í Kína og í Víetnam og afurðir úr þeim þykja hafa lækningamátt. 26.6.2006 22:00