Innlent

Sérstakur bílaþjófnaður

Fullkomnar þjófavarnir komu ekki í veg fyrir að þessum Benz CLK 500 væri stolið aðfaranótt 17. júní. Hans er enn leitað.
Fullkomnar þjófavarnir komu ekki í veg fyrir að þessum Benz CLK 500 væri stolið aðfaranótt 17. júní. Hans er enn leitað.

Lögreglan í Reykjavík er engu nær um hvar Mercedes Benz CLK 500 sportbíll, sem stolið var úr miðborginni aðfaranótt 17. júní, er niðurkominn.

Hefur stuldurinn vakið athygli enda er bíllinn búinn afar fullkomnum þjófavarnarbúnaði og ekki á færi hverra sem er að stela honum. Engir lyklar ganga að bílnum, hann opnaður með fjarstýringu. Þjófavörn fer í gang við það eitt þegar bíllinn er snertur eða reynt að opna hann á annan hátt og skynjarar eiga einnig að fara í gang, sé honum lyft upp, en algengt er erlendis að bílum sé stolið á þann hátt.

Var algengt um tíma að bílaþjófar rændu glæsikerrum í Vestur-Evrópu og flyttu þær til Austur-Evrópu.

Að sögn lögreglumanna sem Fréttablaðið náði tali af er afar óalgengt að svo dýrum bílum sé stolið og engin merki séu um það hér á landi að um skipulagða starfsemi sé að ræða. Eitt til tvö önnur dæmi hafa komið upp á síðustu árum. Ekkert bendir til að samtök eigi þar hlut að máli.

Bifreiðin er með skráningarnúmerin ZY643 og var stolið frá Sóleyjargötu og er þeim sem upplýsingar hafa bent á að hafa samband við lögregluna í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×