Erlent

Bush hvetur til algers banns á hjónaböndum samkynhneigðra

Bush hvatti öldungadeildina í gær til þess að samþykkja viðauka við stjórnarskránna sem geri ráð fyrir algjöru banni við hjónaböndum samkynhneigðra. Hjónaband milli manns og konu væri grundvöllur siðmenningar og við því mætti ekki hrófla.

En þó að þetta útspil forsetans gleðji harðlínumenn innan repúblikanaflokksins ósegjanlega og styrki stöðu hans í þeirra hópi, er ólíklegt að það nái fram að ganga. Til þess þyrftu tveir þriðju hlutar beggja þingdeilda að samþykkja það. Flestir flokksbræður Bush styðja þessa hugmynd, en það er bara ekki nóg, því að búist er við að allir demókratar nema einn í öldungadeildinni muni hafna tillögunni og nokkrir hófsamir Repúblikanar að auki.

Nokkrir Demókratar létu rækilega í sér heyra í öldungadeildinni í gær vegna málsins og gagnrýndu að það skyldi yfir höfuð vera til umræðu á sama tíma og blóðugt stríð geysaði í Írak og landið væri skuldum vafið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×