Fleiri fréttir Gæsluvarðhald yfir Litháa staðfest Hæstiréttur staðfesti í dag að Lithái, sem handtekinn var með amfetamín í flöskum og brennisteinssýruþegar hann kom til landsins í febrúar, verði í gæsluvarðhaldi þar til máli hans lýkur en þó ekki lengur en til 9. júní. 2.5.2006 17:49 Kjósa milli þriggja nafna á Ströndum Heimabyggð, Strandabyggð, Strandahreppur og Sveitarfélagið Standir eru þær tillögur að nýju nafni á sameinað sveitarfélag Broddanes- og Hólmavíkurhreppa sem samstarfsnefnd um sameiningu hefur sent til umsagnar til örnefnanefndar. Þetta kemur fram á vefnum Strandir.is. 2.5.2006 17:33 Allir viðskiptabankarnir skiluðu methagnaði Viðskiptabankarnir þrír skiluðu allir methagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Samtals nemur hagnaðurinn rúmlega fjörutíu milljörðum króna. Ef Straumur-Burðarás er tekinn inn í dæmið er fjórða metið fallið. 2.5.2006 17:19 Kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í New York Viðskiptaráð Íslands ætlar á morgun að bregðast við gangrýnisröddum innan lands sem utan og kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið í samvinnu við einn virtasta hagfræðing í heimi á sviði fjármálastjórnar og fjármálastöðugleika. Skýrslan verðir kynnt fyrir bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum í New York og er enginn kattarþvottur fyrir íslenskt efnahagslíf segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar. 2.5.2006 17:12 Rafmagnslaust á Fellströnd, Skarðsströnd og Saurbæ Um tvöleitið í dag fór af Fellströnd, Skarðsströnd og Saurbæ þegar grafa tók háspennustreng í sundur við Ásgarð. Áætlað er að viðgerð ljúki um klukkan 19.00 2.5.2006 17:00 Olíufélagið hækkar bensínverð Olíufélagið hækkaði verð á bensíni í dag. Eftir hækkunina verður sjálfsafgreiðsluverð á bensínstöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu tæpar 128 krónur. Á heimasíðu félagsins segir að ástæðan sé hækkandi heimsmarkaðsverð. 2.5.2006 16:46 Stúlkan sem saknað var fundin Lögreglan á Selfossi lýsti í morgunn eftir fjórtán ára stúlku sem hvarf af heimili sínu á sunnudag. Að sögn lögreglu fannst stúlkan nú fyrir skömmu í heimahúsi í Reykjavík heil á húfi. 2.5.2006 16:32 Tímabundin lækkun á olíugjaldi Tímabundin lækkun á olíugjaldi verður framlengd til áramóta ef frumvarp fjármálaráðherra þar að lútandi nær fram að ganga. Fyrsta umræða um frumvarpið er á þingi í dag en það ríður á að samþykkja það fyrir 1. júní því þá rennur núverandi framlengingartímabil út. 2.5.2006 16:24 Stjórnarliðar og stjórnarandstaða sameinuð meðal barna Fulltrúar stjórnarliða og stjórnandstöðu sameinuðust í göfugu verkefni meðal prúðra barna í dag. Gott hljóð var í mannskapnum og mikið var helgið þegar forsætisráðherra ljóstraði því upp við börnin að Össur Skarphéðinsson væri prúðastur þingmanna. 2.5.2006 15:51 Tvennt slasaðist í bílveltu Tvennt var flutt á slysadeild eftir að jeppi valt í beygjunni á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar um klukkan tvö í dag. Fjórir voru í bílnum en að sögn lögreglu var ökumaður jeppans á það mikilli ferð að hann náði ekki beygjunni og því valt bíllinn. 2.5.2006 15:24 Bílvelta á Suðurlandsvegi Bílvelta varð á Suðurlandsvegi rétt ofan við gatnamót Suðurlands- og Vesturlandsvegar klukkan 2 í dag. Tilkynn var um að fjórir væru slasaðir og voru þrír sjúkrabílar sendir á staðinn. Ekki er enn vitað hvað olli slysinu eða hversu alvarlegt það er en lögreglan er á staðnum. Við segjum nánar frá þessu síðar í dag. 2.5.2006 14:18 Borgarafundur á Ísafirði í kvöld Bæjarmálin á Ísafirði verða í brennidepli á fimmta borgarafundinum sem NFS efnir til í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna í bænum. 2.5.2006 13:56 Enginn áhugi lengur fyrir kröfugöngum Fjölskylduhátíðir í stað kröfugangna á baráttudegi verkalýðsins, er krafa formanns Rafiðnaðarsambandsins. Hann segir félagsmenn verkalýðsfélaganna engan áhuga hafa lengur á því að fara í kröfugöngur. 2.5.2006 12:15 Aldrei meiri hagnaður Glitnir hefur aldrei skilað meiri hagnaði á einum ársfjórðungi en hann gerði fyrstu þrjá mánuði ársins. Á sama tíma gerðist það í fyrsta sinn í sögu bankans að meira en helmingur hagnaðar er frá útlöndum. 2.5.2006 12:07 Fjórtán milljarða hagnaður Landsbankans Landsbankinn skilaði rúmlega fjórtán milljarða króna hagnaði eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins og hefur aldrei gert betur. Erlendar tekjur bankans hafa aukist verulega milli ára. Þær voru tveir milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en eru nú komnar í þrettán milljarða króna. 2.5.2006 12:03 Lögreglan lýsir eftir 14 ára stúlku Lögreglan á Selfossi lýsir eftir stúlku á fimmtánda ári, Guðrúnu Ídu Ragnarsdóttur. Síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík um miðjan dag á sunnudag. Guðrún er með dökkt axlarsítt hár en ekki liggja fyrir upplýsingar um klæðnað. 2.5.2006 11:57 Kallar skýrslu Alcoa "sýndarplagg" Matsáætlun Alcoa á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði hefur verið skilað, hálfu ári eftir áætlaðan tíma. Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur segir í fréttatilkynningu sem hann sendi nýverið frá sér að skýrsla þessi sé í raun "sýndarplagg" þar sem bygging verksmiðjunnar sé nú langt á veg komin þótt mat á umhverfisáhrifum sé lögum samkvæmt grunnforsenda fyrir slíkri framkvæmd. 2.5.2006 11:00 Tónleikar Iggy Pop færðir í Hafnarhúsið Fyrirhugaðir tónleikar Iggy Pop, sem fram áttu að fara í Laugardalshöll annað kvöld, hafa verið færðir í Hafnarhúsið við Tryggvagötu. Að sögn tónleikahaldara hafði miðasalan fram að nýliðinni helgi ekki verið eins góð og vonir stóðu til um og því var gripið til þessa ráðs. 2.5.2006 10:49 Methagnaður hjá Glitni Glitnir hefur aldrei hagnast meira á einum ársfjórðungi en hann gerði fyrstu þrjá mánuði ársins. Hagnaður samstæðunnar nam rúmum níu milljörðum króna eftir skatta og er það þrefalt meira en á sama ársfjórðungi í fyrra. 2.5.2006 10:34 Jörð skalf í Japan Jarðskjálfti sem mældist fimm komma sex á Richter skók landsvæði sunnan Tokyo í Japan í morgun. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða skemmdum og engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út. Jarðskjálftar eru tíðir í Japan og einn slíkur varð fjörutíu að bana í Norður-Japan í október 2004. Sá mældist sex komma átta á Richter. 2.5.2006 10:30 Tveir féllu í sjálfsvígssprengjuárás í Afganistan Tveir féllu í sjálfsvígssprengjuárás á bílalest bandalagshersins norður af Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. Enginn hermaður féll í árásinni, aðeins árásarmaðurinn sjálfur og vegfarandi. Fjórar sjálfsvígssprengjurárásir hafa verið gerðar í Afganistan í gær og í fyrradag og hefur ofbeldisverkum Talíbana þar í landi fjölgað síðustu vikur. 2.5.2006 10:09 Glitnir skilaði methagnaði Glitnir skilaði methagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hagnaðurinn ríflega þrefaldaðist og var níu komma einn milljarður eftir skatta samanborið við þrjá milljarða á sama ársfjórðungi 2005. Hagnaður fyrir skatta nam 11,2 milljörðum, samanborið við 3,6 milljarða á sama tímabili 2005, sem er rúmlega þreföldun. 2.5.2006 10:05 Rússar og Kínverjar styðja ekki aðgerðir gegn Írönum Utanríkisráðherra Írana sagði í morgun að bæði Rússar og Kínverjar hefðu tilkynnt Írönum að þeir myndu hvorki styðja þvinganir né hernaðaraðgerðir gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. 2.5.2006 10:00 Öll orkuvinnsla þjóðnýtt í Bólivíu Evo Morales, forseti Bólivíu, hefur þjóðnýtt alla orkuvinnslu í landinu. Forsetinn tilkynnti þetta í fyrsta maí ræðu sinni í gær. Hann sagði öll erlend orkufyrirtæki, sem starfa í Bólivíu, verði að samþykkja að að beina allri sölu sinni í gegnum bólivíska ríkið ellegar fara með starfsemi sín úr landi. 2.5.2006 10:00 Sér ekki ástæðu til að segja af sér Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakka, lýsti því yfir nú í morgun að hann ætlaði ekki að segja af sér og að hann teldi sig ekki hafa neina ástæðu til þess. Og sakaði hann Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra landsins, um að standa fyrir áróðurherferð gegn sér. Forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að hafa komið á stað sögusögnum um að Sarkozy hafi átt leynireykninga í Lúsemborg en í ljós hefur komið að ekkert var hæft í þessum ásökunum. 2.5.2006 09:26 Krafist aðgerða gegn Írönum Utanríkisráðherra Írana sagði í morgun að bæði Rússar og Kínverjar hefðu tilkynnt Írönum að þeir myndu hvorki styðja þvinganir né hernaðaraðgerðir gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Búist er við því að Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar krefjist þess í vikunni að gripið verði til aðgerða gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. 2.5.2006 09:09 Óeirðir í Þýskalandi Óeirðir brutust út í Þýskalandi í gær eftir 1. maí hátíðarhöld í landinu. Í Kreuzberg í nágrenni Berlínar þar sem fjöldi innflytjenda er hópaðist fjöldi ungmenna út á götur og var með ólæti. Lögreglan reyndi að hafa stjórn á fólkinu en við það æstist leikurinn og var ýmsu lauslegu kastað í lögreglumennina. 2.5.2006 09:03 Vikudvöl töframanns í gullfiskabúri Bandaríski töframaðurinn David Blaine hóf í gær vikulanga dvöl í tveggja og hálfsmetersháu gullfiskabúri. Blaine fær súrefni og næringu í gegnum tvær slöngur og heldur þannig lífi. Þessu nýjasta uppátæki Blaine hefur verið gefið nafnið drekkt lifandi en búrið er í byggingunni Lincoln Center í New York. 2.5.2006 08:59 Lést af áverkum Jónatan Helgi Rafnsson lést í gær af áverkum sem hann hlaut þegar hann féll fram af svölum á fjórðu hæð hótels á Kanaríeyjum. Bænastundir verða haldnar í Bessastaðakirkju klukkan 20 í kvöld og í Landakirkju í Vestmannaeyjum til minningar um Jónatan Helga. 2.5.2006 08:59 1,5 milljarða tap hjá DeCode DeCode Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði andvirði rúmra 1.500 milljóna króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í þriggja mánaða uppgjöri fyrirtækisins til Nasdaq-markaðarins í New York. 2.5.2006 08:56 Sjónlistamiðstöð á Korpúlfsstöðum Sjónlistamiðstöð tekur til starfa á Korpúlfsstöðum í haust. Fulltrúar Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra myndlistarmanna, Forms Íslands - samtaka hönnuða og Iðntæknistofnunar skrifuðu í gær undir samstarfssamning um rekstur miðstöðvarinnar. Markmið sjónlistamiðstöðvarinnar er að veita fjölbreyttu frumkvöðlastarfi á sviði sjónmennta stuðning. 2.5.2006 08:49 Tekinn á 170 km hraða á Sæbrautinni Lögregla stöðvaði ökumann eftir að bifreið hans mældist á nær 170 kílómetra hraða á Sæbraut við Súðarvog um klukkan þrjú í nótt. Hámarkshraði þarna er 60 kílómetrar á klukkustund og maðurinn því á meira en 100 kílómetra hraða fyrir ofan leyfilegan hámarkshraða. 2.5.2006 08:46 Lífeyrissjóðir með góða ávöxtun Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga voru báðir með bestu nafnávöxtun sína frá upphafi á síðasta ári. Hún nam 18,9 prósentum hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og 18,5 prósentum hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. 2.5.2006 08:45 Slapp með lítilsháttar meiðsl Ökumaður slapp með lítilsháttar meiðsl þegar hann missti stjórn á bíl sínum á Reykjanesbraut í nótt með þeim afleiðingum að bíllinn endaði utan vegar. Bíllinn skemmdist talsvert og var fluttur burt með kranabíl. Slysið má að sögn lögreglu rekja til þess að hálka myndaðist skyndilega á veginum. 2.5.2006 08:43 Varnarmálaráðherra Rússlands á landinu? Igor Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, kom til Íslands í gærkvöldi að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Engar upplýsingar fengust nú í morgun um hvers vegna hann er hér á landi, hvorki í rússneska sendiráðinu né utanríkisráðuneytinu íslenska. 2.5.2006 08:41 Ein milljón manna mótmælti Yfir ein milljón manna tók þátt í mótmælum gegn nýjum innflytjendalögum í Bandaríkjunum í gær. Innflytjendur ákváðu að nota 1. maí, baráttudag verkalýðsins, til að sýna fram á mikilvægi innflytjenda í bandarísku samfélagi og var yfirskrift mótmælanna dagur án innflytjenda. 2.5.2006 08:31 Ólga í indverska Kasmír Íslamskir öfgamenn hafa undanfarinn sólarhring banað 35 hindúum í indverska hluta Kasmír. 1.5.2006 21:00 Baugur sagður ætla að kaupa House of Fraser Breskir fjölmiðlar leiddu að því getum í dag að Baugur Group hefði gert eigendum bresku verslanakeðjunnar House of Fraser yfirtökutilboð. 1.5.2006 20:00 Samningaviðræðum haldið áfram Stríðandi fylkingar í Darfur-héraði í Súdan hafa fengið tveggja sólarhringa langan viðbótarfrest til að ná sáttum. Skorað var á bandarísk stjórnvöld að koma á friði í Darfur á fjölmennum útifundi í Washington í gær. 1.5.2006 19:30 1. maí í rysjóttu veðri Víða um land voru kröfugöngur og útifundir í tilefni baráttudagsins, oft í rysjóttu veðri. Talsverður fjöldi marséraði undir blaktandi fánum í Reykjavík, frá Hlemmi niður á Ingólfstorg. 1.5.2006 19:20 Fyrirtæki verða að taka samfélagslega ábyrgð Fyrirtæki verða að taka samfélagslega ábyrgð sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaformaður Alþýðusambands Íslands, í 1. maí ræðu sinni á Ingólfstorgi í dag. Ekki sé nóg að hugsa bara um hagnað og hlutabréfaverð. 1.5.2006 19:08 Finnst eðlilegt að Ásatrúarfélagið kanni rétt sinn Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir sjálfsagt að fólk og félög leiti réttar síns, aðspurður um stefnu Ásatrúarfélagsins á hendur ríkinu. Félagið telur ríkið mismuna trúfélögum og brjóta bæði gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. 1.5.2006 18:45 Útlitið dökknar hjá Prescott og Clarke Tveir ráðherrar í bresku ríkisstjórninni berjast nú fyrir pólitísku lífi sínu en þrýstingur á að þeir segi af sér vegna hneykslismála fer vaxandi með degi hverjum. 1.5.2006 18:27 Óttast um lífríki Lagarfljóts Skilyrði fiska og þörunga í Lagarfljóti munu versna þegar Jökulsá á Dal verður leidd í árfarveg fljótsins í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar. Umhverfissinnar vilja frekari rannsóknir á hugsanlegum skaða og var haldin málstofa um það á degi umhverfisins 1.5.2006 18:15 Tekinn á 144 kílómetra hraða Ökumaður var stöðvaður eftir að bifreið hans mældist á 150 kílómetra hraða í umdæmi lögreglunnar á Dalvík í dag. Hann var þó ekki sá eini sem ók ansi greitt á norðanverðu landinu í dag því lögreglan á Blönduósi stöðvaði einn sem hafði mælst á 150 kílómetra hraða. 1.5.2006 17:35 Sjá næstu 50 fréttir
Gæsluvarðhald yfir Litháa staðfest Hæstiréttur staðfesti í dag að Lithái, sem handtekinn var með amfetamín í flöskum og brennisteinssýruþegar hann kom til landsins í febrúar, verði í gæsluvarðhaldi þar til máli hans lýkur en þó ekki lengur en til 9. júní. 2.5.2006 17:49
Kjósa milli þriggja nafna á Ströndum Heimabyggð, Strandabyggð, Strandahreppur og Sveitarfélagið Standir eru þær tillögur að nýju nafni á sameinað sveitarfélag Broddanes- og Hólmavíkurhreppa sem samstarfsnefnd um sameiningu hefur sent til umsagnar til örnefnanefndar. Þetta kemur fram á vefnum Strandir.is. 2.5.2006 17:33
Allir viðskiptabankarnir skiluðu methagnaði Viðskiptabankarnir þrír skiluðu allir methagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Samtals nemur hagnaðurinn rúmlega fjörutíu milljörðum króna. Ef Straumur-Burðarás er tekinn inn í dæmið er fjórða metið fallið. 2.5.2006 17:19
Kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í New York Viðskiptaráð Íslands ætlar á morgun að bregðast við gangrýnisröddum innan lands sem utan og kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið í samvinnu við einn virtasta hagfræðing í heimi á sviði fjármálastjórnar og fjármálastöðugleika. Skýrslan verðir kynnt fyrir bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum í New York og er enginn kattarþvottur fyrir íslenskt efnahagslíf segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar. 2.5.2006 17:12
Rafmagnslaust á Fellströnd, Skarðsströnd og Saurbæ Um tvöleitið í dag fór af Fellströnd, Skarðsströnd og Saurbæ þegar grafa tók háspennustreng í sundur við Ásgarð. Áætlað er að viðgerð ljúki um klukkan 19.00 2.5.2006 17:00
Olíufélagið hækkar bensínverð Olíufélagið hækkaði verð á bensíni í dag. Eftir hækkunina verður sjálfsafgreiðsluverð á bensínstöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu tæpar 128 krónur. Á heimasíðu félagsins segir að ástæðan sé hækkandi heimsmarkaðsverð. 2.5.2006 16:46
Stúlkan sem saknað var fundin Lögreglan á Selfossi lýsti í morgunn eftir fjórtán ára stúlku sem hvarf af heimili sínu á sunnudag. Að sögn lögreglu fannst stúlkan nú fyrir skömmu í heimahúsi í Reykjavík heil á húfi. 2.5.2006 16:32
Tímabundin lækkun á olíugjaldi Tímabundin lækkun á olíugjaldi verður framlengd til áramóta ef frumvarp fjármálaráðherra þar að lútandi nær fram að ganga. Fyrsta umræða um frumvarpið er á þingi í dag en það ríður á að samþykkja það fyrir 1. júní því þá rennur núverandi framlengingartímabil út. 2.5.2006 16:24
Stjórnarliðar og stjórnarandstaða sameinuð meðal barna Fulltrúar stjórnarliða og stjórnandstöðu sameinuðust í göfugu verkefni meðal prúðra barna í dag. Gott hljóð var í mannskapnum og mikið var helgið þegar forsætisráðherra ljóstraði því upp við börnin að Össur Skarphéðinsson væri prúðastur þingmanna. 2.5.2006 15:51
Tvennt slasaðist í bílveltu Tvennt var flutt á slysadeild eftir að jeppi valt í beygjunni á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar um klukkan tvö í dag. Fjórir voru í bílnum en að sögn lögreglu var ökumaður jeppans á það mikilli ferð að hann náði ekki beygjunni og því valt bíllinn. 2.5.2006 15:24
Bílvelta á Suðurlandsvegi Bílvelta varð á Suðurlandsvegi rétt ofan við gatnamót Suðurlands- og Vesturlandsvegar klukkan 2 í dag. Tilkynn var um að fjórir væru slasaðir og voru þrír sjúkrabílar sendir á staðinn. Ekki er enn vitað hvað olli slysinu eða hversu alvarlegt það er en lögreglan er á staðnum. Við segjum nánar frá þessu síðar í dag. 2.5.2006 14:18
Borgarafundur á Ísafirði í kvöld Bæjarmálin á Ísafirði verða í brennidepli á fimmta borgarafundinum sem NFS efnir til í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna í bænum. 2.5.2006 13:56
Enginn áhugi lengur fyrir kröfugöngum Fjölskylduhátíðir í stað kröfugangna á baráttudegi verkalýðsins, er krafa formanns Rafiðnaðarsambandsins. Hann segir félagsmenn verkalýðsfélaganna engan áhuga hafa lengur á því að fara í kröfugöngur. 2.5.2006 12:15
Aldrei meiri hagnaður Glitnir hefur aldrei skilað meiri hagnaði á einum ársfjórðungi en hann gerði fyrstu þrjá mánuði ársins. Á sama tíma gerðist það í fyrsta sinn í sögu bankans að meira en helmingur hagnaðar er frá útlöndum. 2.5.2006 12:07
Fjórtán milljarða hagnaður Landsbankans Landsbankinn skilaði rúmlega fjórtán milljarða króna hagnaði eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins og hefur aldrei gert betur. Erlendar tekjur bankans hafa aukist verulega milli ára. Þær voru tveir milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en eru nú komnar í þrettán milljarða króna. 2.5.2006 12:03
Lögreglan lýsir eftir 14 ára stúlku Lögreglan á Selfossi lýsir eftir stúlku á fimmtánda ári, Guðrúnu Ídu Ragnarsdóttur. Síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík um miðjan dag á sunnudag. Guðrún er með dökkt axlarsítt hár en ekki liggja fyrir upplýsingar um klæðnað. 2.5.2006 11:57
Kallar skýrslu Alcoa "sýndarplagg" Matsáætlun Alcoa á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði hefur verið skilað, hálfu ári eftir áætlaðan tíma. Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur segir í fréttatilkynningu sem hann sendi nýverið frá sér að skýrsla þessi sé í raun "sýndarplagg" þar sem bygging verksmiðjunnar sé nú langt á veg komin þótt mat á umhverfisáhrifum sé lögum samkvæmt grunnforsenda fyrir slíkri framkvæmd. 2.5.2006 11:00
Tónleikar Iggy Pop færðir í Hafnarhúsið Fyrirhugaðir tónleikar Iggy Pop, sem fram áttu að fara í Laugardalshöll annað kvöld, hafa verið færðir í Hafnarhúsið við Tryggvagötu. Að sögn tónleikahaldara hafði miðasalan fram að nýliðinni helgi ekki verið eins góð og vonir stóðu til um og því var gripið til þessa ráðs. 2.5.2006 10:49
Methagnaður hjá Glitni Glitnir hefur aldrei hagnast meira á einum ársfjórðungi en hann gerði fyrstu þrjá mánuði ársins. Hagnaður samstæðunnar nam rúmum níu milljörðum króna eftir skatta og er það þrefalt meira en á sama ársfjórðungi í fyrra. 2.5.2006 10:34
Jörð skalf í Japan Jarðskjálfti sem mældist fimm komma sex á Richter skók landsvæði sunnan Tokyo í Japan í morgun. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða skemmdum og engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út. Jarðskjálftar eru tíðir í Japan og einn slíkur varð fjörutíu að bana í Norður-Japan í október 2004. Sá mældist sex komma átta á Richter. 2.5.2006 10:30
Tveir féllu í sjálfsvígssprengjuárás í Afganistan Tveir féllu í sjálfsvígssprengjuárás á bílalest bandalagshersins norður af Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. Enginn hermaður féll í árásinni, aðeins árásarmaðurinn sjálfur og vegfarandi. Fjórar sjálfsvígssprengjurárásir hafa verið gerðar í Afganistan í gær og í fyrradag og hefur ofbeldisverkum Talíbana þar í landi fjölgað síðustu vikur. 2.5.2006 10:09
Glitnir skilaði methagnaði Glitnir skilaði methagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hagnaðurinn ríflega þrefaldaðist og var níu komma einn milljarður eftir skatta samanborið við þrjá milljarða á sama ársfjórðungi 2005. Hagnaður fyrir skatta nam 11,2 milljörðum, samanborið við 3,6 milljarða á sama tímabili 2005, sem er rúmlega þreföldun. 2.5.2006 10:05
Rússar og Kínverjar styðja ekki aðgerðir gegn Írönum Utanríkisráðherra Írana sagði í morgun að bæði Rússar og Kínverjar hefðu tilkynnt Írönum að þeir myndu hvorki styðja þvinganir né hernaðaraðgerðir gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. 2.5.2006 10:00
Öll orkuvinnsla þjóðnýtt í Bólivíu Evo Morales, forseti Bólivíu, hefur þjóðnýtt alla orkuvinnslu í landinu. Forsetinn tilkynnti þetta í fyrsta maí ræðu sinni í gær. Hann sagði öll erlend orkufyrirtæki, sem starfa í Bólivíu, verði að samþykkja að að beina allri sölu sinni í gegnum bólivíska ríkið ellegar fara með starfsemi sín úr landi. 2.5.2006 10:00
Sér ekki ástæðu til að segja af sér Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakka, lýsti því yfir nú í morgun að hann ætlaði ekki að segja af sér og að hann teldi sig ekki hafa neina ástæðu til þess. Og sakaði hann Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra landsins, um að standa fyrir áróðurherferð gegn sér. Forsætisráðherrann hefur verið sakaður um að hafa komið á stað sögusögnum um að Sarkozy hafi átt leynireykninga í Lúsemborg en í ljós hefur komið að ekkert var hæft í þessum ásökunum. 2.5.2006 09:26
Krafist aðgerða gegn Írönum Utanríkisráðherra Írana sagði í morgun að bæði Rússar og Kínverjar hefðu tilkynnt Írönum að þeir myndu hvorki styðja þvinganir né hernaðaraðgerðir gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Búist er við því að Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar krefjist þess í vikunni að gripið verði til aðgerða gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. 2.5.2006 09:09
Óeirðir í Þýskalandi Óeirðir brutust út í Þýskalandi í gær eftir 1. maí hátíðarhöld í landinu. Í Kreuzberg í nágrenni Berlínar þar sem fjöldi innflytjenda er hópaðist fjöldi ungmenna út á götur og var með ólæti. Lögreglan reyndi að hafa stjórn á fólkinu en við það æstist leikurinn og var ýmsu lauslegu kastað í lögreglumennina. 2.5.2006 09:03
Vikudvöl töframanns í gullfiskabúri Bandaríski töframaðurinn David Blaine hóf í gær vikulanga dvöl í tveggja og hálfsmetersháu gullfiskabúri. Blaine fær súrefni og næringu í gegnum tvær slöngur og heldur þannig lífi. Þessu nýjasta uppátæki Blaine hefur verið gefið nafnið drekkt lifandi en búrið er í byggingunni Lincoln Center í New York. 2.5.2006 08:59
Lést af áverkum Jónatan Helgi Rafnsson lést í gær af áverkum sem hann hlaut þegar hann féll fram af svölum á fjórðu hæð hótels á Kanaríeyjum. Bænastundir verða haldnar í Bessastaðakirkju klukkan 20 í kvöld og í Landakirkju í Vestmannaeyjum til minningar um Jónatan Helga. 2.5.2006 08:59
1,5 milljarða tap hjá DeCode DeCode Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði andvirði rúmra 1.500 milljóna króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í þriggja mánaða uppgjöri fyrirtækisins til Nasdaq-markaðarins í New York. 2.5.2006 08:56
Sjónlistamiðstöð á Korpúlfsstöðum Sjónlistamiðstöð tekur til starfa á Korpúlfsstöðum í haust. Fulltrúar Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra myndlistarmanna, Forms Íslands - samtaka hönnuða og Iðntæknistofnunar skrifuðu í gær undir samstarfssamning um rekstur miðstöðvarinnar. Markmið sjónlistamiðstöðvarinnar er að veita fjölbreyttu frumkvöðlastarfi á sviði sjónmennta stuðning. 2.5.2006 08:49
Tekinn á 170 km hraða á Sæbrautinni Lögregla stöðvaði ökumann eftir að bifreið hans mældist á nær 170 kílómetra hraða á Sæbraut við Súðarvog um klukkan þrjú í nótt. Hámarkshraði þarna er 60 kílómetrar á klukkustund og maðurinn því á meira en 100 kílómetra hraða fyrir ofan leyfilegan hámarkshraða. 2.5.2006 08:46
Lífeyrissjóðir með góða ávöxtun Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga voru báðir með bestu nafnávöxtun sína frá upphafi á síðasta ári. Hún nam 18,9 prósentum hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og 18,5 prósentum hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. 2.5.2006 08:45
Slapp með lítilsháttar meiðsl Ökumaður slapp með lítilsháttar meiðsl þegar hann missti stjórn á bíl sínum á Reykjanesbraut í nótt með þeim afleiðingum að bíllinn endaði utan vegar. Bíllinn skemmdist talsvert og var fluttur burt með kranabíl. Slysið má að sögn lögreglu rekja til þess að hálka myndaðist skyndilega á veginum. 2.5.2006 08:43
Varnarmálaráðherra Rússlands á landinu? Igor Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, kom til Íslands í gærkvöldi að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Engar upplýsingar fengust nú í morgun um hvers vegna hann er hér á landi, hvorki í rússneska sendiráðinu né utanríkisráðuneytinu íslenska. 2.5.2006 08:41
Ein milljón manna mótmælti Yfir ein milljón manna tók þátt í mótmælum gegn nýjum innflytjendalögum í Bandaríkjunum í gær. Innflytjendur ákváðu að nota 1. maí, baráttudag verkalýðsins, til að sýna fram á mikilvægi innflytjenda í bandarísku samfélagi og var yfirskrift mótmælanna dagur án innflytjenda. 2.5.2006 08:31
Ólga í indverska Kasmír Íslamskir öfgamenn hafa undanfarinn sólarhring banað 35 hindúum í indverska hluta Kasmír. 1.5.2006 21:00
Baugur sagður ætla að kaupa House of Fraser Breskir fjölmiðlar leiddu að því getum í dag að Baugur Group hefði gert eigendum bresku verslanakeðjunnar House of Fraser yfirtökutilboð. 1.5.2006 20:00
Samningaviðræðum haldið áfram Stríðandi fylkingar í Darfur-héraði í Súdan hafa fengið tveggja sólarhringa langan viðbótarfrest til að ná sáttum. Skorað var á bandarísk stjórnvöld að koma á friði í Darfur á fjölmennum útifundi í Washington í gær. 1.5.2006 19:30
1. maí í rysjóttu veðri Víða um land voru kröfugöngur og útifundir í tilefni baráttudagsins, oft í rysjóttu veðri. Talsverður fjöldi marséraði undir blaktandi fánum í Reykjavík, frá Hlemmi niður á Ingólfstorg. 1.5.2006 19:20
Fyrirtæki verða að taka samfélagslega ábyrgð Fyrirtæki verða að taka samfélagslega ábyrgð sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaformaður Alþýðusambands Íslands, í 1. maí ræðu sinni á Ingólfstorgi í dag. Ekki sé nóg að hugsa bara um hagnað og hlutabréfaverð. 1.5.2006 19:08
Finnst eðlilegt að Ásatrúarfélagið kanni rétt sinn Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir sjálfsagt að fólk og félög leiti réttar síns, aðspurður um stefnu Ásatrúarfélagsins á hendur ríkinu. Félagið telur ríkið mismuna trúfélögum og brjóta bæði gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. 1.5.2006 18:45
Útlitið dökknar hjá Prescott og Clarke Tveir ráðherrar í bresku ríkisstjórninni berjast nú fyrir pólitísku lífi sínu en þrýstingur á að þeir segi af sér vegna hneykslismála fer vaxandi með degi hverjum. 1.5.2006 18:27
Óttast um lífríki Lagarfljóts Skilyrði fiska og þörunga í Lagarfljóti munu versna þegar Jökulsá á Dal verður leidd í árfarveg fljótsins í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar. Umhverfissinnar vilja frekari rannsóknir á hugsanlegum skaða og var haldin málstofa um það á degi umhverfisins 1.5.2006 18:15
Tekinn á 144 kílómetra hraða Ökumaður var stöðvaður eftir að bifreið hans mældist á 150 kílómetra hraða í umdæmi lögreglunnar á Dalvík í dag. Hann var þó ekki sá eini sem ók ansi greitt á norðanverðu landinu í dag því lögreglan á Blönduósi stöðvaði einn sem hafði mælst á 150 kílómetra hraða. 1.5.2006 17:35