Fleiri fréttir Kallar eftir þjóðarsátt um að hækka lægstu laun Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, kallar eftir þjóðarsátt um að hækka lægstu launin fyrir launamálaráðstefnu sveitarfélaganna sem halda á 20. janúar næstkomandi. Hann segir minni sveitarfélög ekki þola að launahækkanir verði jafnmiklar yfir alla línuna. Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi gagnrýnir bæjarstjórnina fyrir að grípa ekki strax í taumana til þess að koma í veg fyrir frekari uppsagnir á leikskólum bæjarins. 5.1.2006 14:15 Heppilegra að bíða með aðgerðir Það er betra að fara hægar en hraðar þegar kemur að því að heimila hjónavígslu samkynhneigðra, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að fólk verði að gefa sér tíma til að ræða málið út frá öllum hliðum áður en lengra sé haldið. 5.1.2006 14:15 Fjölmargir pílagrímar létust þegar gisthús í Mekka hrundi Að minnsta kosti 15 pílagrímar létu lífið og um það bil 40 slösuðust þegar fjögurra hæða gistihús hrundi í borginni Mekka í Sádí Arabíu í dag. Rúmlega milljón múslimar eru í borginni vegna fimm daga trúarhátíðar sem nú stendur yfir. 5.1.2006 13:58 Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni vegna fíkniefnabrota. Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók manninn á Gamlársdag og hefur lagt hald á um 1,5 kíló af hassi auk annarra fíkniefna og peninga. 5.1.2006 13:56 Á annað hundrað fallnir í árásum Á annað hundrað manns hafa farist og meira en 200 særst í ofbeldisverkum í Írak það sem af er degi. 225 hafa látist af völdum árása frá áramótum og nær 300 slasast. Vikan sem nú er að líða er því orðin ein sú blóðugasta frá því innrásin í Írak hófst í mars 2003. 5.1.2006 13:45 Segja örn hafa drepið tvö þúsund hreindýr Norskir hreindýrabændur fengu í fyrra greiddar bætur frá ríkinu vegna tvö þúsund dýra sem þeir segja að örn hafi drepið. Frá þessu er greint í norska blaðinu Verdens Gang. Alls fengu þeir 250 milljónir króna í bætur vegna 11.400 hreindýra sem annaðhvort örninn eða önnur rándýr eiga að hafa drepið. 5.1.2006 13:45 Innflutningurinn nam 285 milljörðum Íslendingar fluttu inn vörur fyrir 23 milljarða króna í síðasta mánuði samkvæmt bráðabirgðatölum um innheimtu virðisaukaskatts. Það er fimm milljörðum minna en í nóvember þegar fluttar voru inn vörur fyrir 28 milljarða, meira en í nokkrum öðrum mánuði síðasta árs. Alls voru fluttar inn vörur fyrir 285 milljarða króna í fyrra. 5.1.2006 13:28 Hægt að lækka matvælaverð Hægt er að lækka matvælaverð á Íslandi með því að afnema tolla og höft á innfluttum matvælum, að mati aðjúnkts við Háskólann í Reykjavík. Hann segir einnig að matvælaverð myndi lækka ef Íslandi gengi í Evrópusambandið. Þetta kom fram á fundi Samtaka verslunar og þjónustu og Félags viðskipta- og hagfræðinga í morgun. 5.1.2006 13:14 Fjölga ferðum vegna hláku Flutningafyrirtækin sem annast landflutninga hafa orðið að fjölga ferðum og aka með hálftóma bílana, eftir að Vegagerðin greip í gær til þess ráðs að setja þungatakmarkanir á vegi víða um land til að verja þá skemmdum í hlákunni. 5.1.2006 13:00 Tugir látast er hús hrynur í Sádí Arabíu Tugir pílagríma létust eftir að fjögurra hæða gistiheimili hrundi í Mekka í Sádi-Arabíu í dag 5.1.2006 12:53 Fjármálaeftirlitið líklega vanhæft Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir að ekki hafi myndast nýr virkur eignarhlutur á aðalfundi Sparisjóðs Hafnarfjarðar í fyrra, það hafi einungis verið vel heppnuð stjórnarbylting. Vafasamt sé að Fjármálaeftirlitið sé hæft til að fjalla um málið og að því hafi verið tilkynnt um væntanlegt stjórnarframboð fyrir aðalfundinn. 5.1.2006 12:50 Hornfirðingar kaupa í flugfélagi Hópur Hornfirðinga hefur keypt 10% hlut í eignarhaldsfélaginu City Star sem á og rekur flugfélag í Skotlandi og Landsflug sem flýgur meðal annars milli Reykjavíkur og Hornafjarðar. Forsvarsmaður fjárfestahópsins segir kaupin opna fyrir möguleika á leiguflugi frá Hornafirði til borga í Evrópu. 5.1.2006 12:12 Tryggir gasframboð í Evrópu Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði á blaðamannafundi í Mosvku, að samkomulag við stjórnvöld í Úkraínu um kaup á gasi frá Rússlandi á hærra verði en áður, yrði til að tryggja stöðugt framboð á gasi til annarra Evrópuríkja. 5.1.2006 12:11 Læknar svartsýnir á bata Sharons Ariel Sharon liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ísrael. Hann fékk heilablóðfall í gærkvöldi og læknar eru svartsýnir á bata. Ehud Olmert aðstoðarforsætisráðherra hefur tekið við stjórn landsins. 5.1.2006 12:00 Vinstri-grænir fordæma bæjaryfirvöld Vinstri-grænir í Kópavogi lýsa þungum áhyggjum vegna stöðu leikskólamála í bænum í ályktun sem þeir hafa sent frá sér. Þar segir að bæjaryfirvöld hafi þubast við og ekkert gert til að leysa vandann þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir starfsfólks og foreldra. 5.1.2006 11:47 Yfir fjörtíu manns fallnir í írak í dag Að minnsta kosti fjörtíu manns hafa fallið í sprengjuárás í borginni Karbala í sunnanverðu Írak í morgun og tala látinna gæti enn átt eftir að hækka. Þá eru um sextíu særðir. Maður með sprengiefni bundin um sig sprengdi sig í loft upp í mannþröng nærri einu af helstu helgiskrínum sjíamúslima. Sprengjuárásin í morgun er önnur árásin á jafn mörgum dögum. Í gær særðust þrír í bílsprengjuárás, sú var fyrsta árásin sinnar tegundar í Karbala í rúmlega ár. 5.1.2006 11:44 Sharon liggur þungt haldinn Ariel Sharon liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ísrael. Hann fékk heilablóðfall í gærkvöldi og læknar eru svartsýnir á bata. Ehud Olmert aðstoðarforsætisráðherra hefur tekið við stjórn landsins 5.1.2006 11:41 Beiðni um ógildingu framsals vísað frá dómi Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu albansks karlmanns sem grunaður er um manndráp í Grikklandi á jóladag 2004 um að ákvörðun dómsmálaráðherra um að framselja hann til Grikklands yrði hnekkt. Maðurinn kærði framsalið til Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti framsalið. 5.1.2006 11:39 Aldrei fleiri komur í Kvennaathvarf Konum og börnum sem dvöldu í Kvennaathvarfinu fjölgaði á síðasta ári. 92 konur og 74 börn dvöldu í athvarfinu á síðasta ári, það er fjórum konum og nítján börnum meira en árið þar á undan. Komur í athvarfið voru fleiri á síðasta ári en nokkru sinni frá því það var opnað árið 1982. 5.1.2006 11:22 Í það minnsta 80 fórust Í það minnsta 31 fórst og 30 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Ramadi í Írak í morgun. Karlmaður sprengdi sig og viðstadda þá í loft upp fyrir framan ráðningarstöð hers og lögreglu. Þetta er önnur mannskæða árásin í Írak í morgun. 5.1.2006 11:15 Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir albönskum karlmanni sem grunaður er um að hafa myrt mann í Grikklandi á jóladag 2004. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 16. janúar eða þar til niðurstaða hefur fengist í máli sem rekið er vegna ákvörðunar stjórnvalda um að framselja hann grískum yfirvöldum. 5.1.2006 11:05 Verðbólgan næstmest hérlendis Íslendingar bjuggu við næst mesta verðbólgu allra þjóða innan Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu og nokkurra helstu iðnríkja utan Evrópu á síðasta ári. Verðbólgan var aðeins hærri í Tyrklandi en lægri í 28 ríkjum. 5.1.2006 11:00 Víðast góð færð Vegir eru víðast hvar auðir en hálkublettir á stöku fjallvegum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þá er komin snjóþekja á norðanverðu Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum. 5.1.2006 10:57 Dæmd fyrir að bjóða flensusprautur án leyfis Hjúkrunarkona í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir að bjóða flensusprautur án leyfis á háskólalóð. Hún sprautaði um fjörtíu manns með útvötnuðu bóluefni sem ekkert gagn var í. Hún drýgði bóluefnið með saltvatni og hafði heilar 36 þúsund krónur upp úr krafsinu. 5.1.2006 10:30 Spá aukinni verðbólgu Verðbólga eykst og verður áfram yfir efri þolmörkum Seðlabankans og langt yfir verðbólgumarkmiði hans gangi spá Greiningardeildar Íslandsbanka um verðbólgu milli desember og janúar eftir. 5.1.2006 10:15 Tveir slösuðust í árekstri Ökumenn tveggja bíla slösuðust þegar bílarnir skullu saman í mótum Sæbrautar og Faxagötu um klukkan hálf tvö í nótt. Annar bíllinn stóð kyrr á rauðu ljósi þegar hinum var ekið aftan á hann á talsverðri ferð. Bílarnir stórskemmdust og þurfti að fjarlægja þá af vettvangi með kranabílum. 5.1.2006 10:00 Hringvegurinn opnaður á ný Hringvegurinn, sem lokaðist í gærkvöldi austan við Höfn í Hornafirði vegna vatnavaxta í Jökulsá í Lóni, var opnaður á ný á tíunda tímanum. Vatn flæddi yfir veginn í alla nótt, en þrátt fyrir það urðu þar óverulegar skemmdir. Vegageraðrmenn eru nú að aka möl í skörð, þar sem runnið hefur úr köntum. 5.1.2006 10:00 Lík þess síðasta sem var saknað fundið Björgunarmenn hafa fundið lík síðustu manneskjunnar, sem vitað er til þess að hafi verið saknað, í rústum skautahallar sem féll saman á mánudag í Þýskalandi. Alls létust því 15 manns í slysinu, þar af tólf börn. 5.1.2006 10:00 Búum við fimmta mesta frjálsræði í heimi Íslendingar búa við fimmta mesta efnahagsfrelsi allra þjóða heims samkvæmt nýrri úttekt The Heritage Foundation sem ár hvert metur hversu mikið frjálsræðið er í ríkjum heims. Það er mest í Hong Kong en minnst í Norður-Kóreu. 5.1.2006 09:56 Hvetur landa sína til að sniðganga vörur frá Ísrael Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, hefur hvatt landa sína til að sniðaganga vörur frá Ísrael vegna óánægju með stefnu Ísraela í málefnum Palestínu. Flokkur hennar, Sósíalíski vinstriflokkurinn, hefur í lok mánaðarins átak til þess að auka skilning á málstað Palestínu og hvatningin er liður í því. 5.1.2006 09:45 Grunaðir um fjárdrátt Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gærluvarðhald, grunaðir um fjárdrátt af fyrirtækinu Og Vodafone, eftir að upp komst um falsaðar beiðnir í umferð á milli jóla og nýárs. 5.1.2006 09:32 Þrjú lík til viðbótar fundust í skautahöll í Þýskalandi Björgunarmenn hafa fundið lík þriggja manna til viðbótar sem létust þegar þak skautahallar í bænum Bad Reichenall í Þýskalandi hrundi undan snjóþunga á mánudag. Alls hafa því fjórtán fundist látnir eftir slysið, flestir þeirra börn og unglingar. Þá er eins enn saknað. 5.1.2006 09:30 Hópur Hornfirðinga kaupir hlut í CityStar Hópur Hornfirðinga hefur keypt tíu prósent hlutabréfa í flugfélaginu CityStar í Aberdeen í Scotlandi. Frá þessu er greint á fréttavefnum Hornafjörður.is. Flugfélagið er í eigu Íslendinga og flýgur frá Aberdeen til Lundúna, Óslóar og Stafangurs og hefur einnig verið með leiguflug til Íslands. 5.1.2006 09:30 Úkraínumenn greiða tvöfalt hærra verð fyrir gasið Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var í Moskvu í gær, að samkomulag við stjórnvöld í Úkraínu um kaup á gasi frá Rússlandi á hærra verði en áður, yrði til að tryggja stöðugt framboð á gasi til annarra Evrópuríkja. Munu Úkraínumenn greiða að jafnvirði um sex þúsund krónum fyrir hverja þúsund rúmmetra af gasi frá Rússlandi sem er tvöfallt hærri upphæð frá því sem áður var. 5.1.2006 09:15 Átta prósenta aukning milli ára Gistinóttum á hótelum fjölgaði um rúm átta prósent frá nóvember 2004 til nóvember í fyrra samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Gistinætur voru 57.400 talsins í nóvember í fyrra en 53 þúsund árinu áður. 5.1.2006 09:04 Þungatakmarkanir á vegum víða um land Vegagerðin hefur gripið til þess að setja þungatakmarkanir á vegi víða um land vegna aurbleytu á vegum, sem ekki hafa bundið slitlag, og til að hlífa slitlaginu, þar sem það er. Í hlýindunum hefur klaki í vegunum bráðnað og er hætt við skemmdum þar sem þungum bílum er ekið um við þær aðstæður. 5.1.2006 09:00 Um fimmtíu létust í árásinni 49 hið minnsta létu lífið í sprengjuárás í borginni Kerbala í sunnanverðu Írak í morgun og tala látinna gæti enn átt eftir að hækka. 58 eru særðir. Maður með sprengiefni bundin um sig sprengdi sig í loft upp í mannþröng nærri einu af helstu helgiskrínum sjíamúslima. 5.1.2006 08:54 Biðjast afsökunar á röngum upplýsingum Forsvarsmenn kolanámunnar í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum, þar sem 12 námuverkamenn létu lífið eftir að sprenging varð, segjast harma það innilega að ættingjum og ástvinum hinna látnu hafi borist rangar upplýsingar um að mennirnir væru á lífi. Aðstandendur komu saman við kirkju í ríkinu í gær til að minnast hinna látnu. 5.1.2006 08:45 Jókst um 30 prósent milli ára Íbúðaverð á Akureyri hækkaði um 12,5 prósent á síðasta ári samkvæmt samantekt Fasteignamats ríkisins á kaupsamningum síðasta árs. Meðalíbúðaverðið fór úr 12,5 milljónum króna í fjórtán milljónir og seldum íbúðum fjölgaði um þrjátíu prósent milli ára. 5.1.2006 08:30 Tólf kíló af ruslpósti Safnast þegar saman kemur, segir orðtakið og það á við þó með óvenjulegum hætti sé, þegar ruslpóstinum sem kemur inn um dyralúgur landsmanna er safnað saman. Því komst Ísfirðingurinn Linda Pétursdóttir að þegar hún safnaði og vigtaði ruslpósti síðasta árs, samanlagt tæpum tólf kílóum. 5.1.2006 08:15 Ellefu létust í sprengjuárás Ellefu létust og átján særðust í sprengingu í Kerbala í Írak fyrir fáeinum mínútum. Þetta er önnur sprengjuárásin í borginni á jafnmörgum dögum en í gær særðust þrír í bílsprengjuárás en hún var sú fyrsta sinnar tegundar í borginni síðan í desember 2004. 5.1.2006 08:01 Systkin látast úr fuglaflensu í Tyrklandi Fjórtán ára drengur og systir hans hafa látist af völdum fuglaflensu í Tyrklandi síðan í gær. Þetta eru fyrstu tilfelli þess að fólk láti lífið þar af völdum veikinnar. Heilbrigðisráðherra Tyrklands greindi frá dauða drengsins á blaðamannafundi og fregnir af dauða systur hans bárust svo í morgun. 5.1.2006 08:00 Sharon enn í lífshættu Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk annað heilablóðfall í gærkvöld, mun alvarlegra en það sem hann fékk þann 18. desember síðastliðinn. Læknar segja batahorfur hans ekki vera góðar þó tekist hafi að stöðva blæðingar í heila. 5.1.2006 07:51 Erlent flutningaskip tók niðri skammt frá Viðey Erlent flutningaskip, Irena Artica, tók niðri skammt frá Viðey, þegar það var að sigla út úr Sundahöfn í gærkvöldi. Því var snúið aftur til hafnar þar sem kafarar könnuðu skemmdir. Þær reyndust ekki alvarlegar og ollu ekki leka. Tildrög íhappsins liggja ekki fyrir en hafnsögumaður var um borð þegar atvikið varð. 5.1.2006 07:45 Reyndu að brjóta niður girðingar á Gasasvæðinu Hópur herskárra Palestínumanna stal tveimur jarðýtum í gær og hóf að reyna að brjóta niður landamæragirðingu milli Gasasvæðisins og Egyptalands. Mennirnir voru að mótmæla því að einn leiðtoga þeirra hafi verið handtekinn af palestínsku lögreglunni en hann er grunaður um aðild að ráni á þremur Bretum á Gasaströndinni í síðustu viku. 5.1.2006 07:30 Sjá næstu 50 fréttir
Kallar eftir þjóðarsátt um að hækka lægstu laun Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, kallar eftir þjóðarsátt um að hækka lægstu launin fyrir launamálaráðstefnu sveitarfélaganna sem halda á 20. janúar næstkomandi. Hann segir minni sveitarfélög ekki þola að launahækkanir verði jafnmiklar yfir alla línuna. Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi gagnrýnir bæjarstjórnina fyrir að grípa ekki strax í taumana til þess að koma í veg fyrir frekari uppsagnir á leikskólum bæjarins. 5.1.2006 14:15
Heppilegra að bíða með aðgerðir Það er betra að fara hægar en hraðar þegar kemur að því að heimila hjónavígslu samkynhneigðra, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að fólk verði að gefa sér tíma til að ræða málið út frá öllum hliðum áður en lengra sé haldið. 5.1.2006 14:15
Fjölmargir pílagrímar létust þegar gisthús í Mekka hrundi Að minnsta kosti 15 pílagrímar létu lífið og um það bil 40 slösuðust þegar fjögurra hæða gistihús hrundi í borginni Mekka í Sádí Arabíu í dag. Rúmlega milljón múslimar eru í borginni vegna fimm daga trúarhátíðar sem nú stendur yfir. 5.1.2006 13:58
Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni vegna fíkniefnabrota. Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók manninn á Gamlársdag og hefur lagt hald á um 1,5 kíló af hassi auk annarra fíkniefna og peninga. 5.1.2006 13:56
Á annað hundrað fallnir í árásum Á annað hundrað manns hafa farist og meira en 200 særst í ofbeldisverkum í Írak það sem af er degi. 225 hafa látist af völdum árása frá áramótum og nær 300 slasast. Vikan sem nú er að líða er því orðin ein sú blóðugasta frá því innrásin í Írak hófst í mars 2003. 5.1.2006 13:45
Segja örn hafa drepið tvö þúsund hreindýr Norskir hreindýrabændur fengu í fyrra greiddar bætur frá ríkinu vegna tvö þúsund dýra sem þeir segja að örn hafi drepið. Frá þessu er greint í norska blaðinu Verdens Gang. Alls fengu þeir 250 milljónir króna í bætur vegna 11.400 hreindýra sem annaðhvort örninn eða önnur rándýr eiga að hafa drepið. 5.1.2006 13:45
Innflutningurinn nam 285 milljörðum Íslendingar fluttu inn vörur fyrir 23 milljarða króna í síðasta mánuði samkvæmt bráðabirgðatölum um innheimtu virðisaukaskatts. Það er fimm milljörðum minna en í nóvember þegar fluttar voru inn vörur fyrir 28 milljarða, meira en í nokkrum öðrum mánuði síðasta árs. Alls voru fluttar inn vörur fyrir 285 milljarða króna í fyrra. 5.1.2006 13:28
Hægt að lækka matvælaverð Hægt er að lækka matvælaverð á Íslandi með því að afnema tolla og höft á innfluttum matvælum, að mati aðjúnkts við Háskólann í Reykjavík. Hann segir einnig að matvælaverð myndi lækka ef Íslandi gengi í Evrópusambandið. Þetta kom fram á fundi Samtaka verslunar og þjónustu og Félags viðskipta- og hagfræðinga í morgun. 5.1.2006 13:14
Fjölga ferðum vegna hláku Flutningafyrirtækin sem annast landflutninga hafa orðið að fjölga ferðum og aka með hálftóma bílana, eftir að Vegagerðin greip í gær til þess ráðs að setja þungatakmarkanir á vegi víða um land til að verja þá skemmdum í hlákunni. 5.1.2006 13:00
Tugir látast er hús hrynur í Sádí Arabíu Tugir pílagríma létust eftir að fjögurra hæða gistiheimili hrundi í Mekka í Sádi-Arabíu í dag 5.1.2006 12:53
Fjármálaeftirlitið líklega vanhæft Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir að ekki hafi myndast nýr virkur eignarhlutur á aðalfundi Sparisjóðs Hafnarfjarðar í fyrra, það hafi einungis verið vel heppnuð stjórnarbylting. Vafasamt sé að Fjármálaeftirlitið sé hæft til að fjalla um málið og að því hafi verið tilkynnt um væntanlegt stjórnarframboð fyrir aðalfundinn. 5.1.2006 12:50
Hornfirðingar kaupa í flugfélagi Hópur Hornfirðinga hefur keypt 10% hlut í eignarhaldsfélaginu City Star sem á og rekur flugfélag í Skotlandi og Landsflug sem flýgur meðal annars milli Reykjavíkur og Hornafjarðar. Forsvarsmaður fjárfestahópsins segir kaupin opna fyrir möguleika á leiguflugi frá Hornafirði til borga í Evrópu. 5.1.2006 12:12
Tryggir gasframboð í Evrópu Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði á blaðamannafundi í Mosvku, að samkomulag við stjórnvöld í Úkraínu um kaup á gasi frá Rússlandi á hærra verði en áður, yrði til að tryggja stöðugt framboð á gasi til annarra Evrópuríkja. 5.1.2006 12:11
Læknar svartsýnir á bata Sharons Ariel Sharon liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ísrael. Hann fékk heilablóðfall í gærkvöldi og læknar eru svartsýnir á bata. Ehud Olmert aðstoðarforsætisráðherra hefur tekið við stjórn landsins. 5.1.2006 12:00
Vinstri-grænir fordæma bæjaryfirvöld Vinstri-grænir í Kópavogi lýsa þungum áhyggjum vegna stöðu leikskólamála í bænum í ályktun sem þeir hafa sent frá sér. Þar segir að bæjaryfirvöld hafi þubast við og ekkert gert til að leysa vandann þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir starfsfólks og foreldra. 5.1.2006 11:47
Yfir fjörtíu manns fallnir í írak í dag Að minnsta kosti fjörtíu manns hafa fallið í sprengjuárás í borginni Karbala í sunnanverðu Írak í morgun og tala látinna gæti enn átt eftir að hækka. Þá eru um sextíu særðir. Maður með sprengiefni bundin um sig sprengdi sig í loft upp í mannþröng nærri einu af helstu helgiskrínum sjíamúslima. Sprengjuárásin í morgun er önnur árásin á jafn mörgum dögum. Í gær særðust þrír í bílsprengjuárás, sú var fyrsta árásin sinnar tegundar í Karbala í rúmlega ár. 5.1.2006 11:44
Sharon liggur þungt haldinn Ariel Sharon liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ísrael. Hann fékk heilablóðfall í gærkvöldi og læknar eru svartsýnir á bata. Ehud Olmert aðstoðarforsætisráðherra hefur tekið við stjórn landsins 5.1.2006 11:41
Beiðni um ógildingu framsals vísað frá dómi Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu albansks karlmanns sem grunaður er um manndráp í Grikklandi á jóladag 2004 um að ákvörðun dómsmálaráðherra um að framselja hann til Grikklands yrði hnekkt. Maðurinn kærði framsalið til Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti framsalið. 5.1.2006 11:39
Aldrei fleiri komur í Kvennaathvarf Konum og börnum sem dvöldu í Kvennaathvarfinu fjölgaði á síðasta ári. 92 konur og 74 börn dvöldu í athvarfinu á síðasta ári, það er fjórum konum og nítján börnum meira en árið þar á undan. Komur í athvarfið voru fleiri á síðasta ári en nokkru sinni frá því það var opnað árið 1982. 5.1.2006 11:22
Í það minnsta 80 fórust Í það minnsta 31 fórst og 30 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Ramadi í Írak í morgun. Karlmaður sprengdi sig og viðstadda þá í loft upp fyrir framan ráðningarstöð hers og lögreglu. Þetta er önnur mannskæða árásin í Írak í morgun. 5.1.2006 11:15
Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir albönskum karlmanni sem grunaður er um að hafa myrt mann í Grikklandi á jóladag 2004. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 16. janúar eða þar til niðurstaða hefur fengist í máli sem rekið er vegna ákvörðunar stjórnvalda um að framselja hann grískum yfirvöldum. 5.1.2006 11:05
Verðbólgan næstmest hérlendis Íslendingar bjuggu við næst mesta verðbólgu allra þjóða innan Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu og nokkurra helstu iðnríkja utan Evrópu á síðasta ári. Verðbólgan var aðeins hærri í Tyrklandi en lægri í 28 ríkjum. 5.1.2006 11:00
Víðast góð færð Vegir eru víðast hvar auðir en hálkublettir á stöku fjallvegum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þá er komin snjóþekja á norðanverðu Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum. 5.1.2006 10:57
Dæmd fyrir að bjóða flensusprautur án leyfis Hjúkrunarkona í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir að bjóða flensusprautur án leyfis á háskólalóð. Hún sprautaði um fjörtíu manns með útvötnuðu bóluefni sem ekkert gagn var í. Hún drýgði bóluefnið með saltvatni og hafði heilar 36 þúsund krónur upp úr krafsinu. 5.1.2006 10:30
Spá aukinni verðbólgu Verðbólga eykst og verður áfram yfir efri þolmörkum Seðlabankans og langt yfir verðbólgumarkmiði hans gangi spá Greiningardeildar Íslandsbanka um verðbólgu milli desember og janúar eftir. 5.1.2006 10:15
Tveir slösuðust í árekstri Ökumenn tveggja bíla slösuðust þegar bílarnir skullu saman í mótum Sæbrautar og Faxagötu um klukkan hálf tvö í nótt. Annar bíllinn stóð kyrr á rauðu ljósi þegar hinum var ekið aftan á hann á talsverðri ferð. Bílarnir stórskemmdust og þurfti að fjarlægja þá af vettvangi með kranabílum. 5.1.2006 10:00
Hringvegurinn opnaður á ný Hringvegurinn, sem lokaðist í gærkvöldi austan við Höfn í Hornafirði vegna vatnavaxta í Jökulsá í Lóni, var opnaður á ný á tíunda tímanum. Vatn flæddi yfir veginn í alla nótt, en þrátt fyrir það urðu þar óverulegar skemmdir. Vegageraðrmenn eru nú að aka möl í skörð, þar sem runnið hefur úr köntum. 5.1.2006 10:00
Lík þess síðasta sem var saknað fundið Björgunarmenn hafa fundið lík síðustu manneskjunnar, sem vitað er til þess að hafi verið saknað, í rústum skautahallar sem féll saman á mánudag í Þýskalandi. Alls létust því 15 manns í slysinu, þar af tólf börn. 5.1.2006 10:00
Búum við fimmta mesta frjálsræði í heimi Íslendingar búa við fimmta mesta efnahagsfrelsi allra þjóða heims samkvæmt nýrri úttekt The Heritage Foundation sem ár hvert metur hversu mikið frjálsræðið er í ríkjum heims. Það er mest í Hong Kong en minnst í Norður-Kóreu. 5.1.2006 09:56
Hvetur landa sína til að sniðganga vörur frá Ísrael Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, hefur hvatt landa sína til að sniðaganga vörur frá Ísrael vegna óánægju með stefnu Ísraela í málefnum Palestínu. Flokkur hennar, Sósíalíski vinstriflokkurinn, hefur í lok mánaðarins átak til þess að auka skilning á málstað Palestínu og hvatningin er liður í því. 5.1.2006 09:45
Grunaðir um fjárdrátt Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gærluvarðhald, grunaðir um fjárdrátt af fyrirtækinu Og Vodafone, eftir að upp komst um falsaðar beiðnir í umferð á milli jóla og nýárs. 5.1.2006 09:32
Þrjú lík til viðbótar fundust í skautahöll í Þýskalandi Björgunarmenn hafa fundið lík þriggja manna til viðbótar sem létust þegar þak skautahallar í bænum Bad Reichenall í Þýskalandi hrundi undan snjóþunga á mánudag. Alls hafa því fjórtán fundist látnir eftir slysið, flestir þeirra börn og unglingar. Þá er eins enn saknað. 5.1.2006 09:30
Hópur Hornfirðinga kaupir hlut í CityStar Hópur Hornfirðinga hefur keypt tíu prósent hlutabréfa í flugfélaginu CityStar í Aberdeen í Scotlandi. Frá þessu er greint á fréttavefnum Hornafjörður.is. Flugfélagið er í eigu Íslendinga og flýgur frá Aberdeen til Lundúna, Óslóar og Stafangurs og hefur einnig verið með leiguflug til Íslands. 5.1.2006 09:30
Úkraínumenn greiða tvöfalt hærra verð fyrir gasið Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var í Moskvu í gær, að samkomulag við stjórnvöld í Úkraínu um kaup á gasi frá Rússlandi á hærra verði en áður, yrði til að tryggja stöðugt framboð á gasi til annarra Evrópuríkja. Munu Úkraínumenn greiða að jafnvirði um sex þúsund krónum fyrir hverja þúsund rúmmetra af gasi frá Rússlandi sem er tvöfallt hærri upphæð frá því sem áður var. 5.1.2006 09:15
Átta prósenta aukning milli ára Gistinóttum á hótelum fjölgaði um rúm átta prósent frá nóvember 2004 til nóvember í fyrra samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Gistinætur voru 57.400 talsins í nóvember í fyrra en 53 þúsund árinu áður. 5.1.2006 09:04
Þungatakmarkanir á vegum víða um land Vegagerðin hefur gripið til þess að setja þungatakmarkanir á vegi víða um land vegna aurbleytu á vegum, sem ekki hafa bundið slitlag, og til að hlífa slitlaginu, þar sem það er. Í hlýindunum hefur klaki í vegunum bráðnað og er hætt við skemmdum þar sem þungum bílum er ekið um við þær aðstæður. 5.1.2006 09:00
Um fimmtíu létust í árásinni 49 hið minnsta létu lífið í sprengjuárás í borginni Kerbala í sunnanverðu Írak í morgun og tala látinna gæti enn átt eftir að hækka. 58 eru særðir. Maður með sprengiefni bundin um sig sprengdi sig í loft upp í mannþröng nærri einu af helstu helgiskrínum sjíamúslima. 5.1.2006 08:54
Biðjast afsökunar á röngum upplýsingum Forsvarsmenn kolanámunnar í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum, þar sem 12 námuverkamenn létu lífið eftir að sprenging varð, segjast harma það innilega að ættingjum og ástvinum hinna látnu hafi borist rangar upplýsingar um að mennirnir væru á lífi. Aðstandendur komu saman við kirkju í ríkinu í gær til að minnast hinna látnu. 5.1.2006 08:45
Jókst um 30 prósent milli ára Íbúðaverð á Akureyri hækkaði um 12,5 prósent á síðasta ári samkvæmt samantekt Fasteignamats ríkisins á kaupsamningum síðasta árs. Meðalíbúðaverðið fór úr 12,5 milljónum króna í fjórtán milljónir og seldum íbúðum fjölgaði um þrjátíu prósent milli ára. 5.1.2006 08:30
Tólf kíló af ruslpósti Safnast þegar saman kemur, segir orðtakið og það á við þó með óvenjulegum hætti sé, þegar ruslpóstinum sem kemur inn um dyralúgur landsmanna er safnað saman. Því komst Ísfirðingurinn Linda Pétursdóttir að þegar hún safnaði og vigtaði ruslpósti síðasta árs, samanlagt tæpum tólf kílóum. 5.1.2006 08:15
Ellefu létust í sprengjuárás Ellefu létust og átján særðust í sprengingu í Kerbala í Írak fyrir fáeinum mínútum. Þetta er önnur sprengjuárásin í borginni á jafnmörgum dögum en í gær særðust þrír í bílsprengjuárás en hún var sú fyrsta sinnar tegundar í borginni síðan í desember 2004. 5.1.2006 08:01
Systkin látast úr fuglaflensu í Tyrklandi Fjórtán ára drengur og systir hans hafa látist af völdum fuglaflensu í Tyrklandi síðan í gær. Þetta eru fyrstu tilfelli þess að fólk láti lífið þar af völdum veikinnar. Heilbrigðisráðherra Tyrklands greindi frá dauða drengsins á blaðamannafundi og fregnir af dauða systur hans bárust svo í morgun. 5.1.2006 08:00
Sharon enn í lífshættu Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk annað heilablóðfall í gærkvöld, mun alvarlegra en það sem hann fékk þann 18. desember síðastliðinn. Læknar segja batahorfur hans ekki vera góðar þó tekist hafi að stöðva blæðingar í heila. 5.1.2006 07:51
Erlent flutningaskip tók niðri skammt frá Viðey Erlent flutningaskip, Irena Artica, tók niðri skammt frá Viðey, þegar það var að sigla út úr Sundahöfn í gærkvöldi. Því var snúið aftur til hafnar þar sem kafarar könnuðu skemmdir. Þær reyndust ekki alvarlegar og ollu ekki leka. Tildrög íhappsins liggja ekki fyrir en hafnsögumaður var um borð þegar atvikið varð. 5.1.2006 07:45
Reyndu að brjóta niður girðingar á Gasasvæðinu Hópur herskárra Palestínumanna stal tveimur jarðýtum í gær og hóf að reyna að brjóta niður landamæragirðingu milli Gasasvæðisins og Egyptalands. Mennirnir voru að mótmæla því að einn leiðtoga þeirra hafi verið handtekinn af palestínsku lögreglunni en hann er grunaður um aðild að ráni á þremur Bretum á Gasaströndinni í síðustu viku. 5.1.2006 07:30