Fleiri fréttir Skíðasvæði víða opin Skíðasvæðið á Siglufirði er opið til klukkan fjögur í dag. Þar er ágætis veður, gott færi og nægur snjór. Skíða- og snjóbrettasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri verður opið til klukkan fimm. Þar lítur vel út með veður og dagurinn ætti því að geta orðið góður til útiveru nyrðra. 13.2.2005 00:01 Pyntaður með rafmagni á Guantanamo Ástrali sem nýlega var látinn laus úr Guantanamo-fangelsinu á Kúbu segist hafa verið laminn og pyntaður á meðan hann var í haldi Bandaríkjamanna. Þetta kemur fram í viðtali við hann í fréttaþættinum <em>60 mínútur</em> sem sýndur verður í Bandaríkjunum í kvöld. 13.2.2005 00:01 Skattur á flugvélaeldsneyti Þjóðverjar munu í þessari viku leggja til við fjármálaráðherra Evrópusambandsins að sérstakur skattur verði lagður á flugvélaeldsneyti. Það mun valda hækkun á flugfargjöldum. Búist er við að Þjóðverjar leggi til að þessi skattur verði 25 þúsund krónur á hvert tonn af flugvélaeldsneyti. 13.2.2005 00:01 Safna fyrir sneiðmyndatæki Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað standa þessa dagana fyrir söfnun til að fjármagna kaup á sneiðmyndatæki sem samtökin ætla að gefa sjúkrahúsinu. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur í Neskaupstað, segir að svona tæki kosti um 18 milljónir króna. 13.2.2005 00:01 Missir sjón á öðru auga Íslenski hermaðurinn sem slasaðist í Írak í síðustu viku missti sjón á öðru auga. Hann fékk líka járnflís undir aðra hnéskelina sem skar í sundur taugar og gerir það að verkum að Cesar getur ekki lyft tánum 13.2.2005 00:01 Páfi flutti hluta blessunarinnar Jóhannes Páll páfi flutti í dag sína fyrstu sunnudagsblessun síðan hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í síðustu viku. Páfi var mjög veiklulegur og flutti aðeins hluta af blessuninni sjálfur; aðstoðarmenn hans lásu hitt. Páfi þakkaði þeim sem báðu fyrir honum í veikindum hans og gerði krossmark yfir mannfjöldanum. </font /> 13.2.2005 00:01 Erfitt að taka við friðargæslunni Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að erfitt yrði fyrir samtökin að taka við friðargæslu í Írak af Bandaríkjamönnum. Annan var spurður um þetta mál á öryggismálaráðstefnu sem nú stendur yfir í Þýskalandi og leist ekki meira en svo á hugmyndina. Hann útilokaði þó ekki að af þessu gætu orðið. 13.2.2005 00:01 Erfitt að taka við friðargæslunni Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að erfitt yrði fyrir samtökin að taka við friðargæslu í Írak af Bandaríkjamönnum. Annan var spurður um þetta mál á öryggismálaráðstefnu sem nú stendur yfir í Þýskalandi og leist ekki meira en svo á hugmyndina. Hann útilokaði þó ekki að af þessu gætu orðið. 13.2.2005 00:01 Sjíta-múslimar sigurvegarar í Írak Sameinaða Íraksbandalagið, sem er samsteypa margra pólitískra samtaka sjíta-múslima, er sigurvegari þingkosninganna í Írak sem haldnar voru á dögunum. Flokkurinn fékk 47,6% atkvæða en niðurstöðurnar voru gerðar kunngjörðar nú fyrir stundu. 13.2.2005 00:01 900 útköll í Danmörku vegna færðar Mikil snjór liggur nú yfir allri Danmörku og hefur björgunarþjónusta við bifreiðaeigendur fengið yfir 900 útköll síðan í gærkvöld. Lögregla víða um landið ræður fólki frá því að vera á ferðinni og að sleppa sunnudagsbíltúrnum að þessu sinni. 13.2.2005 00:01 Draga lærdóm af mistökum ráðherra Ungir jafnaðarmenn segja að draga verði lærdóm af mistökum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherraog Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra í Íraksmálinu. Samtökin vilja fyrir alla muni, og telja víst að þorri þjóðarinnar sé því sammála, að hindra verði að slík mistök geti endurtekið sig. 13.2.2005 00:01 Banna sölu rauðra rósa Trúarbragðalöggan í Sádi-Arabíu er nú í viðbragðsstöðu vegna Valentínusardagsins sem er á morgun. Sádar telja þennan dag elskenda ekki samrýmast sínum ströngu trúarbrögðum og vilja því ekkert tilstand í sínu landi. Meðal ráðstafana sem gripið hefur verið til er að banna blómasölum að selja rauðar rósir síðustu dagana fram að Valentínusardeginum. 13.2.2005 00:01 60 ár frá loftárásinni á Dresden Íbúar í Dresden í Þýskalandi minntust þess í dag að 60 ár eru liðin síðan bandamenn gerðu loftárás á borgina í Síðari heimsstyrjöldinni. Árásin var ein sú mannskæðasta í stríðinu en talið er að um 35 þúsund manns hafi látið lífið, þó margir haldi því fram að mannfallið hafi verið miklu meira. 13.2.2005 00:01 Borga ekki lausnargjald Stjórnvöld á Ítalíu ætla ekki að greiða lausnargjald fyrir ítölsku blaðakonuna Giuliönu Sgrena sem verið hefur í haldi mannræningja í Írak í rúma viku. Utanríkisráðherra landsins sagði í dag að leitað verði diplómatískra leiða til að fá blaðakonuna lausa því ítalska ríkisstjórnin hafi ekki áhuga á að eiga í hvers konar viðskiptum við glæpamenn. 13.2.2005 00:01 Fékk stungusár í brjóstkassa Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á slysadeild í dag með stungusár í brjóstkassa eftir að sambýliskona hans kastaði hnífi í hann. Að sögn lögreglu lenti fólkið í orðaskaki á heimili sínu í Breiðholti á ellefta tímanum í morgun sem endaði með því að konan greip til eggvopnsins og kastaði því í manninn. 13.2.2005 00:01 Karlkynið alltaf eins Vísindamenn hafa nú fundið enn eina sönnun þess að apar og menn, og þá kannski helst karlmenn, eru náskyldir. Nýlega var gerð tilraun á því við Duke-háskóla í Bandaríkjunum hvort karlkyns apar tækju myndir af afturenda kvenapa fram yfir ávaxtasafa. 13.2.2005 00:01 Mesti eldsvoði í sögu Madrídar Mesti eldsvoði í sögu Madrídar varð í nótt þegar þrjátíu og tveggja hæða skýjakljúfur stóð í björtu báli. Ekkert er eftir af honum nema skelin ein. 13.2.2005 00:01 Drengurinn í Texas fær enga hjálp Utanríkisráðuneytið neitaði að færa utanríkisráðherra Bandaríkjanna bréf frá fjölskyldu drengs sem er í stofufangelsi í Bandaríkjunum, á þeim forsendum að málið heyrði ekki undir ráðherrann. Sjálfur stendur drengurinn í þeirri trú að hann sé ekki nógu merkilegur til að íslensk stjórnvöld beiti sér í málinu. 13.2.2005 00:01 Menningarsögulegt slys á Laugavegi Borgaryfirvöld létu undan þrýstingi hagsmunaaðila þegar þau heimiluðu að láta rífa 25 gömul hús við Laugaveg. Það er mat borgarfulltrúa F-listans. Hann segir allt of langt gengið í niðurrifi og við blasi menningarsögulegt slys. 13.2.2005 00:01 Stórsigur sjíta-múslima Flokkabandalag sjíta-múslima vann stórsigur í þingkosningunum í Írak. Það gerðu Kúrdar einnig en súnní-múslimar eru úti í kuldanum. Það gæti valdið miklum vandræðum. 13.2.2005 00:01 Ingibjörg gleymir holræsagjaldinu "Hún er að segja ósatt," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um þau orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrum borgarstjóra, í Fréttablaðinu á laugardag að álagningarhlutfall fasteignagjalda hafi ekki hækkað. 13.2.2005 00:01 Rauðar rósir bannaðar Siðferðismálanefnd Sádi Arabíu hefur bannað blómasölum að selja rauðar rósir í tilefni Valentínusardagsins, sem er haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Einnig hefur þeim verið bannað að selja kort sem eru rauð á litinn. 13.2.2005 00:01 Afnotagjöld andstæð evrópulögum Afnotagjöld Ríkisútvarpsins verða lögð niður og eru stjórnvöld þannig að bregðast við gagnrýni ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Menntamálaráðherra leggur fram frumvarp á næstunni þar sem hlutverk RÚV verður endurskilgreint. </font /></b /> 13.2.2005 00:01 Eldra fólk vanmetur smithættuna Miðaldra fólk er ekki nægilega vel meðvitað um þá hættu sem því stafar af kynsjúkdómum að því er fram kemur í breska blaðinu The Times. Þeim fjölgar sem sýkjast af kynsjúkdómum á aldrinum 45 til 64 ára, einkum klamidíu, herpes, vörtum og lekanda. 13.2.2005 00:01 Gríðarleg þýðing samgöngubótanna Fyrirhugaðar samgöngubætur á Vestfjörðum hafa gríðarlega þýðingu fyrir byggð í fjórðungnum, að mati Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Norðvesturkjördæmis. 13.2.2005 00:01 Greiða hálfan milljarð í bætur Stjórnendur McDonald´s hafa samþykkt að greiða rúmlega hálfan milljarð króna til að binda enda á málaferli gegn fyrirtækinu. 13.2.2005 00:01 Átján barnaníðingar handteknir Tilraun manns til að fá tólf ára dreng til að taka þátt í kynlífssamtölum á netinu varð til þess að hann og sautján aðrir barnaníðingar voru handteknir af spænsku lögreglunni.<font face="Helv"></font> 13.2.2005 00:01 Hlynntur niðurfellingu Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins er mjög hlynntur því að afnema afnotagjöld Ríkisútvarpsins. 13.2.2005 00:01 Grenndarkynning barst alltof seint Nágrannar rússneska sendiráðsins við Garðastræti 35 eru margir hverjir ósáttir við þá sjónmengun sem stafar af timburkofum sem hafa verið þar í byggingu undanfarið eitt og hálft ár. 13.2.2005 00:01 Sjíar komast til valda í Írak Þrjú framboð súnní-múslima og Kúrda fengu nær níu af hverjum tíu greiddum atkvæðum í kosningunum til stjórnlagaþings Íraks sem fram fóru undir lok síðasta mánaðar. Sameinaða íraska bandalagið, listinn sem var settur saman að frumkvæði hins áhrifamikla sjíaklerks Ali al-Sistani, fékk nær helming atkvæða og er langstærstur allra framboða. 13.2.2005 00:01 Sviknir um þúsund krónur á tímann Áætla má að meira en fimm prósent verkamanna í byggingariðnaði á suðvesturhorninu séu útlendingar sem ekki njóta fullra réttinda. Margir þeirra fá aðeins 400-600 krónur á tímann.</font /></b /> 13.2.2005 00:01 Missti sjón á öðru auga Cesar Arnar Sanchez, tvítugur Íslendingur í Bandaríkjaher, missti sjón á öðru auga þegar flugskeyti sprakk við hlið hans í síðustu viku. 13.2.2005 00:01 Í stolnum lögreglubúning Maður nokkur var handtekinn í stolnum lögreglubúningi rétt fyrir klukkan fimm í fyrrinótt. Búningnum sagðist hann hafa stolið á búningalager í Þjóðleikhúsinu. 13.2.2005 00:01 Skýjakljúfur eyðilagðist í eldi "Þetta er mesti eldsvoðinn í sögu borgarinnar," sagði Alberto Ruiz-Gallardon, borgarstjóri í Madríd, þar sem hann stóð fyrir framan Windsor-skýjakljúfinn í miðborg Madrídar sem eyðilagðist í eldi, sem kviknaði laust fyrir miðnætti á laugardagskvöld, og brann fram eftir degi í gær. 13.2.2005 00:01 Engan glannaskap Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna vill fara varlega með málefni Ríkisútvarpsins. 13.2.2005 00:01 Evrukosningin mikilvæg fyrir Blair Tony Blair getur varla verið forsætisráðherra áfram ef Bretar greiða atkvæði gegn evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta sagði Alan Milburn, ráðherra í ríkisstjórn Blair og stjórnandi kosningabaráttu Verkamannaflokksins, í viðtali við The Sunday Times. 13.2.2005 00:01 Taka ekki að sér öryggi í Írak Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði samtökin ekki taka að sér friðargæslu í Írak né nokkuð annað öryggishlutverk. Samtökin gætu hjálpað Írökum við uppbyggingu landsins en það væri ólíklegt að ríki heims legðu fram nægilegan fjölda hermanna til að sinna öryggisverkefnum í landinu. 13.2.2005 00:01 Afnotagjöld óviðunandi Í þingsályktunartillögu Frjálslynda flokksins sem nú er til umræðu á Alþingi segir að núverandi fjármögnun Ríkisútvarpsins með afnotagjöldum og auglýsingatekjum sé óviðunandi. 13.2.2005 00:01 Páfi ávarpaði mannfjöldann Jóhannes Páll II páfi ávarpaði fólk út um gluggann á íbúð sinni við Péturstorg í gær og er það í fyrsta skipti sem hann gerir slíkt frá því hann veiktist og var fluttur á sjúkrahús fyrir hálfum mánuði. 13.2.2005 00:01 Tryggja verður frelsi RÚV Svanfríður Jónasdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í útvarpsráði, segir að tryggja verði frelsi Ríkisútvarpsins fari það á fjárlög. 13.2.2005 00:01 Nýnasistar boða dag hefndar Um fimm þúsund þýskir nýnasistar fóru í göngu í Dresden í gær til að minnast þess að 60 ár voru liðin frá því 35 þúsund manns létu lífið í loftárásum bandamanna á borgina undir lok síðari heimsstyrjaldar. 13.2.2005 00:01 Líktist mest villta vestrinu Bandarískir hermenn og embættismenn keyrðu á milli verktaka í Bagdad með andvirði tuga og hundruða milljóna króna í seðlum og greiddu þeim í reiðufé fyrir verk sem þeir unnu. Peningarnir voru teknir úr byrgi Saddams Husseins og ekkert eftirlit með þeim eftir að þeir voru taldir út úr fjárhirslunum. 13.2.2005 00:01 Afnotagjöld RÚV felld niður Afnotagjöld Ríkisútvarpsins verða lögð af samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt verður fram á Alþingi á næstu vikum. Þingflokksformanni Framsóknarmanna líst best á nefskatt í staðinn. 13.2.2005 00:01 Efnahagur heimsins í hættu Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kjarnorkuárás hryðjuverkamanna á stórborg á vesturlöndum gæti lagt efnahag heimsbyggðarinnar í rúst. Á ráðstefnu um öryggismál sem nú er haldin í Þýskalandi hvatti hann Bandaríkin og Evrópu til þess að styrkja sameiginlegar varnir heimsins gegn hryðjuverkum. 13.2.2005 00:01 Dulbúið orð yfir flugstöð Samgöngumiðstöð er dulbúið orð yfir flugstöð, segir formaður Samtaka um betri byggð og óttast að slík bygging muni festa Reykjavíkurflugvöll í sessi. Formaður Hollvinasamtaka flugvallarins fagnar hins vegar áformunum. 13.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Skíðasvæði víða opin Skíðasvæðið á Siglufirði er opið til klukkan fjögur í dag. Þar er ágætis veður, gott færi og nægur snjór. Skíða- og snjóbrettasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri verður opið til klukkan fimm. Þar lítur vel út með veður og dagurinn ætti því að geta orðið góður til útiveru nyrðra. 13.2.2005 00:01
Pyntaður með rafmagni á Guantanamo Ástrali sem nýlega var látinn laus úr Guantanamo-fangelsinu á Kúbu segist hafa verið laminn og pyntaður á meðan hann var í haldi Bandaríkjamanna. Þetta kemur fram í viðtali við hann í fréttaþættinum <em>60 mínútur</em> sem sýndur verður í Bandaríkjunum í kvöld. 13.2.2005 00:01
Skattur á flugvélaeldsneyti Þjóðverjar munu í þessari viku leggja til við fjármálaráðherra Evrópusambandsins að sérstakur skattur verði lagður á flugvélaeldsneyti. Það mun valda hækkun á flugfargjöldum. Búist er við að Þjóðverjar leggi til að þessi skattur verði 25 þúsund krónur á hvert tonn af flugvélaeldsneyti. 13.2.2005 00:01
Safna fyrir sneiðmyndatæki Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað standa þessa dagana fyrir söfnun til að fjármagna kaup á sneiðmyndatæki sem samtökin ætla að gefa sjúkrahúsinu. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur í Neskaupstað, segir að svona tæki kosti um 18 milljónir króna. 13.2.2005 00:01
Missir sjón á öðru auga Íslenski hermaðurinn sem slasaðist í Írak í síðustu viku missti sjón á öðru auga. Hann fékk líka járnflís undir aðra hnéskelina sem skar í sundur taugar og gerir það að verkum að Cesar getur ekki lyft tánum 13.2.2005 00:01
Páfi flutti hluta blessunarinnar Jóhannes Páll páfi flutti í dag sína fyrstu sunnudagsblessun síðan hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í síðustu viku. Páfi var mjög veiklulegur og flutti aðeins hluta af blessuninni sjálfur; aðstoðarmenn hans lásu hitt. Páfi þakkaði þeim sem báðu fyrir honum í veikindum hans og gerði krossmark yfir mannfjöldanum. </font /> 13.2.2005 00:01
Erfitt að taka við friðargæslunni Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að erfitt yrði fyrir samtökin að taka við friðargæslu í Írak af Bandaríkjamönnum. Annan var spurður um þetta mál á öryggismálaráðstefnu sem nú stendur yfir í Þýskalandi og leist ekki meira en svo á hugmyndina. Hann útilokaði þó ekki að af þessu gætu orðið. 13.2.2005 00:01
Erfitt að taka við friðargæslunni Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að erfitt yrði fyrir samtökin að taka við friðargæslu í Írak af Bandaríkjamönnum. Annan var spurður um þetta mál á öryggismálaráðstefnu sem nú stendur yfir í Þýskalandi og leist ekki meira en svo á hugmyndina. Hann útilokaði þó ekki að af þessu gætu orðið. 13.2.2005 00:01
Sjíta-múslimar sigurvegarar í Írak Sameinaða Íraksbandalagið, sem er samsteypa margra pólitískra samtaka sjíta-múslima, er sigurvegari þingkosninganna í Írak sem haldnar voru á dögunum. Flokkurinn fékk 47,6% atkvæða en niðurstöðurnar voru gerðar kunngjörðar nú fyrir stundu. 13.2.2005 00:01
900 útköll í Danmörku vegna færðar Mikil snjór liggur nú yfir allri Danmörku og hefur björgunarþjónusta við bifreiðaeigendur fengið yfir 900 útköll síðan í gærkvöld. Lögregla víða um landið ræður fólki frá því að vera á ferðinni og að sleppa sunnudagsbíltúrnum að þessu sinni. 13.2.2005 00:01
Draga lærdóm af mistökum ráðherra Ungir jafnaðarmenn segja að draga verði lærdóm af mistökum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherraog Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra í Íraksmálinu. Samtökin vilja fyrir alla muni, og telja víst að þorri þjóðarinnar sé því sammála, að hindra verði að slík mistök geti endurtekið sig. 13.2.2005 00:01
Banna sölu rauðra rósa Trúarbragðalöggan í Sádi-Arabíu er nú í viðbragðsstöðu vegna Valentínusardagsins sem er á morgun. Sádar telja þennan dag elskenda ekki samrýmast sínum ströngu trúarbrögðum og vilja því ekkert tilstand í sínu landi. Meðal ráðstafana sem gripið hefur verið til er að banna blómasölum að selja rauðar rósir síðustu dagana fram að Valentínusardeginum. 13.2.2005 00:01
60 ár frá loftárásinni á Dresden Íbúar í Dresden í Þýskalandi minntust þess í dag að 60 ár eru liðin síðan bandamenn gerðu loftárás á borgina í Síðari heimsstyrjöldinni. Árásin var ein sú mannskæðasta í stríðinu en talið er að um 35 þúsund manns hafi látið lífið, þó margir haldi því fram að mannfallið hafi verið miklu meira. 13.2.2005 00:01
Borga ekki lausnargjald Stjórnvöld á Ítalíu ætla ekki að greiða lausnargjald fyrir ítölsku blaðakonuna Giuliönu Sgrena sem verið hefur í haldi mannræningja í Írak í rúma viku. Utanríkisráðherra landsins sagði í dag að leitað verði diplómatískra leiða til að fá blaðakonuna lausa því ítalska ríkisstjórnin hafi ekki áhuga á að eiga í hvers konar viðskiptum við glæpamenn. 13.2.2005 00:01
Fékk stungusár í brjóstkassa Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á slysadeild í dag með stungusár í brjóstkassa eftir að sambýliskona hans kastaði hnífi í hann. Að sögn lögreglu lenti fólkið í orðaskaki á heimili sínu í Breiðholti á ellefta tímanum í morgun sem endaði með því að konan greip til eggvopnsins og kastaði því í manninn. 13.2.2005 00:01
Karlkynið alltaf eins Vísindamenn hafa nú fundið enn eina sönnun þess að apar og menn, og þá kannski helst karlmenn, eru náskyldir. Nýlega var gerð tilraun á því við Duke-háskóla í Bandaríkjunum hvort karlkyns apar tækju myndir af afturenda kvenapa fram yfir ávaxtasafa. 13.2.2005 00:01
Mesti eldsvoði í sögu Madrídar Mesti eldsvoði í sögu Madrídar varð í nótt þegar þrjátíu og tveggja hæða skýjakljúfur stóð í björtu báli. Ekkert er eftir af honum nema skelin ein. 13.2.2005 00:01
Drengurinn í Texas fær enga hjálp Utanríkisráðuneytið neitaði að færa utanríkisráðherra Bandaríkjanna bréf frá fjölskyldu drengs sem er í stofufangelsi í Bandaríkjunum, á þeim forsendum að málið heyrði ekki undir ráðherrann. Sjálfur stendur drengurinn í þeirri trú að hann sé ekki nógu merkilegur til að íslensk stjórnvöld beiti sér í málinu. 13.2.2005 00:01
Menningarsögulegt slys á Laugavegi Borgaryfirvöld létu undan þrýstingi hagsmunaaðila þegar þau heimiluðu að láta rífa 25 gömul hús við Laugaveg. Það er mat borgarfulltrúa F-listans. Hann segir allt of langt gengið í niðurrifi og við blasi menningarsögulegt slys. 13.2.2005 00:01
Stórsigur sjíta-múslima Flokkabandalag sjíta-múslima vann stórsigur í þingkosningunum í Írak. Það gerðu Kúrdar einnig en súnní-múslimar eru úti í kuldanum. Það gæti valdið miklum vandræðum. 13.2.2005 00:01
Ingibjörg gleymir holræsagjaldinu "Hún er að segja ósatt," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um þau orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrum borgarstjóra, í Fréttablaðinu á laugardag að álagningarhlutfall fasteignagjalda hafi ekki hækkað. 13.2.2005 00:01
Rauðar rósir bannaðar Siðferðismálanefnd Sádi Arabíu hefur bannað blómasölum að selja rauðar rósir í tilefni Valentínusardagsins, sem er haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Einnig hefur þeim verið bannað að selja kort sem eru rauð á litinn. 13.2.2005 00:01
Afnotagjöld andstæð evrópulögum Afnotagjöld Ríkisútvarpsins verða lögð niður og eru stjórnvöld þannig að bregðast við gagnrýni ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Menntamálaráðherra leggur fram frumvarp á næstunni þar sem hlutverk RÚV verður endurskilgreint. </font /></b /> 13.2.2005 00:01
Eldra fólk vanmetur smithættuna Miðaldra fólk er ekki nægilega vel meðvitað um þá hættu sem því stafar af kynsjúkdómum að því er fram kemur í breska blaðinu The Times. Þeim fjölgar sem sýkjast af kynsjúkdómum á aldrinum 45 til 64 ára, einkum klamidíu, herpes, vörtum og lekanda. 13.2.2005 00:01
Gríðarleg þýðing samgöngubótanna Fyrirhugaðar samgöngubætur á Vestfjörðum hafa gríðarlega þýðingu fyrir byggð í fjórðungnum, að mati Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Norðvesturkjördæmis. 13.2.2005 00:01
Greiða hálfan milljarð í bætur Stjórnendur McDonald´s hafa samþykkt að greiða rúmlega hálfan milljarð króna til að binda enda á málaferli gegn fyrirtækinu. 13.2.2005 00:01
Átján barnaníðingar handteknir Tilraun manns til að fá tólf ára dreng til að taka þátt í kynlífssamtölum á netinu varð til þess að hann og sautján aðrir barnaníðingar voru handteknir af spænsku lögreglunni.<font face="Helv"></font> 13.2.2005 00:01
Hlynntur niðurfellingu Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins er mjög hlynntur því að afnema afnotagjöld Ríkisútvarpsins. 13.2.2005 00:01
Grenndarkynning barst alltof seint Nágrannar rússneska sendiráðsins við Garðastræti 35 eru margir hverjir ósáttir við þá sjónmengun sem stafar af timburkofum sem hafa verið þar í byggingu undanfarið eitt og hálft ár. 13.2.2005 00:01
Sjíar komast til valda í Írak Þrjú framboð súnní-múslima og Kúrda fengu nær níu af hverjum tíu greiddum atkvæðum í kosningunum til stjórnlagaþings Íraks sem fram fóru undir lok síðasta mánaðar. Sameinaða íraska bandalagið, listinn sem var settur saman að frumkvæði hins áhrifamikla sjíaklerks Ali al-Sistani, fékk nær helming atkvæða og er langstærstur allra framboða. 13.2.2005 00:01
Sviknir um þúsund krónur á tímann Áætla má að meira en fimm prósent verkamanna í byggingariðnaði á suðvesturhorninu séu útlendingar sem ekki njóta fullra réttinda. Margir þeirra fá aðeins 400-600 krónur á tímann.</font /></b /> 13.2.2005 00:01
Missti sjón á öðru auga Cesar Arnar Sanchez, tvítugur Íslendingur í Bandaríkjaher, missti sjón á öðru auga þegar flugskeyti sprakk við hlið hans í síðustu viku. 13.2.2005 00:01
Í stolnum lögreglubúning Maður nokkur var handtekinn í stolnum lögreglubúningi rétt fyrir klukkan fimm í fyrrinótt. Búningnum sagðist hann hafa stolið á búningalager í Þjóðleikhúsinu. 13.2.2005 00:01
Skýjakljúfur eyðilagðist í eldi "Þetta er mesti eldsvoðinn í sögu borgarinnar," sagði Alberto Ruiz-Gallardon, borgarstjóri í Madríd, þar sem hann stóð fyrir framan Windsor-skýjakljúfinn í miðborg Madrídar sem eyðilagðist í eldi, sem kviknaði laust fyrir miðnætti á laugardagskvöld, og brann fram eftir degi í gær. 13.2.2005 00:01
Engan glannaskap Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna vill fara varlega með málefni Ríkisútvarpsins. 13.2.2005 00:01
Evrukosningin mikilvæg fyrir Blair Tony Blair getur varla verið forsætisráðherra áfram ef Bretar greiða atkvæði gegn evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta sagði Alan Milburn, ráðherra í ríkisstjórn Blair og stjórnandi kosningabaráttu Verkamannaflokksins, í viðtali við The Sunday Times. 13.2.2005 00:01
Taka ekki að sér öryggi í Írak Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði samtökin ekki taka að sér friðargæslu í Írak né nokkuð annað öryggishlutverk. Samtökin gætu hjálpað Írökum við uppbyggingu landsins en það væri ólíklegt að ríki heims legðu fram nægilegan fjölda hermanna til að sinna öryggisverkefnum í landinu. 13.2.2005 00:01
Afnotagjöld óviðunandi Í þingsályktunartillögu Frjálslynda flokksins sem nú er til umræðu á Alþingi segir að núverandi fjármögnun Ríkisútvarpsins með afnotagjöldum og auglýsingatekjum sé óviðunandi. 13.2.2005 00:01
Páfi ávarpaði mannfjöldann Jóhannes Páll II páfi ávarpaði fólk út um gluggann á íbúð sinni við Péturstorg í gær og er það í fyrsta skipti sem hann gerir slíkt frá því hann veiktist og var fluttur á sjúkrahús fyrir hálfum mánuði. 13.2.2005 00:01
Tryggja verður frelsi RÚV Svanfríður Jónasdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í útvarpsráði, segir að tryggja verði frelsi Ríkisútvarpsins fari það á fjárlög. 13.2.2005 00:01
Nýnasistar boða dag hefndar Um fimm þúsund þýskir nýnasistar fóru í göngu í Dresden í gær til að minnast þess að 60 ár voru liðin frá því 35 þúsund manns létu lífið í loftárásum bandamanna á borgina undir lok síðari heimsstyrjaldar. 13.2.2005 00:01
Líktist mest villta vestrinu Bandarískir hermenn og embættismenn keyrðu á milli verktaka í Bagdad með andvirði tuga og hundruða milljóna króna í seðlum og greiddu þeim í reiðufé fyrir verk sem þeir unnu. Peningarnir voru teknir úr byrgi Saddams Husseins og ekkert eftirlit með þeim eftir að þeir voru taldir út úr fjárhirslunum. 13.2.2005 00:01
Afnotagjöld RÚV felld niður Afnotagjöld Ríkisútvarpsins verða lögð af samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt verður fram á Alþingi á næstu vikum. Þingflokksformanni Framsóknarmanna líst best á nefskatt í staðinn. 13.2.2005 00:01
Efnahagur heimsins í hættu Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kjarnorkuárás hryðjuverkamanna á stórborg á vesturlöndum gæti lagt efnahag heimsbyggðarinnar í rúst. Á ráðstefnu um öryggismál sem nú er haldin í Þýskalandi hvatti hann Bandaríkin og Evrópu til þess að styrkja sameiginlegar varnir heimsins gegn hryðjuverkum. 13.2.2005 00:01
Dulbúið orð yfir flugstöð Samgöngumiðstöð er dulbúið orð yfir flugstöð, segir formaður Samtaka um betri byggð og óttast að slík bygging muni festa Reykjavíkurflugvöll í sessi. Formaður Hollvinasamtaka flugvallarins fagnar hins vegar áformunum. 13.2.2005 00:01