Fleiri fréttir

Þeim fjölgar sem fá hæli

Flest lönd eru farin að veita álíka mörgum flóttamönnum hæli nú eins og þau gerðu fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Í kjölfarið var dregið verulega úr hælisveitingum samhliða því að öryggisráðstafanir voru auknar en Volker Turk hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að sú þróun hafi snúist við.

Til sálfræðings vegna tapsins

Stuðningsmenn Johns Kerry í bandarísku forsetakosningunum hafa margir hverjir leitað til sálfræðinga eftir hjálp við að jafna sig á áfallinu eftir ósigur hans fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta.

Mannréttindi barna séu virt

Stjórn „Barnaheilla - Save the Children“ á Íslandi gerir þá kröfu að mannréttindi barna séu virt og að starf í grunnskólum í landinu hefjist aftur án tafar. Í ályktun félagsins segir að samkvæmt Barnasáttmálanum séu það ein af grundvallar mannréttindum barna að fá að ganga í skóla.

Þórólfur sagði af sér

Þórólfur Árnason sagði af sér sem borgarstjóri á blaðamannafundinum sem boðað var til í Höfða klukkan 18. Hann sagðist hafa komið hratt inn í starfið og farið hratt úr því. Hann hættir störfum 30. nóvember. Þórólfur kveðst ekki vita hver taki við af honum sem borgarstjóri.  Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Fullnaðarsigur í Sólbaksmáli

"Við náðum fullnaðarsigri," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, en málið sem Sjómannasambandið höfðaði fyrir Félagsdómi gegn Útgerðarfélaginu Sólbaki ehf. vegna ráðningarsamninga við skipverja hefur verið fellt niður.

Væg hlýnun eflir fiskistofna

Niðurstöður alþjóðlegs rannsóknarteymis á vegum Norðurskautsráðsins gera ráð fyrir að loftslag á Íslandi og Grænlandi hlýni næstu hundrað árin um 2 til 3 gráður á Celsius, en slík breyting gæti eflt þá fiskistofna sem mikilvægastir eru fyrir hagkerfi þjóðanna, svo sem þorsk og síld.

Gallaður áburður óbættur

Sumir kúabændur hafa enn ekki fengið endurgreiðslu vegna gallaðs áburðar sem fluttur var til landsins síðasta vor, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda.

Arafat við dauðans dyr

Heilsu Jasser Arafats hrakaði mjög í fyrrinótt þegar hann fékk heilablóðfall. Sögur gengu um það í gær að Arafat væri látinn en læknar hans báru það til baka og sögðu hann lifandi en heilsu hans mjög bágborna.

Ungmenni eiga nær öll farsíma

99 prósent fólks á aldrinum 16 til 24 ára eiga eða hafa aðgang að farsíma, samkvæmt nýrri neytendakönnun Póst- og fjarskiptastofnunar. Jafnframt kemur fram að einungis fimmtungur fólks hefur nokkurn tímann skipt um símafyrirtæki.

Kristinn hættir í stjórn Straums

Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, sendi frá sér tilkynningu nú rétt fyrir fréttir og lýsti því yfir að hann myndi frá og með deginum í dag hætta þátttöku í störfum stjórnar Straums Fjárfestingarbanka.

Símafyrirtæki fá samkeppni

Upplýsingatæknigeirinn horfir til símaþjónustu yfir internetið sem sóknarfæris. Nú hillir undir reglur um IP-símaþjónustu sem ýtt gæti undir samkeppni við hefðbundin fjarskiptafyrirtæki. IP-símar gætu jafnvel ógnað farsímum. </font /></b />

Framburður Jónasar þótti ótrúlegur

Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas, þremenningarnir í líkfundarmálinu, voru í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þeir voru fundnir sekir um fíkniefnabrot, fyrir að koma manni í lífshættu ekki til hjálpar og fyrir illa meðferð á líki.

Íslandsbanki fellur frá kröfunum

Íslandsbanki hefur ákveðið að falla frá kröfum um lánatryggingu fyrir veitingu hundrað prósent húsnæðisláns. Fjallað hefur verið ítarlega um þessi skilyrði í fréttum Stöðvar tvö en þeir sem taka lánatryggingu þurfa að veita lífssýni og gefa upplýsinga um sjúkdómasögu fjölskyldunnar.

Fyrrum forstjóri SÍF fyrir dómi

Gunnar Örn Kristjánsson, fyrrverandi endurskoðandi Tryggingasjóðs lækna og fyrrum forstjóri SÍF, stóð í ströngu í gær þegar mál ákæruvaldsins gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er ákærður fyrir alvarlega vanrækslu í endurskoðendastarfi sínu.

R-listinn harmar aðstæðurnar

Reykjavíkurlistinn harmar að þær aðstæður hafi komið upp að Þórólfur Árnason borgarstjóri hefur kosið að láta af störfum, í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér á sjöunda tímanum. Þar lýsa borgarfulltrúar listans því yfir að samstarfið um Reykjavíkurlistann og þau stefnumál sem hann stendur fyrir haldi áfram.

Ekkert nýtt um verkfall á Alþingi

Menntamálaráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að óska eftir utandagskrárumræðum en hafa ekkert ábyrgt fram að færa. Stjórnarandstaðan kallaði eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í kennaradeilunni en fékk ekki skýr svör.

Átta missa vinnu við hagræðingu

Öllum starfsmönnum Búrfells- og Hrauneyjarfossstöðvar hefur verið sagt upp störfum vegna sameiningar starfsstöðvanna. Átta hætta og gera starfslokasamning en öðrum hefur verið boðið að ráða sig aftur til starfa undir breyttum starfsskilyrðum.

Grátlega erfiður hnútur

Launanefnd sveitarfélaganna telur tilboð kennara ekki samningsgrundvöll. Þar hafi verið stigin skref í átt frá sáttum. Þau vilja sá samninga kennara einfaldaða og hverfa frá miðlunartillögu ríkissáttasemjara.

Stjórnarandstaðan elur á falsvonum

Stjórnarandstaðan hvetur ríkið til að treysta tekjustofna sveitarfélaga svo að unnt sé að ná samningum við kennara. Menntamálaráðherra fullyrðir að slíkt myndi ógna stöðugleikanum og sakar stjórnarandstöðuna um að ala á falsvonum.

Þórólfur segir af sér

Þórólfur Árnason sagði af sér embætti borgarstjóra í Reykjavík í gær með þeim orðum að það væri best fyrir Reykjavíkurlistann og hann sjálfan.

Stjórnin grípur ekki inn í

Svo virðist sem ríkisstjórnin muni ekki grípa inn í kennaradeiluna í bráð. Verkfallið var rætt á fundi hennar í morgun, en lagasetningu bar ekki á góma. Að mati forsætisráðherra er sú umræða ekki tímabær. Sjöunda vika kennaraverkfalls hófst í dag. 

Thomas hættir í stjórn Símans

Thomas Möller, fyrrverandi markaðsstjóri Olís, sagði sig úr stjórn Símans í gær vegna niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráð olíufélaganna. Samkvæmt niðurstöðunni átti Thomas aðild að samráðinu, meðal annars í viðskiptum við Símann.

Kristinn hætti í stjórn Straums

Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hætti sem stjórnarformaður fjárfestingarbankans Straums í gær, vegna opinberrar umræðu um meint samráð olíufélaganna. Með þessu segist Kristinn gæta hagsmuna Straums og koma í veg fyrir að bankinn blandist í umræðu sem sé bankanum algerlega óviðkomandi.

Ærðist í Hrauneyjum

Maður á sjötugsaldri var handtekinn í íbúðaskála við Hrauneyjarfossvirkjun í gærmorgun eftir að hafa skotið upp í loftið úr riffli. Lögreglunni á Hvolsvelli barst tilkynning um skothríðina á fimmta tímanum í fyrrinótt.

Áfram samstarf milli olíufélaganna

Olíufélögin þrjú stofnuðu fyrir tveimur mánuðum nýtt félag sem á að sjá um afgreiðslu á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli og aðra þjónustu við olíu- og flugfélög á vellinum. Þetta félag er stofnað á grunni annars félags sem lagt hefur verið niður. Forstjóri Esso segir að áfram verði ríkt samstarf á milli olíufélaganna.

Framsókn vill óháðan borgarstjóra

Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis norður krefst þess að leitað verði nýs borgarstjóra utan raða kjörinna borgarfulltrúa til þess að sátt ríki um eftirmann Þórólfs Árnasonar. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi stjórnarinnar í gærkvöld.

Hart barist í Falluja

Það verður mjög harður bardagi um Falluja næstu dagana, sagði yfirmaður landhers Bandaríkjamanna. Hann vildi ekki segja hversu margir bandarískir hermenn hafi fallið þessa tvo daga sem bardagarnir hafa geisað, en ýjaði að því að þeir væru ekki margir.

Samfylkingin stærsti flokkurinn

Vinstriflokkarnir tveir myndu bæta mikið við sig og ná meirihluta á alþingi ef kosið væri nú. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var nú um helgina.

Vinstri grænir á flugi

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins myndu Vinstri grænir rúmlega tvöfalda fylgi sitt ef boðað væri nú til kosninga. Helmingur þingmanna Frjálslynda flokksins myndi hins vegar falla af þingi. Fylgi Samfylkingar eykst frá síðustu könnun, en fylgi stjórnarflokkanna dalar.

Olíudreifing var skálkaskjól

Forystumenn Essó og Olís fullyrtu þegar Olíudreifing var stofnuð árið 1995 að samkeppni yrði ekki minni en áður. Á sama tíma nýttu þeir Olíudreifingu til að miðla upplýsingum sín á milli um viðskiptaleyndarmál.

Ýmist lífs eða liðinn

Jasser Arafat er ekki látinn að sögn utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínu. Ónafngreindur heimildamaður innan heimastjórnarinnar sagði fyrr í dag að hann væri fallinn frá en því var vísað á bug síðdegis. Arafat er talinn eiga fáar klukkustundir eftir ólifaðar.

Stefán Jón harmi sleginn

Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, er harmi sleginn yfir uppsögn Þórólfs Árnasonar. Hann vill ekki staðfesta að Dagur B. Eggertsson verði næsti borgarstjóri - enn sé eftir að ákveða hver taki við af Þórólfi.

Hættir störfum í bankaráðinu

Einar Benediktsson, forstjóri Olís, hefur ákveðið að taka ekki þátt í störfum bankaráðs Landsbanka Íslands fyrst um sinn, þar til annað hefur verið ákveðið. Segir í yfirlýsingu frá honum að þessi ákvörðun sé tekin í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur í þjóðfélaginu í kjölfar birtingar skýrslu Samkeppnisstofnunar um meint samráð olíufélaganna.

Þórólfur hættir 30. nóvember

Þórólfur Árnason mun hætta sem borgarstjóri 30. nóvember. Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi á sjöunda tímanum og sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki. Þetta eru vissulega tíðindi þótt ekki sé hægt að tala um að ákvörðun hans komi algerlega á óvart. Það hefur verið fátítt á Íslandi að háttsettir embættismenn segi af sér embætti vegna pólitískra álitamála.

Borgarstjóraembættið þrískipt

Líkur eru taldar á því að þrír menn skipti með sér borgarstjóraembættinu láti Þórólfur Árnason af störfum. Sá möguleiki hefur að minnsta kosti verið ræddur af fullri alvöru meðal félagsmanna þeirra þriggja flokka sem standa að Reykjavíkurlistanum. Borgarfulltrúar meirihlutans funduðu í dag en þeir segja við fréttastofu að ekkert hafi verið ákveðið um framtíð Þórólfs.

Forsætisráðherra hótar afsögn

Adnan Terzic, forsætisráðherra Bosníu og Hersegóvínu, hefur sagt af sér í mótmælaskyni við skattalagabreytingar sem þing landsins samþykkti í lok síðustu viku. Þriggja manna forsætisnefnd landsins hefur þó ekki tekið ákvörðun um hvort hún taki afsögnina gilda.

Sakaður um njósnir og hryðjuverk

Þegar Syed Maswood sneri heim til Bandaríkjanna eftir að hafa verið handtekinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, grunaður um að vera bandarískur njósnari, var hann tekinn til yfirheyrslu af bandarísku alríkislögreglunni, grunaður um að vera íslamskur hryðjuverkamaður.

Fíkniefni í húsleit

Nokkuð af fíkniefnum fannst í húsleit í Grafarvogi sem gerð var hjá manni á þrítugsaldri síðastliðinn föstudag. Þar fundust um 200 grömm af hassi, 200 grömm af maríjúana, átján grömm af kókaíni og sextán grömm af amfetamíni.

Reyna að jarða Arafat lifandi

"Þeir eru að reyna að grafa Abu Ammar lifandi," sagði Suha Arafat, eiginkona Jasser Arafats, forseta palestínsku heimastjórnarinnar, þegar hún réðist harkalega gegn næstráðendum hans í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpsstöðina. Abu Ammar er gælunafn Jasser Arafats.

Amfetamín falið í loftpressu

Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára þar sem um ellefu kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni var smyglað með Dettifossi í tveimur ferðum. Tvö þúsund skammtar af LSD komu með póstinum.

NASA rannsakar Regnmanninn

Vísindamenn á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, eru byrjaðir að rannsaka heilastarfsemi Kim Peek, einhverfs manns sem var fyrirmyndin að persónu Dustin Hoffman í myndinni Regnmaðurinn.

Færri glæpir en fleiri fangar

Bandarískum föngum fjölgaði á síðasta ári þrátt fyrir að bæði ofbeldisglæpum og þjófnuðum fækkaði samkvæmt nýrri skýrslu bandaríska dómsmálaráðuneytisins.

Ekki vafasamt fólk til landsins

"Við viljum ekki svona hópa inn í landið," segir Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, um danska meðlimi vélhjólasamtakanna Hogriders, sem vísað var úr landi á laugardag. Georg vill ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar um mennina koma en segir lögregluna fylgjast með slíkum hópum.

Kærð vegna límmiða

Skólayfirvöldum í Cobb sýslu í Georgíu hefur verið stefnt fyrir dómstóla vegna límmiða sem límdur er í námsbækur þar sem fjallað er um þróunarkenninguna. Á límmiðanum segir að einungis sé um kenningu að ræða en ekki staðreynd og segja gagnrýnendur þetta grafa undan aðskilnaði ríkis og kirkju.

Stýrði fjárkúgun úr fangaklefa

Mafíuforingi sem var dæmdur fyrir fjárkúgun hélt áfram að stýra starfseminni úr fangaklefa sínum. Hann kom skilaboðum fyrir í óhreina þvottinum sem hann lét ættingja sína sækja í fangelsi. Þannig kom hann fyrirskipunum áfram til undirmanna sinna sem héldu áfram að kúga fé út úr vínsölum á Sikiley.

Sjá næstu 50 fréttir