Innlent

Sölvi ráðinn skólastjóri

Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Verslunarskóla Íslands. Núverandi skólastjóri, Þorvarður Elíasson, mun láta af störfum í ágúst á næsta ári. Verslunarskólinn mun fagna 100 ára afmæli sínu á næsta ári. Gert er ráð fyrir að hinn nýi skólastjóri starfi í fyrstu með afmælisnefnd skólans, sem nú er að hefja störf. Þorvarður mun verða hæstráðandi skólans, þar til hann lætur af störfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×