Innlent

Aldraðir fái boðlega þjónustu

Framlag hins opinbera til tannlæknaþjónustu eldri borgara þarf að hækka, sagði Heimir Sindrason formaður Tannlæknafélags Íslands á málþingi sem félagið hélt um helgina. Þá kom fram á málþinginu, að breyta þyrfti áherslum í útgjöldum til tannheilbrigðismála þannig að veita megi eldri borgurum boðlega þjónustu á kostnað sjúkratrygginga. Lag sé til að auka útgjöld til tannlækninga eldri borgara vegna vannýttra fjárheimilda síðustu ára. Um eitt hundrað manns sóttu málþingið, þar af fjöldi eldri borgara. Í setningarræðu sinni vakti Heimir athygli á að eldri borgurum ætti eftir að fjölga um helming á næstu 30 árum. "Á þessu tímabili kemur inn ný kynslóð eldri borgara sem, eins og tölur sýna, eru að miklum hluta með eigin tennur. Þessi hópur mun kalla á kostnaðarsamt viðhald og umfang þess verður meira en þekkst hefur fram að þessu," sagði Heimir. Hann benti einnig á að þar sem fjárheimildir áranna 2001-2003 hefðu verið vannýttar um 262 milljónir króna væri lag að veita meira fé til tannlækninga eldri borgara en gert er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×