Innlent

Einn Íslendinganna þungt haldinn

Einn íslensku friðargæsluliðanna sem lentu í sjálfsmorðsárás í Kabúl í Afganistan í gær er þungt haldinn á sjúkrahúsi, samkvæmt því sem talsmaður friðargæsluliðs NATO í landinu segir. Samkvæmt frétt Reuters voru það íslenskir hermenn sem urðu fyrir árásinni. Tveir fórust í sjálfsmorðsárásinni í gærdag en bandarísk kona og ung, afgönsk stúlka létust af sárum sínum. Upphaflega var hermt að enginn hefði slasast eða látist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×