Fleiri fréttir Bresk stjórnvöld gefa ekki eftir Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í morgun að Bretar hyggðust hvorki greiða lausnargjald, né láta undan öðrum kröfum mannræningja Kenneth Bigleys til að fá hann lausan. Það yrði aðeins hvatning til mannræningja um að auka umsvif sín. 30.9.2004 00:01 Samningamenn svartsýnir Samningamenn kennara og samningamenn sveitarfélaganna virðast vera álíka svartsýnir á að nokkur árangur verði af samningafundi sem hófst klukkan níu hjá Ríkissáttasemjara eftir viku hlé á viðræðum. Hvorugur hefur boðað tilslakanir eða ný tilboð og sáttatillaga af hálfu Ríkissáttasemjara liggur ekki í loftinu. 30.9.2004 00:01 St. Helen við það að gjósa? Bandaríska eldfjallið St. Helen gæti gosið þá og þegar. Bandarískir vísindamenn hafa sent frá sér viðvörun um að eldfjallið, sem er nærri Seattle í Washington, sé líklegt til að gjósa á næstunni. 30.9.2004 00:01 Leysti frá skjóðunni Einn höfuðpauranna í höfundarréttarstuldinum, sem lögregla hóf víðtæka rannsókn á í fyrrakvöld, ákvað í gærkvöldi að leysa frá skjóðunni til að komast hjá því að verða úrskurðaður í gæsluvarðhald. Var hann þá kominn ásamt lögreglumönnum í húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fjalla átti um kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. 30.9.2004 00:01 Börn gangi um sjálfala Samtökin Heimili og skóli hafa áhyggjur af því að börn gangi um sjálfala meðan verkfall grunnskólakennara varir. Svo virðist sem kennarar séu einnig í hálfgerðu reiðileysi. 30.9.2004 00:01 Umbætur í Noregi í kjölfar árásar Norska loftferðaeftirlitið hefur ákveðið að strax í dag skuli umbætur hafnar á þeim tuttugu og níu innanlandsflugvöllum af fjörutíu og sex þar sem ekkert öryggiseftirlit hefur verið til þessa. Þetta er gert í kjölfar þess að óður maður réðst á flugmenn með exi í innanlandsflugi í gær. 30.9.2004 00:01 Lögregla leitar enn bílþjófa Lögreglan á Akureyri leitar enn skemmdarvarga og þjófa sem brutust inn í sextán bíla í bænum í fyrrinótt í leit að peningum í þeim. Þeir brutu rúður í bílunum til að komast inn í þá og rótuðu í öllu lauslegu en stálu engum verðmætum, eins og hjómflutningstækjum. 30.9.2004 00:01 Fyrstu kappræðurnar í kvöld Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna George W. Bush og Johns Kerrys fara fram í kvöld. Í nýjustu könnunum hefur Bush haft allt að átta prósentum meira fylgi en Kerry. Kappræður milli forsetaframbjóðenda hafa í gegnum tíðina oft haft nokkur áhrif á fylgi þeirra. 30.9.2004 00:01 Verðhækkanir koma niður á útgerð Olíuverðshækkanirnar að undanförnu koma hart niður á útgerðinni og þá einkum á útgerð stórra frystitogara sem nota á annan tug tonna af olíu á sólarhring. Þeir eru bæði með aflmiklar aðalvélar, fiskvinnslubúnaðurinn um borð er knúinn áfram með olíu og loks knýr olía frystinguna sjálfa. 30.9.2004 00:01 Þrjátíu létust í sprengingum Allt að þrjátíu og þrír, bæði írakskir borgarar og bandarískir hermenn, létu lífið í tveimur sprengjutilræðum í suðurhluta Bagdads nú fyrir stundu. Sprengjurnar sprungu skammt frá bílalest bandarískra hermanna. Sú seinni sprakk þegar hermennirnir reyndu að aðstoða þá sem særðust í fyrstu sprengingunni. 30.9.2004 00:01 Rússar staðfesta Kyoto-bókunina Ríkisstjórn Rússlands staðfesti Kyoto-bókunina í morgun og þar með virðist sem þessi sjö ára gamli samningur muni loks hljóta fullgildingu sem alþjóðasáttmáli. Þessi staðfesting Rússa er gríðarlega mikilvægur áfangi í umhverfisvernd. 30.9.2004 00:01 Fimmtán létust í Japan Fimmtán létu lífið í Japan í flóðum og aurskriðum í kjölfar fellibyljarins Meari sem gekk yfir vesturhluta landsins í gær. Meari er áttundi fellibylurinn sem gengur á land í Japan á þessu ári en alls hafa um fimmtíu manns látið lífið í þessum óveðrum. 30.9.2004 00:01 Úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni, amfetamíni og LSD. Þar með sitja sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm hér á landi og tveir í Hollandi. 30.9.2004 00:01 41 liggur í valnum Fjörutíu og einn maður hið minnsta liggur í valnum eftir þrjú sprengjustilræði í Bagdad í Írak í morgun. Bandarískir hermenn í Írak verða að meðaltali fyrir um áttatíu árásum á degi hverjum. 30.9.2004 00:01 Fjöldaganga kennara og nema Á annað þúsund kennarar og kennaranemar mættu við höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamenn sína þegar samningafundur var að hefjast þar í morgun. Síðan var haldið í fjöldagöngu niður í ráðhús þar sem Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, las upp svohljóðandi orðsendingu til borgaryfirvalda: 30.9.2004 00:01 Braut meginreglu stjórnsýslulaga Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, sem Hæstiréttur taldi annan af hæfustu umsækjendum um dómarastöðu við Hæstarétt, telur að settur dómsmálaráðherra hafi brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög þegar hann skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í gær. 30.9.2004 00:01 Hringurinn þrengdur um þjóðarblóm Sjö blóm hafa verið valin til úrslita í keppninni um sæmdarheitið ,,þjóðarblóm“ Íslendinga. Valið stendur á milli blágresis, blóðbergs, geldingarhnapps, gleym-mér-eyjar, holtasóleyjar, hrafnafífu og lambagrass, og fá landsmenn að kjósa um þau í skoðanakönnun næstu tvær vikur. 30.9.2004 00:01 Umhverfisráðherra fagnar áfanganum Ríkisstjórn Rússlands staðfesti Kyoto-bókunina í morgun og þar með virðist sem þessi sjö ára gamli samningur muni loks hljóta fullgildingu sem alþjóðasáttmáli. Umhverfisráðherra Íslands fagnar þessum áfanga og telur að þetta geti sett þrýsting á Bandaríkin um að láta af andstöðu sinni við samninginn. 30.9.2004 00:01 150 barnaníðingar handteknir Lögregla í Ástralíu hefur handtekið meira en 150 manns í stærstu lögregluaðgerð í sögu landsins gegn barnaklámi. Þeir eru allir grunaðir um framleiðslu, dreifingu og niðurhal á barnaklámi og einnig fyrir að hafa skipulagt ferðir fyrir barnaníðinga þar sem þeir gátu fengið útrás fyrir fýsnir sínar. 30.9.2004 00:01 Árni skipaður á ný Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra skipaði í gær dr. Árna Einarsson líffræðing til þess að gegna áfram stöðu forstöðumanns Náttúrurannsóknastöðvarinnar til næstu fimm ára. Árni hefur starfað sem forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar frá árinu 1996. 30.9.2004 00:01 Munu hlusta á mannræningja Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir að stjórnvöld séu viljug til að hlusta á kröfur mannræningja ef þeir snúa sér beint til þeirra, en að útilokað sé að greiða lausnargjald fyrir gísla líkt og talið er að ítölsk stjórnvöld hafi gert fyrir tvær ítalskar konur sem sleppt var úr haldi mannræningja í fyrradag. 30.9.2004 00:01 Kynmök við dýr leyfileg Dómsmálaráðherra Danmerkur vill ekki setja skilyrðislaust bann við af hafa kynmök við dýr. Þetta kemur fram í svari ráðherrans til Dýraverndunarsamtaka Danmerkur. 30.9.2004 00:01 Helmingur allra karla ákærður Réttarhöld yfir helmingi allra karla á Pitcairn-eyju hófust í dag. Mennirnir eru ákærðir fyrir nauðganir. Alls sitja sjö karlmenn á sakamannabekknum en íbúar á Pitcairn-eyju eru 47. Ákærurnar ná 40 ár aftur í tímann og átta konur bera vitni við réttarhöldin. 30.9.2004 00:01 34 börn hafa látist í dag Af þeim rúmlega fjörutíu sem látist hafa í sprengingum í Írak í dag eru þrjátíu og fjögur börn. Flest þeirra voru í námunda við bandaríska hermenn til að fá hjá þeim sælgæti. 139 særðust í tilræðunum, meirihlutinn börn. 30.9.2004 00:01 Bæjarstjórn mátti fresta fundi Félagsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfu minnihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja, um að frestun á fundi bæjarstjórnar þann 16.september verði gerð ógild. 30.9.2004 00:01 Lyfjum stolið úr togara Brotis var inn í togarann Sighvat Bjarnason VE í Vestmannaeyahöfn í nótt. Lögreglan í Eyjum fékk tilkynningu um þetta laust fyrir hádegi. Að sögn lögreglu braut þjófurinn upp lyfjakistu skipsins og hafði þaðan á brott pedidín sem er lyf skylt morfíni. 30.9.2004 00:01 Lögreglan lýsir eftir dreng Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Albert Þór Benediktssyni, 14 ára, sem síðast sást til í Faxafeni sunnudaginn 26. september síðastliðinn klukkan 17:50. Þeir sem hafa orðið hans varir, eða vita hvar hann er nú, eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma við 444 1102. 30.9.2004 00:01 Sameining sveitarfélaga í pípunum Líklegt er að íbúar 80 sveitarfélaga gangi að kjörborðinu næsta vor til að greiða atkvæði um sameiningu við nágrannasveitarfélög. Það gerist ef tillögur um breytingar á sveitarfélagaskipan ná fram að ganga en þær verða kynntar á blaðamannafundi sem er nýhafinn á Hóteli Nordica. 30.9.2004 00:01 Með tíu gísla í haldi Íslamskur hópur sem kallar sig „Íslamskur her Íraks - herdeild vesturhéraðanna“ fullyrðir að hann hafi tíu gísla á valdi sínu. Sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi myndband frá hópnum í dag en hópurinn segist hafa tvær indónesískar konur, tvo Líbani og sex Íraka í haldi. 30.9.2004 00:01 Fækkun sveitarfélaga úr 103 í 39 Sveitarfélögum á Íslandi fækkar úr 103 í 39 samkvæmt tillögum nefndar um sameiningu sveitarfélaga sem kynntar voru á fundi á Hótel Nordica í dag. Á meðal tillagna nefndarinnar er að Suðurnes verði gerð að einu sveitarfélagi. Þar með yrði það eitt af stærstu sveitarfélögum landsins með tæplega 17 þúsund íbúa. 30.9.2004 00:01 350 milljónir í nýja heilsugæslu Framkvæmdir við stækkun Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar um þúsund fermetra og endurnýjun núverandi húsnæðis alveg frá grunni hefjast á næsta ári að sögn Konráðs Baldvinssonar, framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Heildarkostnaðurinn er áætlaður um 350 milljónir króna. 30.9.2004 00:01 Samningafundi slitið Fundi samninganefnda Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaganna var slitið á fimmta tímanum og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan eitt á morgun. Engin niðurstaða er komin í málið en reynt verður áfram á morgun. 30.9.2004 00:01 Siglfirðingar vongóðir um göng Bæjaryfirvöld á Siglufirði hafa þegar hafið framkvæmdir sem tengjast gerð Héðinsfjarðarganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Verið er að byggja brú yfir Fjarðará sem tengist vegi sem liggur að gangamunnanum. 30.9.2004 00:01 Íslandsmet í fésektum Örn Garðarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Brasserie Borgar játaði, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, rúmlega sextíu milljóna króna skattsvik. Á síðasta ári var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir fimmtán milljón króna skattsvik og til greiðslu þrjátíu milljón króna sektar. 30.9.2004 00:01 Enn einn handtekinn Einn enn hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál síðustu ára. Maðurinn sem er um þrítugt var handtekinn í fyrradag og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald síðar sama dag. 30.9.2004 00:01 Lögbannið fellt úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi lögbann við að Siðanefnd Háskóla Íslands fjalli um vinnubrögð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar þegar hann reit fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness í fyrra. 30.9.2004 00:01 Morfíntengdum lyfjum stolið Brotist var inn í Sighvat Bjarnason VE-81 í Vestmannaeyjahöfn í fyrrinótt. Lyfjakista skipsins var brotin upp og þaðan stolið lyfjum, meðal annars lyfinu Petidín sem er morfíntengt. 30.9.2004 00:01 Krefst fjögurra ára fangelsis Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl. 30.9.2004 00:01 Tugir barna létu lífið Fleiri börn féllu í sprengjuárás í Bagdad í gær en höfðu áður látist í einni árás frá því að innrásin í Írak hófst fyrir tæpu hálfu öðru ári síðan. Nær 50 manns létu lífið í þremur árásum í Bagdad. Flestir þeirra sem létust voru börn, 35 af þeim 46 sem létust. Að auki særðust rúmlega 200 manns, að sögn sjúkrahússtarfsfólks og hermálayfirvalda. 30.9.2004 00:01 Semja ekki um lausn gíslanna Bretar munu hvorki greiða lausnargjald né verða við kröfum um breytingar á stjórnarstefnu til að fá breska gíslinn Kenneth Bigley leystan úr haldi mannræningja í Írak. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði stjórnina ákveðna í að gefa ekkert eftir gagnvart mannræningjunum. 30.9.2004 00:01 Rússar staðfesta Kyotosáttmálann Rússar hafa ákveðið að staðfesta Kyoto-sáttmálann um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þar með aukast líkurnar á því að sáttmálinn frá 1997 taki gildi en til þess þurfa minnst 55 ríki sem bera ábyrgð á a.m.k. 55 prósentum af útblæstri gróðurhúsalofttegunda að staðfesta sáttmálann. 30.9.2004 00:01 Slapp með skrekkinn Fulltrúar á flokksþingi Verkamannaflokksins í Brighton samþykktu ályktun þar sem stuðningi er lýst við að breskt herlið verði áfram í Írak með stuðningi Sameinuðu þjóðanna og samþykki íraskra stjórnvalda. Mikill meirihluti þingfulltrúa samþykkti tillöguna með lófaklappi. 30.9.2004 00:01 Heimildir brjóta gegn stjórnarskrá Í annað sinn á skömmum tíma hefur fallið dómur þar sem svokölluð þjóðræknislög, sem Bandaríkjaþing samþykkti eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001, eru sögð brjóta gegn stjórnarskránni. Lögin veita bandarískum lögreglustofnunum víðtækar leitar- og eftirlitsheimildir sem dómarar segja ganga of nærri persónuvernd einstaklinganna. 30.9.2004 00:01 Vill berjast í Tsjetsjeníu "Ég ætla til Tsjetsjeníu til að berjast fyrir múslima. Múslimar eru ofsóttir í Tsjetsjeníu og Rússarnir fremja hryðjuverk gegn þeim," sagði Slimane Hadj Abderrahmane í viðtali við dönsku útvarpsstöðina DR-1. 30.9.2004 00:01 Sölu Símans frestað til 2008 Þingflokkur Vinstri-grænna hefur ákveðið hver verði tíu fyrstu mál þingflokksins á komandi þingi. Þau helstu eru frumvarp til laga um breytingu á lögum um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf., breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt og þingsályktunartillaga um gjaldfrjálsan leikskóla. 30.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Bresk stjórnvöld gefa ekki eftir Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í morgun að Bretar hyggðust hvorki greiða lausnargjald, né láta undan öðrum kröfum mannræningja Kenneth Bigleys til að fá hann lausan. Það yrði aðeins hvatning til mannræningja um að auka umsvif sín. 30.9.2004 00:01
Samningamenn svartsýnir Samningamenn kennara og samningamenn sveitarfélaganna virðast vera álíka svartsýnir á að nokkur árangur verði af samningafundi sem hófst klukkan níu hjá Ríkissáttasemjara eftir viku hlé á viðræðum. Hvorugur hefur boðað tilslakanir eða ný tilboð og sáttatillaga af hálfu Ríkissáttasemjara liggur ekki í loftinu. 30.9.2004 00:01
St. Helen við það að gjósa? Bandaríska eldfjallið St. Helen gæti gosið þá og þegar. Bandarískir vísindamenn hafa sent frá sér viðvörun um að eldfjallið, sem er nærri Seattle í Washington, sé líklegt til að gjósa á næstunni. 30.9.2004 00:01
Leysti frá skjóðunni Einn höfuðpauranna í höfundarréttarstuldinum, sem lögregla hóf víðtæka rannsókn á í fyrrakvöld, ákvað í gærkvöldi að leysa frá skjóðunni til að komast hjá því að verða úrskurðaður í gæsluvarðhald. Var hann þá kominn ásamt lögreglumönnum í húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fjalla átti um kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. 30.9.2004 00:01
Börn gangi um sjálfala Samtökin Heimili og skóli hafa áhyggjur af því að börn gangi um sjálfala meðan verkfall grunnskólakennara varir. Svo virðist sem kennarar séu einnig í hálfgerðu reiðileysi. 30.9.2004 00:01
Umbætur í Noregi í kjölfar árásar Norska loftferðaeftirlitið hefur ákveðið að strax í dag skuli umbætur hafnar á þeim tuttugu og níu innanlandsflugvöllum af fjörutíu og sex þar sem ekkert öryggiseftirlit hefur verið til þessa. Þetta er gert í kjölfar þess að óður maður réðst á flugmenn með exi í innanlandsflugi í gær. 30.9.2004 00:01
Lögregla leitar enn bílþjófa Lögreglan á Akureyri leitar enn skemmdarvarga og þjófa sem brutust inn í sextán bíla í bænum í fyrrinótt í leit að peningum í þeim. Þeir brutu rúður í bílunum til að komast inn í þá og rótuðu í öllu lauslegu en stálu engum verðmætum, eins og hjómflutningstækjum. 30.9.2004 00:01
Fyrstu kappræðurnar í kvöld Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna George W. Bush og Johns Kerrys fara fram í kvöld. Í nýjustu könnunum hefur Bush haft allt að átta prósentum meira fylgi en Kerry. Kappræður milli forsetaframbjóðenda hafa í gegnum tíðina oft haft nokkur áhrif á fylgi þeirra. 30.9.2004 00:01
Verðhækkanir koma niður á útgerð Olíuverðshækkanirnar að undanförnu koma hart niður á útgerðinni og þá einkum á útgerð stórra frystitogara sem nota á annan tug tonna af olíu á sólarhring. Þeir eru bæði með aflmiklar aðalvélar, fiskvinnslubúnaðurinn um borð er knúinn áfram með olíu og loks knýr olía frystinguna sjálfa. 30.9.2004 00:01
Þrjátíu létust í sprengingum Allt að þrjátíu og þrír, bæði írakskir borgarar og bandarískir hermenn, létu lífið í tveimur sprengjutilræðum í suðurhluta Bagdads nú fyrir stundu. Sprengjurnar sprungu skammt frá bílalest bandarískra hermanna. Sú seinni sprakk þegar hermennirnir reyndu að aðstoða þá sem særðust í fyrstu sprengingunni. 30.9.2004 00:01
Rússar staðfesta Kyoto-bókunina Ríkisstjórn Rússlands staðfesti Kyoto-bókunina í morgun og þar með virðist sem þessi sjö ára gamli samningur muni loks hljóta fullgildingu sem alþjóðasáttmáli. Þessi staðfesting Rússa er gríðarlega mikilvægur áfangi í umhverfisvernd. 30.9.2004 00:01
Fimmtán létust í Japan Fimmtán létu lífið í Japan í flóðum og aurskriðum í kjölfar fellibyljarins Meari sem gekk yfir vesturhluta landsins í gær. Meari er áttundi fellibylurinn sem gengur á land í Japan á þessu ári en alls hafa um fimmtíu manns látið lífið í þessum óveðrum. 30.9.2004 00:01
Úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni, amfetamíni og LSD. Þar með sitja sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fimm hér á landi og tveir í Hollandi. 30.9.2004 00:01
41 liggur í valnum Fjörutíu og einn maður hið minnsta liggur í valnum eftir þrjú sprengjustilræði í Bagdad í Írak í morgun. Bandarískir hermenn í Írak verða að meðaltali fyrir um áttatíu árásum á degi hverjum. 30.9.2004 00:01
Fjöldaganga kennara og nema Á annað þúsund kennarar og kennaranemar mættu við höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamenn sína þegar samningafundur var að hefjast þar í morgun. Síðan var haldið í fjöldagöngu niður í ráðhús þar sem Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, las upp svohljóðandi orðsendingu til borgaryfirvalda: 30.9.2004 00:01
Braut meginreglu stjórnsýslulaga Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, sem Hæstiréttur taldi annan af hæfustu umsækjendum um dómarastöðu við Hæstarétt, telur að settur dómsmálaráðherra hafi brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög þegar hann skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í gær. 30.9.2004 00:01
Hringurinn þrengdur um þjóðarblóm Sjö blóm hafa verið valin til úrslita í keppninni um sæmdarheitið ,,þjóðarblóm“ Íslendinga. Valið stendur á milli blágresis, blóðbergs, geldingarhnapps, gleym-mér-eyjar, holtasóleyjar, hrafnafífu og lambagrass, og fá landsmenn að kjósa um þau í skoðanakönnun næstu tvær vikur. 30.9.2004 00:01
Umhverfisráðherra fagnar áfanganum Ríkisstjórn Rússlands staðfesti Kyoto-bókunina í morgun og þar með virðist sem þessi sjö ára gamli samningur muni loks hljóta fullgildingu sem alþjóðasáttmáli. Umhverfisráðherra Íslands fagnar þessum áfanga og telur að þetta geti sett þrýsting á Bandaríkin um að láta af andstöðu sinni við samninginn. 30.9.2004 00:01
150 barnaníðingar handteknir Lögregla í Ástralíu hefur handtekið meira en 150 manns í stærstu lögregluaðgerð í sögu landsins gegn barnaklámi. Þeir eru allir grunaðir um framleiðslu, dreifingu og niðurhal á barnaklámi og einnig fyrir að hafa skipulagt ferðir fyrir barnaníðinga þar sem þeir gátu fengið útrás fyrir fýsnir sínar. 30.9.2004 00:01
Árni skipaður á ný Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra skipaði í gær dr. Árna Einarsson líffræðing til þess að gegna áfram stöðu forstöðumanns Náttúrurannsóknastöðvarinnar til næstu fimm ára. Árni hefur starfað sem forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar frá árinu 1996. 30.9.2004 00:01
Munu hlusta á mannræningja Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir að stjórnvöld séu viljug til að hlusta á kröfur mannræningja ef þeir snúa sér beint til þeirra, en að útilokað sé að greiða lausnargjald fyrir gísla líkt og talið er að ítölsk stjórnvöld hafi gert fyrir tvær ítalskar konur sem sleppt var úr haldi mannræningja í fyrradag. 30.9.2004 00:01
Kynmök við dýr leyfileg Dómsmálaráðherra Danmerkur vill ekki setja skilyrðislaust bann við af hafa kynmök við dýr. Þetta kemur fram í svari ráðherrans til Dýraverndunarsamtaka Danmerkur. 30.9.2004 00:01
Helmingur allra karla ákærður Réttarhöld yfir helmingi allra karla á Pitcairn-eyju hófust í dag. Mennirnir eru ákærðir fyrir nauðganir. Alls sitja sjö karlmenn á sakamannabekknum en íbúar á Pitcairn-eyju eru 47. Ákærurnar ná 40 ár aftur í tímann og átta konur bera vitni við réttarhöldin. 30.9.2004 00:01
34 börn hafa látist í dag Af þeim rúmlega fjörutíu sem látist hafa í sprengingum í Írak í dag eru þrjátíu og fjögur börn. Flest þeirra voru í námunda við bandaríska hermenn til að fá hjá þeim sælgæti. 139 særðust í tilræðunum, meirihlutinn börn. 30.9.2004 00:01
Bæjarstjórn mátti fresta fundi Félagsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfu minnihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja, um að frestun á fundi bæjarstjórnar þann 16.september verði gerð ógild. 30.9.2004 00:01
Lyfjum stolið úr togara Brotis var inn í togarann Sighvat Bjarnason VE í Vestmannaeyahöfn í nótt. Lögreglan í Eyjum fékk tilkynningu um þetta laust fyrir hádegi. Að sögn lögreglu braut þjófurinn upp lyfjakistu skipsins og hafði þaðan á brott pedidín sem er lyf skylt morfíni. 30.9.2004 00:01
Lögreglan lýsir eftir dreng Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Albert Þór Benediktssyni, 14 ára, sem síðast sást til í Faxafeni sunnudaginn 26. september síðastliðinn klukkan 17:50. Þeir sem hafa orðið hans varir, eða vita hvar hann er nú, eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma við 444 1102. 30.9.2004 00:01
Sameining sveitarfélaga í pípunum Líklegt er að íbúar 80 sveitarfélaga gangi að kjörborðinu næsta vor til að greiða atkvæði um sameiningu við nágrannasveitarfélög. Það gerist ef tillögur um breytingar á sveitarfélagaskipan ná fram að ganga en þær verða kynntar á blaðamannafundi sem er nýhafinn á Hóteli Nordica. 30.9.2004 00:01
Með tíu gísla í haldi Íslamskur hópur sem kallar sig „Íslamskur her Íraks - herdeild vesturhéraðanna“ fullyrðir að hann hafi tíu gísla á valdi sínu. Sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi myndband frá hópnum í dag en hópurinn segist hafa tvær indónesískar konur, tvo Líbani og sex Íraka í haldi. 30.9.2004 00:01
Fækkun sveitarfélaga úr 103 í 39 Sveitarfélögum á Íslandi fækkar úr 103 í 39 samkvæmt tillögum nefndar um sameiningu sveitarfélaga sem kynntar voru á fundi á Hótel Nordica í dag. Á meðal tillagna nefndarinnar er að Suðurnes verði gerð að einu sveitarfélagi. Þar með yrði það eitt af stærstu sveitarfélögum landsins með tæplega 17 þúsund íbúa. 30.9.2004 00:01
350 milljónir í nýja heilsugæslu Framkvæmdir við stækkun Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar um þúsund fermetra og endurnýjun núverandi húsnæðis alveg frá grunni hefjast á næsta ári að sögn Konráðs Baldvinssonar, framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Heildarkostnaðurinn er áætlaður um 350 milljónir króna. 30.9.2004 00:01
Samningafundi slitið Fundi samninganefnda Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaganna var slitið á fimmta tímanum og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan eitt á morgun. Engin niðurstaða er komin í málið en reynt verður áfram á morgun. 30.9.2004 00:01
Siglfirðingar vongóðir um göng Bæjaryfirvöld á Siglufirði hafa þegar hafið framkvæmdir sem tengjast gerð Héðinsfjarðarganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Verið er að byggja brú yfir Fjarðará sem tengist vegi sem liggur að gangamunnanum. 30.9.2004 00:01
Íslandsmet í fésektum Örn Garðarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Brasserie Borgar játaði, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, rúmlega sextíu milljóna króna skattsvik. Á síðasta ári var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir fimmtán milljón króna skattsvik og til greiðslu þrjátíu milljón króna sektar. 30.9.2004 00:01
Enn einn handtekinn Einn enn hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál síðustu ára. Maðurinn sem er um þrítugt var handtekinn í fyrradag og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald síðar sama dag. 30.9.2004 00:01
Lögbannið fellt úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi lögbann við að Siðanefnd Háskóla Íslands fjalli um vinnubrögð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar þegar hann reit fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness í fyrra. 30.9.2004 00:01
Morfíntengdum lyfjum stolið Brotist var inn í Sighvat Bjarnason VE-81 í Vestmannaeyjahöfn í fyrrinótt. Lyfjakista skipsins var brotin upp og þaðan stolið lyfjum, meðal annars lyfinu Petidín sem er morfíntengt. 30.9.2004 00:01
Krefst fjögurra ára fangelsis Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl. 30.9.2004 00:01
Tugir barna létu lífið Fleiri börn féllu í sprengjuárás í Bagdad í gær en höfðu áður látist í einni árás frá því að innrásin í Írak hófst fyrir tæpu hálfu öðru ári síðan. Nær 50 manns létu lífið í þremur árásum í Bagdad. Flestir þeirra sem létust voru börn, 35 af þeim 46 sem létust. Að auki særðust rúmlega 200 manns, að sögn sjúkrahússtarfsfólks og hermálayfirvalda. 30.9.2004 00:01
Semja ekki um lausn gíslanna Bretar munu hvorki greiða lausnargjald né verða við kröfum um breytingar á stjórnarstefnu til að fá breska gíslinn Kenneth Bigley leystan úr haldi mannræningja í Írak. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði stjórnina ákveðna í að gefa ekkert eftir gagnvart mannræningjunum. 30.9.2004 00:01
Rússar staðfesta Kyotosáttmálann Rússar hafa ákveðið að staðfesta Kyoto-sáttmálann um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þar með aukast líkurnar á því að sáttmálinn frá 1997 taki gildi en til þess þurfa minnst 55 ríki sem bera ábyrgð á a.m.k. 55 prósentum af útblæstri gróðurhúsalofttegunda að staðfesta sáttmálann. 30.9.2004 00:01
Slapp með skrekkinn Fulltrúar á flokksþingi Verkamannaflokksins í Brighton samþykktu ályktun þar sem stuðningi er lýst við að breskt herlið verði áfram í Írak með stuðningi Sameinuðu þjóðanna og samþykki íraskra stjórnvalda. Mikill meirihluti þingfulltrúa samþykkti tillöguna með lófaklappi. 30.9.2004 00:01
Heimildir brjóta gegn stjórnarskrá Í annað sinn á skömmum tíma hefur fallið dómur þar sem svokölluð þjóðræknislög, sem Bandaríkjaþing samþykkti eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001, eru sögð brjóta gegn stjórnarskránni. Lögin veita bandarískum lögreglustofnunum víðtækar leitar- og eftirlitsheimildir sem dómarar segja ganga of nærri persónuvernd einstaklinganna. 30.9.2004 00:01
Vill berjast í Tsjetsjeníu "Ég ætla til Tsjetsjeníu til að berjast fyrir múslima. Múslimar eru ofsóttir í Tsjetsjeníu og Rússarnir fremja hryðjuverk gegn þeim," sagði Slimane Hadj Abderrahmane í viðtali við dönsku útvarpsstöðina DR-1. 30.9.2004 00:01
Sölu Símans frestað til 2008 Þingflokkur Vinstri-grænna hefur ákveðið hver verði tíu fyrstu mál þingflokksins á komandi þingi. Þau helstu eru frumvarp til laga um breytingu á lögum um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf., breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt og þingsályktunartillaga um gjaldfrjálsan leikskóla. 30.9.2004 00:01