Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. janúar 2026 21:02 Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var með þrettán stoðsendingar í kvöld. Vísir/Anton KR fór í góða heimsókn í AvAir-höllina á Akranesi í Bónus-deild karla í kvöld og mættu þar heimamönnum í ÍA sem fyrir leikinn sátu neðst í töflunni eftir arfaslakt gengi undanfarna mánuði. Gestirnir fóru glaðir heim í Vesturbæinn eftir leik með 22 stiga sigur, 98-120. Gestirnir byrjuðu betur og voru fljótlega komnir með sjö stiga forskot sem átti eftir að fylgja þeim út hálfleikinn. Heimamenn gerðu þó sitt besta til þess að minnka muninn framan af og eftir leikhlé á fjórðu mínútu kom góður kafli. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-29, gestunum í vil. Annar leikhluti var mjög tvískiptur. ÍA byrjaði betur og minnkaði muninn niður í 6 stig eftir að Kristófer Gíslason skoraði tvo þrista inn af bekknum. Svo tóku gestirnir við sér, hlupu yfir heimamenn og komust mest 17 stigum yfir. KR-liðið dregið áfram af kraftinum í Kenneth Jamar sem kláraði fyrri hálfleik með 21 stig og 7 fráköst. Skagamenn létu þó ekki þar við sitja heldur náðu góðu áhlaupi þegar leið á 2. leikhluta og fóru inn í búningsklefa í hálfleik 10 stigum undir, 47-57. Þriðji leikhluti var nokkuð jafn og skiptust liðin á að skora stig á töfluna. Daryll Morsell dró vagninn hjá heimamönnum í stigaskorun og loksins er kominn maður í fráköstin fyrir ÍA eftir að Gojko Zudzum meiddist. Leikmenn beggja liða voru ósáttir við dómara leiksins, vildu fá villur sitt á hvað og tveir leikmenn ÍA, þeir Josip Barnjak og Daryll Morsell, fengu báðir tæknivillu fyrir mótmæli sín. Staðan eftir þriðja leikhluta, 70-83, gestunum í vil. Fjórði leikhluti var einhvers konar þristasýning hjá KR. Nánast öll stigin sem þeir skoruðu komu úr þriggja stiga skotum og þar af leiðandi hleyptu þeir ÍA aldrei nálægt sér. Þrír leikmenn ÍA fóru á bekkinn með fimm villur og leikurinn fjaraði út. Lokatölur voru 22 stiga sigur gestanna á KR 98-120. Atvik leiksins Það var í raun ekkert sérstakt atvik sem stóð upp úr hérna í kvöld. KR-ingar tóku forystuna snemma og mölluðu bara áfram það sem eftir lifði leiksins, hleyptu ÍA aldrei nógu nálægt sér til þess að þetta yrði einhver leikur. Stjörnur og skúrkar Hjá ÍA voru Daryll Morsell 27-7-2 og Victor Bafutto 18-15-1 atkvæðamestir. Hjá KR var Kenneth Jamar bestur með 30-12-3 og 38 framlagsstig. Þórir og Linards með 30 framlagsstig hvor. Dómararnir Fínn leikur hjá dómurunum í kvöld, en ekki mikið út á að setja. Umgjörð og stemning Það er alveg að verða áþreifanlegt hversu illa hefur gengið hjá Skagamönnum. Mætingin í stúkuna versnar og stemningin með því. Umgjörðin er þó enn þá góð. Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR.Vísir/Bára Jakob: Hann fær tækifæri tvisvar til þrisvar í leiknum til þess að drepa leikinn Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR, var að vonum sáttur með sitt lið eftir góðan sigur gegn ÍA í kvöld. „Mér fannst við byrja mjög vel og ná tökum á leiknum strax frá byrjun. Við náðum ágætis forskoti snemma og náðum svo að halda því út leikinn. Auðvitað hefði ég viljað ná að auka við það og halda orkunni og einbeitingunni varnarlega í gegnum allan leikinn. Heilt yfir samt bara sáttur,“ sagði Jakob Örn. Eins og Jakob nefnir þá var KR í forystu allan leikinn en tókst ekki að slíta ÍA alveg frá sér. Mest fóru þeir 17 stigum yfir í 2. leikhluta en í kjölfarið náðu Skagamenn góðu áhlaupi og minnkuðu muninn strax aftur niður. „Það er erfitt að útskýra það. En það er akkúrat það sem ég er að tala um. Mér fannst við vera með góð tök og náum muninum upp í 15, 17, 18 stig og fengum tækifæri tvisvar til þrisvar í leiknum til þess að drepa leikinn. Við hleyptum þeim inn í leikinn aftur bæði því þeir gerðu vel en líka því við vorum að gefa þeim sóknarfráköst og fleiri tækifæri til þess að skora í sókninni. Það er kannski aðallega það sem ég er ósáttur við hérna í kvöld,“ sagði þjálfari KR. Óskar: Mér finnst ég bara vera alltaf að segja sömu hlutina Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍA var allt annað en sáttur eftir tap kvöldsins eins og gefur að skilja. Skagamenn hafa nú tapað 8 leikjum í röð í deildinni og 10 af síðustu 11 leikjum. „Ég er bara ósáttur. Mér finnst ég bara vera alltaf að segja sömu hlutina, að mér finnst við brotna of fljótt. Það er erfitt fyrir okkur að tveir bestu mennirnir okkar fari út af með fimm villur snemma í fjórða leikhluta. Báðir fá tæknivillu fyrr í leiknum þar sem þeir hefðu bara getað haldið munninum lokuðum, haldið áfram og spilað út leikinn,“ sagði Óskar Þór. Gojko Zudzum, besti leikmaður ÍA og einn sá besti í deildinni, hefur verið meiddur í dágóðan tíma núna en er byrjaður að æfa aftur. Það gefur ÍA von um betri tíma. „Já auðvitað, en við horfðum samt líka í að reyna að snúa þessu við í þessum leikjum áður en hann kemur aftur. Þegar hann er klár þá spilar hann og vonandi kemur hann inn með einhverja nýja orku. Hann er bara svo sterkur, mörg lið verða að tvöfalda á hann sem þýðir að það opnast svo mikið fyrir aðra. Gojko er burðarstólpi í þessu liði sem við byggjum í kringum og að sjálfsögðu munar mikið um hann,“ sagði þjálfari ÍA að lokum. Styrmir: Við misstum bara sjálfstraustið þarna í nokkrum leikjum „Við höldum bara áfram, sko. Það er þreytt að tapa en við getum ekki verið að svekkja okkur á því, það er bara næsti leikur og áfram gakk,“ sagði Styrmir Jónasson leikmaður ÍA. Skagamenn hófu leiktíðina af krafti, náðu góðum sigrum og stóðu í bestu liðum deildarinnar. Síðan þá hefur illa gengið. „Við misstum bara sjálfstraustið þarna í nokkrum leikjum og erum ekki alveg komnir með það til baka. Það sér bara á öllum að það vantar sjálfstraustið. Við erum bara alveg við það að ná okkur, ef við náum bara aðeins að laga okkur til þá getum við barist við alla,“ sagði Styrmir um síðustu leiki. Bónus-deild karla ÍA KR
KR fór í góða heimsókn í AvAir-höllina á Akranesi í Bónus-deild karla í kvöld og mættu þar heimamönnum í ÍA sem fyrir leikinn sátu neðst í töflunni eftir arfaslakt gengi undanfarna mánuði. Gestirnir fóru glaðir heim í Vesturbæinn eftir leik með 22 stiga sigur, 98-120. Gestirnir byrjuðu betur og voru fljótlega komnir með sjö stiga forskot sem átti eftir að fylgja þeim út hálfleikinn. Heimamenn gerðu þó sitt besta til þess að minnka muninn framan af og eftir leikhlé á fjórðu mínútu kom góður kafli. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-29, gestunum í vil. Annar leikhluti var mjög tvískiptur. ÍA byrjaði betur og minnkaði muninn niður í 6 stig eftir að Kristófer Gíslason skoraði tvo þrista inn af bekknum. Svo tóku gestirnir við sér, hlupu yfir heimamenn og komust mest 17 stigum yfir. KR-liðið dregið áfram af kraftinum í Kenneth Jamar sem kláraði fyrri hálfleik með 21 stig og 7 fráköst. Skagamenn létu þó ekki þar við sitja heldur náðu góðu áhlaupi þegar leið á 2. leikhluta og fóru inn í búningsklefa í hálfleik 10 stigum undir, 47-57. Þriðji leikhluti var nokkuð jafn og skiptust liðin á að skora stig á töfluna. Daryll Morsell dró vagninn hjá heimamönnum í stigaskorun og loksins er kominn maður í fráköstin fyrir ÍA eftir að Gojko Zudzum meiddist. Leikmenn beggja liða voru ósáttir við dómara leiksins, vildu fá villur sitt á hvað og tveir leikmenn ÍA, þeir Josip Barnjak og Daryll Morsell, fengu báðir tæknivillu fyrir mótmæli sín. Staðan eftir þriðja leikhluta, 70-83, gestunum í vil. Fjórði leikhluti var einhvers konar þristasýning hjá KR. Nánast öll stigin sem þeir skoruðu komu úr þriggja stiga skotum og þar af leiðandi hleyptu þeir ÍA aldrei nálægt sér. Þrír leikmenn ÍA fóru á bekkinn með fimm villur og leikurinn fjaraði út. Lokatölur voru 22 stiga sigur gestanna á KR 98-120. Atvik leiksins Það var í raun ekkert sérstakt atvik sem stóð upp úr hérna í kvöld. KR-ingar tóku forystuna snemma og mölluðu bara áfram það sem eftir lifði leiksins, hleyptu ÍA aldrei nógu nálægt sér til þess að þetta yrði einhver leikur. Stjörnur og skúrkar Hjá ÍA voru Daryll Morsell 27-7-2 og Victor Bafutto 18-15-1 atkvæðamestir. Hjá KR var Kenneth Jamar bestur með 30-12-3 og 38 framlagsstig. Þórir og Linards með 30 framlagsstig hvor. Dómararnir Fínn leikur hjá dómurunum í kvöld, en ekki mikið út á að setja. Umgjörð og stemning Það er alveg að verða áþreifanlegt hversu illa hefur gengið hjá Skagamönnum. Mætingin í stúkuna versnar og stemningin með því. Umgjörðin er þó enn þá góð. Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR.Vísir/Bára Jakob: Hann fær tækifæri tvisvar til þrisvar í leiknum til þess að drepa leikinn Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR, var að vonum sáttur með sitt lið eftir góðan sigur gegn ÍA í kvöld. „Mér fannst við byrja mjög vel og ná tökum á leiknum strax frá byrjun. Við náðum ágætis forskoti snemma og náðum svo að halda því út leikinn. Auðvitað hefði ég viljað ná að auka við það og halda orkunni og einbeitingunni varnarlega í gegnum allan leikinn. Heilt yfir samt bara sáttur,“ sagði Jakob Örn. Eins og Jakob nefnir þá var KR í forystu allan leikinn en tókst ekki að slíta ÍA alveg frá sér. Mest fóru þeir 17 stigum yfir í 2. leikhluta en í kjölfarið náðu Skagamenn góðu áhlaupi og minnkuðu muninn strax aftur niður. „Það er erfitt að útskýra það. En það er akkúrat það sem ég er að tala um. Mér fannst við vera með góð tök og náum muninum upp í 15, 17, 18 stig og fengum tækifæri tvisvar til þrisvar í leiknum til þess að drepa leikinn. Við hleyptum þeim inn í leikinn aftur bæði því þeir gerðu vel en líka því við vorum að gefa þeim sóknarfráköst og fleiri tækifæri til þess að skora í sókninni. Það er kannski aðallega það sem ég er ósáttur við hérna í kvöld,“ sagði þjálfari KR. Óskar: Mér finnst ég bara vera alltaf að segja sömu hlutina Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍA var allt annað en sáttur eftir tap kvöldsins eins og gefur að skilja. Skagamenn hafa nú tapað 8 leikjum í röð í deildinni og 10 af síðustu 11 leikjum. „Ég er bara ósáttur. Mér finnst ég bara vera alltaf að segja sömu hlutina, að mér finnst við brotna of fljótt. Það er erfitt fyrir okkur að tveir bestu mennirnir okkar fari út af með fimm villur snemma í fjórða leikhluta. Báðir fá tæknivillu fyrr í leiknum þar sem þeir hefðu bara getað haldið munninum lokuðum, haldið áfram og spilað út leikinn,“ sagði Óskar Þór. Gojko Zudzum, besti leikmaður ÍA og einn sá besti í deildinni, hefur verið meiddur í dágóðan tíma núna en er byrjaður að æfa aftur. Það gefur ÍA von um betri tíma. „Já auðvitað, en við horfðum samt líka í að reyna að snúa þessu við í þessum leikjum áður en hann kemur aftur. Þegar hann er klár þá spilar hann og vonandi kemur hann inn með einhverja nýja orku. Hann er bara svo sterkur, mörg lið verða að tvöfalda á hann sem þýðir að það opnast svo mikið fyrir aðra. Gojko er burðarstólpi í þessu liði sem við byggjum í kringum og að sjálfsögðu munar mikið um hann,“ sagði þjálfari ÍA að lokum. Styrmir: Við misstum bara sjálfstraustið þarna í nokkrum leikjum „Við höldum bara áfram, sko. Það er þreytt að tapa en við getum ekki verið að svekkja okkur á því, það er bara næsti leikur og áfram gakk,“ sagði Styrmir Jónasson leikmaður ÍA. Skagamenn hófu leiktíðina af krafti, náðu góðum sigrum og stóðu í bestu liðum deildarinnar. Síðan þá hefur illa gengið. „Við misstum bara sjálfstraustið þarna í nokkrum leikjum og erum ekki alveg komnir með það til baka. Það sér bara á öllum að það vantar sjálfstraustið. Við erum bara alveg við það að ná okkur, ef við náum bara aðeins að laga okkur til þá getum við barist við alla,“ sagði Styrmir um síðustu leiki.
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti