Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar 25. janúar 2026 17:02 Ísland er í fremstu röð í heiminum þegar kemur að fjarskiptum og stafrænni þjónustu. Öflug fjarskiptanet eru lífæðar samfélagsins og skapa grunn fyrir rafræn samskipti, opinbera þjónustu, viðskipti og daglegt lífi fólks um allt land. Þessi árangur hefur skapað mikil tækifæri, en hann kallar jafnframt á ábyrgð, þ.e. að tryggja að fjarskiptainnviðir landsins séu ekki aðeins öflugir, heldur einnig öruggir og áfallaþolnir. Ógnirnar sem við stöndum frammi fyrir eru bæði fjölbreyttar og vaxandi. Netárásum fjölgar stöðugt, þjónustukerfi og birgjakeðjur verða sífellt flóknari, gervigreind er komin til sögunnar og óvissa í alþjóðastjórnmálum hefur bein áhrif á öryggi ríkja. Í þessu samhengi er ekki lengur nægilegt að treysta á að kerfin virki vel við eðlilegar aðstæður, heldur verða þau einnig að standast skipulagðar árásir og óvænt áföll. Netöryggi fjarskipta er víðtækt. Fjarskiptanet teljast net- og upplýsingakerfi í evrópskri netöryggislöggjöf og verndarandlag hennar nær bæði til kerfanna sjálfra sem og raunlægra innviða, svo sem tækjarýma, sendibúnaðar, strengja og varaafls. Gæta þarf að öllum tegundum ógna og áhættu, svo sem náttúruvá, rekstraráhættu, netógna og mögulegra skemmdarverka. Velja verndarráðstafanir og stöðugt uppfæra áhættumat og áhættuvilja. Áfallaþol er lykillinn að trausti En netöryggi og áfallaþol felur ekki aðeins í sér að verja kerfi og innviði, heldur að byggja upp getu til að þola áföll, bregðast við þeim og ná upp þjónustu aftur ef til útfalls kemur. Slík geta er ekki sjálfgefin heldur krefst markvissrar stefnu, skipulags, samstarfs og fjárfestinga. Netöryggi og áfallaþol eru grunnforsendur trausts bæði hjá almenningi og hjá þeim sem reiða sig á fjarskipti í rekstri og opinberri þjónustu. Lagalegar kröfur um netöryggi fjarskipta hafa verið til staðar hér á landi í nær tvo áratugi. Fjarskiptafyrirtækjum ber að hafa virkt stjórnkerfi netöryggis, framkvæma áhættumat, grípa til viðeigandi varna og tilkynna öryggisatvik. Eftirlit Fjarskiptastofu byggir á áhættumiðaðri og gagnadrifinni nálgun, þar sem fyrirtæki leggja fram ítarlegt sjálfsmat sem síðan er staðfest með gögnum, úttektum og tæknilegum prófunum. Niðurstöður fyrsta heildstæða sjálfsmats hjá mikilvægustu fjarskiptafyrirtækjunum sem framkvæmt var árið 2023 sýndu þó blandaða mynd. Að meðaltali stóðust aðilar ekki viðmið Fjarskiptastofu um ásættanlega stöðu. Vissulega stóðu sum fyrirtæki sig vel en önnur ekki. Það leiddi til bindandi fyrirmæla og úrbóta, sem hafa gengið vel. En sem samfélag verðum við þó að spyrja okkur hvort heildarniðurstaðan sé ásættanleg í ljósi þess hlutverks sem fjarskipti gegna í dag. Markaðsbrestur í fjarskiptaöryggi Heildstætt áhættumat Fjarskiptastofu á fjarskiptainnviðum hefur leitt í ljós það sem Fjarskiptastofa kallar markaðsbrest í öryggi fjarskipta. Markaðsaðilar fjárfesta eðlilega í vörnum gegn algengum truflunum, svo sem rafmagnsleysi, DDoS-árásum og strengjaskemmdum, en ganga sjaldnast lengra en viðskiptalegar forsendur bjóða. Afleiðingin er sú að ekki er tryggt að fjarskipti þoli sjaldgæf eða mjög umfangsmikil áföll, þrátt fyrir að slíkt geti haft alvarleg áhrif á almenning, mikilvæga innviði og þjóðaröryggi. Gögn Fjarskiptastofu staðfesta að hér er bil á milli þess sem markaðurinn einn og sér getur staðið undir og þess sem samfélag okkar þarfnast. Að mati Fjarskiptastofu þarf að brúa þetta bil. Flokka má verkefni sem leiða af þessari stöðu í tvo megin flokka; annars vegar er um að ræða verkefni sem lúta að almannahagsmunum og staðbundnum úrræðum, t.d. að tvítengja byggðakjarna með ljósleiðara sem eru nú eintengdir og hins vegar verkefni er lúta að þjóðaröryggi, t.d. varnir gegn truflunum á þjónustu gervitungla, flókinnar birgja- og þjónustukeðju og endurnýjun NATO hringtengingarinnar með útfærslu sem horfir til krafna nútímans og endurspeglar viðbrögð við breyttu heimsástandi. Sértækt áhættumat fjarskipta, til dæmis í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, hefur dregið þetta enn skýrar fram. Það sýnir bæði styrkleika og veikleika kerfisins og hversu flókið og kostnaðarsamt er að kortleggja áhrif stórfelldra truflana á samfélagið í heild, niður alla virðiskeðju stafrænnar þjónustu. En þessa vinnu þarf að kortleggja og framkvæma. Sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Gögnin sem nú liggja fyrir sýna að netöryggi og áfallaþol fjarskipta þarfnast frekari styrkingar. Núverandi lagaumgjörð tekur ekki nægilega heildstætt á almannahagsmunum og þjóðaröryggi og skilur eftir bil milli krafna samfélagsins og fjárfestinga markaðarins. Þetta er ekki áskorun sem einn aðili leysir. Hér þurfa stjórnvöld, fjarskiptafyrirtæki og samfélagið allt að móta sameiginlega sýn. Hversu langt viljum við ganga í að tryggja öryggi fjarskipta og hvernig náum við jafnvægi milli kostnaðar, samfélagslegra þarfa og þjóðaröryggis? Það er mikilvægt í þessu samhengi að horfa til þess að fjárfestingar í öryggi eru ekki aðeins kostnaður, heldur forsenda trausts, stöðugleika og áframhaldandi verðmætasköpunar hér á landi. Fjarskipti eru grunnstoð okkar samfélags. Til að þau geti áfram gegnt því hlutverki verða þau ekki aðeins að vera öflug, heldur einnig traust. Höfundur er sviðsstjóri netöryggissviðs Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Ísland er í fremstu röð í heiminum þegar kemur að fjarskiptum og stafrænni þjónustu. Öflug fjarskiptanet eru lífæðar samfélagsins og skapa grunn fyrir rafræn samskipti, opinbera þjónustu, viðskipti og daglegt lífi fólks um allt land. Þessi árangur hefur skapað mikil tækifæri, en hann kallar jafnframt á ábyrgð, þ.e. að tryggja að fjarskiptainnviðir landsins séu ekki aðeins öflugir, heldur einnig öruggir og áfallaþolnir. Ógnirnar sem við stöndum frammi fyrir eru bæði fjölbreyttar og vaxandi. Netárásum fjölgar stöðugt, þjónustukerfi og birgjakeðjur verða sífellt flóknari, gervigreind er komin til sögunnar og óvissa í alþjóðastjórnmálum hefur bein áhrif á öryggi ríkja. Í þessu samhengi er ekki lengur nægilegt að treysta á að kerfin virki vel við eðlilegar aðstæður, heldur verða þau einnig að standast skipulagðar árásir og óvænt áföll. Netöryggi fjarskipta er víðtækt. Fjarskiptanet teljast net- og upplýsingakerfi í evrópskri netöryggislöggjöf og verndarandlag hennar nær bæði til kerfanna sjálfra sem og raunlægra innviða, svo sem tækjarýma, sendibúnaðar, strengja og varaafls. Gæta þarf að öllum tegundum ógna og áhættu, svo sem náttúruvá, rekstraráhættu, netógna og mögulegra skemmdarverka. Velja verndarráðstafanir og stöðugt uppfæra áhættumat og áhættuvilja. Áfallaþol er lykillinn að trausti En netöryggi og áfallaþol felur ekki aðeins í sér að verja kerfi og innviði, heldur að byggja upp getu til að þola áföll, bregðast við þeim og ná upp þjónustu aftur ef til útfalls kemur. Slík geta er ekki sjálfgefin heldur krefst markvissrar stefnu, skipulags, samstarfs og fjárfestinga. Netöryggi og áfallaþol eru grunnforsendur trausts bæði hjá almenningi og hjá þeim sem reiða sig á fjarskipti í rekstri og opinberri þjónustu. Lagalegar kröfur um netöryggi fjarskipta hafa verið til staðar hér á landi í nær tvo áratugi. Fjarskiptafyrirtækjum ber að hafa virkt stjórnkerfi netöryggis, framkvæma áhættumat, grípa til viðeigandi varna og tilkynna öryggisatvik. Eftirlit Fjarskiptastofu byggir á áhættumiðaðri og gagnadrifinni nálgun, þar sem fyrirtæki leggja fram ítarlegt sjálfsmat sem síðan er staðfest með gögnum, úttektum og tæknilegum prófunum. Niðurstöður fyrsta heildstæða sjálfsmats hjá mikilvægustu fjarskiptafyrirtækjunum sem framkvæmt var árið 2023 sýndu þó blandaða mynd. Að meðaltali stóðust aðilar ekki viðmið Fjarskiptastofu um ásættanlega stöðu. Vissulega stóðu sum fyrirtæki sig vel en önnur ekki. Það leiddi til bindandi fyrirmæla og úrbóta, sem hafa gengið vel. En sem samfélag verðum við þó að spyrja okkur hvort heildarniðurstaðan sé ásættanleg í ljósi þess hlutverks sem fjarskipti gegna í dag. Markaðsbrestur í fjarskiptaöryggi Heildstætt áhættumat Fjarskiptastofu á fjarskiptainnviðum hefur leitt í ljós það sem Fjarskiptastofa kallar markaðsbrest í öryggi fjarskipta. Markaðsaðilar fjárfesta eðlilega í vörnum gegn algengum truflunum, svo sem rafmagnsleysi, DDoS-árásum og strengjaskemmdum, en ganga sjaldnast lengra en viðskiptalegar forsendur bjóða. Afleiðingin er sú að ekki er tryggt að fjarskipti þoli sjaldgæf eða mjög umfangsmikil áföll, þrátt fyrir að slíkt geti haft alvarleg áhrif á almenning, mikilvæga innviði og þjóðaröryggi. Gögn Fjarskiptastofu staðfesta að hér er bil á milli þess sem markaðurinn einn og sér getur staðið undir og þess sem samfélag okkar þarfnast. Að mati Fjarskiptastofu þarf að brúa þetta bil. Flokka má verkefni sem leiða af þessari stöðu í tvo megin flokka; annars vegar er um að ræða verkefni sem lúta að almannahagsmunum og staðbundnum úrræðum, t.d. að tvítengja byggðakjarna með ljósleiðara sem eru nú eintengdir og hins vegar verkefni er lúta að þjóðaröryggi, t.d. varnir gegn truflunum á þjónustu gervitungla, flókinnar birgja- og þjónustukeðju og endurnýjun NATO hringtengingarinnar með útfærslu sem horfir til krafna nútímans og endurspeglar viðbrögð við breyttu heimsástandi. Sértækt áhættumat fjarskipta, til dæmis í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, hefur dregið þetta enn skýrar fram. Það sýnir bæði styrkleika og veikleika kerfisins og hversu flókið og kostnaðarsamt er að kortleggja áhrif stórfelldra truflana á samfélagið í heild, niður alla virðiskeðju stafrænnar þjónustu. En þessa vinnu þarf að kortleggja og framkvæma. Sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Gögnin sem nú liggja fyrir sýna að netöryggi og áfallaþol fjarskipta þarfnast frekari styrkingar. Núverandi lagaumgjörð tekur ekki nægilega heildstætt á almannahagsmunum og þjóðaröryggi og skilur eftir bil milli krafna samfélagsins og fjárfestinga markaðarins. Þetta er ekki áskorun sem einn aðili leysir. Hér þurfa stjórnvöld, fjarskiptafyrirtæki og samfélagið allt að móta sameiginlega sýn. Hversu langt viljum við ganga í að tryggja öryggi fjarskipta og hvernig náum við jafnvægi milli kostnaðar, samfélagslegra þarfa og þjóðaröryggis? Það er mikilvægt í þessu samhengi að horfa til þess að fjárfestingar í öryggi eru ekki aðeins kostnaður, heldur forsenda trausts, stöðugleika og áframhaldandi verðmætasköpunar hér á landi. Fjarskipti eru grunnstoð okkar samfélags. Til að þau geti áfram gegnt því hlutverki verða þau ekki aðeins að vera öflug, heldur einnig traust. Höfundur er sviðsstjóri netöryggissviðs Fjarskiptastofu.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar