Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar 20. janúar 2026 12:46 Það er sérstakt hvernig fordómar hafa verið málaðir upp sem „hægristefna“. Rasísk tortryggni og andúð á samkynhneigð eru skyndilega kölluð „öfga hægri“ og pakkað inn sem pólitísk hugmyndafræði hægrimanna og jafnvel frjálshyggju. Þetta er ekki góð greining. Þetta er bara rangt. Frjálshyggja snýst um eitt einfalt atriði sem virðist fara sífellt fram hjá fólki: einstaklinginn. Ekki hópinn, ekki ættarnafnið, ekki upprunann, ekki bankabókina, ekki hárlit, ekki kynhneigð, ekki kynþátt. Einstaklinginn. Ef þú átt sjálfan þig, þá áttu líf þitt, orð þín, líkama þinn og sambönd þín. Punktur. Þar er ekkert svigrúm fyrir hóphyggju eins og fordóma. Ríkið, meirihlutinn eða „hefðin“ hafa enga siðferðilega heimild til að segja þér hverja þú mátt elska, hvernig þú mátt lifa, hvað þú mátt segja eða hugsa. Það eina sem bindur þig er sú sjálfsagða krafa að frelsi þitt bitni ekki á frelsi annarra. Fordómar eiga því ekkert skjól í frjálshyggju. Fordómar eru líka óhagkvæmir Það er ekki aðeins siðferðilega vafasamt að útiloka fólk vegna húðlitar eða kynhneigðar. Það er líka bjánalegt. Veröldin umbunar hæfni, ekki fordómum. Fyrirtæki sem hafnar hæfileikum út af fordómum er ekki að velja út frá hæfileikum. Það er ekki að gæta hagsmuna sinna með því að velja hæfasta fólkið. Sama gildir um samfélagið í heild og okkur sem einstaklinga. Ef þú lokar þig af frá fólki af því það passar ekki í þína hugmynd um „rétt líf“ eða „réttan lit“, þá missirðu fyrst og fremst sjálfur af tækifærum. Það er ekki fórnfýsi. Það er bjánalegur sjálfsskaði sem skaðar einnig aðra. Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara valdníðsla Að kalla rasisma „hægri“ er þægileg einföldun. Hún sparar fólki að hugsa og afvegaleiðir umræðu um stjórnmál. Rasismi snýst ekki um frelsi, markaði eða ábyrgð. Hann snýst um að flokka fólk, setja það í kassa og réttlæta vald yfir því. Það gengur gegn frelsi annarra og er því ekki hluti af hugsjón hægrimanna. Slíkt er valdahyggja, sama úr hvaða átt hún kemur. Hægrisinnuð frjálshyggja metur fólk sem einstaklinga. Þjóðernishyggja metur fólk sem hópa. Þetta eru andstæður. Landamæri snúast ekki um uppruna heldur ábyrgð Nei, frjálshyggja þýðir ekki opin landamæri og opið tékkhefti. Hún þýðir heldur ekki að fólk megi vaða inn í kerfi þar sem aðrir hafa byggt upp réttindi og krefjast framfærslu án skuldbindinga. Það er ekki frelsi. Það gengur gegn rétti okkar til að verja eign okkar. Slíkt er einfaldlega óréttlæti og í hróplegri andstöðu við frjálshyggju. Samfélög hafa rétt á að verja sameiginleg kerfi sín. Ekki vegna þess að fólk sé „rangt“, heldur vegna þess að kerfi virka bara ef fólk tekur þátt í þeim. Vinna, ábyrgð og virðing fyrir reglum eru ekki fordómar. Þau eru grunnforsenda samfélags og frelsis. Milton Friedman orðaði þetta vel þegar hann sagði að ekki væri hægt að hafa bæði frjálsa innflytjendastefnu og velferðarríki. Hann var ekki að kalla eftir múrum heldur að benda á að ríkið mætti ekki neyða skattgreiðendur til að fjármagna fólksflutninga flóttafólks til landsins. Frelsi þýðir ekki að samþykkja alla – bara að stjórna engum Frjálshyggja krefst þess ekki að þú elskir alla. Hún krefst þess bara að þú reynir ekki að ráða yfir lífi annarra. Þú mátt hafa fordóma. Það er þitt mál. En þú mátt ekki fá ríkisvaldið til að framfylgja þeim. Rasismi og andúð á samkynhneigð eru því ekki jaðarvandamál innan frjálshyggju og hægristefnu. Þau eru bein árás á hana. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss og hægrimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Það er sérstakt hvernig fordómar hafa verið málaðir upp sem „hægristefna“. Rasísk tortryggni og andúð á samkynhneigð eru skyndilega kölluð „öfga hægri“ og pakkað inn sem pólitísk hugmyndafræði hægrimanna og jafnvel frjálshyggju. Þetta er ekki góð greining. Þetta er bara rangt. Frjálshyggja snýst um eitt einfalt atriði sem virðist fara sífellt fram hjá fólki: einstaklinginn. Ekki hópinn, ekki ættarnafnið, ekki upprunann, ekki bankabókina, ekki hárlit, ekki kynhneigð, ekki kynþátt. Einstaklinginn. Ef þú átt sjálfan þig, þá áttu líf þitt, orð þín, líkama þinn og sambönd þín. Punktur. Þar er ekkert svigrúm fyrir hóphyggju eins og fordóma. Ríkið, meirihlutinn eða „hefðin“ hafa enga siðferðilega heimild til að segja þér hverja þú mátt elska, hvernig þú mátt lifa, hvað þú mátt segja eða hugsa. Það eina sem bindur þig er sú sjálfsagða krafa að frelsi þitt bitni ekki á frelsi annarra. Fordómar eiga því ekkert skjól í frjálshyggju. Fordómar eru líka óhagkvæmir Það er ekki aðeins siðferðilega vafasamt að útiloka fólk vegna húðlitar eða kynhneigðar. Það er líka bjánalegt. Veröldin umbunar hæfni, ekki fordómum. Fyrirtæki sem hafnar hæfileikum út af fordómum er ekki að velja út frá hæfileikum. Það er ekki að gæta hagsmuna sinna með því að velja hæfasta fólkið. Sama gildir um samfélagið í heild og okkur sem einstaklinga. Ef þú lokar þig af frá fólki af því það passar ekki í þína hugmynd um „rétt líf“ eða „réttan lit“, þá missirðu fyrst og fremst sjálfur af tækifærum. Það er ekki fórnfýsi. Það er bjánalegur sjálfsskaði sem skaðar einnig aðra. Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara valdníðsla Að kalla rasisma „hægri“ er þægileg einföldun. Hún sparar fólki að hugsa og afvegaleiðir umræðu um stjórnmál. Rasismi snýst ekki um frelsi, markaði eða ábyrgð. Hann snýst um að flokka fólk, setja það í kassa og réttlæta vald yfir því. Það gengur gegn frelsi annarra og er því ekki hluti af hugsjón hægrimanna. Slíkt er valdahyggja, sama úr hvaða átt hún kemur. Hægrisinnuð frjálshyggja metur fólk sem einstaklinga. Þjóðernishyggja metur fólk sem hópa. Þetta eru andstæður. Landamæri snúast ekki um uppruna heldur ábyrgð Nei, frjálshyggja þýðir ekki opin landamæri og opið tékkhefti. Hún þýðir heldur ekki að fólk megi vaða inn í kerfi þar sem aðrir hafa byggt upp réttindi og krefjast framfærslu án skuldbindinga. Það er ekki frelsi. Það gengur gegn rétti okkar til að verja eign okkar. Slíkt er einfaldlega óréttlæti og í hróplegri andstöðu við frjálshyggju. Samfélög hafa rétt á að verja sameiginleg kerfi sín. Ekki vegna þess að fólk sé „rangt“, heldur vegna þess að kerfi virka bara ef fólk tekur þátt í þeim. Vinna, ábyrgð og virðing fyrir reglum eru ekki fordómar. Þau eru grunnforsenda samfélags og frelsis. Milton Friedman orðaði þetta vel þegar hann sagði að ekki væri hægt að hafa bæði frjálsa innflytjendastefnu og velferðarríki. Hann var ekki að kalla eftir múrum heldur að benda á að ríkið mætti ekki neyða skattgreiðendur til að fjármagna fólksflutninga flóttafólks til landsins. Frelsi þýðir ekki að samþykkja alla – bara að stjórna engum Frjálshyggja krefst þess ekki að þú elskir alla. Hún krefst þess bara að þú reynir ekki að ráða yfir lífi annarra. Þú mátt hafa fordóma. Það er þitt mál. En þú mátt ekki fá ríkisvaldið til að framfylgja þeim. Rasismi og andúð á samkynhneigð eru því ekki jaðarvandamál innan frjálshyggju og hægristefnu. Þau eru bein árás á hana. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss og hægrimaður.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun