Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar 10. janúar 2026 15:30 Í febrúar á síðasta ári var fjallað ítarlega um biðlaun fyrrverandi formanns VR, Ragnars Þórs Ingólfssonar. Þar kom fram að í ráðningarsamningi VR hefði verið kveðið á um að hann ætti rétt á sex mánaða biðlaunum eftir starfslok. Að meðtöldu uppsöfnuðu orlofi nam útgreiðslan samtals 10,2 milljónum króna (Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson, 2025). Í þeirri umfjöllun skýrði Ragnar Þór ákvörðunina með því að vinnumarkaðurinn væri átakaumhverfi. Þeir sem hefðu gengið hart fram gegn öflugum sérhagsmunum ættu oft erfitt uppdráttar að loknum trúnaðarstörfum. Biðlaunarétturinn væri því öryggissjóður fyrir fjölskylduna, sérstaklega í ljósi þess að hann væri fimm barna faðir. Óvissa framtíðarinnar kallaði á slíkt öryggi (Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson, 2025). Á liðnum árum hafði Ragnar Þór jafnframt gagnrýnt harðlega starfslokasamninga innan verkalýðshreyfingarinnar. Í leiðara í Heimildinni var rifjuð upp gagnrýni hans á biðlaun fyrrverandi formanns VR, þar sem hann spurði hvernig verkalýðsforysta gæti barist gegn ofurlaunum og sérkjörum ef hún væri sjálfri sér verst í þeim efnum (Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, 2025). Í gær var Ragnar Þór svo í útvarpsviðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Viðtalið var tekið í kjölfar þess að tilkynnt var að hann myndi taka við embætti félags- og húsnæðismálaráðherra. Þar var hann spurður hvort fyrrum hlutverk hans á vinnumarkaði gæti flækst fyrir honum í nýju starfi, enda hefði hann átt í útistöðum við ýmsa aðila á vinnumarkaðnum. Svarið var skýrt. Hann sagðist ekki hafa neinar áhyggjur. Vinnumarkaðurinn væri vissulega átakaumhverfi, en allir sem þar störfuðu væru góðir félagar hans (Tómas Arnar Þorláksson, 2026). Þegar viðhorf og skýringar Ragnars Þórs eru metin vakna spurningar sem erfitt er að hunsa. Í febrúar var vinnumarkaðnum lýst sem vettvangi þar sem átök, sérhagsmunir og óvissa gerðu framtíð einstaklinga í framlínu varasama. Í janúar, eftir að pólitísk staða hefur styrkst enn frekar og ráðherrastaða blasir við, voru engar áhyggjur og allir aðilar sagðir félagar. Sama umhverfi. Sama manneskja. En gjörólík lýsing á stöðu og áhættu. Lesandi getur dregið sínar eigin ályktanir um það hvort hér sé einfaldlega um breyttar aðstæður að ræða, eða hvort orðræða um átök og öryggi taki á sig nýja mynd eftir því hvar maður stendur hverju sinni. Slík spurning er ekki síst áhugaverð þegar litið er til þess að verkalýðshreyfingin, stjórnmálin og framkvæmdavaldið eiga allt undir trausti, samræmi og trúverðugleika þeirra sem þar fara fyrir. Höfundur er félagsfræðingur. Heimildir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir. (2025, 28. febrúar). Þegar menn krefjast naflaskoðunar. Heimildin. Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson. (2025, 25. febrúar). Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Vísir. Tómas Arnar Þorláksson. (2026, 9. janúar). Hádegisfréttir Bylgjunnar [Hljóðupptaka]. Vísir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í febrúar á síðasta ári var fjallað ítarlega um biðlaun fyrrverandi formanns VR, Ragnars Þórs Ingólfssonar. Þar kom fram að í ráðningarsamningi VR hefði verið kveðið á um að hann ætti rétt á sex mánaða biðlaunum eftir starfslok. Að meðtöldu uppsöfnuðu orlofi nam útgreiðslan samtals 10,2 milljónum króna (Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson, 2025). Í þeirri umfjöllun skýrði Ragnar Þór ákvörðunina með því að vinnumarkaðurinn væri átakaumhverfi. Þeir sem hefðu gengið hart fram gegn öflugum sérhagsmunum ættu oft erfitt uppdráttar að loknum trúnaðarstörfum. Biðlaunarétturinn væri því öryggissjóður fyrir fjölskylduna, sérstaklega í ljósi þess að hann væri fimm barna faðir. Óvissa framtíðarinnar kallaði á slíkt öryggi (Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson, 2025). Á liðnum árum hafði Ragnar Þór jafnframt gagnrýnt harðlega starfslokasamninga innan verkalýðshreyfingarinnar. Í leiðara í Heimildinni var rifjuð upp gagnrýni hans á biðlaun fyrrverandi formanns VR, þar sem hann spurði hvernig verkalýðsforysta gæti barist gegn ofurlaunum og sérkjörum ef hún væri sjálfri sér verst í þeim efnum (Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, 2025). Í gær var Ragnar Þór svo í útvarpsviðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Viðtalið var tekið í kjölfar þess að tilkynnt var að hann myndi taka við embætti félags- og húsnæðismálaráðherra. Þar var hann spurður hvort fyrrum hlutverk hans á vinnumarkaði gæti flækst fyrir honum í nýju starfi, enda hefði hann átt í útistöðum við ýmsa aðila á vinnumarkaðnum. Svarið var skýrt. Hann sagðist ekki hafa neinar áhyggjur. Vinnumarkaðurinn væri vissulega átakaumhverfi, en allir sem þar störfuðu væru góðir félagar hans (Tómas Arnar Þorláksson, 2026). Þegar viðhorf og skýringar Ragnars Þórs eru metin vakna spurningar sem erfitt er að hunsa. Í febrúar var vinnumarkaðnum lýst sem vettvangi þar sem átök, sérhagsmunir og óvissa gerðu framtíð einstaklinga í framlínu varasama. Í janúar, eftir að pólitísk staða hefur styrkst enn frekar og ráðherrastaða blasir við, voru engar áhyggjur og allir aðilar sagðir félagar. Sama umhverfi. Sama manneskja. En gjörólík lýsing á stöðu og áhættu. Lesandi getur dregið sínar eigin ályktanir um það hvort hér sé einfaldlega um breyttar aðstæður að ræða, eða hvort orðræða um átök og öryggi taki á sig nýja mynd eftir því hvar maður stendur hverju sinni. Slík spurning er ekki síst áhugaverð þegar litið er til þess að verkalýðshreyfingin, stjórnmálin og framkvæmdavaldið eiga allt undir trausti, samræmi og trúverðugleika þeirra sem þar fara fyrir. Höfundur er félagsfræðingur. Heimildir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir. (2025, 28. febrúar). Þegar menn krefjast naflaskoðunar. Heimildin. Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson. (2025, 25. febrúar). Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Vísir. Tómas Arnar Þorláksson. (2026, 9. janúar). Hádegisfréttir Bylgjunnar [Hljóðupptaka]. Vísir.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun