Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 5. janúar 2026 18:01 Upp á síðkastið hefur orðræða umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar verið á þá leið að almenningur sé upp til hópa mjög fylgjandi virkjanaframkvæmdum í landi sem er nú þegar eitt það allra raf- og iðnvæddasta í alþjóðlegum samanburði. Mig grunar þó að framkvæmdagleðin í náttúru Íslands sé ekki alveg eins vinsæl og þeir virðast hafa talið sér trú um, hvort sem litið er til einstakra framkvæmda eða þeirra heildaráforma sem orkufyrirtækin og ríkisstjórnin hafa boðað. Hér eru nokkur dæmi um það sem er í vinnslu og undirbúningi: -Ríkisstjórnin ætlar að færa Kjalölduveitu við Þjórsárver og Héraðsvötn í Skagafirði úr verndarflokki gegn niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. -Ríkisstjórnin ætlar að færa Skrokköldu á miðju hálendinu og í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs úr biðflokki rammaáætlunar í virkjanaflokk. -Ríkisstjórnin ætlar ekki að setja Hamarsvirkjun í jaðri Lónsöræfa í verndarflokk eins og var niðurstaða rammaáætlunar. -Ríkisstjórnin færir vindorkuver í Garpsdal við Breiðafjörð í virkjanaflokk þó að niðurstaða sérfræðinga rammaáætlunar hafi verið að svæðið ætti að fara í vernd. -Landsvirkjun er að reisa Hvammsvirkjun með sérlögum ríkisstjórnarinnar vegna þess að dómstólar dæmdu hana ólöglega. -Ríkisstjórnin ætlar að færa Urriðafoss í neðri hluta Þjórsár í virkjanaflokk. -Landsvirkjun reisir nú vindorkuver við Búrfell. -Orkuveita Reykjavíkur er í áframhaldandi landnámi í kringum Hellisheiðarvirkjun vegna ofnýtingar jarðhitans við raforkuframleiðslu til álvers. Fyrirtækið er einnig að undirbúa vindmylluver á Mosfellsheiði. -Vesturverk hefur tilkynnt að framkvæmdir við Hvalárvirkjun séu að hefjast með tilheyrandi röskun á víðernum Ófeigsfjarðar á norðanverðum Vestfjörðum. -HS Orka borar nú innan friðlýsts útivistarsvæðis í Krýsuvík, m.a. til ósjálfbærrar raforkuframleiðslu. -Um fjörutíu vindorkuver eru nú í undirbúningi á landinu öllu. Hér eru ótalin öll baðlónin, hótelin og allar fiskeldiskvíarnar sem eru í byggingu eða eru áformuð í eða við hinar ýmsu náttúruperlur, t.d. Skaftafell, Hoffellslón og Mjóafjörð. Kannski að þetta öfgafulla landnám sem ríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir kunni að valda því að hluta að stuðningur við hana hefur fallið úr 69% í 55% á fyrsta starfsárinu. Það hefur nefnilega sýnt sig í skoðanakönnunum í gegnum tíðina að yfirleitt eru fleiri fylgjandi vernd náttúrunnar en virkjanaframkvæmdum. Líklega er þessi hópur nú farinn að átta sig á að ríkisstjórninni er ekki treystandi fyrir náttúru Íslands. Höfundur er umhverfisfræðingur og áhugamaður um náttúruvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hefur orðræða umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar verið á þá leið að almenningur sé upp til hópa mjög fylgjandi virkjanaframkvæmdum í landi sem er nú þegar eitt það allra raf- og iðnvæddasta í alþjóðlegum samanburði. Mig grunar þó að framkvæmdagleðin í náttúru Íslands sé ekki alveg eins vinsæl og þeir virðast hafa talið sér trú um, hvort sem litið er til einstakra framkvæmda eða þeirra heildaráforma sem orkufyrirtækin og ríkisstjórnin hafa boðað. Hér eru nokkur dæmi um það sem er í vinnslu og undirbúningi: -Ríkisstjórnin ætlar að færa Kjalölduveitu við Þjórsárver og Héraðsvötn í Skagafirði úr verndarflokki gegn niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. -Ríkisstjórnin ætlar að færa Skrokköldu á miðju hálendinu og í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs úr biðflokki rammaáætlunar í virkjanaflokk. -Ríkisstjórnin ætlar ekki að setja Hamarsvirkjun í jaðri Lónsöræfa í verndarflokk eins og var niðurstaða rammaáætlunar. -Ríkisstjórnin færir vindorkuver í Garpsdal við Breiðafjörð í virkjanaflokk þó að niðurstaða sérfræðinga rammaáætlunar hafi verið að svæðið ætti að fara í vernd. -Landsvirkjun er að reisa Hvammsvirkjun með sérlögum ríkisstjórnarinnar vegna þess að dómstólar dæmdu hana ólöglega. -Ríkisstjórnin ætlar að færa Urriðafoss í neðri hluta Þjórsár í virkjanaflokk. -Landsvirkjun reisir nú vindorkuver við Búrfell. -Orkuveita Reykjavíkur er í áframhaldandi landnámi í kringum Hellisheiðarvirkjun vegna ofnýtingar jarðhitans við raforkuframleiðslu til álvers. Fyrirtækið er einnig að undirbúa vindmylluver á Mosfellsheiði. -Vesturverk hefur tilkynnt að framkvæmdir við Hvalárvirkjun séu að hefjast með tilheyrandi röskun á víðernum Ófeigsfjarðar á norðanverðum Vestfjörðum. -HS Orka borar nú innan friðlýsts útivistarsvæðis í Krýsuvík, m.a. til ósjálfbærrar raforkuframleiðslu. -Um fjörutíu vindorkuver eru nú í undirbúningi á landinu öllu. Hér eru ótalin öll baðlónin, hótelin og allar fiskeldiskvíarnar sem eru í byggingu eða eru áformuð í eða við hinar ýmsu náttúruperlur, t.d. Skaftafell, Hoffellslón og Mjóafjörð. Kannski að þetta öfgafulla landnám sem ríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir kunni að valda því að hluta að stuðningur við hana hefur fallið úr 69% í 55% á fyrsta starfsárinu. Það hefur nefnilega sýnt sig í skoðanakönnunum í gegnum tíðina að yfirleitt eru fleiri fylgjandi vernd náttúrunnar en virkjanaframkvæmdum. Líklega er þessi hópur nú farinn að átta sig á að ríkisstjórninni er ekki treystandi fyrir náttúru Íslands. Höfundur er umhverfisfræðingur og áhugamaður um náttúruvernd.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar