Skoðun

Þing­maður með hálfsannleik um voffann Úffa

Árni Stefán Árnason skrifar

Ég er mjög mikill áhugamaður um löggjafvarhlutverkið. Því fara illa upplýstir þingmenn í ræðustól afskaplega í taugarnar á mér með oft á tíðum sínum hálfsannleik af því þeir þekkja málavexti greinilega nákvæmlega ekki neitt.

En á ný pirrar stjórnmálamaður Flokks fólksins mig með fráleitum málflutningi - úr ræðustól þingsins sem matar þingmenn og þjóðina alla með röngum upplýsingum - það er þingmaðurinn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Það vottar ekki fyrir vandvirkni í málflutningi hennar.

Af því ég þekki mjög vel til þessa máls, hliðar beggja aðila finnst mér það borgaraleg skylda mín að upplýsa um það sem er satt og rétt. Mál þetta hefur fengið umfjöllun á samfélagsmiðlum og þar er umfjöllunin í tómu rugli svo notað sé algengt orðlag um málefni líðandi stunda.

Staðreyndin er sú að mál Úffa er í mjög málefnalegum farvegi af hálfu MAST og eigandi Úffa sýnir virðingarverða viðleytni til að láta Úffa líða sem best með aðtoð fremstu fagmanna í dýralækninum á Íslandi.

Á hitt ber að lýta að mörg áhugaverð innlegg hafa komið um þetta mál.

Mikil fjöldi hunda á Íslandi er þjakaður af sömu öldrunareinkennum og Úffi. Hvar ætla MAST að draga línuna. Tilviljun ein réði því að hann varð fyrir aðför MAST, hann var bundinn úti, einhver nöldraði yfir því, MAST kom á staðinn og héraðsdýralæknir krafðist í fyrstu aflífunar Úffa. Það var fráleitt í ljósi þess að héraðsdýralæknirinn hafði aldrei skoðað Úffa sjálfur.

Kjarni málsins

Myndbönd sýna hressan lífsglaðan hund, sem fær viðeigandi hreyfingu, nærist vel og fær góða hvíld/svefn. Ég er handviss um að eigandinn einn er færastur að meta ástand Úffa eftir tíu ára samfellda samveru og færi aldrei að gera honum þann grikk að láta hann lifa þjáningafullu lífi. Dýralæknir sem annast hann nú er sammála mér.

Höfundur starfar við dýravernd.




Skoðun

Sjá meira


×