Viðskipti erlent

Goog­le birtir lista yfir vin­sælustu leitar­orðin

Lovísa Arnardóttir skrifar
Fólk leitaði að ýmsu á Google en mörg eigum við það sameiginlegt að hafa leitað upplýsinga um þetta fólk eða persónur á árinu.
Fólk leitaði að ýmsu á Google en mörg eigum við það sameiginlegt að hafa leitað upplýsinga um þetta fólk eða persónur á árinu. Vísir/EPA

Google birti í dag vinsælustu leitarorðin á árinu 2025. Bæði birti fyrirtækið vinsælustu leitarorðin á alheimsvísu en einnig vinsælustu leitarorð einstakra landa. Ísland er ekki meðal þeirra landa. Flestir leituðu upplýsinga um Gemini, sem er gervigreindartæki Google. Í öðru sæti var Indland á móti Englandi í krikket og Charlie Kirk í því þriðja.

Þegar kemur að fréttum er Charlie Kirk einnig efstur á blaði og þegar hann var myrtur í september. Þá leitaði fólk mikið frétta um Íran.

Í þriðja sæti eru lokanir opinberra stofnana í Bandaríkjunum en þeim var lokað í einn og hálfan mánuð í október og nóvember. Þá er í fjórða sæti kjör nýs páfa og í fimmta sæti skógareldar í Los Angeles. Listi Google er birtur hér. 

Mest leitaða fólkið

David Anthony Burke, eða D4dv er sá sem flestir gúgluðu á árinu en hann er grunaður um að hafa í máli hinnar fimmtán ára Celeste Rivas sem fannst látin í framskotti Teslu-bifreiðar hans. Rivas hafði flúið að heiman rúmu ári fyrr og mögulega átt í sambandi við tónlistarmanninn áður en lík hennar fannst.

Á eftir Burke er tónlistarmaðurinn Kendirck Lamar sem sá um hálfleikssýningu Ofurskálarinnar í ár, svo Jimmy Kimmel, sem missti vinnuna fyrr á árinu og svo Tyler Robinson, sem skaut Charlie Kirk, og í fimmta sæti nýr páfi, Leó. 

Í áttunda sæti, og jafnframt fyrsta konan á lista, er Bianca Censori, eiginkona Kanye West sem mikið var fjallað um fyrr á árinu vegna klæðaburðar og sambands hennar við West. Í tíunda sæti er svo aðgerðasinninn Greta Thunberg.

Á lista Google yfir atriði sem fólk leitaði að er einnig hægt að finna lögin sem flestir hummuðu eða söngluðu til leitarvélarinnar. Efst á lista er lagið Golden úr K-Pop Demon Hunters á Netflix. Efst fimm lögin eru þessi:

Golden - HUNTR/X

Ordinary - Alex Warren

PASSO BEM SOLTO - ATLXS

Anxiety - Doechii

Pretty Little Baby - Connie Francis

Þá er einnig hægt að finna hvaða sjónvarpsþætti, bækur, hlaðvörp og kvikmyndir flestir leituðu upplýsinga um. Vinsælustu sjónvarpsþættirnir voru Monster: The Ed Gein Story og Anora er kvikmyndin sem flestir leituðu upplýsinga um. Myndin vann verðlaun sem besta myndin á Óskarsverðlaununum í ár. 

Flestir leituðu svo upplýsinga um bókina Regretting You eftir Colleen Hoover en samnefnd kvikmynd kom út í ár. Flestir vildu vita eitthvað um hlaðvarpið The Charlie Kirk Show.

Þau andlát sem vöktu mesta athygli á Google í ár var fyrst andlát Charlie Kirk, svo tónlistarmannsins Ozzy Osbournse, í þriðja sæti glímukappinn Hulk Hogan, í fjórða leikkonan Michelle Trachtenberg og í því fimmta leikkonan Diane Keaton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×