Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar 3. desember 2025 10:00 Við þurfum að stöðva þessi jafnréttisbrot. Það gengur ekki að hunsa helming landsmanna og láta sig ekkert varða ójafnrétti sem karlar þurfa að þola. Ég hvet fólk til að láta sig málið varða og ýta á stjórnvöld að láta af þessum brotum. Það eru breytingar í loftinu, fólk er komið með nóg af þessu óréttlæti sem blasir við … Í dag fer fram fundur hjá svokölluðu jafnréttisráði. Hér á árum áður var þetta 11 manna ráð sem átti að starfa með stjórnvöldum að jafnréttismálum. Ítrekað brutu stjórnvöld lög sem kveða á um jafna kynjaskiptingu í slíkum hópi en konur voru langtum fleiri í ráðinu. Þrátt fyrir að þær væru fleiri gerði þáverandi forsætisráðherra það engu að síður að skipa oddamanneskjuna, formanninn, konu. Þessum lögbrotum mótmælti ég en Jafnréttisstofa aðhafðist ekkert. Sú stofnun tekur þátt í lögbrotum gegn karlmönnum, enda snýst allt starf stofnunarinnar um konur. Eftir nokkur ár af kvörtunum ákváðu stjórnvöld að koma sér undan þessum lagaákvæðum um jafnan hlut kynjanna í ráðinu. Ráðið var lagt niður og nýtt Jafnréttisráð stofnað, þar sem félagasamtök og aðilar sem vinna að jafnrétti kynjanna (mestmegnis kvennahreyfingar) fengu sæti. Enn versnaði kynjahallinn, enda urmull kvenréttindafélaga og hagsmunafélaga kvenna til, sem hafa getað haldið úti rekstri vegna fjárhagsstuðnings stjórnvalda og almennings. Karlmenn hafa ekkert fé fengið til að sinna slíkri hagsmunagæslu. Lengi hafa stjórnvöld mismunað stórlega kynjunum þegar kemur að stuðningi félagasamtaka sem vinna að jafnréttismálum. Hreyfingar sem gæta hagsmuna kvenna fá umtalsverða fjármuni meðan sambærileg félög er reyna að tala máli karla og verja þeirra hagsmuni fá litla sem enga fjármuni. Ríkið býr þannig til aðstæður og regluverk í kringum þetta nýja Jafnréttisráð sem veldur þessum mikla kynjahalla í starfsemi þess, og útilokar fjársveltar grasrótarhreyfingar karla. Og enn versnar það ... Fundirnir hjá þessu „jafnréttisráði“ fjalla eingöngu um konur. Fund eftir fund, ár eftir ár, snýst þetta bara um konur. Það er nú allt jafnréttið. Þarna er bara fjallað um konur, og hinsegin fólk. En karlar eru algjörlega hunsaðir. Ég hef í áraraðir gagnrýnt þetta og krafist þess að málefni karla verði tekin fyrir á þessum jafnréttisráðsfundum. Engin viðbrögð fást frá ráðuneyti sem stendur að fundunum. Gengdarlaust misrétti gagnvart kynjunum af hálfu stjórnvalda er viðhaft, og brýn jafnréttismál er varða karlmenn í samfélaginu eru virt að vettugi. Á fundum mínum hjá þessu svokallaða jafnréttisráði hefur mér blöskrað yfir einhliða áróðrinum, ég reynt að ljá máls á vanda karlmanna í umræðuhópum en varðhundar kvenréttinda hafa þá tekið það upp hjá sér að þagga niður í mér í miðju innleggi. Kvartaði ég undan þessu háttalagi starfsmanns Jafnréttisstofu án þess að fá nokkur viðbrögð frá ráðuneyti. Fulltrúar karlmanna í jafnréttisráðinu fyrir breytingar hafa einnig slæma reynslu af þessum þykjustuvettvangi jafnréttismála. Allt starfið er á forsendum kvenna og fjallar fyrst og fremst um réttindi þeirra. Jafnréttisstofa (kvenréttindastofa) og jafnréttisbrotin þar Stofnun sem á að gæta að jafnrétti kynjanna gerir það ekki. Hún er reyndar eins fjarri því að geta heitið Jafnréttisstofa og hugsast getur, því hún vinnur eingöngu að hagsmunum fyrir annað kynið og lætur sér lítið varða stórfelld jafnréttisbrot gagnvart karlmönnum. Karlmenn standa halloka í réttarkerfinu, sem og í meðferð mála þeirra hjá lögreglu, í forsjármálum, í skólakerfinu, þeir níddir opinberlega, þeim skortir aðstöðu sem þolendur ofbeldis og sæta því að fjölmiðlar draga upp rangar staðalímyndir af kynjunum. Þetta er bara lítið brot af þeim jafnréttisbrotum sem eru hunsuð og sópað undir teppið, því þau beinast fyrst og fremst að karlmönnum. En engu að síður, þrátt fyrir mikla þörf, sinnir Jafnréttisstofa eingöngu málefnum kvenna og þeirra sem skilgreina sig á annan hátt en að vera karlmaður. Þessa stofnun þarf að leggja niður í núverandi mynd og gera upp þessi jafnréttisbrot sem hafa verið ástunduð í áraraðir. Jafnréttissjóður sem styður bara við málefni kvenna Samtök sem berjast fyrir jafnrétti fyrir drengi og karla hafa ítrekað sótt um styrk í þennan sjóð með brýn verkefni undir. Öllu hefur verið hafnað. Þegar litið er á hvaða verkefni eru studd af þessum svokallaða „jafnréttissjóði“ kemur í ljós að sjóðurinn ber ekki nafn með rentu, heldur er þetta kvenréttindasjóður, sem styður málefni kvenna. Vakti þó athygli þegar verkefni á sviði karlmennsku fékk myndarlegan styrk, en það verkefni gekk út á að spúa út eitri um karlmenn, tala niðrandi um þá, bera upp á karlkyn „eitraða karlmennsku“ og ráðast að karlmönnum og karlkyni. Þetta studdi sjóðurinn og var þessum „jafnréttissinnum“ að skapi. En engin verkefni sem raunverulega gagnast karlmönnum fá brautargengi. Þvílík skömm og hneisa, og hverjum dettur í hug að kalla þetta jafnrétti? Hvað ef dæminu væri snúið við, og öll jafnréttisbaráttan snerist eingöngu um karlmenn? Ímyndum okkur það. Hvað ef að karlaathvarf fengi nóg fé til að reka húsnæði en kvenkyns þolendur hefðu enga aðstöðu? Hvað ef Jafnréttisstofa fjallaði bara um málefni karla? Hvað ef Jafnréttisráð myndi bara fjalla um jafnréttisbrot gegn karlmönnum, og það væru nánast bara karlar sem fengju aðgengi að ráðinu? Hvað ef Jafnréttissjóður myndi bara úthluta til karlægra verkefna? Hvað myndi gerast þá? Það myndi allt samfélagið loga! Við myndum ekki líða svona jafnréttisbrot ... en samt ... einhverra hluta vegna, látum við bjóða okkur þessi jafnréttisbrot gagnvart karlmönnum. Lygin um jafnrétti á Íslandi Ísland er engin jafnréttisparadís. Hér á landi er nær eingöngu reynt að rétta hlut kvenna, og á þeim sviðum þar sem hallar á karlmenn er enginn vilji til að gera breytingar og tryggja raunverulegt jafnrétti. Þegar heildarmynd þessara mála er skoðuð má sjá að á miklu fleiri sviðum, og þeim er skipta mestu máli í lífi einstaklinga, þá hallar á karlmenn. Sviðsljósinu er engu að síður beint að forréttindahópnum, sem berst nú fyrir einhverjum auka millímetrum „í rétta“ átt á meðan ginnungsgap er á réttindum karla og kvenna á öðrum sviðum, sem ekki má fjalla um því þar hallar á karla. Um er að ræða risastór jafnréttisbrot sem framin eru af stjórnvöldum, og fjölmiðlar sofa á verðinum. Ekkert aðhald er til staðar og meðvirknin er algjör. Og þó. Það má merkja töluverða breytingu í samfélaginu, fólk er að vakna, það er að fá nóg af þessum öfgum. Þessari einstefnu og lögbrotum. Núverandi valdhafar ætla samt ekki að láta segjast, halda áfram einstefnu áróðri og kerfið er gegnsýrt af úreldum hugmyndum. En nú er kominn tími til að horfa á staðreyndir og berjast fyrir raunverulegu jafnrétti beggja kynja. Það þarf að hreinsa til og taka á þessum brotum sem stjórnsýsla stendur fyrir ár eftir ár. Ég veit ekki með þig ágæti lesandi, en ég neita að sitja stundinni lengur undir þessum lögbrotum framin af stjórnvöldum. Ég hef fengið nóg, og byrja þessa andspyrnu gegn þessu ranglæti með því að gagnrýna það opinberlega. Við þurfum öll að mótmæla! Höfundur er baráttumaður gegn ójafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum að stöðva þessi jafnréttisbrot. Það gengur ekki að hunsa helming landsmanna og láta sig ekkert varða ójafnrétti sem karlar þurfa að þola. Ég hvet fólk til að láta sig málið varða og ýta á stjórnvöld að láta af þessum brotum. Það eru breytingar í loftinu, fólk er komið með nóg af þessu óréttlæti sem blasir við … Í dag fer fram fundur hjá svokölluðu jafnréttisráði. Hér á árum áður var þetta 11 manna ráð sem átti að starfa með stjórnvöldum að jafnréttismálum. Ítrekað brutu stjórnvöld lög sem kveða á um jafna kynjaskiptingu í slíkum hópi en konur voru langtum fleiri í ráðinu. Þrátt fyrir að þær væru fleiri gerði þáverandi forsætisráðherra það engu að síður að skipa oddamanneskjuna, formanninn, konu. Þessum lögbrotum mótmælti ég en Jafnréttisstofa aðhafðist ekkert. Sú stofnun tekur þátt í lögbrotum gegn karlmönnum, enda snýst allt starf stofnunarinnar um konur. Eftir nokkur ár af kvörtunum ákváðu stjórnvöld að koma sér undan þessum lagaákvæðum um jafnan hlut kynjanna í ráðinu. Ráðið var lagt niður og nýtt Jafnréttisráð stofnað, þar sem félagasamtök og aðilar sem vinna að jafnrétti kynjanna (mestmegnis kvennahreyfingar) fengu sæti. Enn versnaði kynjahallinn, enda urmull kvenréttindafélaga og hagsmunafélaga kvenna til, sem hafa getað haldið úti rekstri vegna fjárhagsstuðnings stjórnvalda og almennings. Karlmenn hafa ekkert fé fengið til að sinna slíkri hagsmunagæslu. Lengi hafa stjórnvöld mismunað stórlega kynjunum þegar kemur að stuðningi félagasamtaka sem vinna að jafnréttismálum. Hreyfingar sem gæta hagsmuna kvenna fá umtalsverða fjármuni meðan sambærileg félög er reyna að tala máli karla og verja þeirra hagsmuni fá litla sem enga fjármuni. Ríkið býr þannig til aðstæður og regluverk í kringum þetta nýja Jafnréttisráð sem veldur þessum mikla kynjahalla í starfsemi þess, og útilokar fjársveltar grasrótarhreyfingar karla. Og enn versnar það ... Fundirnir hjá þessu „jafnréttisráði“ fjalla eingöngu um konur. Fund eftir fund, ár eftir ár, snýst þetta bara um konur. Það er nú allt jafnréttið. Þarna er bara fjallað um konur, og hinsegin fólk. En karlar eru algjörlega hunsaðir. Ég hef í áraraðir gagnrýnt þetta og krafist þess að málefni karla verði tekin fyrir á þessum jafnréttisráðsfundum. Engin viðbrögð fást frá ráðuneyti sem stendur að fundunum. Gengdarlaust misrétti gagnvart kynjunum af hálfu stjórnvalda er viðhaft, og brýn jafnréttismál er varða karlmenn í samfélaginu eru virt að vettugi. Á fundum mínum hjá þessu svokallaða jafnréttisráði hefur mér blöskrað yfir einhliða áróðrinum, ég reynt að ljá máls á vanda karlmanna í umræðuhópum en varðhundar kvenréttinda hafa þá tekið það upp hjá sér að þagga niður í mér í miðju innleggi. Kvartaði ég undan þessu háttalagi starfsmanns Jafnréttisstofu án þess að fá nokkur viðbrögð frá ráðuneyti. Fulltrúar karlmanna í jafnréttisráðinu fyrir breytingar hafa einnig slæma reynslu af þessum þykjustuvettvangi jafnréttismála. Allt starfið er á forsendum kvenna og fjallar fyrst og fremst um réttindi þeirra. Jafnréttisstofa (kvenréttindastofa) og jafnréttisbrotin þar Stofnun sem á að gæta að jafnrétti kynjanna gerir það ekki. Hún er reyndar eins fjarri því að geta heitið Jafnréttisstofa og hugsast getur, því hún vinnur eingöngu að hagsmunum fyrir annað kynið og lætur sér lítið varða stórfelld jafnréttisbrot gagnvart karlmönnum. Karlmenn standa halloka í réttarkerfinu, sem og í meðferð mála þeirra hjá lögreglu, í forsjármálum, í skólakerfinu, þeir níddir opinberlega, þeim skortir aðstöðu sem þolendur ofbeldis og sæta því að fjölmiðlar draga upp rangar staðalímyndir af kynjunum. Þetta er bara lítið brot af þeim jafnréttisbrotum sem eru hunsuð og sópað undir teppið, því þau beinast fyrst og fremst að karlmönnum. En engu að síður, þrátt fyrir mikla þörf, sinnir Jafnréttisstofa eingöngu málefnum kvenna og þeirra sem skilgreina sig á annan hátt en að vera karlmaður. Þessa stofnun þarf að leggja niður í núverandi mynd og gera upp þessi jafnréttisbrot sem hafa verið ástunduð í áraraðir. Jafnréttissjóður sem styður bara við málefni kvenna Samtök sem berjast fyrir jafnrétti fyrir drengi og karla hafa ítrekað sótt um styrk í þennan sjóð með brýn verkefni undir. Öllu hefur verið hafnað. Þegar litið er á hvaða verkefni eru studd af þessum svokallaða „jafnréttissjóði“ kemur í ljós að sjóðurinn ber ekki nafn með rentu, heldur er þetta kvenréttindasjóður, sem styður málefni kvenna. Vakti þó athygli þegar verkefni á sviði karlmennsku fékk myndarlegan styrk, en það verkefni gekk út á að spúa út eitri um karlmenn, tala niðrandi um þá, bera upp á karlkyn „eitraða karlmennsku“ og ráðast að karlmönnum og karlkyni. Þetta studdi sjóðurinn og var þessum „jafnréttissinnum“ að skapi. En engin verkefni sem raunverulega gagnast karlmönnum fá brautargengi. Þvílík skömm og hneisa, og hverjum dettur í hug að kalla þetta jafnrétti? Hvað ef dæminu væri snúið við, og öll jafnréttisbaráttan snerist eingöngu um karlmenn? Ímyndum okkur það. Hvað ef að karlaathvarf fengi nóg fé til að reka húsnæði en kvenkyns þolendur hefðu enga aðstöðu? Hvað ef Jafnréttisstofa fjallaði bara um málefni karla? Hvað ef Jafnréttisráð myndi bara fjalla um jafnréttisbrot gegn karlmönnum, og það væru nánast bara karlar sem fengju aðgengi að ráðinu? Hvað ef Jafnréttissjóður myndi bara úthluta til karlægra verkefna? Hvað myndi gerast þá? Það myndi allt samfélagið loga! Við myndum ekki líða svona jafnréttisbrot ... en samt ... einhverra hluta vegna, látum við bjóða okkur þessi jafnréttisbrot gagnvart karlmönnum. Lygin um jafnrétti á Íslandi Ísland er engin jafnréttisparadís. Hér á landi er nær eingöngu reynt að rétta hlut kvenna, og á þeim sviðum þar sem hallar á karlmenn er enginn vilji til að gera breytingar og tryggja raunverulegt jafnrétti. Þegar heildarmynd þessara mála er skoðuð má sjá að á miklu fleiri sviðum, og þeim er skipta mestu máli í lífi einstaklinga, þá hallar á karlmenn. Sviðsljósinu er engu að síður beint að forréttindahópnum, sem berst nú fyrir einhverjum auka millímetrum „í rétta“ átt á meðan ginnungsgap er á réttindum karla og kvenna á öðrum sviðum, sem ekki má fjalla um því þar hallar á karla. Um er að ræða risastór jafnréttisbrot sem framin eru af stjórnvöldum, og fjölmiðlar sofa á verðinum. Ekkert aðhald er til staðar og meðvirknin er algjör. Og þó. Það má merkja töluverða breytingu í samfélaginu, fólk er að vakna, það er að fá nóg af þessum öfgum. Þessari einstefnu og lögbrotum. Núverandi valdhafar ætla samt ekki að láta segjast, halda áfram einstefnu áróðri og kerfið er gegnsýrt af úreldum hugmyndum. En nú er kominn tími til að horfa á staðreyndir og berjast fyrir raunverulegu jafnrétti beggja kynja. Það þarf að hreinsa til og taka á þessum brotum sem stjórnsýsla stendur fyrir ár eftir ár. Ég veit ekki með þig ágæti lesandi, en ég neita að sitja stundinni lengur undir þessum lögbrotum framin af stjórnvöldum. Ég hef fengið nóg, og byrja þessa andspyrnu gegn þessu ranglæti með því að gagnrýna það opinberlega. Við þurfum öll að mótmæla! Höfundur er baráttumaður gegn ójafnrétti.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun