Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2025 19:04 Andrea Jacobsen sleit liðband í ökkla skömmu fyrir mót. vísir / hulda margrét Stelpurnar okkar eru mættar til Dortmund þar sem milliriðillinn á HM í handbolta fer fram en dagurinn gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Ferðalagið gekk vel, liðið tók lest frá Stuttgart og var mætt til Dortmund um hádegisbil. Eftir hádegismat skelltu þær sér á æfingu í Westfalen höllinni, fyrir leik morgundagsins gegn Svartfjallalandi. Þar var vonast til að Andrea Jacobsen myndi mæta til leiks, eftir að hafa misst af öllum þremur leikjum mótsins hingað til, en hún mun ekki geta tekið þátt. „Við testuðum hana á æfingunni í dag og, því miður, kom það ekki nógu vel út. Smá bakslag í þessu en það var búið að vera fram að þessu góður stígandi. Við vorum farin að láta okkur dreyma um að þetta væri að verða gott en hún verður ekki með á morgun að minnsta kosti“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari á hóteli liðsins í kvöld en Andrea veitti ekki viðtal. „Hún er auðvitað hundsvekkt og leið yfir þessu, sem er skiljanlegt. Þetta er mót sem hún er búin að bíða eftir lengi og við líka, við söknum hennar. En við höldum í vonina, við eigum þrjá leiki eftir og sjáum hvernig þetta þróast“ bætti Arnar við en hljómaði ekki bjartsýnn um að Andrea myndi spila á mótinu. Andrea er lykilleikmaður hjá landsliðinu og með þeim reynslumeiri, hennar er því sárt saknað og sérstaklega í vörninni. „Andrea er lykilmanneskja í þessu liði, alveg sama hvar við lítum á það, vörn eða sókn. 5-1 vörnin hefur aðeins verið að trufla okkur, hún og Berglind [Þorsteinsdóttir, sem er í fríi frá handbolta vegna hnémeiðsla] hafa í gegnum árin verið að skipta þeirri stöðu með sér en við höfum þurft að leggja meiri áherslu á 6-0 vörnina. Þannig að þetta bitnar helst á okkur þar“ sagði Arnar. Klippa: Arnar mættur í milliriðilinn í Dortmund Aðrir leikmenn Íslands eru klárir í slaginn fyrir fyrsta leik í milliriðlinum, gegn Svartfjallalandi á morgun. Leikurinn hefst klukkan fimm og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sjá meira
Ferðalagið gekk vel, liðið tók lest frá Stuttgart og var mætt til Dortmund um hádegisbil. Eftir hádegismat skelltu þær sér á æfingu í Westfalen höllinni, fyrir leik morgundagsins gegn Svartfjallalandi. Þar var vonast til að Andrea Jacobsen myndi mæta til leiks, eftir að hafa misst af öllum þremur leikjum mótsins hingað til, en hún mun ekki geta tekið þátt. „Við testuðum hana á æfingunni í dag og, því miður, kom það ekki nógu vel út. Smá bakslag í þessu en það var búið að vera fram að þessu góður stígandi. Við vorum farin að láta okkur dreyma um að þetta væri að verða gott en hún verður ekki með á morgun að minnsta kosti“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari á hóteli liðsins í kvöld en Andrea veitti ekki viðtal. „Hún er auðvitað hundsvekkt og leið yfir þessu, sem er skiljanlegt. Þetta er mót sem hún er búin að bíða eftir lengi og við líka, við söknum hennar. En við höldum í vonina, við eigum þrjá leiki eftir og sjáum hvernig þetta þróast“ bætti Arnar við en hljómaði ekki bjartsýnn um að Andrea myndi spila á mótinu. Andrea er lykilleikmaður hjá landsliðinu og með þeim reynslumeiri, hennar er því sárt saknað og sérstaklega í vörninni. „Andrea er lykilmanneskja í þessu liði, alveg sama hvar við lítum á það, vörn eða sókn. 5-1 vörnin hefur aðeins verið að trufla okkur, hún og Berglind [Þorsteinsdóttir, sem er í fríi frá handbolta vegna hnémeiðsla] hafa í gegnum árin verið að skipta þeirri stöðu með sér en við höfum þurft að leggja meiri áherslu á 6-0 vörnina. Þannig að þetta bitnar helst á okkur þar“ sagði Arnar. Klippa: Arnar mættur í milliriðilinn í Dortmund Aðrir leikmenn Íslands eru klárir í slaginn fyrir fyrsta leik í milliriðlinum, gegn Svartfjallalandi á morgun. Leikurinn hefst klukkan fimm og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sjá meira