Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. desember 2025 20:17 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Samsett Forstjóri Brimborgar segir landsmenn í ákveðnu limbói vegna boðaðra breytinga á vörugjöldum bíla þar sem engin formleg niðurstaða liggi fyrir. Gríðarleg aukning var í nýskráðum bílum í nóvember og nýskráning rafbíla fjórfaldaðist. Hann telur að á næsta ári verði áttatíu prósent nýskráðra bíla rafbílar. Í októbermánuði lagði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, til að leggja niður vörugjöld á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku. Samhliða því ætti að hækka vörugjald á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Fyrirhugaðar breytingar myndu taka gildi um áramótin. Greint var frá á Vísi að óvenju margir fólksbílar voru nýskráðir í nóvember og tengir Bílgreinasamband Íslands það við boðaða hækkun á vörugjaldi. Tillagan geti valdið verulegum hækkunum á tvinnbílum, tengiltvinnbílum, hefðbundnum bensín- og dísilbílum og minni vörubifreiðum. Á móti kemur mun verð hreinna rafbíla ýmist hækka eða lækka eftir því hvort vegi þyngra í heildarverði þeirra, lægri rafbílastyrkur eða niðurfelling fimm prósenta vörugjalds. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, ræddi aukninguna í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir bæði almenning og bílaleigur vera í ákveðnu limbói þar sem ekki sé búið að tilkynna formlega að þessar breytingar muni eiga sér stað. „Þetta var 17. október og síðan hefur ekkert gerst neitt opinberlega, við vitum ekki hvort tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem komu og hver er endanleg niðurstaða. Tíminn líður og við erum farin að nálgast áramótin og það eru allir í limbói um hvernig bíla eigi að panta á næsta ári.“ Sala á rafmagnsbílum fjórfaldast Hins vegar hafi sala á rafmagnsbílum aukist gríðarlega milli ára, eða fjórfaldast. Bæði einstaklingar og fyrirtæki séu að festa kaup á rafbílum. Þeir séu einnig að kaupa tengiltvinnbíla en að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeiganda, muni boðaðar breytingar bitna illa á tengitvinnbílum þar sem enn sé verið að meta koltvísýringsútlosun þeirra. Egill telur að aukningin stafi af tveimur hlutum, annars vegar lægri orkustyrk og hins vegar sé aukinn meðbyr með rafbílum, sem verða vinsælli með betri innviðum og lengri drægni. Hleðslustöðvum hafi fjölgað á síðustu árum og bílar komist jafnvel sex til sjö hundruð kílómetra á einni hleðslu. Boðaðar breytingar ráðherrans eiga ekki að hafa áhrif á beina styrki sem Orkusjóður veitir til rafbílakaupa en hámark hans mun þó lækka úr níu hundruð þúsund krónum á næsta ári í fimm hundruð þúsund krónur. Því geti talist líklegt að landsmenn og fyrirtæki séu að nýta styrkinn áður en hann lækkar. „Við erum núna að fara yfir á rafbílana og ég spái að með þessum breytingum sem við förum í á næsta ári verði rafbílar ekki undir áttatíu prósentum af sölunni,“ segir Egill og bætir við að árið 2027 verði talan jafnvel komin upp í níutíu prósent. Bílaleigurnar ekki eins rafvæddar Bílaleigurnar eru þó ekki í jafn mikilli rafbílavæðingu og landsmenn. Egill segir það skiljanlegt þar sem ekki sé víst hvort túristar leitist í að leigja slíka bíla. „Auðvitað er það skiljanlegt að mörgu leyti að túristinn sé auðvitað að koma frá löndum þar sem rafbílavæðingin er ekki komin eins langt. Hann er kannski hræddari ef hann er að koma í fjögurra daga helgarreisu, þá þorir hann ekki að taka sénsinn.“ Hann telur þó að með tímanum muni bílaleigurnar einnig slást í hópinn. Bílaleigur Bílar Vistvænir bílar Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Orkuskipti Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Í októbermánuði lagði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, til að leggja niður vörugjöld á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku. Samhliða því ætti að hækka vörugjald á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Fyrirhugaðar breytingar myndu taka gildi um áramótin. Greint var frá á Vísi að óvenju margir fólksbílar voru nýskráðir í nóvember og tengir Bílgreinasamband Íslands það við boðaða hækkun á vörugjaldi. Tillagan geti valdið verulegum hækkunum á tvinnbílum, tengiltvinnbílum, hefðbundnum bensín- og dísilbílum og minni vörubifreiðum. Á móti kemur mun verð hreinna rafbíla ýmist hækka eða lækka eftir því hvort vegi þyngra í heildarverði þeirra, lægri rafbílastyrkur eða niðurfelling fimm prósenta vörugjalds. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, ræddi aukninguna í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir bæði almenning og bílaleigur vera í ákveðnu limbói þar sem ekki sé búið að tilkynna formlega að þessar breytingar muni eiga sér stað. „Þetta var 17. október og síðan hefur ekkert gerst neitt opinberlega, við vitum ekki hvort tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem komu og hver er endanleg niðurstaða. Tíminn líður og við erum farin að nálgast áramótin og það eru allir í limbói um hvernig bíla eigi að panta á næsta ári.“ Sala á rafmagnsbílum fjórfaldast Hins vegar hafi sala á rafmagnsbílum aukist gríðarlega milli ára, eða fjórfaldast. Bæði einstaklingar og fyrirtæki séu að festa kaup á rafbílum. Þeir séu einnig að kaupa tengiltvinnbíla en að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeiganda, muni boðaðar breytingar bitna illa á tengitvinnbílum þar sem enn sé verið að meta koltvísýringsútlosun þeirra. Egill telur að aukningin stafi af tveimur hlutum, annars vegar lægri orkustyrk og hins vegar sé aukinn meðbyr með rafbílum, sem verða vinsælli með betri innviðum og lengri drægni. Hleðslustöðvum hafi fjölgað á síðustu árum og bílar komist jafnvel sex til sjö hundruð kílómetra á einni hleðslu. Boðaðar breytingar ráðherrans eiga ekki að hafa áhrif á beina styrki sem Orkusjóður veitir til rafbílakaupa en hámark hans mun þó lækka úr níu hundruð þúsund krónum á næsta ári í fimm hundruð þúsund krónur. Því geti talist líklegt að landsmenn og fyrirtæki séu að nýta styrkinn áður en hann lækkar. „Við erum núna að fara yfir á rafbílana og ég spái að með þessum breytingum sem við förum í á næsta ári verði rafbílar ekki undir áttatíu prósentum af sölunni,“ segir Egill og bætir við að árið 2027 verði talan jafnvel komin upp í níutíu prósent. Bílaleigurnar ekki eins rafvæddar Bílaleigurnar eru þó ekki í jafn mikilli rafbílavæðingu og landsmenn. Egill segir það skiljanlegt þar sem ekki sé víst hvort túristar leitist í að leigja slíka bíla. „Auðvitað er það skiljanlegt að mörgu leyti að túristinn sé auðvitað að koma frá löndum þar sem rafbílavæðingin er ekki komin eins langt. Hann er kannski hræddari ef hann er að koma í fjögurra daga helgarreisu, þá þorir hann ekki að taka sénsinn.“ Hann telur þó að með tímanum muni bílaleigurnar einnig slást í hópinn.
Bílaleigur Bílar Vistvænir bílar Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Orkuskipti Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira