Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 1. desember 2025 06:48 Við upphaf aðventunnar voru ákveðin tímamót í Þjóðkirkjunni er ný heimasíða var opnuð. Þetta hljómar ef til vill ekki sem stór frétt í hugum allra því heimasíður eru nú alltaf að opna, en þessi síða markar þó ákveðið upphaf fyrir Þjóðkirkjuna. Kirkja í nútímasamfélagi þarf að hafa alla sína miðla í lagi, jafnt samfélagsmiðla sem og vefsíðu. Þrátt fyrir að prédikunarstóllinn sé mikilvægur og fullt af fólki mæti nú þegar í kirkju er nauðsynlegt fyrir öfluga Þjóðkirkju í sókn að nýta enn fleiri miðla en kirkjurýmið. Því hef ég, ásamt breiðum hópi kirkjufólks, lagt áherslu á að efla alla okkar miðla sem og að láta teikna nýtt merki kirkjunnar og hanna samræmt útlit fyrir allt efni sem frá henni kemur. Við vinnu heimasíðunnar var unnið með mörgum og ólíkum hópum fólks þar sem lagt var upp með að skoða hvað það er sem sameinar okkur. Nóg er um sundrung og skautun í samfélaginu og mikilvægt að Þjóðkirkjan sé sameinandi og bjóði skjól. Að þessari vinnu kom fjölbreyttur hópur fólks úr ólíkum áttum og í ferlinu rákumst við ítrekað á EN:ið þegar fólk var spurt hvort það væri trúað. Þ.e. fólk svaraði gjarnan: „Ég trúi alveg... EN“ eða „Ég er ekki trúuð... EN“. Við sáum því smám saman að í þessu EN:i fælist eitthvað sem ef til vill sameinar fólk, hvort sem það telur sig vera trúað eður ei. Eftir mikla vinnu, rýnihópa, samtöl og vangaveltur komumst við að því að það sem sameinar okkur eru gildi. Þar má nefna gildi eins og kærleika, örlæti, samkennd og von. Allar manneskjur fylgja ákveðnum gildum, hvort sem við erum trúuð eða ekki, og þessi gildi eru í grunninn kristin. Því er nú í boði, á nýrri heimasíðu kirkjunnar, að raða þeim gildum sem þér þykir mikilvægust inn í sjálfan krossinn, tákn kristinnar trúar. Þar með getur þú sameinað trúna og gildin þín. Nýtt merki Nýtt merki kirkjunnar er alls ekki nýtt því það er einfaldlega krossinn, tákn upprisunnar. Merkið er einfalt, kross og nafn Þjóðkirkjunnar á einlitum grunni. Hægt er að birta merkið í nokkrum mismunandi litasamsetningum og möguleiki er á að raða inn í hann þínum persónulegu gildum. Þannig getur þú búið til þinn eigin kross, og hann verður að öllum líkindum þinn eigin um alla tíð – því hægt er að búa til yfir 200 milljónir ólíkar samsetningar. Þjónustan í forgrunni Lagt var upp með að þjónusta kirkjunnar væri í forgrunni þ.e. hvað kirkjan getur gert fyrir þig. Snertifletir almennings við kirkjuna eru í forgrunni s.s. helgihald, athafnir (hjónavígslur, skírnir o.s.frv.), sálgæsla, viðburðir og safnaðarstarf. Þá er á síðunni að finna upplýsingar og fróðleik um kristna trú, skipulag kirkjunnar, upplýsingar um kirkjubyggingar, lýsingu á skrúða og margt fleira. Kirkjur landsins Í fyrsta skipti er heildstæð samantekt á öllum kirkjum, kapellum og bænhúsum safnaða Þjóðkirkjunnar tiltæk á einum stað. Þær eru 360 talsins. Á síðunni eru myndir af öllum þessum byggingum sem og upplýsingar um allar kirkjunnar. Þar má t.d. lesa um hver teiknaði kirkjuna og hverjir smíðuðu, hvað hún tekur margt fólk í sæti, hljóðkerfi, aðgengi og annað er skiptir máli. Á síðu hverrar kirkju má svo sjá hvað er að gerast þar á næstunni. Viðburðadagatal Í kirkjum landsins eru þúsundir viðburða á hverju ári. Fyrir utan helgihald, eldriborgarastarf og barna- og æskulýðsstarf er þar að m.a. að finna öflugt kórstarf, bæna- og leshópa, vina- og prjónahópa, sorgarhópa, einbúakaffi, karlakaffi og kvenfélög og svo mætti lengi telja. Afar öflugt gervigreindardrifið viðburðadagatal Þjóðkirkjunnar er að finna á nýju vefsíðunni. Vélmennið virkar þannig að það les allar heimasíður safnaða Þjóðkirkjunnar, sem og Facebook síður, oft á dag og býr til viðburði inn í dagatalið okkar. Hér er um að ræða byltingu í notkun gervigreindar við kynningarmál hjá kirkju og mun stórbæta aðgengi að upplýsingum um viðburði á vegum kirkjunnar. Verður nú, svo dæmi sé tekið, hægt að finna upplýsingar um allt helgihald yfir hátíðirnar á einum stað. Ekki allt nýtt Þrátt fyrir nýjar áherslur er áfram að finna flest það sem var á gömlu síðunni s.s. sálmarbókarvefinn, upplýsingar um kirkjuárið og yfirskrift Þjóðkirkjunnar er enn: Biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja. Þessi yfirskrift lýsir hlutverki Þjóðkirkjunnar jafn vel nú sem fyrr. Vinnan við þessa nýju heimasíðu og aðra miðla kirkjunnar hefur tekið um það bil eitt ár og hefur gefið okkur snertifleti við svo ótal margt fólk. Markmiðið með þessari vinnu er að sýna betur hve öflug Þjóðkirkjan er og hversu margt fólk kemur þar við sögu. Að fólk finni að Þjóðkirkjan sameinar okkur þrátt fyrir að við séum á ólíkum stöðum í okkar persónulega trúarlífi. Þjóðkirkja sem er til staðar fyrir þig verður að vera sýnileg. Það er hún nú þökk sé öllu því fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að koma þessari síðu í loftið og lagt sitt af mörkum til þess að gera kirkjuna sýnilega í sýndarheimum – sem og í raunheimum. Það er mín von að þú upplifir þig velkomna/velkominn í Þjóðkirkjuna hvar sem þú ert í þinni vegferð og hvort sem snertifletir þínir við kirkjuna eru í gegnum miðla hennar eða við persónulega nálgun. Ég trúi því að öll séum við elskuð börn Guðs og því er kirkja Guðs staður þar sem við öll erum velkomin. Höfundur er biskup Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Karls Helgudóttir Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við upphaf aðventunnar voru ákveðin tímamót í Þjóðkirkjunni er ný heimasíða var opnuð. Þetta hljómar ef til vill ekki sem stór frétt í hugum allra því heimasíður eru nú alltaf að opna, en þessi síða markar þó ákveðið upphaf fyrir Þjóðkirkjuna. Kirkja í nútímasamfélagi þarf að hafa alla sína miðla í lagi, jafnt samfélagsmiðla sem og vefsíðu. Þrátt fyrir að prédikunarstóllinn sé mikilvægur og fullt af fólki mæti nú þegar í kirkju er nauðsynlegt fyrir öfluga Þjóðkirkju í sókn að nýta enn fleiri miðla en kirkjurýmið. Því hef ég, ásamt breiðum hópi kirkjufólks, lagt áherslu á að efla alla okkar miðla sem og að láta teikna nýtt merki kirkjunnar og hanna samræmt útlit fyrir allt efni sem frá henni kemur. Við vinnu heimasíðunnar var unnið með mörgum og ólíkum hópum fólks þar sem lagt var upp með að skoða hvað það er sem sameinar okkur. Nóg er um sundrung og skautun í samfélaginu og mikilvægt að Þjóðkirkjan sé sameinandi og bjóði skjól. Að þessari vinnu kom fjölbreyttur hópur fólks úr ólíkum áttum og í ferlinu rákumst við ítrekað á EN:ið þegar fólk var spurt hvort það væri trúað. Þ.e. fólk svaraði gjarnan: „Ég trúi alveg... EN“ eða „Ég er ekki trúuð... EN“. Við sáum því smám saman að í þessu EN:i fælist eitthvað sem ef til vill sameinar fólk, hvort sem það telur sig vera trúað eður ei. Eftir mikla vinnu, rýnihópa, samtöl og vangaveltur komumst við að því að það sem sameinar okkur eru gildi. Þar má nefna gildi eins og kærleika, örlæti, samkennd og von. Allar manneskjur fylgja ákveðnum gildum, hvort sem við erum trúuð eða ekki, og þessi gildi eru í grunninn kristin. Því er nú í boði, á nýrri heimasíðu kirkjunnar, að raða þeim gildum sem þér þykir mikilvægust inn í sjálfan krossinn, tákn kristinnar trúar. Þar með getur þú sameinað trúna og gildin þín. Nýtt merki Nýtt merki kirkjunnar er alls ekki nýtt því það er einfaldlega krossinn, tákn upprisunnar. Merkið er einfalt, kross og nafn Þjóðkirkjunnar á einlitum grunni. Hægt er að birta merkið í nokkrum mismunandi litasamsetningum og möguleiki er á að raða inn í hann þínum persónulegu gildum. Þannig getur þú búið til þinn eigin kross, og hann verður að öllum líkindum þinn eigin um alla tíð – því hægt er að búa til yfir 200 milljónir ólíkar samsetningar. Þjónustan í forgrunni Lagt var upp með að þjónusta kirkjunnar væri í forgrunni þ.e. hvað kirkjan getur gert fyrir þig. Snertifletir almennings við kirkjuna eru í forgrunni s.s. helgihald, athafnir (hjónavígslur, skírnir o.s.frv.), sálgæsla, viðburðir og safnaðarstarf. Þá er á síðunni að finna upplýsingar og fróðleik um kristna trú, skipulag kirkjunnar, upplýsingar um kirkjubyggingar, lýsingu á skrúða og margt fleira. Kirkjur landsins Í fyrsta skipti er heildstæð samantekt á öllum kirkjum, kapellum og bænhúsum safnaða Þjóðkirkjunnar tiltæk á einum stað. Þær eru 360 talsins. Á síðunni eru myndir af öllum þessum byggingum sem og upplýsingar um allar kirkjunnar. Þar má t.d. lesa um hver teiknaði kirkjuna og hverjir smíðuðu, hvað hún tekur margt fólk í sæti, hljóðkerfi, aðgengi og annað er skiptir máli. Á síðu hverrar kirkju má svo sjá hvað er að gerast þar á næstunni. Viðburðadagatal Í kirkjum landsins eru þúsundir viðburða á hverju ári. Fyrir utan helgihald, eldriborgarastarf og barna- og æskulýðsstarf er þar að m.a. að finna öflugt kórstarf, bæna- og leshópa, vina- og prjónahópa, sorgarhópa, einbúakaffi, karlakaffi og kvenfélög og svo mætti lengi telja. Afar öflugt gervigreindardrifið viðburðadagatal Þjóðkirkjunnar er að finna á nýju vefsíðunni. Vélmennið virkar þannig að það les allar heimasíður safnaða Þjóðkirkjunnar, sem og Facebook síður, oft á dag og býr til viðburði inn í dagatalið okkar. Hér er um að ræða byltingu í notkun gervigreindar við kynningarmál hjá kirkju og mun stórbæta aðgengi að upplýsingum um viðburði á vegum kirkjunnar. Verður nú, svo dæmi sé tekið, hægt að finna upplýsingar um allt helgihald yfir hátíðirnar á einum stað. Ekki allt nýtt Þrátt fyrir nýjar áherslur er áfram að finna flest það sem var á gömlu síðunni s.s. sálmarbókarvefinn, upplýsingar um kirkjuárið og yfirskrift Þjóðkirkjunnar er enn: Biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja. Þessi yfirskrift lýsir hlutverki Þjóðkirkjunnar jafn vel nú sem fyrr. Vinnan við þessa nýju heimasíðu og aðra miðla kirkjunnar hefur tekið um það bil eitt ár og hefur gefið okkur snertifleti við svo ótal margt fólk. Markmiðið með þessari vinnu er að sýna betur hve öflug Þjóðkirkjan er og hversu margt fólk kemur þar við sögu. Að fólk finni að Þjóðkirkjan sameinar okkur þrátt fyrir að við séum á ólíkum stöðum í okkar persónulega trúarlífi. Þjóðkirkja sem er til staðar fyrir þig verður að vera sýnileg. Það er hún nú þökk sé öllu því fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að koma þessari síðu í loftið og lagt sitt af mörkum til þess að gera kirkjuna sýnilega í sýndarheimum – sem og í raunheimum. Það er mín von að þú upplifir þig velkomna/velkominn í Þjóðkirkjuna hvar sem þú ert í þinni vegferð og hvort sem snertifletir þínir við kirkjuna eru í gegnum miðla hennar eða við persónulega nálgun. Ég trúi því að öll séum við elskuð börn Guðs og því er kirkja Guðs staður þar sem við öll erum velkomin. Höfundur er biskup Íslands
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun