Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 21:32 Opið bréf til Umhverfis- og orkustofnunar Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar þann 9. júlí 2025 um ólögmæti Hvammsvirkjunar veittuð þið þann 11. ágúst 2025, Landsvirkjun bráðabirgðaleyfi til undirbúnings Hvammsvirkjunar. Virkjunarleyfi til bráðbirgða, sem sérfræðingarnir í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telja tóma lögleysu og vildu ógilda í úrskurði fyrir tveimur vikum. Samkvæmt bráðabirgðaleyfinu eru heimilaðar: undirbúningsframkvæmdir sem felast í uppsetningu vinnubúða, aðkomuvegi og annarri vegagerð innan framkvæmdasvæðis og efnisvinnslu fyrir vegagerð auk raf-, fjar- og hitavatnsveitu vinnubúða- og framkvæmdasvæðis. Frá því í lok ágúst hafa farið fram svokallaðar presplit sprengingar, alla jafna tvisvar í viku, en presplit sprengingar eru kraftmiklar sprengingar og háværar eins og kemur fram hjá tengilið Landsvirkjunar á facebook hóp íbúa hér í sveit. Að jafnaði er frátekinn tími frá kl. 12-17. Sem sagt tveir heilir eftirmiðdagar í viku. Háværar og umfangsmiklar sprengingar hafa því dunið hér í sveit í bráðum þrjá mánuði, með þeim hættum sem því fylgja. Ekki mun ástandið batna ef farið verður í hina eiginlegu framkvæmd með uppistöðulóni, stíflum, frárennslisskurði og enn frekari vegagerð. Undirrituð óskaði eftir við tengilið Landsvirkjunar að fá upplýsingar um slysa- og áhættumat er varðar íbúa m.a. vegna sprenginga, aukinnar umferðar og þungaflutninga, en engar slíkar upplýsingar var að finna á þeim tengli sem viðkomandi sendi sem svar við fyrirspurn minni. Þann 28. október s.l. setti starfsmaður Landsvirkjunar tengil á upplýsingavef Landsvirkjunar á fyrrnefndan vef íbúa. Þar kom fram eftirfarandi: Áfram er unnið að undirbúnings–framkvæmdum í Hvammi, en þar fer fram efnislosun og er því sprengt daglega. Efnið er svo flutt í vinnslu eða á lager eftir því sem við á. Að jafnaði eru um 10-20 manns á svæðinu við vinnu og hátt í 30 tæki. Þótti nú konu í sveit orðnar ansi umfangmiklar framkvæmdir og sprengingar við gerð vegar og aðstöðu fyrir vinnubúðir. Þann 13.nóvember kom eftirfarandi tilkynning inn á vef íbúa: Verktaki Landsvirkjunar, sem annast undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun, hefur hafið næturvaktir við efnisvinnslu á svæðinu. Um er að ræða eina gröfu, tvo brjóta og hjólaskóflu sem verða við störf yfir nóttina. Ekki verður keyrt á trukkum né unnið í frárennslisskurði á næturvöktum. Samkvæmt bráðabirgðaleyfi ríkisstjórnar hefur Landsvirkjun ekki leyfi til þess að vinna að gerð frárennslisskurðar. Skýrt kemur fram í bráðarbirgðarleyfinu að: Framkvæmdaleyfis–umsóknin tekur ekki til framkvæmda sem eru í eða við vatnsfarvegi og munu framkvæmdirnar því hvorki hafa bein eða óbein áhrif á vatnshlot, ástand vatnshlota eða umhverfismarkmið þeirra. Það er öllum þeim sem þekkja til laga um stjórn vatnamála (36/2011) ljóst að frárennsliskurðurinn er skilgreint vatnshlot, svokallað manngert vatnshlot. Bráðabirgðaleyfið nær því ekki til þess að vinna að þeirri framkvæmd. Landsvirkjun á að vera það ljóst, sinni hún skyldum sínum með eðlilegum hætti. Svo virðist þó sem sveitastjórn Rangárþings ytra hafi gefið út framkvæmdarleyfi fyrir skurðinum en aftur, Landsvirkjun á að vita að leyfi hvað skurðinn varðar féll ekki undir bráðabirgðarleyfið og stenst leyfi Rangárþings ytra ekki skoðun. Ég óska hér með eftir að farið verði að lögum um þessa framkvæmd, slíkt er eðlileg lágmarks krafa, og að vinnsla að fráveituskurði verði stöðvuð strax. Með þessu opna bréfi til Umhverfis- og orkustofnunar er þessu því komið á framfæri. Höfundur er líffræðingur og varasveitarstjórnarfulltrúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Umhverfis- og orkustofnunar Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar þann 9. júlí 2025 um ólögmæti Hvammsvirkjunar veittuð þið þann 11. ágúst 2025, Landsvirkjun bráðabirgðaleyfi til undirbúnings Hvammsvirkjunar. Virkjunarleyfi til bráðbirgða, sem sérfræðingarnir í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telja tóma lögleysu og vildu ógilda í úrskurði fyrir tveimur vikum. Samkvæmt bráðabirgðaleyfinu eru heimilaðar: undirbúningsframkvæmdir sem felast í uppsetningu vinnubúða, aðkomuvegi og annarri vegagerð innan framkvæmdasvæðis og efnisvinnslu fyrir vegagerð auk raf-, fjar- og hitavatnsveitu vinnubúða- og framkvæmdasvæðis. Frá því í lok ágúst hafa farið fram svokallaðar presplit sprengingar, alla jafna tvisvar í viku, en presplit sprengingar eru kraftmiklar sprengingar og háværar eins og kemur fram hjá tengilið Landsvirkjunar á facebook hóp íbúa hér í sveit. Að jafnaði er frátekinn tími frá kl. 12-17. Sem sagt tveir heilir eftirmiðdagar í viku. Háværar og umfangsmiklar sprengingar hafa því dunið hér í sveit í bráðum þrjá mánuði, með þeim hættum sem því fylgja. Ekki mun ástandið batna ef farið verður í hina eiginlegu framkvæmd með uppistöðulóni, stíflum, frárennslisskurði og enn frekari vegagerð. Undirrituð óskaði eftir við tengilið Landsvirkjunar að fá upplýsingar um slysa- og áhættumat er varðar íbúa m.a. vegna sprenginga, aukinnar umferðar og þungaflutninga, en engar slíkar upplýsingar var að finna á þeim tengli sem viðkomandi sendi sem svar við fyrirspurn minni. Þann 28. október s.l. setti starfsmaður Landsvirkjunar tengil á upplýsingavef Landsvirkjunar á fyrrnefndan vef íbúa. Þar kom fram eftirfarandi: Áfram er unnið að undirbúnings–framkvæmdum í Hvammi, en þar fer fram efnislosun og er því sprengt daglega. Efnið er svo flutt í vinnslu eða á lager eftir því sem við á. Að jafnaði eru um 10-20 manns á svæðinu við vinnu og hátt í 30 tæki. Þótti nú konu í sveit orðnar ansi umfangmiklar framkvæmdir og sprengingar við gerð vegar og aðstöðu fyrir vinnubúðir. Þann 13.nóvember kom eftirfarandi tilkynning inn á vef íbúa: Verktaki Landsvirkjunar, sem annast undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun, hefur hafið næturvaktir við efnisvinnslu á svæðinu. Um er að ræða eina gröfu, tvo brjóta og hjólaskóflu sem verða við störf yfir nóttina. Ekki verður keyrt á trukkum né unnið í frárennslisskurði á næturvöktum. Samkvæmt bráðabirgðaleyfi ríkisstjórnar hefur Landsvirkjun ekki leyfi til þess að vinna að gerð frárennslisskurðar. Skýrt kemur fram í bráðarbirgðarleyfinu að: Framkvæmdaleyfis–umsóknin tekur ekki til framkvæmda sem eru í eða við vatnsfarvegi og munu framkvæmdirnar því hvorki hafa bein eða óbein áhrif á vatnshlot, ástand vatnshlota eða umhverfismarkmið þeirra. Það er öllum þeim sem þekkja til laga um stjórn vatnamála (36/2011) ljóst að frárennsliskurðurinn er skilgreint vatnshlot, svokallað manngert vatnshlot. Bráðabirgðaleyfið nær því ekki til þess að vinna að þeirri framkvæmd. Landsvirkjun á að vera það ljóst, sinni hún skyldum sínum með eðlilegum hætti. Svo virðist þó sem sveitastjórn Rangárþings ytra hafi gefið út framkvæmdarleyfi fyrir skurðinum en aftur, Landsvirkjun á að vita að leyfi hvað skurðinn varðar féll ekki undir bráðabirgðarleyfið og stenst leyfi Rangárþings ytra ekki skoðun. Ég óska hér með eftir að farið verði að lögum um þessa framkvæmd, slíkt er eðlileg lágmarks krafa, og að vinnsla að fráveituskurði verði stöðvuð strax. Með þessu opna bréfi til Umhverfis- og orkustofnunar er þessu því komið á framfæri. Höfundur er líffræðingur og varasveitarstjórnarfulltrúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar