Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 13:03 Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag státar bæjarstjóri Kópavogs sig af því að hafa lækkað skatta á Kópavogsbúa um samtals 3,7 milljarða á þessu kjörtímabili. Í tilkynningu bæjarins með fjárhagsáætlun næsta árs er fullyrt að rík áhersla sé lögð á að halda úti góðri velferðarþjónustu, enda sé Kópavogur barnvænt sveitarfélag og verkefnin taki mið af því. En skoðum aðeins stöðuna. Á þriðja hundrað eru nú á biðlistum eftir lögbundinni velferðarþjónustu í Kópavogi, þar af bíða rúmlega 100 börn og fjölskyldur þeirra eftir að fá stuðnings- og stoðþjónustu sem þegar hefur þó verið staðfest að þau eigi rétt á. Biðtími er allt að tvö ár. Þau sem eru metin í brýnustu þörfinni geta átt von á að þjónusta við þau hefjist á næsta ári en önnur munu bíða áfram um ófyrirséðan tíma. Heildarfjöldi þeirra tíma sem áætlað er að vanti upp á til þess að mæta biðlistum eftir lögbundinni velferðarþjónustu er um 2000, en „ríka áhersla“ meirihlutans á þennan málaflokk kemur fram í viðbótarfjármagni upp á 500 tíma. Það er því ljóst að biðin verður áfram löng fyrir marga. Á bið eftir hverju? Þegar ákvarða þarf hverjum á að veita þjónustu núna og hverjir skulu bíða fer fram forgangsröðun í fjóra flokka, þar sem meðal annars er tekið mið af félagslegum aðstæðum, tengslaneti og öðrum veittum stuðningi, jafnvel þó fyrir liggi að umsækjendur séu með langvarandi stuðningsþarfir. Barnvæna sveitarfélagið Kópavogur ætlar á næsta ári að tryggja þjónustu til allra þeirra sem nú bíða og falla undir mesta forganginn, flokka 1 og 2. Hvað hina varðar má velta fyrir sér hvort þeir geti raunverulega talist á biðlista. Eins og staðan er núna væri kannski réttast að segja að þeir séu á bið eftir að hagur þeirra versni, svo þeir fari upp um flokk í forgangsröðuninni og fái þjónustu. Það leikur enginn vafi á því að þetta andvaraleysi getur haft víðtækar afleiðingar til lengri tíma litið. Í nýlegri umfjöllun RÚV lýsir framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna, því að álagið á foreldra sé gríðarlegt, fólk sé að bugast yfir því að þurfa að standa í stappi við kerfið til að fá tilhlýðilega þjónustu. Sálfræðingur sem hefur rannsakað örmögnun foreldra langveikra barna segir þá oft enda utan vinnumarkaðar og verða jafnvel öryrkja, þeir séu líka í meiri hættu á að þróa með sér veikindi, allt frá vefjagigt til krabbameins. Það er mikið kostnaðarsamara til lengri tíma að veita ekki viðeigandi stuðning tímanlega. Þörf á viðhorfsbreytingu Við megum ekki setja kerfið þannig upp að aðstandendur þurfi fyrst að brenna út til að þjónusta fáist. Þó það megi vissulega segja að það sé skref í rétta átt að fjármagna hluta þeirra tíma sem þörf er á, og starfsfólk velferðarsviðs vinni af mikilli fagmennsku og útsjónarsemi, þá blasir við að þetta dugar ekki til. Það er þörf á viðhorfsbreytingu. Við myndum aldrei láta eitt einasta barn, hvað þá tugi barna, á skólaskyldualdri bíða heima mánuðum og árum saman eftir því að komast inn í grunnskóla, jafnvel þó þau byggju kannski svo vel að eiga foreldra sem gætu séð um að kenna þeim að einhverju leyti heima. Bæði menntun barna og velferðarþjónusta lögbundin hlutverk sveitarfélaga, en einhverra hluta vegna þykir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar réttlætanlegt að láta þessu viðkvæmu hópa bíða árum saman eftir þjónustu. Ég fagna því að Alþingi hafi í gær lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ég bind vonir við að það leiði til þess að pólitísk forysta geti ekki lengur komið í veg fyrir að viðkvæmir hópar fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag státar bæjarstjóri Kópavogs sig af því að hafa lækkað skatta á Kópavogsbúa um samtals 3,7 milljarða á þessu kjörtímabili. Í tilkynningu bæjarins með fjárhagsáætlun næsta árs er fullyrt að rík áhersla sé lögð á að halda úti góðri velferðarþjónustu, enda sé Kópavogur barnvænt sveitarfélag og verkefnin taki mið af því. En skoðum aðeins stöðuna. Á þriðja hundrað eru nú á biðlistum eftir lögbundinni velferðarþjónustu í Kópavogi, þar af bíða rúmlega 100 börn og fjölskyldur þeirra eftir að fá stuðnings- og stoðþjónustu sem þegar hefur þó verið staðfest að þau eigi rétt á. Biðtími er allt að tvö ár. Þau sem eru metin í brýnustu þörfinni geta átt von á að þjónusta við þau hefjist á næsta ári en önnur munu bíða áfram um ófyrirséðan tíma. Heildarfjöldi þeirra tíma sem áætlað er að vanti upp á til þess að mæta biðlistum eftir lögbundinni velferðarþjónustu er um 2000, en „ríka áhersla“ meirihlutans á þennan málaflokk kemur fram í viðbótarfjármagni upp á 500 tíma. Það er því ljóst að biðin verður áfram löng fyrir marga. Á bið eftir hverju? Þegar ákvarða þarf hverjum á að veita þjónustu núna og hverjir skulu bíða fer fram forgangsröðun í fjóra flokka, þar sem meðal annars er tekið mið af félagslegum aðstæðum, tengslaneti og öðrum veittum stuðningi, jafnvel þó fyrir liggi að umsækjendur séu með langvarandi stuðningsþarfir. Barnvæna sveitarfélagið Kópavogur ætlar á næsta ári að tryggja þjónustu til allra þeirra sem nú bíða og falla undir mesta forganginn, flokka 1 og 2. Hvað hina varðar má velta fyrir sér hvort þeir geti raunverulega talist á biðlista. Eins og staðan er núna væri kannski réttast að segja að þeir séu á bið eftir að hagur þeirra versni, svo þeir fari upp um flokk í forgangsröðuninni og fái þjónustu. Það leikur enginn vafi á því að þetta andvaraleysi getur haft víðtækar afleiðingar til lengri tíma litið. Í nýlegri umfjöllun RÚV lýsir framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna, því að álagið á foreldra sé gríðarlegt, fólk sé að bugast yfir því að þurfa að standa í stappi við kerfið til að fá tilhlýðilega þjónustu. Sálfræðingur sem hefur rannsakað örmögnun foreldra langveikra barna segir þá oft enda utan vinnumarkaðar og verða jafnvel öryrkja, þeir séu líka í meiri hættu á að þróa með sér veikindi, allt frá vefjagigt til krabbameins. Það er mikið kostnaðarsamara til lengri tíma að veita ekki viðeigandi stuðning tímanlega. Þörf á viðhorfsbreytingu Við megum ekki setja kerfið þannig upp að aðstandendur þurfi fyrst að brenna út til að þjónusta fáist. Þó það megi vissulega segja að það sé skref í rétta átt að fjármagna hluta þeirra tíma sem þörf er á, og starfsfólk velferðarsviðs vinni af mikilli fagmennsku og útsjónarsemi, þá blasir við að þetta dugar ekki til. Það er þörf á viðhorfsbreytingu. Við myndum aldrei láta eitt einasta barn, hvað þá tugi barna, á skólaskyldualdri bíða heima mánuðum og árum saman eftir því að komast inn í grunnskóla, jafnvel þó þau byggju kannski svo vel að eiga foreldra sem gætu séð um að kenna þeim að einhverju leyti heima. Bæði menntun barna og velferðarþjónusta lögbundin hlutverk sveitarfélaga, en einhverra hluta vegna þykir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar réttlætanlegt að láta þessu viðkvæmu hópa bíða árum saman eftir þjónustu. Ég fagna því að Alþingi hafi í gær lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ég bind vonir við að það leiði til þess að pólitísk forysta geti ekki lengur komið í veg fyrir að viðkvæmir hópar fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun