Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar 12. nóvember 2025 20:31 Í gær sótti ég aukaársfund Lífsverks lífeyrissjóðs þar sem kynnt var tillaga um sameiningu við Almenna lífeyrissjóðinn. Í aðdraganda málsins hafa báðir sjóðir haldið kynningarfundi fyrir sjóðfélaga og farið yfir forsendur og kosti sameiningar. Eins og oft gerist eru skiptar skoðanir, og á fundum Lífsverks hefur borið á efasemdum. Spurningin er því: Er þessi sameining ákjósanleg? Samsetning sjóðfélaga Almenni lífeyrissjóðurinn er faggreinasjóður lækna, tæknifræðinga, arkitekta og leiðsögumanna, auk þess sem öðrum er heimil aðild. Lífsverk er faggreinasjóður verkfræðinga og opinn öllum háskólamenntuðum. Starfsumhverfi þessara hópa er svipað, sem endurspeglast í lágri örorkutíðni í báðum sjóðum. Sjóðfélagar eru almennt lítið útsettir fyrir slysum og óhöppum, sem þýðir að sjaldnar reynir á tryggingaþættina (örorku-, maka- og barnalífeyri). Stærstur hluti iðgjalda og ávöxtunar fer til greiðslu ellilífeyris. Samkvæmt síðustu tryggingafræðilegu athugun eru skuldbindingar Almenna lífeyrissjóðsins 89,0% vegna ellilífeyris, 4,1% vegna örorkulífeyris og 3,6% vegna makalífeyris. Hjá Lífsverk eru hlutföllin 87,3%, 2,5% og 6,2%. Áætlaður rekstrarkostnaður er 2,9% af skuldbindingum hjá Almenna og 3,8% hjá Lífsverk. Lífeyrisbyrði Lífeyrisbyrði er hlutfall greidds lífeyris miðað við innborguð iðgjöld. Í samtryggingadeildum beggja lífeyrissjóða hefur lífeyrisbyrðin hækkað verulega undanfarin ár – það leiðir af því að stórir árgangar eru að hefja töku lífeyris og sjóðfélagar eldast. Árið 2024 var lífeyrisbyrði Almenna 50,0% samanborið við 33,1% árið 2015. Hjá Lífsverk var hún 50,9% árið 2024 en 23,4% árið 2015. Hlutfallsaukningin er minni hjá Almenna, sem skýrist að hluta af meiri fjölgun sjóðfélaga þar. Frá 2015 til 2024 fjölgaði sjóðfélögum um 7,5% að meðaltali á ári hjá Almenna en um 3,5% að meðaltali á ári hjá Lífsverk. Samþykktir Samþykktir sjóðanna eru líkar, en nokkur blæbrigðamunur er til staðar. Í Almenna greiða sjóðfélagar 8,5% af launum til öflunar réttinda frá 70 ára aldri, en í Lífsverki er hlutfallið 10% frá 67 ára aldri. Munur er einnig á vægi atkvæða: hjá Lífsverki er það jafnt, en hjá Almenna ræðst það af innistæðu í séreign og virði réttinda í samtryggingu. Í samþykktum Lífsverks er ákvæði (gr. 6.2) um jafnvægi framtíðariðgjalda og skuldbindinga, sem tryggir að réttindi séu jafn verðmæt og iðgjöld. Þar má staða ekki víkja meira en frá -1% til +3%, en hjá Almenna er bilið -5% til +5% (gr. 24.1). Ef af sameiningu verður mætti þrengja þetta bil. Réttindaávinnsla Í báðum sjóðum geta sjóðfélagar flýtt eða frestað töku lífeyris á bilinu 60–80 ára, sem hefur áhrif á greiðslur. Miðað við töku lífeyris hjá Lífsverki við 70 ára aldur er réttindaávinnsla um 1,5% hærri en hjá Almenna. Á fundi Almenna kom fram að réttindaávinnsla muni hækka við sameiningu og líklega verður hún á pari við núverandi ávinnslu hjá Lífsverki. Niðurstaða Ársfundir sameinaðs sjóðs munu vart rúmast í kjallaranum í Verkfræðingahúsi – og það verður missir fyrir þá sem til þekkja. Þrátt fyrir smávægilegan mun á samþykktum eru líkindi í samsetningu sjóðfélaga og réttindaávinnslu sterk rök fyrir sameiningu. Með aukinni áhættudreifingu og væntingum um ábata vegna stærðarhagkvæmni er þetta sameining sem virðist mjög ákjósanleg. Atkvæðagreiðslu lýkur fimmtudaginn 13. nóvember kl. 16:00. Ef þú ert sjóðfélagi þá getur þú greitt atkvæði hér hjá Lífsverki og hér hjá Almenna. Höfundur er verkfræðingur með viðurkenningu Seðlabanka Íslands til að sinna tryggingafræðilegum athugunum lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær sótti ég aukaársfund Lífsverks lífeyrissjóðs þar sem kynnt var tillaga um sameiningu við Almenna lífeyrissjóðinn. Í aðdraganda málsins hafa báðir sjóðir haldið kynningarfundi fyrir sjóðfélaga og farið yfir forsendur og kosti sameiningar. Eins og oft gerist eru skiptar skoðanir, og á fundum Lífsverks hefur borið á efasemdum. Spurningin er því: Er þessi sameining ákjósanleg? Samsetning sjóðfélaga Almenni lífeyrissjóðurinn er faggreinasjóður lækna, tæknifræðinga, arkitekta og leiðsögumanna, auk þess sem öðrum er heimil aðild. Lífsverk er faggreinasjóður verkfræðinga og opinn öllum háskólamenntuðum. Starfsumhverfi þessara hópa er svipað, sem endurspeglast í lágri örorkutíðni í báðum sjóðum. Sjóðfélagar eru almennt lítið útsettir fyrir slysum og óhöppum, sem þýðir að sjaldnar reynir á tryggingaþættina (örorku-, maka- og barnalífeyri). Stærstur hluti iðgjalda og ávöxtunar fer til greiðslu ellilífeyris. Samkvæmt síðustu tryggingafræðilegu athugun eru skuldbindingar Almenna lífeyrissjóðsins 89,0% vegna ellilífeyris, 4,1% vegna örorkulífeyris og 3,6% vegna makalífeyris. Hjá Lífsverk eru hlutföllin 87,3%, 2,5% og 6,2%. Áætlaður rekstrarkostnaður er 2,9% af skuldbindingum hjá Almenna og 3,8% hjá Lífsverk. Lífeyrisbyrði Lífeyrisbyrði er hlutfall greidds lífeyris miðað við innborguð iðgjöld. Í samtryggingadeildum beggja lífeyrissjóða hefur lífeyrisbyrðin hækkað verulega undanfarin ár – það leiðir af því að stórir árgangar eru að hefja töku lífeyris og sjóðfélagar eldast. Árið 2024 var lífeyrisbyrði Almenna 50,0% samanborið við 33,1% árið 2015. Hjá Lífsverk var hún 50,9% árið 2024 en 23,4% árið 2015. Hlutfallsaukningin er minni hjá Almenna, sem skýrist að hluta af meiri fjölgun sjóðfélaga þar. Frá 2015 til 2024 fjölgaði sjóðfélögum um 7,5% að meðaltali á ári hjá Almenna en um 3,5% að meðaltali á ári hjá Lífsverk. Samþykktir Samþykktir sjóðanna eru líkar, en nokkur blæbrigðamunur er til staðar. Í Almenna greiða sjóðfélagar 8,5% af launum til öflunar réttinda frá 70 ára aldri, en í Lífsverki er hlutfallið 10% frá 67 ára aldri. Munur er einnig á vægi atkvæða: hjá Lífsverki er það jafnt, en hjá Almenna ræðst það af innistæðu í séreign og virði réttinda í samtryggingu. Í samþykktum Lífsverks er ákvæði (gr. 6.2) um jafnvægi framtíðariðgjalda og skuldbindinga, sem tryggir að réttindi séu jafn verðmæt og iðgjöld. Þar má staða ekki víkja meira en frá -1% til +3%, en hjá Almenna er bilið -5% til +5% (gr. 24.1). Ef af sameiningu verður mætti þrengja þetta bil. Réttindaávinnsla Í báðum sjóðum geta sjóðfélagar flýtt eða frestað töku lífeyris á bilinu 60–80 ára, sem hefur áhrif á greiðslur. Miðað við töku lífeyris hjá Lífsverki við 70 ára aldur er réttindaávinnsla um 1,5% hærri en hjá Almenna. Á fundi Almenna kom fram að réttindaávinnsla muni hækka við sameiningu og líklega verður hún á pari við núverandi ávinnslu hjá Lífsverki. Niðurstaða Ársfundir sameinaðs sjóðs munu vart rúmast í kjallaranum í Verkfræðingahúsi – og það verður missir fyrir þá sem til þekkja. Þrátt fyrir smávægilegan mun á samþykktum eru líkindi í samsetningu sjóðfélaga og réttindaávinnslu sterk rök fyrir sameiningu. Með aukinni áhættudreifingu og væntingum um ábata vegna stærðarhagkvæmni er þetta sameining sem virðist mjög ákjósanleg. Atkvæðagreiðslu lýkur fimmtudaginn 13. nóvember kl. 16:00. Ef þú ert sjóðfélagi þá getur þú greitt atkvæði hér hjá Lífsverki og hér hjá Almenna. Höfundur er verkfræðingur með viðurkenningu Seðlabanka Íslands til að sinna tryggingafræðilegum athugunum lífeyrissjóða.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun